Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 29.12.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 29. desember 1987 Keppt var í 18 flokkum og þar af í tveimur flokkum kvenna. Einn yngsti keppandinn, Magga Lena Kristinsdóttir 7 ára, keppti þó í flokki meö strákunum og hún gerði sér lítið fyrir og sigraði í flokknum með glæsibrag. En maðurinn á bak við þennan árangur er Jón Óðinn Óðinsson þjálfari KA. Og á árinu hlaut hann afreksbikar ÍSÍ annað árið í röð en þá viðurkenningu hlýtur sá þjálfari eða íþróttafrömuður er þykir hafa starfað hvað best á árinu. Blak Norðlenskir blakmenn eru farnir að láta töluvert mikið að sér kveða á nýjan leik og er það vel. KA á lið bæði í 1. deild karla og kvenna og hefur karlaliðið staðið sig alveg sérlega vel á árinu. Lið- inu gekk ágætlega á íslandsmót- inu þótt það kæmist ekki í úrslita- keppnina. í bikarkeppninni gekk liðinu enn betur og komst alia leið í úrslitin. Þar mættu KA- menn Stúdentum en töpuðu naumlega í æsispennandi leik. Á íslandsmóti 1. flokks sigraði Völsungur í kvennaflokki og Óðinn í karlaflokki. Af árangri yngri flokka má nefna sigur Völsungs í 3. flokki pilta og Bjarma í 3. flokki stúlkna á íslandsmótinu. Lyftingar Ólympískar lyftingar hafa ekki verið hátt skrifaðar á undanförn- um árum en nú er áhuginn að glæðast á ný. Haraldur Ölafsson hefur átt þar stóran þátt en hann þjálfar lyftingamenn á Akureyri og keppir auk þess sjálfur. Hann tók þátt í Norðurlandamótinu í Svíþjóð í vor og hafnaði þar í 5. sæti í 82,5 kg flokki. Á meistara- móti Islands varð Haraldur stiga- hæstur en hann lyfti þá samtals 275 kg. Akureyrarmótið í ólymp- ískum lyftingum var haldið í apríl og þar varð Einar Brynjólfsson hlutskarpastur en hann hlaut flest stig keppenda. Loks má geta þess að á sýningarmóti sem haldið var á Húsavík, settu strákarnir frá Akureyri alls 16 íslandsmet drengja. Kraftlyftingar Kári Elíson einn okkar fremsti kraftlyftingamaður sigraði í sín- um þyngdarflokki á Norður- landamótinu sem fram fór í Dan- mörku í haust. Kári keppti í 67,5 kg flokki og var þetta í fjórða sinn sem hann hlýtur þennan titil. Þá varð Kári Islandsmeistari í bekkpressu á mótinu sem haldið var í mars síðastliðnum. Tveir keppendur frá Akureyri tóku þátt f íslandsmótinu, þeir Flosi Jónsson og Aðalsteinn Kjartans- son og sigraði Aðalsteinn í 67,5 kg flokki. Á unglingameistaramóti íslands í kraftlyftingum í febrúar komu Akureyringar heim með tvenn gullverðlaun. Aðalsteinn Kjartansson sigraði í 60 kg flokki og Rúnar Friðriksson í 67,5 kg flokki. 1 sumar fór fram í fyrsta skipti keppnin Sterkasti maður Norður- lands og var hún háð á Akureyri. Alls mættu 7 kraftajötnar til leiks en þegar upp var staðið var það Flosi Jónsson gullsmiður á Akur- eyri sem hirti titilinn. Vaxtarrækt íslandsmótið í vaxtarrækt fór fram í Sjallanum á Akureyri í byrjun mars og urðu heimamenn mjög sigursælir á mótinu. Sigurð- ur Gestsson varði titil sinn í karlaflokki, þriðja árið í röð. Þá sigraði Einar Guðmann mjög örugglega í unglingaflokki. Loks unnu Akureyringarnir Guðrún Reynisdóttir og Pálmi Bragason sína þyngdarflokka. Glíma Eyþór Pétursson glímukappi úr Mývatnssveit gerði það gott á árinu. Hann sigraði í íslands- glímunni eftir harða baráttu við KR-inginn Ólaf H. Ólafsson og hlaut að launum Grettisbeltið sem keppt hefur verið um frá árinu 1906. Eyþór var síðan nú í lok ársins, valinn glímumaður ársins af Glímusambandi íslands. Metþátttaka var í landsflokka- glímunni sem haldin var í Skemmunni á Akureyri um miðj- an mars. Alls mættu 50 keppend- ur til leiks frá 5 félögum. Að venju létu Mývetningar mikið til sín taka en þeir unnu 6 flokka. í fullorðinsflokki sigraði Kristján Yngvason í milliþyngd og Geir Arnrgímsson í léttþyngd. I ungl- ingaflokki sigraði Lárus Björns- son í flokki pilta 18-19 ára og Arngeir Friðriksson í léttari flokki pilta 16-17 ára. í þyngri flokki sveina 12-13 ára sigraði Björn Böðvarsson og í léttari flokki sveina 12-13 ára sigraði Sigurður Kjartansson en allir eru þessir glímumenn úr HSÞ. Sund Sá sundmaður norðlenskur sem hefur verið hvað atkvæðamestur á árinu, er tvímælalaust Svavar Þór Guðmundsson úr Óðni. Hann tók þátt í unglingameist- aramóti íslands ásamt þeim Elsu M. Guðmundsdóttur og Birnu Hrönn Sigurjónsdóttur í nóvember. Svavar Þór keppti í fjórum greinum á mótinu og vann eina þeirra, 100 m bringu- sund en varð annar í hinum greinunum þremur. Hann var síðan valinn í unglingalandsliðið að mótinu loknu. Þau Svavar Þór og Birna Björnsdóttir kepptu með unglingalandsliðinu á alþjóðlegu móti í Þýskalandi í sumar og stóðu sig mjög vel. Á Norðurlandsmótinu í sundi sem fram fór á Hvammstanga í sumar, voru sett 8 Norðurlands- met en sundfélagið Óðinn varð stigahæst félaga. Bestu afrek mótsins í einstökum flokkum unnu, Svavar Þór Guðmundsson Óðni í karlaflokki, Þórhalla Gunnarsdóttir HSÞ í kvenna- flokki, Skúli Þorvaldsson USVH í drengjaflokki, Birna Björns- dóttir Óðni í telpnaflokki, Jóhannes Guðmundsson USVH í sveinaflokki, Kristianna Jessen USVH í meyjaflokki, Elvar Angandi jólasteik verðskuldar jóladrykk af bestu gerð; malt og appelsín frá Sanitas. Fram að jólum býður Sanitas upp á handhæga jólapoka með tólf dósum. Sex dósum af Ijúffengu og freyðandi malti og sex dósum afsvalandi appelsíni sem þú síðan blandar saman eftir eigin smekk. Drekktu góða jólablöndu um jólin og þú kemst í ekta jólaskap.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.