Dagur - 13.01.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 13.01.1988, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 13. janúar 1988 Glaðir skátar að afstöðnu „áramótaártali“. Hópurinn sem bjó til staflna í ártalið. Ógleymanleg sjón að horfa yfir bæínn - Agnar Sverrisson deildarforingi segir frá starfsemi skáta í Vaðlaheiði á nýársnótt Ártalið í Vaðlaheiði er orðið fastur liður í áramóta- haldi Akureyringa, en skátar í bænum hafa nú í meira en tvo áratugi kveikt ártal gamla ársins, sem er breytt í það nýja, á miðnætti á gamlárs- kvöld. Ártalið skín svo við bæjarbúum úr Vaðlaheiði og líklega þætti mörgum tómlegt að geta ekki fylgst með tíma- mótunum þetta kvöld með þessum hætti, og eiga skátar þakkir bæjarbúa skilið fyrir óeigingjarnt starf sitt á þessu sviði. Agnar Sverrisson, deild- arforingi 3. deildar, ræddi við blaðamann um ártalið og vinn- una við það nú rétt eftir ára- mótin. - Hvenær hefst undirbúning- urinn að gerð ártalsins? „Við byrjum á þessu síðari hluta nóvembermánaðar. Þá fer maður að kanna hvort tjöru- hampurinn fáist hjá KEA og skoða máiin. Við kaupum tjöru- hampinn ekki seinna en í byrjun desember, það fer nokkuð eftir því hversu mikið er til af honum. Það fara 75 kg af hampi í ártalið, en fyrir þá sem ekki þekkja tjöru- hamp er best að upplýsa að hann er notaður til að þétta með sam- skeyti í rörum, t.d. hjá pípulagn- ingamönnum. Pá notum við líka 300 bréfpoka, þetta eru svokall- aðir 5 kg pokar sem við fáum hjá Heildverslun Tómasar Stein- grímssonar." - Hvernig er undirbúningi að þessu að öðru leyti háttað? „Við rúllum hampinum upp þar til hann er kominn í svipaða stærð og matardiskur, en hampur- inn er framleiddur í ræmunr. Síð- an er hverjum skammti stungiö niður í bréfpoka. bessi vinna fer fram eftir miðjan desember, að þessu sinni vorum við óvenjulega seint á ferðinni, eða 27. desem- bcr, en að öllu jöfnu er þessu verki lokið um 20. desember. I>aö má því segja að við höfum verið frekar seint á ferðinni að þessu sinni, sem ekki skipti þó neinu máli til eða frá.“ - Hvenær farið þið upp í Vaðlaheiði á gamlársdag? „Þegar allri vinnu við tjöru- hampinn og bréfpokana er lokið förum við að hlusta á veður- spána. Ef slæmu veðri er spáð og útlit fyrir illa færð á gamlársdag þá förum við daginn áður, eða 30. desember, upp í heiðina. Þegar þannig stendur á gröfum við pokana niður í snjóinn en þetta var að vísu ekki fyrir hendi núna og aðstæður allar góðar. Á gamlársdag lögðum við af stað frá Akureyri um klukkan tíu fyrir hádegi. Þegar við komum á staðinn er liðinu skipt niður á einstaka stafi í ártalinu. Þetta fer allt saman fram eftir settum regl- um sem við þekkjum af reynsl- unni. Tveir menn eru settir í að raða ásnum, senr við köllum svo. Tveir menn raða í níuna, yfirleitt fjórir í áttuna og svo er það upp og ofan hversu margir fara í síð- asta stafinn, það fer eftir því hver hann er hverju sinni. Núna voru fjórir menn í sjöunni og jafn- margir í áttunni. Tveir menn standa uppi við veginn og setja upp efstu punkt- ana í ártalinu í hverjum staf og ákvarða bilið á milli stafanna. Þessu næst eru neðstu punktarnir látnir á sinn stað. Þá er ásnum raðað, síðan miðpunktunum í áttunum og út frá því sjáum viö hvar belgurinn tengist leggnunr á níunni. Eftir að punktarnir hafa