Dagur - 13.01.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 13.01.1988, Blaðsíða 1
Filman þin á skiliö þaö besta1 Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 Sími 27422 ■ Pósthólf 196 Hrað- framköllun í Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Mikill ahugi fyrir utanlandsferðum: Nær uppselt til Kanarí í vetur Síðasta ár var metár í ferðalög- um Islendinga til útlanda og ef marka má bókanir á ferða- skrifstofum í upphafi þessa árs lítur út fyrir að landinn ætli að setja enn eitt metið. Kreppa virðist vera lítt þekkt fyrirbæri þegar talað er um ferðaiög og fólk er jafnvel farið að bóka sig í ferðir næsta sumar þrátt fyrir að hvorki sé kominn verðlisti né áætlun ylír sumarferðirnar. Kanaríeyjar eru vinsælastar vetrardvalarstaða en til Kanarí- eyja eru farnar ferðir á vegum Flugleiða annars vegar og Sam- vinnuferða og Útsýnar hins vegar. Samvinnuferðir og Útsýn bjóða um 1300 sæti til Kanaríeyja á tímabilinu frá 1. nóv. til 31. mars og nú þegar er nær uppselt. Svipaða sögu er að segja af ferð- um Flugleiða þannig að í vetur fara hátt í 3000 íslendingar til Kanaríeyja. í heild er hér um helmingsaukningu að ræða þar sem ferðir Útsýnar og Samvinnu- ferða eru viðbót frá fyrra ári. Hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar sem er umboðsaðili fyrir Útsýn á Akureyri fengust þær upplýsing- ar að einnig væru miklar pantanir til Costa del Sol og nokkuð pant- að til Florida nú í vetur. Svipaða sögu var að segja af ferðaskrifstofu Samvinnuferða á Akureyri. Ásdís Árnadóttir, umboðsmaður sagði að alltaf væri nokkuð bókað til Florida og nokkuð til Bankok, bæði í ein- staklings- og hópferðir. „Áhuginn nú virðist vera síst minni en í fyrra og fólk þegar farið að bóka ferðir í sumar. Við verðum ekki vör við kreppu hjá fólki núna, hvort sem það á eftir að breytast þegar fram á veturinn kemur,“ sagði Ásdís. JÓH Loðnuveiðin á haustvertíð Heildar loðnuveiöin á haust- vertíð, fram að áramótum, var 311.268 lestir eða rúmur þriðjungur af því sem leyft er að veiða á loðnuvertíð 1987- 1988. Heildarúthlutun fyrir vertíðina nam um 948.600 lestum en vegna umframveiði á síðustu vertíð á 41.740 lestum lækkar leyfilegt veiðimagn á þessari vertíð sem því nemur og er því um 906.900 lestir. Af þeim 49 skipum sem fengu úthlutað loðnukvóta á yfirstand- andi vertíð höfðu 41 hafið veiðar. Hin átta voru þá í breytingum og viðgerðum eða þá að verið var að smíða ný skip í stað þeirra eldri. Sú var til dæmis staðan með Hákon f>H sem hóf veiðar fyrir skömmu. Loðnuskipin hafa á bilinu 15- 24 þúsund tonna kvóta hvert, eft- ir stærð. Algengt er að þau skip sem hafið hafa veiðar séu búin að veiða um þriðjung kvóta síns. Það skip sem mest hafði veitt um áramót var Börkur með 16.456 lestir en næstur kom Jón Finns- son með 15.535 lestir. Jón Finns- son átti minnst eftir allra skipa af kvóta eða um 2.400 lestir. Af þeim afla sem landað hafði verið um áramót hafði SR á Siglufirði tekið við stærstum hluta eða 59.833 lestum. Næst kom Hraðfrystihúsið á Eskifirði með 35.762 lestir og þar næst SVN á Neskaupstað með 28.342, SR á Raufarhöfn með 24.159 og Krossanesverksmiðjan með 20.923. Alls