Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 1. mars 1988 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar: 6% gengisfelling - uppsafnaður söluskattur greiddur út „Við erum fullir áhuga á að reyna að draga úr fuglalífi við flugvöllinn. Þó að fuglafriðun- armenn séu ekki mjög hressir með það, þá skilja þeir hætt- una sem af fuglum stafar,“ sagði Rúnar Sigmundsson umdæmisstjóri Flugumferða- Ríkisstjórnin tilkynnti í gær aðgerðir sem hún hyggst grípa til í efnahagsmálum. Það er einkum á fjórum sviðum sem talað er um aðgerðir; bæta hag útilutningsgreina, bæta starfs- skilyrði launafólks, grípa til aðgerða gegn viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun, og setja reglur um vexti og tjármagns- markaði. Klukkan 13.00 í gærdag var gjaldeyrisdeildum bankanna lokað, jafnframt því að tilkynnt var um 6% gengisfellingu íslensku krónunnar. Helstu aðgerðir til að bæta hag útflutningsgreina eru að greiða að fullu uppsafnaðan söluskatt í fiskvinnslu og útgerðum skipa. Launaskattur í sjávarútvegi og samkeppnisgreinum iðnaðar verður felldur niður frá 1. júlí 1988. Skuldum sjávarútvegsfyrir- tækja við ríkissjóð verður breytt í lán til lengri tíma. Einnig verður unnið að fjárhagslegri endur- skipulagningu fyrirtækja í útflutningsgreinum og ríkis- stjórnin ætlar að láta Seðlabank- ann lækka gengisbundin afurða- lán um a.m.k. 0,25%. Athugasemd Eftirfarandi athugasemd barst Degi frá Sigurði Jóhannessyni, fulltrúa Framsóknarflokksins í bæjarstjórn. I viðtali við blaðið fyrr i vik- unni sagði Hólmgeir Valdemars- son, framkvæmdastjóri Heild- verslunar Valdemars Baldvins- sonar hf.: „Hins vegar gekk okk- ur mjög illa að fá hentuga lóð fyr- ir starfsemina . . . Þannig vorum við á leið út úr bænum." í orðum Hólmgeirs er þróun þessara mála mjög einfölduð. Lóðarúthlutun Akureyrarbæjar til H.V.B. dróst fyrst og fremst á langinn vegna þess að eigendur H.V.B. einblíndu á lóð á Sana- vellinum fyrir framtíðarstarfsemi sína. Lóðarveiting til H.V.B. eða til annarra á því svæði hefði skert mjög athafnasvæði fiskihafnar- innar, en þar eru nú að hefjast framkvæmdir, sem bæta eiga alla aðstöðu fyrir útgerðarstarfsem- ina í bænum. Þegar eigendur H.V.B. gerðu sér loks Ijóst að Sanalóðin var ekki til úthlutunar, var hægt að hefja umræður í alvöru um aðrar lóðir og eins og fram kom síðar í viðtalinu leystist það mál á far- sælan hátt. Akureyri: Sjávargull til sölu Verslunin Sjávargull við Brekkugötu hefur verið aug- lýst til sölu, en þar hafa verið í boði ýmsir fískréttir enda til hennar stofnað í því skyni að bjóða Akureyringum upp á fjölhreytni í sjávarréttum. Pét- ur Olafsson, meðeigandi Þrá- ins Lárussonar í versluninni, sagði að þeir væru að þreifa fyrir sér um þessar mundir og kanna áhuga fólks á kaupum. „Verslunin hefur gengið ágæt- lega en við erum með það mikið á okkar könnu að okkur skortir yfirsýn vfir reksturinn og því var annað hvort um að ræða að auka yfirbygginguna eða selja eitthvert fyrirtækjanna," sagði Pétur. Hann sagði að þeir ætluðu að einbeita sér að Veitingastaðnum Uppanum og heildversluninni Kosti sf. sem er fyrsta fyrirtækið sem Práinn stoínaði í þessari keðj u. Enn eitt fyrirtækið á þeirra vegum, Eyfiskur hf., mun verða lagt niður þegar verslunin Sjáv- argull hefur verið seld. Eyfiskur er hlutafélag um Sjávargull og hefur framleitt kjöt- og fiskrétti fyrir verslunina og það mun því sjálfkrafa leggjast niður þegar þeir Pétur og Þráinn hafa selt Sjávargull. SS Til að bæta starfsskilyrði launafólks ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir setningu laga um starfsmenntun verkafólks. Þar að auki munu ákvæði laga og reglu- gerða um greiðslur atvinnu- leysistryggingasjóðs vegna fast-> ráðins fiskvinnslufólks verða endurskoðuð í samráði við hlut- aðeigandi aðila. Aðgerðir til að hamla gegn við- skiptahalla og erlendri skulda- söfnun eru margs konar. Ríkisút- gjöld verða lækkuð um 300 millj- ónir kr. á þessu ári. Útgjöld til vegamála lækka um 125 milljónir og framlög í byggingasjóð ríkis- ins lækka um 100 milljónir. Áformum um breytta verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga verður frestað um ár. Gjald á erlendar lántökur verður tvöfaldað og tekjuskattur félaga verður hækk- aður. Erlendar