Dagur - 13.01.1988, Blaðsíða 11
13. janúar 1988 - DAGUR - 11
Dregið í riðla í
úrslitakeppni EM í knattspyrnu:
V.-Þjóðverjar og
ítalir mætast
í fyrsta leik
í gær var dregið um það hvaða
lið leika saman í riðli í úrslitum
Evrópukeppninnar í knatt-
spyrnu í Y.-Þýskalandi næsta
Bryan Robson og félagar í enska
landsliðinu mæta Irum í fyrsta leik í
úrslitakeppni EM í sumar.
sumar. Búið var að ákveða að
gestgjafamir, V.-Þjóðverjar og
Englendingar léku ekki í sama
riðli en Englendingar náðu
bestum árangri einstakra
þjóða í undankeppninni.
í 1. riðli leika V.-Pjóðverjar,
ítalir, Danir og Spánverjar en í 2.
riðli Englendingar, írar, Hol-
lendingar og Sovétmenn. Tvö lið
komast áfram úr hvorum riðli. í
undanúrslitum leikur liðið sem
sigrar í 1. riðli við liðið sem hafn-
ar í 2. sæti í 2. riðli og svo öfugt.
Liðin sem sigra svo í þeim viður-
eignum, leika til úrslita.
Mótið hefst þann 10. júní með
tveimur leikjum úr 1. riðli, þá
leika V.-Þjóðverjar og ítalir og
Danir og Spánverjar. Tveimur
dögum síðar hefst keppni í 2.
riðli og í fyrstu umferð leika Eng-
lendingar við íra og Hollendingar
við Sovétmenn. Úrslitaleikur
keppninnar fer fram í Múnchen
25. júní.
Akureyrarmótið í handbolta:
Hvort liðið
er betra?
- Þór og KA leika i kvöld kl. 20.30
í kvöld leika Þór og KA fyrri
leikinn í Akureyrarmótinu í
handknattleik. Leikurinn sem
fer fram í Höllinni, hefst kl.
20.30. Seinni leikurinn fer síð-
an fram á sama stað á þriðju-
daginn kemur.
KA sigraði sem kunnugt er á
afmælismóti félagsins um síðustu
helgi. Liðið sigraði mjög örugg-
lega í öllum leikjum sínum og
sýndi oft ágæta leiki. Þórsarar
tóku einnig þátt í mótinu en unnu
aðeins Breiðablik í seinni viður-
eign liðanna.
Þórsarar hafa oftast þurft að
láta í minni pokann fyrir KA-
mönnum í gegnum tíðina en hafa
nú hug á að gera bót þar á. KA-
menn ætla hins vegar að endur-
taka leikinn frá því um helgina og
sýna bæjarbúum enn einu sinni
hver raunverulegur styrkleika-
munur liðanna er.
Spilakvöld Sjálfsbjarg-
ar!
Spilum félagsvist að
Bjargi fimmtudaginn
14. janúar. Mætum vel.
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir. Spilanefnd.
I.O.O.F. 2 = 16911581/2 = 9.0
Stúkan tsafold fjallkon-
I an nr. 1.
Fundur fimmtudaginn
14. janúar kl. 20.30 í
Friðbjarnarhúsi.
Rætt um framtíðarhorfur.
Komið og drekkið afmælissúkku-
laði ísafoldar.
Æt.
AI-Anon fjölskyldudeildirnar
halda fundi sína í Strandgötu 21,
Akureyri.
Mánudaga kl. 21.00, uppi.
Miðvikudaga kl. 21.00, niðri.
Laugardaga kl. 14.00 sporafundir,
uppi.
Ala-teen fyrir unglinga: Miðviku-
daga kl. 20.00, uppi.
