Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 4
4! - DAGUR - 1i Wiárs 1-96ff ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRfMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Hósavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþrótlir), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASI'MI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Þörf er átaks í mengunarmálum Vaxandi mengun láðs, lagar og lofts er vandamál sem víða hefur verið til umræðu. Ljóst er að úrbæt- ur eru yfirleitt afar dýrar og fram til þessa hafa stjórnendur bæjar- og sveitarfélaga ekki sýnt því mikinn áhuga að hefja t.d. framkvæmdir við hreins- un á skolpi svo dæmi sé tekið. Yfirleitt hafa stjórn- málamenn meiri áhuga á framkvæmdum sem hægt er að sjá og þreifa á. Þannig eru malbikaðar götur yfirleitt vinsælar og eru líklegri til að hala inn ný atkvæði en stöð sem hreinsar skolp. Það kom t.d. fram í athugun sem heilbrigðisfull- trúinn á Akureyri lét gera að sjávarmengun við Höepfnersbryggju er umtalsverð - ekki síst í ljósi þess að bæjarbúar fara gjarnan á sjóskíði eða seglbretti á Pollinum. Eða hafa áhugamenn um busl í Pollinum hugleitt þá staðreynd að þeir eru þar að baða sig innan um og saman við kólígerla. Þar sem fólk baðar sig í sjó eru hættumörkin yfir- leitt dregin við 1000 kólígerla í hverjum 100 ml. Eitt af þeim sýnum sem tekið var síðastliðið sumar sýndi 10.000 kólígerla. Að sögn heilbrigðisfulltrúa á Akureyri er hægt að draga verulega úr mengun á þessu svæði með rotþró eða lítilli hreinsistöð. Þjóð sem byggir tilveru sína á matvælafram- leiðslu á að sjálfsögðu að vera leiðandi í umhverf- isvernd - þar með talið hreinsun á skolpi og sorp- eyðingu. Fram til þessa höfum við talið okkur búa í landi sem laust er við mengun en svo er ekki. Kæru- leysi er ríkjandi gagnvart umræddum atriðum þó svo að ástand mála hafi batnað nokkuð á umliðnum árum. Gífurlegur fjöldi máva við byggð ból er m.a. merki um að betur má huga að sorpeyðingu og annað dæmi eru fjörur landsins. Allt of víða eru þær þaktar ýmiss konar drasli sem óprýðir landið svo ekki sé meira sagt. Þó svo dæmi hafi verið tekið frá Akureyri um mengun sjávar er ekki þar með sagt að höfuðstaður Norðurlands sé sá versti í þessum efnum. En Akur- eyringar ættu hiklaust að stefna að því bærinn þeirra verði til fyrirmyndar á sviði sorpeyðingar og skolphreinsunar. Þannig ættu bæjaryfirvöld að láta gera ákveðna verkáætlun sem miðar að því að Eyjafjörður mengist ekki af völdum Akureyringa. Sú þjóðtrú að lengi taki sjórinn við er órökrétt og eins gott að menn hætti að hugsa á þann veg. Ef við íslendingar ætlum að vera leiðandi í mat- vælaframleiðslu er ljóst að við verðum að gera átak í hreinsun lands og sjávar. Áður en langt um líður munu þær þjóðir er kaupa fisk frá íslandi gera þá eðlilegu kröfu að landið sé eins og það er auglýst, þ.e., ómengað og loftið tært. Við skulum minnast þess að um 70% af útflutningi okkar eru fiskafurðir og fátt bendir til að það muni breytast í náinni framtíð. Það tekur langan tíma og mikla fjármuni að búa svo um hnúta að mengun frá íbúum landsins sé í lágmarki. Af þeirri ástæðu þurfa stjórnendur bæjar- og sveitarfélaga, og ekki síst Alþingi, að móta framtíðarstefnu í umræddum