lántökuheimildir fjárfestingarlánasjóða og ýmissa annarra aðila lækka um 300 millj- ónir. Fiskveiðasjóði verður falið að fresta svo sem framast er unnt lánveitingum til nýsmíða og kaupa á fiskiskipum. Aðgerðir í vaxtamálum eru þær helstar að nafnvextir innláns- stofnana lækka almennt 1. mars um 1-4% eða um 2% að meðal- tali. Seðlabankinn lækkar eigin vexti í viðskiptum við innláns- stofnanir um 2%. Einnig lækka forvextir ríkisvíxla um 1%. Raunvextir á spariskírteinum lækka og Seðlabankinn beinir því til innlánsstofnana að þær reikni dráttarvexti sem dagvexti en ekki fyrir heilan mánuð. Ríkisstjórnin ætlar síðan að leggja fram frum- varp um starfsemi fjármálastofn- ana, annarra en innlánsstofnana, sem meðal annars tryggi hags- muni eigenda hlutdeildarskírt- eina í verðbréfasjóðum. Jafn- framt verður lagt fram frumvarp um skattskyldu fjárfestingarlána- sjóða og veðdeilda banka. AP Frá Pepsi-mótinu í Hlíðarfjalli um síðustu helgi. Mynd: TLV Akureyri: Veggtennissalir að Bjargi opnaðir innan tíðar Þessa dagana er verið að Ijúka við uppsetningu loftaklæön- ingar nýja veggtennishússins, sem er risið við Bjarg á Akur- eyri. Næsta skref verður að Ijúka innréttingu veggtennis- salanna fjögurra, en verkinu miðar áfram miðað við áætlun og telja forráðamenn Bjargs að unnt verði að opna húsið til almennrar notkunar 12. mars. Að sögn forráðamanna Bjargs verður myndarlega staðið að opnuninni. Tveir reyndir vegg- tenniskennarar frá Reykjavík koma til Akureyrar í tilefni af opnuninni, og verður boðið upp á ókeypis kennslu í íþróttinni fyrstu tíu dagana. Þar með gefst fólki kostur á að kynnast íþrótt, sem ekki hefur áður verið stund- uð að marki utan höfuðborgar- svæðisins. I Reykjavík eru tveir vegg- tennisstaðir, en aðstaðan á Akur- eyri er talin sú fullkomnasta á landinu, því húsið er byggt frá grunni með það í huga að vegg- tennis verði stundaður í því. Fjórir salir eru í húsinu, og geta tveir til fjórir einstaklingar leigt hvern sal í einu. Opið verður frá klukkan átta á morgnana til tíu á kvöldin. Hægt er að taka búnað til veggtennisiðkunar á leigu í húsinu, og einnig verður hægt að kaupa spaða o.fl. á staðnum. Að Bjargi verður að sjálfsögðu áfram boðið upp á líkamsrækt í umsjón sjúkraþjálfara, en lík- amsræktin hentar öllum aldurs- hópum. EHB Fuglar á Akureyrarflugvelli: Mávar valda hættu að reyna að fækka mávunum með því t.d. að stinga undan þeim eða stinga á eggin. Aðrir fuglar eins og æðarfugl og endur munu fá að vera í friði þótt þeir séu ekki æskilegir við flugbrautir því þeir virðast laða að sér annan fugl.“ Sá fugl sem einna mestu tjóni hefur valdið við flugvöllinn er sílamávur sem ekki verpir við völlinn. Hann kemur nær ein- göngu í ætisleit og sest á flug- brautina sér til ánægju að því er virðist. Síðastliðið sumar lentu 10-20 slíkir fuglar í vél frá Flugfélagi Norðurlands og stór- skemmdu hana. Hettumávar hafa lent í mótor flugvéla og valdið tjóni. „Fyrir nokkrum árum lá við stórslysi í Grímsey, þegar fleiri hundruð fuglar lágu dauðir á flugbrautinni eftir lend- ingu vélar þar. Þar er ástandið mun verra því fuglinn verpir í björgunum og hálffleygir ungar sækja mikið á brautina." Rúnar sagði að erlendis hafi verið gerðar margar tilraunir til að fæla fugl af flugbrautum og skipti þá engu hvort leikið er fyrir þá fálkagarg af bandi, eða skotið á þá gasi, þeir virðast venjast öllu og koma strax aftur. VG - erffitt að finna óbrigðul ráð stjórnar á Akureyri í samtali við Dag þegar hann var spurð- ur hvort ákveðið hafi verið að grípa til einhverra aðgerða vegna þessa. Nokkuð hefur verið rætt um þá hættu sem stafar af fuglum við flugvöllinn á Akureyri og enn verra mun ástandið vera við flug- völlinn í Grímsey. Rúnar sagði að á fundi sem haldinn var í síð- asta mánuði og á voru ræddar framkvæmdir tengdar öryggis- málum flugvallarins, liafi verið ákveðið að slétta og rækta upp 50 metra öryggissvæði utan ljósalínu sitt hvorum megin flugbrautar. „Þessar framkvæmdir koma til með að draga eitthvað úr fugla- lífi, því þarna í leirunum hefur fugl orpið sem hugsanlega kemur til með að færa sig. Rætt var um Nokkuð hefur verið rætt um þá hættu sem stai'ar af mávum við flugvöllinn á Akureyri. Mynd: tlv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.