Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 15
29. desember 1987 - 0AGUB -15 íþróftir Arsenal í jólaköttinn Liverpool óstöðvandi - Forest í 2. sæti Akureyri: Skíðatrimm á nýársdag Yfir 47.000 áhorfendur á Old Trafford sáu daufan og marka- lausan fyrri hálfleik Utd. og Everton, en mjög lifnaði yfir leiknum eftir hlé. Brian McClair náði forystu fyrir Utd. á 5. mín. síðari hálfleiks og hann bætti við marki úr vítaspyrnu á 27. mín. eftir brot á Gordon Strachan. Everton gafst þó ekki upp og 11 mín. fyrir leikslok skoraði Dave Watson eftir mistök í vörn Utd. Þrátt fyrir nokkuð góð færi tókst Everton ekki að jafna leikinn og getur Utd. þakkað það Steve Bruce sem í sínum fyrsta heima- leik var langbestur í fremur óör- uggri vörn liðsins. Arsenal fór illa út úr jóla- leikjunum og tapaði úti gegn Wimbledon þrátt fyrir að Niall Quinn gæfi þeim forystu í fyrri hálfleik. Wimbledon skoraði tví- vegis á fyrstu 3 mín. síðari hálf- leiks, fyrst Allan Cork og síðan Dennis Wise. Arsenal missti móðinn og á síðustu mín. leiksins bætti Vince Jones þriðja markinu við, fyrsti sigur Wimbledon gegn Arsenal frá upphafi. Tottenham vann sinn fyrsta heimasigur undir stjórn Terry Venables gegn West Ham. Chris Waddle kom Tottenham yfir með marki úr aukaspyrnu eftir 30 mín. Paul Hilton jafnaði með skalla á 67. mín. en fjórum mín. síðar skoraði Chris Fairclough sigurmark Tottenham með skalla eftir sendingu frá Waddle og þrátt fyrir þunga sókn West Ham eftir það, hélt Tottenham út og 40.000 áhorfendur fóru ánægðir heim. Mark Falco kom Q.P.R. í 2:0 forystu í fyrri hálfleik gegn Oxford með góðum mörkum. Oxford hóf síðari hálfleikinn vel og Dean Saunders lagaði fljótt stöðuna, en aðeins 3 mín. síðar kom Martin Allen Q.P.R. í 3:1, Peter Rhoades-Brown skoraði fyrir Oxford 15 mín. fyrir leiks- lok, en þrátt fyrir stanslausa sókn Oxford á lokamínútunum tókst liðinu ekki að jafna leikinn. Tvö mörk á þrem mínútum gerðu út um leik Sheffield Wed. og Derby. Lee Chapman skoraði fyrir Sheffield á 14. mín. og Colin West bætti öðru marki við með skalla á 17. mín. eftir misheppn- að úthlaup Peter Shilton í marki Derby. Derby sótti mun meira í síðari hálfleiknum, en gekk illa að skora þar til 8 mín. fyrir leiks- lok að Phil Gee skoraði af stuttu færi, en sigur Sheffield í höfn. Ekkert virðist geta stöðvað Liverpool þessa dagana og New- castle varð engin hindrun á An- field Road í gær. Mirandhinha fékk tvö góð marktækifæri í leiknum, en að öðru leyti réð Liverpool lögum og lofum. Steve McMahon skor- aði strax eftir 4 mín. 5 mín. eftir að síðari hálfleikur hófst skoraði John Aldridge úr umdeildri víta- spyrnu og bætti síðan þriðja marki liðsins við. Ray Houghton átti síðasta orðið í leiknum tveim mín. fyrir leikslok og Liverpool heldur 10 stiga forskoti. Nottingham For. virðist helst geta veitt Liverpool einhverja keppni. Cyrille Regis náði þó for- ystu fyrir Coventry, en 5 mín. síðar jafnaði Tommy Gaynor fyr- ir Forest. Þrjú mörk Forest á 10 mín. kafla um miðjan síðari hálf- leik gerðu út um leikinn, Gaynor skoraði sitt annað mark, Brian Borrows sendi síðan boltann í eigið mark og Terry Wilson skor- aði fjórða mark Forest. Mjög góður leikur