Minningarspjöld Minningarsjóðs
Kvenfélagsins Hlífar fást í Bóka-
búðinni Huld Hafnarstræti 97 og
Sunnuhlíð í Blómabúðinni Akri,
símaafgr. F.S.A. og hjá Seselíu
M. Gunnarsd. Kambagerði 4.
Minningarkort Sjálfsbjargar eru
seld á Bjargi Bugðusíðu 1,
Bókabúð Jónasar og Bókvali.
Glerárprestakall.
Sóknarprestur Pálmi Matthíasson
er fjarverandi til 1. febrúar. Séra
Pétur Þórarinsson á Möðruvöllum
gegnir þjónustu og er fólk beðið
að snúa sér til hans.
Sími hans er 21963.
Félag aldraðra.
Söngæfing fimmtudag-
inn 14. janúar á sama
tíma og áður.
Stjórnin.
íþróttir
Þorgils Óttar Mathiesen landsliðsfyrirliði skoraði tvö mörk í leiknum gegn Austur-Þjóðverjum í gærkvöld.
Heimsbikarmótið í handknattleik:
Naumt tap fyrir
Austur-Þjóðverjum
Austur-Þjóðverjar sigruðu
Islendinga með 18 mörkum
gegn 16 í fyrsta leik liðanna á
heimsbikarmótinu í hand-
knattleik í Svíþjóð í gærkvöld.
Sigur liðsins var sanngjarn en
þó voru íslensku strákarnir
mjög nærri því að jafna á síð-
ustu mínútu leiksins. í stað
þess að Islendingum tækist að
jafna er staðan var 17:16, náðu
Þjóðverjarnir boltanum, brun-
uðu í hraðaupphlaup og bættu
við 18. markinu.
Þjóðverjar skoruðu þrjú fyrstu
mörkin í leiknum en það tók
íslensku strákana heilar 12 mín.
að finna leiðina í markið. Guð-
Framarar
sigruðu
- á stórmóti
íþróttafréttamanna
Framarar sigruðu á stórmóti
Samtaka íþróttafréttamanna í
innanhússknattspyrnu sem
haldið var í íþróttahúsinu á
Akranesi síðastliðinn laugar-
dag. Liðið sigraði KR í jöfnum
og skemmtilegum úrslitaleik
8:7.
Alls tóku 8 lið þátt í mótinu,
leikið var í tveimur riðlum og
komust tvö lið áfram úr hvorum
riðli í úrslitakeppnina. í A-riðli
léku Fram, ÍA, IBK og KA en í
B-riðli Valur, KR, Þór og lið
Samtaka íþróttafréttamanna.
Úrslit leikjanna urðu þessi:
Valur-SÍ 10:4
ÍA-ÍBK 5:6
KR-Þór 8:5
Fram-KA 6:2
KR-SÍ 10:1
Valur-Þór 4:5
ÍA-KA 9:6
Fram-ÍBK 8:6
Valur-KR 6:6
Þór-SÍ 13:4
ÍBK-KA 6:6
Fram og ÍBK komust áfram úr
A-riði en KR og Þór úr B-riðli.
Fram vann Þór 11:2 og KR vann
ÍBK 7:6. Það voru því ÍBK og
Þór sem léku um 3.-4. sætið en
Fram og KR um 1.-2. sætið. Kefl-
víkingar unnu Þórsara 7:6 í mjög
jöfnum leik og hrepptu 3. sætið.
KR-ingar byrjuðu mjög vel gegn
Fram í úrslitaleiknum og höfðu 3
marka forystu í seinni hálfleik,
6:3. En Framarar náðu að jafna
6:6, komast yfir og sigra í leikn-
um 8:7.
mundur Guðmundsson minnkaði
muninn í 1:3 en áður hafði hann
fiskað vítakast sem Kristján Ara-
son misnotaði. Guðmundur fisk-
aði annað vítakast skömmu síðar
sem Sigurður Gunnarsson skor-
aði úr. Þjóðverjar bættu við
fjórða markinu en íslendingar
jöfnuðu 4:4. Síðan var jafnt 5:5
en þeir þýsku bættu við tveimur
mörkum fyrir hlé og leiddu 7:5 í
hálfleik.