verið ákveðnir er fyrst hægt að raða stöfunum upp. Þegar við erum búin að þessu verki, en það stendur yfirleitt til klukkan þrjú um eftirmiðdaginn, förum við heim. Reynslan sýnir að ferðin og uppröðunin tekur alltaf fjóra til fimm tíma svo þetta er talsverð vinna. Síðasta verkið okkar, áður en við förum heinr, er að hella svolítilli stein- olíu í hvern bréfpoka, alls eru þetta um 25 lítrar." - Hvenær leggið þið af stað aftur að kvöldinu? „Við reynum að vera komnir um klukkan ellefu aftur á staðinn, helst ekki seinna. Þá hellum við aftur 25 lítrum af steinolíu ofan í bréfpokana og rífum um leið smágat ofan á hvern poka. Þegar klukkuna vantar sex til sjö mínútur í tólf er farið að huga að því að kveikja í ártalinu og þá er smáslatta af bensíni hellt í hvern poka og síð- an er kveikt í með kyndli.“ - Þið notið eldfim efni við þetta, eins og gefur að skilja. Er þetta ekki hættulegt fyrir þá sem vinna við ártalið? „Já, það er rétt, þetta er nokk- uð óþrifalegt og maður fer ekki beint á ball þegar heim er komið heldur beint í bað. Maður lyktar frekar illa af steinolíu og bensíni og oftast klæðast menn fatnaði sem þeim er nokkuð sama um. Það hefur reyndar komið fyrir að kviknað hafi í mönnum þarna við ártalið en af því hefur þó aldrei orðið neitt alvarlegt slys. Menn velta sér þá upp úr snjó ef hann er fyrir hendi. Það er lögð mikil áhersla á það við skátana að mæta helst á gallabuxum og í lopapeysu því það er fatnaður sem síst kviknar í og tekur lengst að brenna. En við teljum ekki mikla hættu á íkveikju þó að við séum að sjálfsögðu við öllu búnir.“ - Er nóg að kveikja í hverjum tölustaf á einum stað? „Nei, það er ekki hægt því ef við tökum ásinn, fyrsta stafinn, sem dæmi þá er hann þrjátíu metra langur og um 30 dúllur fara í hann. Það er því um einn metri á milli punkta og það verður að kveikja í hverjum og einum fyrir sig. Til að kveikja í öllu ártalinu verða menn að kveikja í að minnsta kosti tvö hundruð og fimmtíu punktum og hlaupa á milli punktanna. Við útbúum sérstaka kyndla til að kveikja í ártalinu. Þetta er spýta með tjöruhampi á endan- um og vír er vafið utan um hamp- inn til að haida honum á sínum stað.“ - Þegar menn horfa á ártalið þetta kvöld hljóta ýmsir að velta því fyrir sér hvernig þeim líði sem vinna þarna í sjálfboða- vinnu, í stað þess að gleðjast með ættingjum sínum. Hvernig til- finning er það að vera staddur í heiðinni þetta kvöld? „Ég get auðvitað ekki talað fyrir aöra en sjálfan mig, en mér líður ágætlega við þetta. Það er rneð því stórkostlegra sem nokk- ur getur séð að horfa yfir bæinn á m Steinolíu hellt í bréfpokana. miðnætti og einnig að vita að flestallir bæjarbúar horfa til okk- ar á ártalið. Ég vildi alls ekki skipta á þessu og því að standa fyrir utan húsið heima hjá mér. Fjölskyldurnar sýna þessu skiln- ing, a.m.k. mín fjölskylda.