Dagur - 13.01.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 13.01.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 13. janúar 1988 Fosshóll: Slökkvibíll í óupphit- uðum skúr Nauðsynlegt er að geyma slökkvibifreiðar í upphituðu húsnæði svo hægt sé að geyma í þeim vatn og þær geti því ver- ið tilbúnar til notkunar. Við fréttum hins vegar af slökkvibíl í óupphituðu húsnæði við Fosshól, en bíll þessi er í eigu Ljósavatnshrepps, Hálshrepps og Bárðdælahrepps. „Húsnæðið á að vera upphitað, en það hefur kannski ekki verið gert ennþá. Við fengum pláss fyr- ir bílinn í verkstæði á Fosshóli og í samningnum var tekið fram að húsið yrði upphitað svo bíllinn væri ávallt til reiðu. Það átti að tengja þarna rafmagnsofna og það verður gert ef það hefur þá ekki þegar verið gert,“ sagði Baldvin Baldursson oddviti í Ljósavatnshreppi. Hann sagði að hér væri um bráðabirgðaaðstöðu að ræða því í framtíðinni yrði slökkvibifreið hreppanna staðsett á Stóru- tjörnum. Meiningin væri að byggja þar hús yfir bílinn og starfsemi björgunarsveitar á svæðinu. Teikningar af húsinu eru komnar og Baldvin sagði að vonandi yrði byrjað á húsinu næsta vor. SS DAGUR Blönduósi 8 954070 Norðlenskt dagblað „Mér er ekkert kalt en samt væri notalegt að komast inn í hlýjuna“ - gæti þessi köttur verið að hugsa Mynd: TLV Nýbygging við Amtsbókasafnið: Skipað í dómnefnd Undirbúningsvinna vegna nýbyggingar við Amtsbóka- safnið á Akureyri stendur nú sem hæst. Ákveðið var að halda samkeppni um hönnun byggingarinnar og hefur menn- ingarmálanefnd unnið við það að undanförnu að skipa í dónmefnd. Arkitektafélag íslands hefur tilnefnt tvo arkitekta í dóm- nefndina og einnig hefur stjórn félagsins óskað eftir því við Ólaf Jensson framkvæmdastjóra að hann taki að sér trúnaðarmanna- störf fyrir dómnefnd. Menningarmálanefnd hefur lagt til að bæjarráð tilnefni tvo bæjarfulltrúa í dómnefndina svo og Ágúst Berg, húsameistara bæjarins, en nefndin á að vera skipuð 5 mönnum, þar af þremur fagmönnum. SS Félags- og einkaverslunin sameinast: Mótmæla lækkun álagningar - Telja að lög hafi verið brotin Verslunarnefnd kaupfélag- anna og Sambandsins og Kaupmannasamtök íslands hafa sameinast í því að mót- mæla ákvörðun Verðlagsráðs um verðlagningu á landbúnað- arvörum. Telja samtökin að með þessari verðlagningu liaii Verðlagsráð brotiö lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Nýtt verð var gefið út samfara sölu- skattsbreytingunum og aukn- um niðurgreiðslum og þýðir það lækkun álagningar versl- unarinnar í krónutölu. Þessi samtök boðuðu til blaðamannafundar í gær og þar Fóðurstöð Melrakka Sauðárkróki: Stefnt að gangsetningu nýju stöðvarinnar með vorinu Stefnt er að gangsetningu hinnar nýju og glæsilegu fóð- urstöðvar Melrakka hf. á Grænumóum við Sauðárkrók með vorinu, áður en fóður- aukning í loðdýraræktinni hefst fyrir alvöru. Stöðin er byggð af félagi Ioðdýrabænda í Loðnan: Haugasjór og lítil veiði Lítil loðnuveiði hefur verið á miðunum undanfarna daga vegna veðurs. í gær voru um 45 skip á miðunum en aðeins 6 tilkynntu um alla, þar af tvö með fullfermi og samtals að- eins um 2500 tonn. Loðnumiðin eru ANA af Langanesi. Þar voru í gærmorgun 6-8 vindstig og „haugasjór“. Mörg héldu skipin í var síðdegis. Síðastliðinn laugardag veidd- ust um 18 þúsund lestir af loðnu en engin veiði var á sunnudag og mánudag. Frá áramótum hafa veiðst 36.500 lestir. ET Skagafírði og Húnavatnssýsl- um og á að geta framleitt 12-15 þúsund tonn af