höfðu 20 verk- smiðjur af þeim 23 sem starfrækt- ar eru í landinu, tekið við afla fyrir áramót. ET í snjókomunni undanfarna daga hafa margir þurft að grípa til skóflunnar. Einn íbúi Innbæjarins á Akureyri var að moka frá húsinu sínu þegar Ijósmyndara bar að. Mynd: tlv Slippstöðin: Um klukkan 15.20 í gær kom upp eldur í fískiskipinu Sæþóri EA 101 frá Arskógsströnd en skipið var í slipp hjá Slippstöð- inni á Akureyri. Að sögn slökkviliðsmanna gekk greið- lega að slökkva eldinn og skemmdir urðu litlar. Eldsupptök voru ekki kunn í gær, en eldurinn kom upp milli þilja í káetu aftan til í skipinu. Töluverðan reyk lagði upp úr skipinu en ekki var um mikið bál að ræða. Málið er í rannsókn. SS Slökkviliðsmenn um borð í Sæþóri. Aðstöðuleysi strætisvagna i miðbæ Akureyrar: „Við gleymdumst við gerð skipulags" - segir forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar Eins og fram er komið liefúr stjórn Strætisvagna Akureyrar lokið við gerð nýs leiðakerfis. Stjórnin vonaðist til að hægt yrði að taka kerfið í notkun um síðustu áramót en sú von brást þar sem ekki liefur enn fengist aðstaða fyrir vagnstjóra á Syðri-Brckkunni. Að sögn forstöðumanns Strætisvagna Mynd: TLV Akureyrar verður kerfíð tekið í notkun strax og húsnæðis- vandinn leysist. Sú hugmynd kom fram í haust aö strætisvagnastjórar fengju inni í dæluhúsi Hitaveitu Akureyrar á Syðri-Brekku og var erindi þar um sent veitustjórn. Svar hefur hins vegar ekki enn borist og bíð- ur nýtt leiðakerfi því enn eftir að komast í gagnið. „Við hefðum sett nýja kerfið strax í gang um áramótin ef hús- næði hefði verið komið fyrir endastöð. Þetta kerfi er til stórra bóta fyrir alla og þó svo að enda- stöð flytjir úr Miöbæ þá fá við- skiptavinir okkar þar sömu þjón- ustu og áður,“ sagði Stefán Bald- ursson, forstöðumaður Strætis- vagna Akureyrar. Stefán sagði að aðstaða fyrir farþega í Miðbænum væri nú slæm og stórversnaði við að endastöð verður flutt upp á Brekku. Ekki hefur enn verið fundin framtíðaraðstaða fyrir miðbæjarstöð þrátt fyrir að erindi um nýja miðbæjarstöð hafi verið hjá skipulagsnefnd um nokkurra ára skeið. „Raunin er sú að strax í upp- liafi gleymdumst við í skipulagi fyrir Miðbæinn og þrátt fyrir að skipulagsstjóri hal'i fundið stað fyrir okkur þá hefur hann ekki hlotið náð hjá skipulagsnefnd. Auðvitað gæti nýja leiðakerfið farið í gang án þess að ný aðstaða verði fundin fyrir nýja miðbæjar- stöð en aöstaöan cr slæm eins og er. Þetta mál er búið að bíða afgreiðslu í mörg ár og mér finnst yfirvöld hafa tekið á þessu með hálfkáki,“ segir Stefán. JÓH Félagsmálastofnun: Sautján umsóknir - um 2 leiguíbúðir Gífurleg ásókn hefur veriö í leiguíbúðir Félagsinálastofn- unar Akureyrar og fyrir ára- mót sóttu 17 aðilar um 2 leigu- íbúðir við Tjarnarlund og Smárahlíð. Eftirspurn eftir leiguhúsnæði á Akureyri virð- ist því ekki fara minnkandi. í fundargerð félagsmálaráðs í byrjun þessa mánaðar kemur hins vegar fram að umsjónar- maður leiguíbúða Akureyrarbæj- ar hafi sagt upp störfum frá 1. janúar. Fram kemur að léleg kjör hafi valdið þessari ákvörðun. SS Eldur í Sæþóri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.