“ - Hversu margir skátar vinna við ártalið? „Að þessu sinni • vorum við fjórtán á gamlársdag en ellefu um kvöldið. Það er misjafnlega margt við þetta frá ári til árs og núna vorum við aðeins þrír af ellefu á gamlárskvöld, sem höf- um verið áður, þegar kveikt var í ártalinu, hinir voru allir í fyrsta sinn við þetta. Þetta er allt unnið „Árainótaártalið“ - afrakstur mikillar vinnu og skipulagningar. Myndir: A.Sv. sem sjálfboðaliðsvinna innan skátastarfsins og það hefur aldrei verið neitt vandamál að fá fólk í þetta. Dróttskátasveitin Ævintýrið hefur séð um þetta gegnum árin og núna var frekar mannfátt í þeirri sveit, þannig að dróttskátar í 1. deild stóðu að verkinu. Núna voru stúlkur við þetta í fyrsta skipti í háa herrans tíð. Þetta er að vissu leyti lýsandi fyrir þá þróun sem er í skátastarfinu á Akureyri því mun meira samstarf en nú milli kven- og karlskáta, eftir að félögin sameinuðust öll í Klakki, hinu nýja skátafélagi Akureyrar.“ - Hvert var upphaf þess að skátar fóru að kveikja ártal í heiðinni? „Hugmyndin að þessu er kom- in frá Siglufirði og Guðvarður Jónsson, málarameistari, kom þessum sið á eftir að hann flutti til Akureyrar. Guðvarður byrjaði með ártalið um áramótin 1955 til 1956, eða þ.u.b. Skátarnir tóku við frá 1960 og síðan hafa þeir séð um þetta í tuttugu og sjö ár.“ - Er mikill kostnaður fylgj- andi ártalinu? „Kostnaðurinn í ár var um fimmtíu þúsund krónur, þannig að við þurfum að leggja talsvert af mörkum í þetta en í staðinn fáum við líka ánægjuna og þakk- læti bæjarbúa.“ EHB 13. janúar 1988 - DAGUR - 7 % vwt{ i,m ,* \V,>r* Fiskeldi hefur verið mörgum hugleikið undanfarin ár. Sumir af helstu kunnáttumönnum þjóðarinnar um atvinnuhætti og efnahagsmál hafa sagt að í, fiskeldinu séu framtíðarhags- munir þjóðarinnar fólgnir og ekki megi vanmeta mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarhag. Víða hafa risið fiskeldisstöðvar undanfarin ár, bæði nær og fjær þéttbýli. Staðsetning tiskeldisins skiptir máli bæði frá sjónarmiði hagkvæmni og aðstæðna annars vegar og frá sjónarmiði atvinnuuppbyggingar strjálbýlla byggðarlaga hins vegar. Björn Erlendsson er einn fimm eigenda hafbeitar- stöðvar við Eiði á Langanesi, og ræddi blaðamaður við hann um hugsanlega uppbyggingu stöðvarinnar í framtíðinni. - Hverjir eru eigendur haf- beitarstöðvarinnar? „Við erum fimm í þessu. Eig- endur eru, fyrir utan mig sjálfan, bróðir minn Hákon Erlendsson, og bræðurnir Jón, Vilhjálmur og Sigurður Þórðarsynir. Eignarhlut- fallið skiptist þannig að við Hákon eigum 25% hvor en hinir þrír skipta á milli sín 50%. En það er nú ekki spáð mikið í þessa hluti, við erum allir gamlir félagar og vinir frá Seyðisfirði.“ „Jú, það er æðardúntekjan, og í dag gefur hún af sér um tíu kíló af hreinsuðum æðardúni. Við erum með áform um að ef okkur tekst að útvega fjármagn til fiskeldisins þá yrði farið í að stækka æðarvarpið meðfram og þá á þá leið að ýta upp hólmum.“ - Hvað væri hægt að gera þarna ef fjármagn fengist með til- liti til laxeldis? „Það væri hægt að byggja upp hafbcitarstöð sem þyrfti um fimm prósent endurheimtu til að fjár- magnið skilaði sér til baka á fimm árum, minnir mig. Þá myndi bæði rekstrarfé og upphafleg fjárfest- ing skila sér til baka á þeim tíma." - Eruð þið með einhver ker þarna fyrir lax eða silung? „Ekki nema fyrir laxaseiði, í smáum stíl. Þetta er bara vegna þeirra seiða sem er sleppt í sjóinn." - Hafið þið hugsað ykkur að fara alveg í seiðaeldið? „Nei, það eru svo margir um seiðaeildið og okkur finnst ekki vera mikil framtíð í slíku. Við erum meira að hugsa um eitthvað sem nieiri framtíð er í. Til að efla fiskeldið á þessum stað þyrfti að reisa þarna hús, leggja vatnsveit- ur, koma upp varmadælum og fleira." - Hafið þið athugað