Dagur - 13.01.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 13.01.1988, Blaðsíða 5
13. janúar 1988 - DAGUR - 5 ovöov, Norræn samkeppni um hönnun úra Úrsmíðafélög Norðurlandanna og svissneskir úraframleiðendur hafa tekið höndum saman að halda norræna samkeppni um hönnun úra. Keppnin er fyrir börn, 6-16 ára og verður haldin á öllum Norðurlöndunum samtím- is í janúar-. Frá hverju Norðurlandanna komast 10 tillögur í úrslit. Nor- rænu aðalverðlaunin verða afhent í Sviss, en hver þau eru upplýsist ekki fyrr en við afhend- inguna. Verðlaunaúrið verður síðan framleitt af þekktri úraverksmiðju í Sviss. Keppnin á íslandi er haldin að tilstuðlan Úrsmiðafélags íslands og Iðnaðarbankans. Plaköt verða send í alla skóla og gefinn út bæklingur með reglum keppninn- ar og öllum upplýsingum. Bækl- ingurinn verður afhentur hjá öll- um úrsmiðum. Tekið verður á móti tillögum í öllum útibúum Iðnaðarbankans og hjá öllum úrsmiðum. Síðasti skiladagur er 6. febrúar. Hugmyndin að þessari sam- keppni kemur upphaflega frá Axel Eiríkssyni, formanni Úr- smiðafélags Islands. Úrsmiðafé- lagið fékk síðan úrsmiðafélög Norðurlandanna og svissneska úraframleiðendur í lið með sér til að gera keppnina sem veglegasta. Undirbúningur og skipulagning keppninnar hefur staðið yfir í tvö ár. í mörg horn er að líta, því reikna má með að tillögur verði allt að 2 milljónir frá öllum löndunum. Á íslandi er keppt í 2 aldurs- flokkum og veitt ein aðalverð- laun í hvorum flokki, einnig verður „frumlegasta“ tillagan verðlaunuð. Þeir þrír sem eiga þessar tillögur hreppa fimm daga ferð til Sviss í verðlaun. Fimmtíu börn fá önnur verð- laun, svissneskt gæðaúr. 10 bestu tillögurnar verða sendar áfram í norrænu keppnina, og keppa þar á móti tillögum frá hinum Norðurlöndunum um norrænu aðalverðlaunin. Markmiðið með hönnunar- samkeppni þessari er að glæða skilning barna á hvað hönnun er, að allir hlutir eru hannaðir, fyrst þurfi að fá hugmynd, og síðan teikna eða móta í annað efni til að útskýra hugmyndina fyrir öðrum. Börnin læra einnig að hægt er að halda lengi áfram með hugmyndina, bæta við, breyta, skipta um lit o.s.frv. I vor sem leið hélt Úrsmiðafé- lag íslands „mini-útgáfu“ af svona keppni í Austurbæjar- skólanum í Reykjavík. Fram- kvæmdin heppnaðist framar öll- um vonum, þátttaka skólabarn- anna var nánast 99%, og mikill hugur í litlu hönnuðunum. Viðtalstími Kerfisfræðingur með 3ja ára starfsreynslu óskar eftir vinnu. Uppl. í síma 91-10487 eftir kl. 18.00. ATVINNA Getum enn bætt við nokkrum konum. Upplýsingar hjá verkstjórum á staðnum. Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson & Co. hf. Halldór Blöndal alþingismaður verður með viðtalstíma fimmtudaginn 14. jan. kl. 10-12 í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Kaupangi. Sími skrifstofunnar er 21504. Sjálfstæðisfélögin Akureyri. Athugasemd við foiystugrein: Rangfærslur leiðréttar Athugasemd ritstj. Athygli er vakin á því að for- stjórinn ræddi aðeins við full- trúa ríkisins í stjórn SIipp- stöðvarinnar. Aðrir fengu ekki að vita um áhuga „einkaaðil- anna“ á hlutabréfum ríkis- sjóðs. í forystugrein Dags mánudaginn 11. janúar er fyrirspurn undirrit- aðs o.fl. til fjármálaráðherra varðandi hlutabréf ríkisins í Slippstöðinni hf. gerð að umtals- efni. Svo virðist, sem grein þessi sé skrifuð áf einhverjum annar- legum hvötum, en um það skal ekki fjallað nú. Hins vegar er nauðsynlegt að leiðrétta nokkrar beinar og óbeinar rangfærslur, sem þar koma fram. í fyrsta lagi er sagt, að undirrit- aður hafi gengið á fund fjármála- ráðherra og spurt hvort ríkið væri tilleiðanlegt að selja nokkrum einkaaðilum hlutabréf þess í Slippstöðinni hf. Þetta er rangt. Hið rétta er, að undirritaður tjáði ráðherranum, að vegna endur- tekinna auglýsinga ráðuneytisins og yfirlýsinga ráðamanna um að selja ætti þennan hlut, þá væri lýst áhuga á að kanna á hvaða verði og kjörum hann kynni að fást keyptur. . í öðru lagi er sagt, að Akureyr- arbær hafi selt Slippstöðinni hf. dráttarbraut bæjarins á hagstæð- um kjörum. Þetta er rangt. Hið rétta er að Akureyrarbær á þessa dráttarbraut og Ieigir hana Slipp- stöðinni. Leigufjárhæð braut- anna er hægt að taka til endur- skoðunar árlega. í þriðja Iagi er undirritaður ásakaður um að hafa sniðgengið stjórn fyrirtækisins og „gert til- raun til þess að ná meirihluta í fyrirtækinu án þess að minnast einu orði á það við hana". Þetta er einnig rangt. Undirritaður skýrði fulltrúum ríkisins í stjórn- inni frá þessum umleitunum, þannig að þeim var það kunnugt. Ekki skulu höfð um þetta fleiri orð. Hins vegar vekur það athygli, að skrif Dags um þetta mál skulu ekki hafa komið fram fyrr. Ef Dagur og aðstandendur hans bera þessi mál svo mjög fyr- ir brjósti hefði stefna blaðsins átt að koma fram a.m.k. þremur árum fyrr eða þegar byrjað var á því að auglýsa þennan hlut ríkis- ins í Slippstöðinni hf. til sölu. Með þökk fyrir birtinguna. Gunnar Ragnars. L-ö) o (o 3 J y -\ ■ ‘v ’ CjLti C:)J)C\ M Wíil#i ?lrnrnú.i tlúi]lfTn úú ínmw, ■ \Ú i ; :.íl ;\n,']rnni'mn,,.,Vú ; ný) vnnjTjl í]nl,’n^« j : \\Ak\11.1]|, 1 < 1 nn niT’oj óntin Vn, V7 g J v,| V/ II II Vlnfi>n73^ffpjT\iTiin'V!V) 3pí)ú?ínifl), airnl ?67D;ú /ri ~ sí Njóttu ferðarinnar! Aktu eins og þú vilt að aðrir aki Góðaferð! yuv™’ Práð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.