Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 11
29. desember 1987 - DAGUR - 11 Vinningstölur 26. desember Heildarvinningsupphæð kr. 5.415.228.- 1. vinnningur kr. 2.710.234.- í dag er til moldar borinn vinur okkar og félagi Ólafur Aðal- steinsson. Við hjá Félagi verslun- ar- og skrifstofufólks viljum þakka öll þau margvíslegu störf sem hann vann fyrir félagið á liðnum árum. Hann sat í stjórn og varastjórn svo árum skipti og gegndi trúnað- arstörfum fyrir félagið fram á síð- asta dag, samanber að hann kom og sté í ræðustól á þingi Lands- sambands íslenskra verslunar- manna sem haldið var á Akureyri fyrir rúmum mánuði. Ólafur var þá orðinn veikur og nýkominn heim af sjúkrahúsi, en svo mik- inn áhuga sýndi hann ætíð þegar um félagsstarf var að ræða, að hann lét sig aldrei vanta og miðl- aði okkur af reynslu sinni og þekkingu. Ólafur var gerður að heiðurs- félaga á 50 ára afmæli félagsins 2. nóv. 1980. Kvæntur var Ólafur Huldu Svanlaugsdóttur og áttu þau yndislegt heimili að Eyrar- vegi 12 og var þar alltaf notalegt að koma. Vil ég færa Huldu sér- stakar þakkir að aldrei heyrðist á henni að Ólafur eyddi of miklum tíma í félagsstörf, sem hlýtur að hafa bitnað á heimilinu að ein- hverju leyti. Óli minn við þökkum þér af alhug öll þau störf er þú vannst fyrir félagið, og kveðjum góðan vin £>g traustan félaga. Huldu og börnum hans og öðr- um ástvinum, vottum við dýpstu samúð. F.h. Félags verslunar- og skrifstofufólks Jóna Steinbergsdóttir. Genginn er góður maður. Þriðjudaginn 15. des. lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Ólafur Aðalsteinsson, Eyr- arvegi 12, Akureyri áttræður að aldri. Ólafur eða Óli eins og hann var kallaður, hóf störf hjá Vél- smiðjunni Atla hf. á fyrstu árum fyrirtækisins á fimmta áratugnum og vann þar í 35 ár, eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Eftir svo langan starfstíma hjá einu fyrirtæki er það því eðlilegt að í hugum margra hafi Óli Aðal- steins og Atli fylgst að. Eftir að hann hætti störfum kom hann reglulega í heimsókn til að fylgj- ast með, hvað væri að gerast, hvort það væru næg verkefni, spjalla við gamla félaga og kynn- ast nýjum. Óli var skemmtilegur maður, fróður og víðlesinn. Hann var ekki iðnlærður mað- ur og vann því fyrstu árin sem verkamaður í smiðju, en lengst af vann hann á lagernum. Það starf hentaði honum vel, því hann hafði allt það til að bera sem góð- ur lagermaður þarf. Hánn var ljúfur í umgengni, einstaklega samviskusamur og gerði sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem starfinu fylgdi. Hann mætti manna fyrstur á morgnana og oftast fór hann síð- astur heim á kvöldin. Það eru því ófá sporin og handtökin hans Óla á lagernum. Að leiðarlokum viljum við þakka Óla samfylgdina, störf hans og tryggð við fyrirtækið. Minningin um góðan dreng lifir. Við sendum konu hans Huldu Svanlaugsdóttur, börnum og öðr- um aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. F.h. starfsmanna og stjórnar Vélsmiðjunnar Atla hf. Marteinn Hámundarson. Þar sem enginn fékk 1. vinning færist hann yfir á 1. vinning í næsta útdrætti. 2. vinningur kr. 811.554.- Skiptist á milli 246 vinningshafa kr. 3.299,- 3. vinningur kr. 1.893.440.- Skiptist á milli 7760 sem fá 244,- kr. hver. Tvöfaldur 1. vinningur laugardaginn 2. janúar 1988 mwM Upplýsingasími 91-685111. HANDHLXfT (Ki Gön

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.