lána- möguleika hjá Byggðasjóði? „Já, reyndar höfum við gert Miklir laxeldismögu- leikar á Langanesi — rætt við Bjöm Erlendsson um hafbeitarstöð og möguleika á stækkun hennar - Hvernig eignuðust þið land- svæðið sem stöðin er á? „Við keyptum þetta á sínum tíma. Hér er um að ræða þrjár jarðir, Eiði I og II og Ártún. Þessar þrjár jarðir eru allar sam- liggjandi og eru allar í vatnasvæði Eiðisvíkur. Þarna er einnig á sem heitir Kíll, en hún rennur úr tveimur litlum vötnum innar í Eiðisgarði. Þarna eru líka margir litlir lækir, lindalækir, sem renna úr lindum í fjallinu. Þarna er mikið lindasvæði og mikið um gott uppsprettuvatn. Þarna eru ungar bergmyndanir og svæðið er mjög lekt í heild.“ - Hvað er langt síðan þið fé- lagarnir byrjuðuð með hafbeit á þessu svæði? „Við byrjuðum árið 1974 með hafbeit og við höfum rekið til- raunastarfsemi þarna allar götur síðan. Árangurinn hefur verið misjafn, m.a. af því að fjár- magnsþörf í þessari grein er mikil, en það var eiginlega ekki fyrr en árið 1983 að við fórum að átta okkur á þeim árangri, sem náðst hafði með hafbeitinni." - Hafið þið uppi áform um mikla uppbyggingu á þessum stað? „Áform um uppbyggingu hafa verið til staðar undanfarin tvö ár og við höfum reynt að hafa sam- band við aðila sem hafa aðgang að fjármagni. Þó hafa menn ekki verið tilleiðanlegir til að fjárfesta í þessu fyrirtæki okkar enn sem komið er. En við höfum ekki fengið úthlutað neinum styrkjum eða fengið lán úr opinberum sjóðum eða slíkt, því miður, vil ég segja.“ - Éru fleiri hlunnindi á þess- um jörðum? Laxinn skoðaður í hafbeitarstöðinni. Eiðisvík t.v. og Eiðisvatn fyrir innan eiðið. ií baksýn er fjaliið Naustin. það. Það má segja að við komum í humáttina á eftir fyrirtækjum eins og Vogalaxi og ísnó, við fylgjumst með því hvaða árangur fæst hjá þeim og erum tilbúnir að slá til þegar ljóst er hvernig þessi mál ganga upp hjá öðrum." - Ef hafbeitarstöð væri rekin þarna af krafti hefði þaö þá ekki töluvert að segja fyrir atvinnu- möguleika á Langanesi? „Jú, ég er ekki í nokkrum vafa um það. Við ræddum við Hrað- frystistöð Þórshafnar um að þeir gerist aðilar að fyrirtækinu með okkur, cn við erum mjög jákvæð- ir í því efni. Hraðfrystistöðin hef- ur þá aðstöðu sem til þarf og er varla vit í að byggja upp þegar sá möguleiki er fyrir hendi að aka fiskinum inn til Þórshafnar til vinnslu. Þá væri líka hægt að grípa til starfsliðs frystihússins til að vinna viö móttöku og fleira þegar miklir toppar koma á viss- um hlutum árs. Það væri því mjög æskilegt að hafa samvinnu við þá aðila.“ - Hvað er löng vegalengd frá hafbeitarstöðinni að Þórshöfn? „Það eru um sautján kílómetr- ar. Leiðin er mjög greiðfær, veg- urinn liggur hvergi í meira en tuttugu metra hæð yfir sjó og er þokkalega góður til aksturs." - Viltu segja eitthvað unr haf- beit að lokum? „Hafbeit er mjög mikilvæg í fiskeldi því segja má að lítil tak- mörk séu fyrir því hvað þessi rekstur getur orðið umfangsmik- ill. Við sjáum fram á að geta framleitt tugmilljónir göngu- seiða, ef út í það er farið, en við höfum ekki horft á meira núna en svona milljón gönguseiði. Með allri þeirri tækni sem nú er hægt að nota, hreinsun o.fl, sjáum við mikla möguleika, og hafið tekur lengi við í þessum efnum.“ EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.