Dagur - 23.02.1988, Qupperneq 2
2
Ráðhústorg - Skátagil:
Úrslitin Ijós í kvöld
I kvöld verður lýðum Ijóst hver
hefur borið sigur úr býtum í
samkeppni um skipulag og
mótun Ráðhústorgs og Skáta-
gils. Fyrstu verðlaun í sam-
keppninni eru um 500 þúsund
krónur en heildarverðlaun eru
allt að 900 þús. kr. Að auki er
dómnefnd heimilt að verja 200
þús. kr. til kaupa á tillögum.
Eftir að úrslit hafa verið gerð
opinber verður opnuð sýning á
tillögunum og víst er að Akureyr-
ingar og landsmenn nær og fjær
bíða ólmir eftir því að sjá hvernig
hjarta Miðbæjarins mun líta út í
framtíðinni. AIls bárust dóm-
nefnd 14 tillögur og munum við
gera verðlaunatillögunum skil
eftir föngum er úrslit liggja fyrir.
SS
Tap og óþægindi
fyrir Skautafélagið
- vegna bilunar ísvélanna
Nú hefur komið í Ijós, að svo-
kallaðar skrúfur, sem eru um
Blönduós:
Vaxandi
áhugi
fyrir skák
- æfingar vel sóttar
Taflfélag Blönduóss er með
skákæfingar fyrir fullorðna og
þá unglinga sem eru vel á veg
komnir í skáklistinni, á Hótel
Blöndósi, öll þriðjudagskvöld
og hefjast þær kl. 20.30. Síð-
degis á mánudögum eru
skákæfingar fyrir börn og ungl-
inga í æskulýðsmiðstöðinni
Skjólinu. Leiðbeinandi ungl-
inganna er Sverrir H. Þóris-
son, æskulýðsfulltrúi.
Að sögn Baldurs Daníelsson-
ar, formanns Taflfélags Blöndu-
óss, er mikill áhugi fyrir skák-
íþróttinni á Blönduósi og nám-
skeiðin vel sótt.
Strax í haust var fjölmennt á
námskeiðunum en eftir að Jó-
hann Hjartarson sigraði Victor
Korsnoj, í einvíginu, hefur kom-
ið verulegur fjörkippur í skák-
mennina og áhugi vaxið hjá börn-
um og unglingum.
Aö sögn Sverris Þórissonar,
æskulýðsfulltrúa, eru það 20 til
25 krakkar sem sækja skáktím-
ana reglulega. Þetta eru krakkar
úr 0.-6. bekk, en best munu
æfingarnar vera sóttar af 11 og 12
ára krökkunum. fh
metralangar, og ganga eftir
endilöngum ísvélum Skautafé-
lags Akureyrar, biluðu. Eins
og fram hefur komið í fréttum
þá biluðu báðar ísvélarnar við
nýja skautasvellið á Akureyri
fyrir skömmu, og var sér-
fræðingur frá framleiðanda
kvaddur til.
Þegar ljóst varð, hvað hafði
bilað í vélunum, voru varahlutir
pantaðir frá Amsterdam, og voru
þeir væntanlegir á föstudags-
kvöld. Varahlutirnir voru fluttir
til Akureyrar með flutningabíl
um helgina, og vonast var til þess
að hægt yrði að gangsctja vélarn-
ar fljótlega úr því. Guðmundur
Pétursson, formaður Skautafé-
lags Akureyrar, sagði að til
bráðabirgða yrði félagið að
greiða kostnað eins og flutnings-
kostnað o.fl. vegna bilunarinnar,
en stjórn Skautafélagsins vissi
ekki annað en að framleiðandinn
tæki kostnað á sig, og ekki hefði
neitt komið fram frá hendi þcirra
síðarnefndu, sem benti til
annars. Von er á sölumanni ísvél-
anna í þessari viku til Akureyrar
vegna málsins.
„Þetta hefur þegar valdið okk-
ur tapi og miklum óþægindum.
Viö missum aðsóknina niður og
þurfum að auglýsa þetta upp á
nýtt. Þá eru allar línur farnar og
við höfum varla getað spilað á
svellinu því línurnar hurfu fljót-
lega. Við vildum ekki ntála nýjar
línur fyrr en vélarnar væru komn-
ar í lag," sagði Guðmundur Pét-
ursson, formaður S.A. EHB
Helgi Vatnar Helgason við dorgveiði á Mývatni.
Mynd: JÓH
íslensk hey-
sýni vekja
athygli í
V.-Þýskalandi
í byrjun þessa árs voru fímm
heysýni frá 3 bæjum á Suður-
landi sett í nákvæma rannsókn
við Universitat Hohenheim í
Stuttgart í Vestur-Þýskalandi.
Gæði heysýnanna hafa vakið
mikla athygli þarlendra
vísindamanna enda reyndust
þau með eindæmum mikil.
Eitt sýnið skar sig þó úr enda
reyndist það hafa að fóðurgildi
10,2 MJ en það er næstum eins
hátt og í fóðurbæti.
Sýni þetta kom frá Jens
Jóhannessyni í Teigi I í
Fljótshlíð. í áratuga sögu rann-
sókna á heysýnum við háskólann
í Hohenheim hefur aldrei fyrr
komið jafn góð niðurstaða í Ijós.
