Dagur - 23.02.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 23.02.1988, Blaðsíða 11
.• 23' febrúar 1988-r DAOUR -í'11 „í ráði að halda fræðslu- námskeið með bændum um afmörkuð verkefni “ - Rætt við Ólaf G. Vagnsson hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar Ólafur Vagnsson. Ólafur G. Vagnsson, búráöu- nautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar, tók Ijúflega í þá bón að ræða við okkur um þingið og þau verkefni sem Búnaðarsambandið er að eiga við. Við spurðum Ólaf fyrst hver sé tilgangurinn með þess- um árlega ráðunautafundi. „Það má segja að þetta sé upp- skeruhátíð þeirra sem vinna við tilraunir og rannsóknastarfsemi á sviði landbúnaðar. Hér koma menn og kynna niðurstöður rannsókna sinna og fá gagnlegar umræður um þær niðurstöður. Þetta getum við ráðunautarnir svo nýtt í starfi okkar meðal bænda. En það eru ekki bara ráðunaut- arnir og vísindamenn sem kynna sín sjónarmið hér á þessum fundi. Forystumenn bænda- samtaka sitja einnig ráðstefnuna og kynna sjónarmið umbjóðenda sinna. Þetta er mjög góður staður til að bera saman bækur sínar og heyra sjónarmið annarra sem starfa að þessum málum.“ - Hvað hefur þú sótt þessar ráðstefnur oft og finnst þér þessi öðruvísi en hinar fyrri? „Ég hef sótt þessar ráðstefnur í 25 ár. Fyrst sem nemandi við búvísindadeildina á Hvanneyri og síðar sem ráðunautur. Mér virðist ráðstefnan í ár vera mjög hefðbundin. Oft hafa þessar ráð- stefnur snúist um eitt þema en nú er rætt um fjögur atriði. Auðvit- að ber þar sauðfjárræktin hæst því þar er vandinn mestur. Umræðurnar hafa verið athyglis- verðar þótt ekkert alveg nýtt hafi hér komið fram. Menn virðast vera raunsæir og gera sér grein fyrir því hve alvarlegt ástandið er.“ - Hvað starfa margir ráðu- nautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og hver eru ykkar helstu verkefni núna? „Nú starfa fjórir ráðunautar hjá búnaðarsambandinu, þar af einn sem framkvæmdastjóri. Mitt sérsvið er sauðfjárbúskapurinn og kartöflurækt. Annars eru svona héraðsráðunautar yfirleitt ekki mjög sérhæfðir þannig að við tökum að okkur ýmis verk- efni. Það sem nú er helst á dag- skránni hjá okkur í Eyjafirðinum er loðdýraræktin og fræðsla í kringum hana. Einnig er bænda- bókhaldið að verða stærri og stærri þáttur í okkar starfsemi. Starfsemin undanfarin ár hefur verið mjög mikið í kringum fram- leiðslustýringuna og það verk hefur lent mikið á búnaðarráðu- nautunum. Bændur hafa leitað mikið til okkar um hvaða mögu- leika þeir hafa í þessum efnum, en það er nú að hægjast um á því sviði og málin komin í nokkuð fastar skorður. Nú getum við snúið okkur að þeim miklu möguleikum sem eru að opnast í tölvuvæðingu í sam- bandi við bókhald og búreikn- inga almennt. Þetta á eftir að breyta starfi búnaðarráðunauta töluvert á komandi árum. Hér á ráðstefnunni hafa verið kynntir möguleikar á því að við verðum í beintengingu við höfuðstöðvar búnaðarfélagsins í Reykjavík og það mun að sjálfsögðu auðvelda alla upplýsingasöfnun. Einnig getum við þá komist í samband við önnur búnaðarfélög um allt land og skipst á markverðum upplýsingum. Bændur eru yfirleitt mjög vilj- ugir að hafa samstarf við okkur og fá upplýsingar og leiðbeining- ar frá okkur. Það er hins vegar alltaf einhver hópur sem ekki hefur frumkvæði að ná til okkar og það er vilji hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar að ná til þessa hóps. Það hefur verið rætt að við heimsækjum bændur oftar og heyrum í þeim hljóðið. Einnig hafa verið uppi hugmyndir um að halda 2-3 daga fræðslunámskeið með bændum um einhver afmörkuð verkefni t.d. fóðrun nautgripa. Þetta eru nú bara hug- myndir og ekkert hefur verið ákveðið ennþá í þessum efnum.“ Ólafur G. Vagnsson ráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar, þakka þér kærlega fyrir spjallið. AP Búnaðarráðunautarnir úr Húnavatnssýsluni. F.v. Gunnar Þórarinsson, Aðalbjörn Bcnediktsson, Guðbjartur Guð- inundsson og Jón H. Sigurðsson. AKUREYRARB/ÍR EUgl Strætisvagnar 3!» Akureyrar Frá og með þriðjud. 1. mars verður hætt að aka leið 6, Glerárhverfi - Brekka, um Hlíðarbraut. Farþegum í Glerárhverfi er bent á leiðir 3 og 4, og farþegum á Brekkunni er bent á leiðir 1 °g 2. Skólavagn kl. 7.50 í Glerárhverfi verður áfram á sama tíma og verið hefur. Nánari upplýsingar í síma 24929. Forstöðumaður. Framsóknarvist Þriggja kvölda keppni. Fyrsta spilakvöldið verður þriðjudaginn 23. febrúar að Hótel KEA og hefst kl. 20.30. Veglegir vinningar. Góð kvöldverðlaun. Allir velkomnir. FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR. Blönduós Staða húsvarðar við félagsheimilið á Blönduósi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. mars. Upplýsingar gefur formaður rekstrarnefndar Sturla Þórðarson símar 95-4356 og 95-4357. Sterkstraums- tæknifræðingur óskast til starfa, sem fyrst. Um er að ræða fjölbreytt starf á sviði hönnunar og ráðgjafar. ij QTQ-fil Óseyri2 Simi 96-26122 Vri 600Akureyri Atvinna óskast. Tuttugu og átta ára maður óskar eftir atvinnu á Akureyri eða nágrenni. Hefur verslunarpróf og 10 ára starfsreynslu. Góð meðmæli. Upplýsingar í síma 91-72550.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.