Dagur - 23.02.1988, Síða 10

Dagur - 23.02.1988, Síða 10
10 ^ DAGUB - 23, febrúttr 1988 unni og auðveldara að eiga við það. í fjárbúskapnum eru allt of margir með litlar tekjur og þetta er vandamál sem erfitt er að eiga við. Byggðaröskunin er alvarlegt vandamál í landinu í dag og á eft- ir að versna ef ekki verður hægt að leysa vandamál bændanna. Ungt fólk, sem áhuga hefur á því að hefja búskap, vill skiljanlega ekki taka við tekjulitlum búum. Þetta leiðir til þess að við missum marga til þéttbýlisins. Bændur og samtök þeirra þurfa að vera virk í umræðu um þessi mál og nú reynir mikið á samstöðu bænda. Þeir þurfa sjálf- ir að verða virkari félagslega, en ekki bara láta samtök sín eiga við þessi mál. Ég er ekkert að fela þá skoðun mína að það sé verið að fara í kringum hlutina, en ekki reynt að taka á þeim alvarlega." - Heldur þú að starf búráðu- nauta eigi eftir að breytast í fram- tíðinni? „Já, ég held að þetta eigi eftir að breytast í meiri skrifstofu- vinnu. Bókhald er að verða æ mikilvægara í rekstri búa og í framtíðinni held ég að ráðgjafar- þjónustan verði mikil á því sviði. Hvort þetta er jákvæð eða nei- kvæð þróun fer nú alveg eftir ráðunautinum. Ef hann hefur gaman af útiveru, þá er þetta neikvætt, en ef hann er sáttur við að vinna skrifstofuvinnu, þá er þetta jákvætt." Þar með þurfti Aðalsteinn að hlusta á erindi, þannig að við þökkuðum fyrir spjallið. AP Nemendur í framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri sækja ætíð þennan ráðunautafund. „Myndi ekki mæta ef þetta væm innantómar kjaftasamkomur“ - segir Aðalbjörn Benediktsson búráðunautur Héraðssambands V.-Húnvetninga Aðalbjörn Benediktsson ráðu- nautur á Hvammstanga var að sjálfsögðu á fundinum á Hótel Sögu. Hann hefur sótt alla ráðunautafundi sem haldnir hafa verið, en þeir hófust árið 1953. Við spurðum Aðalstein hvort honum fyndist fundirnir hafi breyst frá því sem var. „Auðvitað breytast svona fundir í gegnum árin. Ég er ekki frá því að þau erindi sem flutt eru hér séu orðin gagnorðari. Það kemur inn í það að nú er mun betri tækni til að koma boðskap sínum á framfæri; nú nota menn t.d. glærur mun meira en áður til að skýra sitt mál. Maður fær meiri yfirsýn yfir efnið en áður og öll kennsla og umræða er fyllri en áður.“ - Nú er stundum sagt að svona ráðstefnur séu tilgangslausar. Þetta séu kjaftasamkomur sem litlu fái áorkað þegar út í alvör- una er komið. Hvað viltu segja um þetta sjónarmið? „Þetta fær maður stundum að heyra en ég er ekki sammála þessu. Ég hefði ekki lagt það á mig að koma á allar þessar ráð- stefnur síðan 1953, ef þetta væru innantómar kjaftasamkomur. Ráðunautafundirnir eru mikil- vægir vegna skoðanaskipta sem þar eiga sér stað og þar geta ráðunautar alls staðar af landinu hist og borið saman bækur sínar. Erindin á fundunum eru mörg mjög merkileg og góð upprifjun fyrir mann í fræðunum." - Hvernig gengur síðan að miðla þessari reynslu til bænd- anna? „Það er dálítið erfitt fyrir mig að dæma um það. Bændur eru Aðalbjörn Bcnediktsson. yfirleitt mjög jákvæðir gagnvart þessari þjónustu og þeir leita æ meir til okkar með hin ýmsu vandamál sem upp koma hjá þeim. Það er vaxandi skilningur hjá bændastéttinni að þeir geti haft gagn af þessari starfsemi okkar og því er ekki ólíklegt að sá fróðleikur sem við innbyrðum hér skili sér nokkuð vel til bænd- anna.