Dagur


Dagur - 23.02.1988, Qupperneq 3

Dagur - 23.02.1988, Qupperneq 3
3j&(ffbj»íán ia8ft)r DAPyBcr-3s Lífeyrissjóðirnir: „Ómæld vinna við að breyta skattkortum “ „Það hefði mátt komast hjá þeirri miklu vinnu, sem er í kringum þetta, með því að taka það fólk út úr sem er með tekjutryggingu, og sinna því síðar, því það eru ekki þeir aðilar sem greiða skattana í landinu. Fyrir fjármálaráðu- neytið verður það ómæld vinna að endurgreiða slíku fólki þegar mistök verða. Mál- ið snýr ekki eingöngu að Tryggingastofnun og lífeyris- sjóðum heldur einnig ráðu- neytinu,“ sagði Jón Helgason hjá lífeyrissjóðnum Samein- ingu á Akureyri. Tilefni þessara ummæla Jóns er sú rnikla ringulreið, sem skapaðist hjá ntörgu eldra fólki á félagssvæði Sameiningar vegna skattkerfisbreytinganna. Þeir, sem fá bætur af einhverju tagi frá Tryggingastofnun ríkisins, verða að sækja unt aukaskattkort til að nýta persónuafslátt sinn, ef þeir fá greiðslur úr lífeyrissjóði. Ef lífeyrissjóðirnir eru fleiri en einn, þarf fleiri aukaskattkort, og útreikninga til að skipta prósentu persónuafsláttar milli sjóðarina þannig að afslátturinn nýtist sem best. Einnig getur þurft að sækja um aukaskattkort vegna ónýtts persónuafsláttar maka. Jón Helgason sagði, að mjög margir lífeyrisþegar ættu erfitt með að skilja þetta kerfi, og ótal dæmi væru um misskilning, sem ntikil vinna færi í að leiðrétta. Með desembergreiðslu sjóðsins hefði verið sent bréf til allra líf- eyrisþega, þar sem fólk var hvatt til að skila aukaskattkorti til sjóðsins. Fjöldi fólks hefði ekki sinnt þcssum tilmælum, nt.a. vegna þess að bréf frá Trygginga- stofnun ríkisins, sem kom áður, olli misskilningi. Fólk áleit í stór- um hópum að það þyrfti ekki að skipta sér neitt af skattkortum, þar til það sá að staðgreiðslan var dregin af lífeyrisgreiðslum. Þá tóku flestir við sér. „Það verður ómæld vinna í framtíðinni hjá líf- eyrissjóðunum við að breyta skattkortum," sagði Jón. EHB Grciðabílar frá Glæsibílum sf. hafa gert usla á Akureyri og Bílstjórafélag Akureyrar fékk sett lögbann á akstur þeirra. Mynd: tlv Vinningstölur 20. febrúar. Heildarvinningsupphæö kr. 5.058.032.- 1. vinningur kr. 2.536.438,- Skiptist á milli 3 vinningshafa kr. 845.476.- 2. vinningur kr. 758.500.- Skiptist á milli 250 vinningshafa kr. 3.034,- 3. vinningur kr. 1.763.104.- Skiptist á milli 7.871 vinningshafa sem fá 224 kr. hver. Upplýsingasími 91-685111 Lögbann á Glæsibíla: Málið þingfest á fimmtudag Lögbannsstefna Bílstjórafélags Akureyrar gegn Glæsibílum sf. verður þingfest í bæjarþingi Akureyrar tunmtudaginn 25. febrúar. Asgeir Pétur Asgeirs- son héraðsdómari sagði það ekki Ijóst hvenær málflutning- ur hæfist. Hann sagði að málsaðilar fengju frest til að leggja fram gögn í málinu og gæti það tekið nokkrar vikur, ef um viðamikil gögn er að ræða. Nú er liðið á annan rnánuð frá því lögbannsúr- skurður var kveðinn upp gegn tryggingu frá Bílstjórafélagi Akureyrar, en lögbannið þarf að staðfesta með dómi. SS Bæjarstjórn Húsavíkur: Tillaga um að dag- heimilinu verði ekki lokað vegna sumarleyfa Á fundi Bæjarstjórnar Húsa- víkur sl. þriðjudag lagði Lilja Skarphéðinsdóttir varafulltrúi B-listans fram tillögu sem vís- að var til félagsmálaráðs. Efni tillögunnar er á þá leið að dagheimilinu Bestabæ verði ekki lokað vegna sumarleyfa nk. sum- ar og framvegis. í tillögunni segir: „Tel ég að þetta fyrirkomu- lag sem verið hefur komi sér mjög illa, bæði fyrir fyrirtæki bæjarins og foreldra barnanna. Síðast en ekki síst tel ég að börn- in fái ekki raunverulegt sumarfrí nema þau eigi þess kost að taka það á sama tínia og foreldrar þeirra, annað eða bæði. Ég tel þetta vel framkvæman- legt, en þarfnast að vísu tölu- verðar skipulagningar sent ég er fullviss um að dagvistarstjóri er vel fær um að framkvæma. Einn- ig geri ég tillögu að breyttum opnunartíma; að opnað verði kl. 7.15.“ Lilja sagði að ástæðan fyrir því að hún bæri fram þessa tillögu væri sú að hún hefði orðið vör við mikla óánægju fólks vegna lok- unar dagheimilisins vegna sumar- leyfa því fólk sem ætti börn á dagheimilinu hefði ekki alltaf tök á að taka sér frí á þessum tíma. IM cMV; Nýkomið niikið úrval ái;jakkaiotum, stök- um jökkuni og buxum Jrá Bernhardt, Vnn Gils og Falbe. Kjólföt - Smokingföt Klæðskeraþjönusta - l/W. CfiU liafnarstrætt ('Búúfahus suðurendiK siiiii 26708. MK

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.