fóðri á ári. Er hún byggð fyrir framtíðina og eru þeir sem að henni standa bjartsýnir á vöxt loðdýraræktar. Fóðurþörfin í ár er áætiuð 4000-4200 tonn. Var á síðasta ári 2700 tonn. Að sögn Haraldar Þórðarsonar framkvæmdastjóra Melrakka er vonast til að fyrirgreiðsla fáist, frá þeim sjóðum sem styrkt hafa loðdýraræktina, til að koma nýju verksmiðjunni í gagnið í vor. Mestur hluti vélanna er til stað- ar og m.a. í notkun í gömlu stöð- inni. Það sem vantar eru færi- bönd og þess konar hlutir sem tengjast vélunum. í nýju stöðinni verða 3 blandarar og verður einn blandari í gömlu stöðinni að anna framleiðslunni meðan á flutning- um stendur. Telur Haraldur að gamla stöðin geti tæplega annað eftirspurninni þegar hún verður sem mest í október, en þá er hún áætluð 800 tonn. Þess má geta að sveiflur eru mjög miklar í fóðrun- inni. Var hún á síðasta ári allt frá 62 tonnum í febrúar þegar dýrin voru svelt vegna fengitímans og síðan fór hún stigvaxandi upp í fulla fóðrun á dýrum og hvolp- um, 556 tonn í október, áður en hvolpunum var slátrað í nóvem- ber. Bygging fóðurstöðvarinnar hófst vorið ’86 og var stór frysti- klefi tekinn í notkun þá um haustið. Á síðasta ári var síðan gengið frá verksmiðjuhúsinu. -þá lýsti Sigurður Jónsson formaður verslunarnefndar kaupféíaganna og Sambandsins því yfir að með ákvörðun um verðlag hefði Verð- lagsráð gengið gegn fyrrgreind- um lögum, þrátt fyrir að samtök einka- og félagsverslunar hafi ítrekað bent á að söluþóknun verslunarinnar væri of Iág og óskað eftir leiðréttingu. Álagning á landbúnaðarvörur er nú um 9,9 %, en kaupmenn telja að a.m.k. 17% álagningu þurfi til að standa undir kostnaði við dreifingu og sölu á vöru. Benda þeir á að á sama tíma og lægst álagning sé á þessari vöru þá sé hún langdýrust í dreifingu og sölu. Sigurður minnti á að þetta kæmi sérstaklega hart niður á verslunum á landsbyggðinni, sem ekki gætu látið álagningu á öðr- um vörum greiða niður kostnað- inn við sölu á mjólk og öðrum landbúnaðarvörum. Það að kaupfélögin, Samband- ið og Kaupmannasamtökin hafi sameinast í þessari yfirlýsingu hlýtur að vekja töluverða eftir- tekt og má því búast við tölu- verðum viðbrögðum við þessum mótmælum. AP Skagafjörður: Húsin full af fiski Á mánudagsmorgun fór allt á fulit aftur í fískvinnslu við Skagafjörð eftir fískleysi fyrstu daga ársins og slappan jóla- mánuð. Afli togaranna hefur verið mjög góður undanfarið og er útlit fyrir mikla vinnu í húsunum á næstunni. Drangey kom á þriðjudags- morgun með 140 tonn úr viku- veiðiferð og á sama tíma var Hegranesið komið með svipað magn, en það mun landa á fimmtudag. Skafti kom fyrir helgi með 65 tonn eftir að hafa verið 4 daga að veiðum. Afli skipanna er góður þorskur af Halanum. -þá Blönduós: H.A.H. berst höfðingleg gjöf Á fundi stjórnar Héraðs- sjúkrahúss Austur-Húnvetn- inga sem haldinn var á Blöndu- ósi þann 4. jan. sl. var sjúkra- húsinu aflient peningagjöf að upphæð kr. 200.000. Gefandi var Krabbameinsfélag Austur- Húnavatnssýslu. Rósa Sigursteinsdóttir gjald- keri krabbameinsfélagsins af- henti Jóni ísberg formanni sjúkrahússtjórnar þessa höfðing- legu gjöf, sem ætluð er til kaupa á tækjum fyrir sjúkrahúsið. Áð sögn Rósu var þessa fjár aflað með félagsgjöldum og að litlu leyti með sölu minningarkorta. Félag- ar í Krabbameinsfélagi Austur- Húnavatnssýslu munu verá um 900. fh Rósa Sigursteinsdóttir afhendir Jóni ísberg gjöfina. Mynd: FH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.