fyrir 31.061 áhorf- anda. Norwich kom á óvart með auð- veldum heimasigri á Chelsea, Rauel Fox, Jeremy Gough og Kevin Drinkell úr víti sáu um mörkin. Loks gerðu Portsmouth og Watford jafntefli 1:1, Terry Connor kom Portsmouth yfir um miðjan síðari hálfleik, en Wat- ford tókst að jafna í lokin. í 2. deild er Middlesbrough enn efst, en forskotið nú aðeins eitt stig. Liðið tapaði á Elland Road fyrir Leeds Utd. sem hefur gert það gott yfir jólin. Mark frá Peter Swan seint í leiknum gerði endanlega út um vonir Boro um stig, en þeir Glynn Snodin Leeds Utd. og Stuart Ripley Middles- brough voru báðir reknir út af í leik þar sem barist var upp á líf og dauða. Þ.L.A. Staðan 1. deild Liverpool-Newcastle 4:0 Luton-Charlton 1:0 Manchester Utd.-Everton 2:1 Norwich-Chelsea 3:0 Nottingham For.-Coventry 4:1 Portsmouth-Watford 1:1 Q.P.R.-Oxford 3:2 Sheffield Wed.-Derby 2:1 Wimbledon-Arsenal 3:1 2. deild Aston Villa-Huddersfield 1:1 Blackburn-Bradford 1:1 Bournemouth-W.B.A. 3:2 Crystal Palace-Reading 2:3 Leeds Utd.-Middlesbrough 2:0 Millwall-Sheffield Utd. 3:1 Oldham-Hull City 1:2 Plymouth-Leicester 4:0 Shrewsbury-Birmingham 0:0 Stoke City-Manchester City 1:3 Swindon-lpswich 4:2 Eins og undanfarin ár stendur Skíðaráð Akureyrar fyrir skíðatrimmi í Kjarna fyrir alla fjölskylduna á nýársdag. Gestabók mun liggja frammi eins og venjulega og geta þeir sem mæta og trimma skrifað nafn sitt í hana. Það gæti þó farið þannig að ekki yrði hægt að ganga á skíðum í Kjarnaskógi vegna snjóleysis en þá kemur fólk bara og skokkar í staðinn. Fjölmargir bæjarbúar hafa látið sjá sig á gönguskíðum á nýársdag undanfarin ár og víst er að margir munu einnig leggja leið sína í Kjarna að þessu sinni, ann- að hvort á gönguskíðum eða strigaskóm. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Guðni vann Sigurð og skorar á Svein Guðni Eiðsson náði fram hefndum fyrir föður sinn og lagði Sigurð Búason starfsfélaga sinn í Kjarnafæði að velli í getrauna- leiknum um helgina. Guðni var með 8 leiki rétta en Sigurður 7. Guðni heldur því áfram og hann hefur skorað á Svein Ævar Stefánsson starfsmann hjá Iðnaöardeild SIS. Hann er mikill Manchester United aðdáandi en þeir hafa verið allsráðandi í getraunaleiknum að undanförnu. Sveini finnst ekki koma til greina annað en að vinna Guðna sem er mikill aðdáandi Liver- pool. Leikirnir á seðlinum fara ekki fram fyrr en 2. janúar og þá kemur í Ijós hvor hefur betur en spá þeirra er þannig. Guðni: Sveinn Ævar: Arsenal-Q.P.R. 1 Chelsea-Tottenham 1 Coventry-Norwich 1 Derby-Liverpool 2 Newcastle-Sheff.Wed. x Oxford-Wimbledon 1 Watford-Man.United 1 West Ham-Luton 1 Barnsley-Aston Villa 2 Huddersfield-Blackburn 2 Hull-Leeds x Leicester-C.Palace 1 Arsenal-Q.P.R. 1 Chelsea-Tottenham x Coventry-Norwich 1 Derby-Liverpool 1 Newcastle-Sheff.Wed. x Oxford-Wimbledon 2 Watford-Man.United 2 West Ham-Luton 1 Barnsley-Aston Villa 1 Huddersfield-Blackburn 2 Hull-Leeds 1 Leicester-C.Palace 1 Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fíinmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Póstþjónusta Nýja-Filmuhúsið Hafnarstræti 106 Akureyri. Pósthólf 196. Sími 96-27422.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.