málaflokki. ÁÞ. Útvegsmannafélag Norðurlands 70 ára: „Eigendur skipa yfir 18 tonn þó eigi sjeu kaupmenn" - Stiklað á stóru í sögu félagsins og spjallað við formann þess Sverri Leósson „Það kom mér mjög á óvart að félagið væri orðið svo gamalt“ segir Sverrir Leósson formaður Utvegsmannafélags Norðurlands. Útvegsmannafélag Nordur- lands er 70 ára í dag. Félagið var stofnað 1. mars 1918 en hét þá að vísu Útgerðarmannafé- lag Akureyrar. Árið 1963 var nafninu breytt og félagið kallað Útgerðarmannafélag Eyja- fjarðar og síöan Útvegsmanna- félag Norðurlands frá árinu 1970. Núverandi formaður félagsins er Sverrir Leósson útgerðarmaður á Akureyri og hefur hann gegnt því starfí frá árinu 1980. „Það var nú eiginlega fyrir algjöra tilviljun að ég komst að þessu með afmælið þegar ég var að glugga í gamlar gjörðabækur félagsins," sagði Sverrir þegar hann var inntur eftir undirbún- ingi afmælishalds. I elstu gjörðabókinni, sem nær þó aðeins aftur til ársins 1927 var vitnað til frétta í Akureyrar- blöðunum íslendingi og Norður- landi, þar sem sagt er frá stofnun félagsins. í frétt Norðurlands segir: „Útgerðarmannafélag Akureyrar er nýlega stofnað hér í bænum til þess að efla á alla lund sjávarútgerð hér nyrðra, sérstak- lega þá, sem rekin er með þil- skipum og stærri skipum, og enn- fremur er markmið félagsins að koma samræmi í útgerðina meðal stærri útgerðarmanna. Stjórn félagsins skipa: Jóhann H. Hav- steen formaður, Hallgrímur Davíðsson ritari og Rögnvaldur Snorrason gjaldkeri." „Það kom mér mjög á óvart að félagið væri orðið svo gamalt. Ég hafði bara ekki gert mér grein fyrir því að liðin væru sjötíu ár frá því slíkt félag var stofnað hér norðanlands. Ekki hafa ennþá fundist neinar heimildir um starfsemi félagsins frá árinu 1918 til ársins 1927 en frá þeim tíma er elsta gjörðabók- in sem til er. í henni eru lög félagsins skráð og telur Sverrir það benda til þess að starfsemi félagsins hafi ekki verið mikil fyrstu árin. Á fundi í Útgerðarmannafélagi Akureyrar árið 1960 var fyrst rætt um sameiningu við önnur félög sem þá höfðu verið stofnuð á Ölafsfirði, Siglufirði og á Dalvík. Af þessari sameiningu varð svo 1963, því 12. október það ár var Útvegsmannafélag Eyjafjarðar stofnað. Fyrstu árin var Valtýr Þorsteinsson á Akur- eyri formaður félagsins, eða til ársins 1968 þegar Bjarni Jóhann- esson tók við. Næsti formaður var Stefán Guðmundsson sem síðar varð alþingismaður og Sverrir tók svo við af honum. Fljótlega eftir að þetta félag var stofnað fóru menn á svæðun- um austan og vestan fjarðarins að sýna áhuga á starfsemi sem þess- ari. Á aðalfundi Útvegsmanna- félags Eyjafjarðar 1974 var svo tekin ákvörðun um að breyta nafninu í „Útvegsmannafélag Norðurlands," þannig að Akur- eyrarfélagið hafði þar frum- kvæði. í fyrstu lögum félagsins segir að aðalverkefni félagsins sé „að koma á hagkvæmri samvinnu meðal útgerðarmanna og vernda hag útvegsins og sjómannastétt- arinnar.“ í 3. grein laganna segir síðan að félagar í félaginu geti orðið: „a. Kaupmenn sem reka útgerð. b. Eigendur skipa yfir 18 tonn þó eigi sjeu kaupmenn. c. Ef um sameignarskip er að ræða, getur framkvæmdastjóri og „...til að efla á alla lund sjávarútgerð hér nyrðra...“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.