Þeir juku muninn í 8:5 í upp-
hafi síðari hálfleiks og á 35. mín.
var munurinn orðinn fjögur
mörk, 10:6 en áður hafði Sigurð-
ur misnotað vítakast. Um miðjan
síðari hálfleik var munurinn enn
fjögur ntörk, 13:9 og skömmu
síðar fimm mörk, 15:10. Þá skor-
uðu Islendingar þrjú mörk í röð
og minnkuðu ntuninn í 13:15.
Þjóðverjar bættu við 16. markinu
og enn misnotuðu íslendingar
vítakast, í þetta skipti Alfreð
Gíslason. Þjóðverjar bættu við
17. markinu en íslendingar skor-
uðu þá þrjú mörk í röð undir lok-
in og minnkuðu muninn í eitt
mark 16:17. íslendingar fengu
síðan boltann þegar um 50 sek.
voru til leiksloka en mistókst að
jafna. Þjóðverjar náðu boltanum
á lokasekúndum leiksins og inn-
sigluðu sigurinn með sínu 18.
marki.
Páll Ólafsson gat ekki leikið
með vegna veikinda og Alfreð
Gíslason gat ekki beitt sér að
fullu vegna meiðsla sem hann
hlaut í fyrradag. Einar Þorvarð-
arson varði vel í markinu og
hornamennirnir Guðntundur og
Valdimar Grímsson stóðu sig vel.
Hjá Þjóðverjum var markvörður-
inn Wieland Schmidt bestur.
Mörk Islands: Kristján Arason
3, Guðmundur 3, Valdimar 3,
Þorgils Óttar 2, Alfreð 2/2,
Sigurður 1, Karl 1 og Atli 1.
1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2
Sveinn Ævar
skorar á Sölva
Sveinn Ævar Stefánsson var ekki í vandræðum með Ingólf
Kristjánsson í getraunaleiknum um helgina. Hann var með 7
leiki rétta á móti aðeins 1 leik Ingólfs. Sveinn heldur því áfram
og hann hefur skorað á Sölva Ingólfsson knattspyrnumann úr
Þór og starfsmann ÚA, í næstu umferð. Sölvi er dyggur aðdá-
andi West Ham en liðið hefur átt frekar erfítt uppdráttar í vetur.
Hann ætlar sér ekkert annað en sigur á Sveini og hefna þar með
fyrir töpin í firmakeppninni í knattspyrnu en lið ÚA hefur tvisv-
ar tapað fyrir liði SÍS í firmakeppni og í bæði skiptin á hlutkesti.
Það kemur þó ekki í Ijós fyrr en á laugardag hvor hefur betur að
þessu sinni. Aðalleikurinn á seðlinum er viðureign Liverpool og
Arsenal en hann verður sýndur í beinni útsendingu Sjónvarpsins
á laugardag.
Sveinn Ævar:
Sölvi:
Liverpool-Arsenal 1
Luton-Derby 1
Norwich-Everton 2
Portsmouth-Oxford x
Q.P.R.-West Ham 1
Sheff.Wed.-Chelsea 1
Tottenham-Coventry 1
Wimbledon-Watford x
Aston ViIIa-Ipswich 2
Blackburn-Hull 2
Plymouth-Man.City x
Swindon-Bradford 1
Liverpool-Arsenal 1
Luton-Derby 1
Norwich-Everton 2
Portsmouth-Oxford 1
Q.P.R.-West Ham 2
Sheff.Wed.-Chelsea 1
Tottenham-Coventry 1
Wimbledon-Watford x
Aston Villa-Ipswich 1
Blackburn-Hull 1
Plymouth-Man.City 2
Swindon-Bradford x
Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fímmtudög-
um svo enginn verði nú af vinningi.
1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2