“ - Með hvað leita bændur helst til ykkar ráðgjafanna? „Framleiðslustjórnunin hefur tekið mikinn tíma undanfarin ár. Bændur hafa viljað fá upplýsing- ar um stöðu sína innan kerfisins t.d. um tímamörk ýmissa kvóta. Við erum nú líklegast komnir yfir erfiðasta hjallann í mjólkur- framleiðslunni en ekki í sauðfjár- ræktinni. Það var mun minni samdráttur í mjólkurframleiðsl- Vinnubrögðin gagnvart tilraunabúunum forkastanleg - Jóhannes Sigvaldason á Möðruvöllum í viðtali Jóhannes Sigvaldason bústjóri á tilraunbúinu á Möðruvöllum var einn margra sem sótti ráðunautafundinn á Hótel Sögu, vikuna 8.-12. febrúar. Hann átti sæti í undirbúnings- nefnd fundarins og blaðamað- ur Dags spurði hann fyrst hve lengi undirbúningurinn hefði staðið ylír. „Við sem eigum sæti undirbún- ingsnefndinni hittumst fyrst í október til að búa til ramma um fundinn. Við hittumst síðan reglulega til að skipuleggja fund- inn nánar og ákveða fyrirlesara. Þetta starf gekk mjög vel og var það oftast auðsótt verk að fá menn til að halda fyrirlestra á þessu þingi. Mest vinna var að raða upp efni fundarins, en einnig tók það nokkurn tíma að eltast við fyrir- lesarana til að fá endanleg svör frá þeim.“ - Hefur það komið til greina að halda þessa ráðunautafundi úti á landi? „Það hefur komið til umræðu, en þá þarf mun meiri tíma en við fengum til að undirbúa slíkan fund. Hér í Bændahöllinni eigum við alltaf innangengt, en það þarf töluverðan undirbúning fyrir staði úti á landi að taka á móti þetta mörgum þingfulltrúum." - Ef við tökum umræðuna tvo fyrstu dagana, en þá var rætt vítt og breitt um sauðfjárrækt á ís- landi. Var eitthvað sem kom þér á óvart í þessari umræðu? „Það er ekki hægt að segja að margt hafi komið mér beinlínis á óvart. Þetta hefur verið málefna- leg og skemmtileg umræða. Það var rætt um sauðfjárrækt á breið- um grundvelli og maður heyrði mörg sjónarntið. Greinilegt var að afstaða forsvarsmanna bænda- samtakanna hefur breyst og menn almennt farnir að sætta sig við að sauðfjárræktin er orðin að hlutastarfi. Framleiðslurétturinn leyfir hreinlega ekki að smáir bændur geti lifað af kindununt einum saman." - Ef við vendum nú okkar kvæði í kross og ræðum örlítið um tilraunabúin. Nú stóð til að þurrka öll framlög til þeirra út af fjárlögum, en í meðförum fjár- veitinganefndar fengu búin ein- hverja aura. Hvernig standa þessi mál í dag? „Þau standa vægast sagt rnjög illa. Búin fengu samanlagt 8 milj- ónir og það dugir ekki einu sinni fyrir launum starfsmanna þeirra. Við erum í sjálfheldu því engir peningar eru til að stunda ein- hverja rannsóknastarfsemi. Þetta eru forkastanleg vinnu- brögð hjá Alþingi að standa svona að þessu máli. Stjórn RALA ræddi við fjárveitinga- nefnd og Iandbúnaðarráðherra þegar leit út fyrir að búin yrðu hreinlega þurkuð út af fjárlögum. Niðurstaðan varð sú að við feng- um þessar 8 miljónir, sem var að vísu eitthvað en dugir ekki til að greiða laun starfsmanna þessara búa. Það er ómöglegt að spá í hvað gerist á næsta ári. Það er skoðun mín að taka þurfi starfsemi RALA til endurskoðunar og jafnvel flytja hana út á land. Ég myndi vilja sjá stofnunina skipta sér upp í smærri einingar og mætti hugsa sér að hluti hennar Jóhannes Sigvaldason. myndi starfa við búvísindadeild- ina á Hvanneyri, hluti á Möðru- völlum, hluti á Stóru-Ármóti og hluti jafnvel á Gunnarsholti. Ég vil taka það fram að þetta eru einungis mínar hugmyndir og engar formlegar samþykktir hafa verið gerðar þar að lútandi,“ sagði Jóhannes Sigvaldason. AP

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.