Dagur - 13.01.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 13.01.1988, Blaðsíða 9
13. janúar 1988 - DAGUR - 9 I hér & þar ll Primimog primemn deila og drottna - smá sýnishom af konunglegum fjölskylduerjum Nú er svo langt um liðið frá því að sagt var frá Díönu prinsessu af Wales í blaðinu að mál er komið til að bæta úr. Fyrir hina fjöl- mörgu aðdáendur hennar skal það upplýst að síðastliðið ár (1987) var merkilegt í sögu henn- ar að mörgu leyti. Sérfræðingar í Díönu (en þeir eru margir) nefna árið „ár uppreisnanna í lífi Díönu“ og segja að hún hafi reynt á þolrif bresks konunglegs siðgæðis til hins ýtrasta (en fólk um allan heim velti því fyrir sér hvort hún elskaði hann Kalla sinn ekki lengur). Díana er þrátt fyrir allt bara 26 en hann er 39.... og vonandi þroskaðri í samræmi við það. Þá eru það helstu hneykslis- málin. Til að gera langa sögu stutta er best að númera atriðin svo fólk ruglist ekki í ríminu. Atriði no. 1. Kalli prins á for- láta sportbíl af gerðinni Aston Martin, en bílar þeirrar gerðar eru taldir sanna karlmennsku- ímynd eigandans. Einn morgun- inn þegar Kalli ætlaði að fara að bóna bílinn sat Díana elskan skælbrosandi á húddinu - en þetta var að sjálfsögðu illfyrirgefanlegt athæfi því hún gæti rispað lakkið. Kalli rak hana burt. Atriði no. 2. Díana forðaðist margar matarveislur og bjó til alls konar afsakanir til að þurfa ekki að mæta. í staðinn fór hún á stefnumót með mönnum (sem voru yngri en Kalli og taldir myndarlegri af sumum). En Kalli lét ekki svoleiðis smámuni á sig fá og lét hafa eftir sér að honum væri nokkuð sama í hvorri Kefla- víkinni ektakvinnan réri - hann nennti ekki einu sinni að skrifa henni bréf. Atriði no. 3. (Nú gefum við hjónakornunum orðið, fyrst Díönu): Mér leiðist að vera alltaf kennt um allt. Ef Kalli er ekki að leika póló þá er hann að dreifa húsdýraáburði (öðru nafni skít) í rósagarðinum við höllina. Ffvað er orðið af draumaprinsinum sem ég giftist? Ég var svo ástfangin að ég tók ekki eftir eyrunum fyrr en um seinan. Er þetta það sem hana langar til að gera í alvöru? Díana brýtur (mjúka) plastflösku á skallanum á Kalla prinsi. Atriði no. 4. Díana aftur: Kalli vill ekki dansa við mig lengur. Ffann hatar alla vini mína og seg- ir að þeir séu heilalausir vit- leysingjar. Hann vill helst bara umgangast kölkuð gamalmenni frá tímum Búastríðsins. Svo er Kalli afbrýðisamur út af allri athyglinni sem ég fæ. Hann geispar þegar ég reyni að tala við hann og svo tölum við aldrei um neitt nema börnin. Ég vil að hjónabandið gangi upp og hann má gjarnan segja fleirum en blaðamönnum frá því að hann elski mig, t.d. mér sjálfri einstaka sinnum." Atriði no. 5 og nú fær Kalli orðið: Það er ekki auðvelt fyrir mig að tala um þessi mál nú orðið. Ég hef farið á stefnumót með fjölmörgum konum um ævina en Díana var öðruvísi en hinar, hún var svo saklaus. Það fannst mér spennandi til að byrja með en svo uppgötvaði ég að þetta var ekki sakleysi heldur áhugaleysi. Hún hefur mestan áhuga á tísku og rokkmúsík en kærir sig ekkert um garðyrkju eða lífrænan garðáburð. Díana verður að muna að hún á eftir að verða drottning einn góðan veðurdag og þá getur hún ekki legið í leti innan um ríka iðju- leysingja og potað f magann á fólki með regnhlífum. Það er ekki auðvelt heldur að bíða árum saman eftir því að verða kóngur. Mér finnst ekkert gaman að vasast í öllu þessu fólki sem vill ekkert nema vekja á sér athygli - þess vegna fer ég stund- um til Skotlands til að slappa af í einverunni. rl dogskró fjölmiðla Víða er komið við á plánetunni jörð í þessum glænýju, bresku þáttum um manninn og umhverfi hans sem sýndir eru á Stöð 2. Á síðustu árum hefur orðið vakning í umhverf- isverndunarmálum um heim allan. SJONVARPIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 17.50 Ritmálsíréttir. 