Heysýnið frá Teigi var slegið
snemma morguns 21.7. 1986 í
mjög góðum þurrki, bundið um
kvöldið og sett í hlöðu með súg-
þurrkun. Hin sýnin sem send
voru til Þýskalands komu frá
Teigi II og Torfastöðum í Bisk-
upstungum.
Til samanburðar má geta þess
að fóðurgildi í maís er 14 MJ, í
byggi 13 MJ og í höfrum 11 MJ.
Grcinilegt er því hversu gott sýn-
ið frá Teigi I reyndist vera.
Rannsóknir á heysýnum fara
fram hérlendis. Af heyfeng 1987
hafa verið rannsökuð um 2000
sýni hjá Rannsóknastofnun land-
búnaðarins, Ræktunarfélagi
Norðurlands og við Bændaskól-
ann á Hvanneyri. JÓH
Blönduós:
Ökumenn virða ekki
stöðvunarskyldu
Eitt stöðvunarskyldumerki er
til á Blönduósi og stendur það
við Hnjúkabyggð, þar sem
ekið er inn á Norðurlandsveg.
Nokkrar efasemdir hafa verið
um ágæti þessa merkis ekki síst
Byggingaframkvæmdir 1987:
Lokið við briár bensínstöðvar
í yfírliti byggingafulltrúa Akur-
eyrarbæjar yfír byggingafram-
kvæmdir á síðasta ári er birtur
listi yfír þær sem hafnar voru
eða var lokið við á árinu, svo
og aðrar þær byggingar sem
voru í byggingu á árinu. Þarna
er átt við aðrar byggingar en
íbúðarbyggingar.
Hafnar framkvæmdir á árinu:
íþróttahús v/Bugðusíðu, 2 flug-
skýli v/Eyjafjarðarbraut, saínað-
arheimili v/Eyrarlandsveg, verk-
stæðishús v/Fiskitanga, viðbygg-
ing við Frostagötu 1B, viðb.
v/Furuvelli 7, stórmarkaður
KEA v/Glerárgötu, viðbygging
við Hótel KEA, viðb. við Hafn-
arstræti 99 6. hæð, viðb. v/Árstíg
6, viðb. v/Hrísalund 3 (lokið),
golfskáli og verkstæði að Jaðri, 2
birgðaskemmur í Krossanesi
(lokið), viðb. v/Norðurgötu 57,
iðnaðarhús að Óseyri 22 og bens-
ínstöð Esso við Drottningarbraut
(lokið).
Fullgert á árinu:Árstígur 2, Sel
I og II viðbygging, Bensínstöð
Shell v/Hörgárbraut, bensínstöð
Esso v/Hörgárbraut, viðb. í kirkju-
garði, kvikmyndasalur v/Geisla-
götu, 4. áfangi Verkmennta-
skóla, 2. áfangi Síðuskóla.
Aðrar byggingar í byggingu á
árinu: Viðb. v/Dvalarheimilið
Hlíð, Hofsbót 4, Óseyri 9, K. Jóns-
son v/Silfurtanga, Glerárkirkja,
Glerárgata 26, Móasíða 1,
N.L.F.A. Kjarnaskógi, sundlaug
v/Sólborg, skemma v/Tryggva-
braut, Sjöfn v/Austursíðu, Fjölnis-
gata 6, Hvannavellir 14 og Félags-
heimili Þórs v/Skarðshlíð. ET
Bygging íbúða á Akureyri.
Tala íbúða:
1985
1986
E = Einbýlishús
R = Raðhús
F = Fjölbýlishús
S = Samtals
1987
í byggingu í ársbyrjun
Bygging hafináárinu
Fullgerð á árinu
í byggingu í árslok
Fokhelt í árslok
Skemmra á veg komin í árslok
í byggingu á árinu
Fokhelt á árinu
s = E + R + F s = E + R + F S = E + R + F
119 57 52 10 98 43 45 10 96 38 36 22
17 2 15 0 28 0 6 22 110 3 16 91
38 16 22 0 30 5 15 10 21 6 15 0
98 43 45 10 96 38 36 22 185 35 37 113
68 35 23 10 54 31 23 0 128 29 27 72
30 8 22 0 42 7 13 22 57 6 10 41
136 59 67 10 126 43 51 32 206 41 52 113
8 4 4 0 16 1 15 0 95 4 19 72
vegna þess að talið er að fáir
ökumenn virði það sem skyldi.
Blaðamaður Dags gerði könn-
un á umferðinni við umrætt
merki, að morgni til, þegar
umferð er mest og fólk á leið til
vinnu. Niðurstaðan varð vægast
sagt ömurleg. Af sautján öku-
mönnum sem óku af Hnjúka-
byggð, inn á Norðurlandsveg
þcnnan morgun, á meðan
könnunin var gerð, stöðvuðu
aðeins tveir þeirra bifreiðar sínar
við stöðvunarskyldumerkið.
Þetta var þó ekki það versta. Á
mcðan annar af þessum tveim
löghlýðnu ökumönnum var með
bifreið sína kyrrstæða við gatna-
mótin kom annar ökumaður á
fullri ferð og keyrði fram með
kyrrstæðu bifreiðinni og ók við-
stöðulaust inn á Norðurlandsveg-
inn. Fyrr má nú rota en dauð-
rota.
Þess skal getið að könnun var
gerð á sama stað í hádeginu og
var hún hagstæðari, þó að ekki
væri útkoman góð. fh
Skyldi þessi hafa virt stöðvunarskyldu?
Mynd: fh