18.00 Töíraglugginn. Guðrún Marinósdóttir og Her- mann Páll Jónsson kynna gaml- ar og nýjar myndasögur fyrir börn. 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 Steinaldarmennirnir. Bandariskur teiknimyndaflokk- ur. 19.25 Gömlu brýnin. (In Sickness and in Health). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Mannlíf fyrir norðan. Þáttur með blönduðu efni frá Norðurlandi. Umsjón: Gísli Sigurgeirsson. 21.30 Listmunasalinn. (Lovejoy.) Breskur framhaldsmyndaflokkur í léttum dúr. 22.30 Jarðhitadeild Orkustofnun- ar - Endursýning. íslensk fræðslumynd um jarð- hita á íslandi, nýtingu hans og starfsemi Jarðhitadeildar Orku- stofnunar. Texti: Sigurður H. Richter. 23.00 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SJONVARP AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 16.55 Endurfundir. (Intimate Strangers.) Hjón sem verða viðskila við lok Víetnamstríðsins hittast aftur tíu árum síðar. Aðalhlutverk: Teri Garr, Stacy Keach og Cathy Lee Crosby. 18.25 Kaldir krakkar. (Terry and the Gunrunners.) Nýr, spennandi framhalds- myndaflokkur í 6 þáttum fyrir börn og unglinga. 3. þáttur. 18.50 Af bæ í borg. Perfect Strangers. Borgarbamið Larry og geitahirð- irinn Balki em sífellt að koma sér í klípu. 19.19 19:19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþrótt- ir og veður ásamt fréttatengdum innslögum. 20.30 Undirheimar Miami. (Miami Vice.) 21.15 Plánetan jörð - umhverf- isvernd. (Earthfile.) Nýir, athyglisverðir og sérlega vandaðir þættir sem fjalla um umhverfisverndun og framtíð jarðarinnar. 21.40 Shaka Zulu. Framhaldsmyndaflokkur í tíu þáttum um Zulu þjóðina í Afríku og hemaðarsnilli þá er þeir sýndu í baráttunni gegn bresk- um heimsvaldasinnum. 3. hluti. 22.35 Jazzþáttur. (Jazzvision.) Dagskrá frá jazztónleikum. Með- al flytjenda: Stanley Clarke, Roger Kellaway, Ernie Watts, Randy Brecker, Frank Morgan, Eric Gale og Peter Erskine. 23.35 Hættuspil. (Dark Room.) Mögnuð spennumynd um mann nokkurn sem tekur sér unga ást- konu. Sonur hans, sem er á svip- uðum aldri og stúlkan, verður gagntekinn þeirri hugsun að koma upp á milli þeirra og beitir til þess öllum ráðum. Aðalhlutverk: Svet Kovich, Allan Cassel og Anna Jemison. Bönnuð bömum. 01.10 Dagskrárlok. © RÁS 1 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fróttir. 7.03 í morgunsárið með Kristni Sigmundssyni. Tilkynningar. 8.45 íslenskt mál. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Grösin í glugghúsinu" eftir Hreiðar Stefánsson. 9.30 Upp úr dagmálum. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tónlist • Til- kynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynn- ingar • Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Hvunndags- menning. 13.35 Middegissagan: „Úr minn- ingablöðum" eftir Huldu. 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Harmonikuþáttur. Umsjón: Bjarni Marteinsson. (Endurtekinn þáttur frá laugar- dagskvöldi.) 14.35 Tónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 Landpósturinn - Frá Vest- fjörðum. Tónlist. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tóniist á síðdegi. 18.00 Fróttir. 18.03 Torgið - Efnahagsmál. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Glugginn. Umsjón: Anna Margrét Sigurð- ardóttir og Sólveig Pálsdóttir. 20.00 Nútimatónlist. 20.40 íslenskir tónmenntaþættir. 21.30 Að tafli. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 22.00 Fréttir • Dagskrá morgun- dagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Sjónaukinn. Af þjóðmálaumræðu hérlendis og erlendis. 23.10 Djassþáttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 7.03 Morgunútvarpið. Tíðindamenn Morgunútvarpsins úti á landi, í útlöndum og í bæn- um ganga til morgunverka með landsmönnum. Miðvikudagsgetraunin lögð fyrir hlustendur. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Umsjón: Kristín Björg Þorsteins- dóttir. 12.00 Á hádegi. Dægurmálaútvarp á hádegi hefst með fréttayfirliti. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. M.a. talað við afreksmann vik- unnar. Umsjón: Gunnar Svanbergsson. 16.03 Dagskrá. Hugað að því sem er efst á baugi, Thor Vilhjálmsson flytur syrpu dagsins og flutt kvik- myndagagnrýni. 18.00 íþróttarásin. Samúel Örn Erlingsson lýsir leik íslendinga og Júgóslava í Heimsbikarkeppninni í hand- knattleik frá Orebro í Svíþjóð. Síðan sér Arnar Björnsson um íþróttarásina til kl. 22.00. 22.07 Háttalag. Umsjón: Gunnar Salvarsson. 00.10 Næturvakt Útvarpsins. Guðmundur Benediktsson stendur vaktina til morguns. Fróttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. RIKJSLUVARPH). AAKUREYRU Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 8.07-8.30 og 18.03-19.00. Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Margrét Blöndal. Hljóðbylgjan FM 101,8 MIÐVIKUDAGUR 13. janúar M2 Olga Björg Örvarsdóttir og rólegheit í morgunsárið. Afmæliskveðjur og óskalög. 12- 13 Ókynnt tónlist í hádeginu. 13- 17 Hinn fjallhressi stuðkarl Pálmi „Bimbó" Guðmundsson leikur gömlu, góðu tónlistina fyr- ir húsmæður og annað vinnandi fólk. 17-19 íslensk tónlist í öndvegi meðan verið er að undirbúa kvöldmatinn. Stjórn- andi Ómar Pétursson. 19- 20 Tónlist á meðan kvöldmaturinn rennur niður. 20- 24 Kvöldskammturinn. Marinó V. Marinósson á léttum nótum. Fréttir klukkan 10.00, 15.00 og 18.00. 989 BYLGJAN MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 07.00-09.00 Stefán Jökulsson og morgunbylgjan. Stefán kemur okkur réttum meg- in fram úr með tilheyrandi tón- list og iitur yfir blöðin. 09.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir á léttum nótum. Morgunpoppið allsráðandi, af- mæliskveðjur og spjall til hádeg- is. Og við lítum inn hjá hyskinu á Brávailagötu 92. 12.00-12.10 Fróttir. 12.10-14.00 Páll Þorsteinsson á hádegi. Létt hádegistónlist og sitthvað fleira. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og síddegispoppið. Gömlu uppáhaldslögin og vin- sældalistapopp í réttum hlutföil- um. 17.00-19.00 Hallgrímur Thor- steinsson í Reykjavik síðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttimar og spjallað við fóikið sem kemur við sögu. 19.00-21.00 Anna Björk Birgis- dóttir. Bylgjukvöldið hafið með tónlist og spjalli við hlustendur. 21.00-24.00 Örn Árnason. Tónlist og spjall. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj- unnar. - Bjami Ólafur Guðmundsson. Tónlist og upplýsingar um flug- samgöngur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.