Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 1. mars 1988 Hafið þið reynt okkar þjónustu? cp Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Ný umferðarlög taka gildi í dag - og nú verða allir ökumenn að spenna beltin og kveikja Ijósin Nú eiga allir að spenna beltin. Hér sést sýslumaður Eyjafjarðarsýslu, Elías I. Elíasson, í bifreið sinni, að sjálfsögðu með öryggisbeltið spennt. Mynd: ehb Iðgjöld bifreiðatrygginga: Hækka mest á Akureyri - eigendur algengustu stærða bifreiða greiða sem næst þrisvar sinnum meira en í fyrra í dag taka nýju umferðarlögin gildi, og nú eiga allir ökumenn að spenna beltin og kveikja Ijósin. Frá og með deginum í dag er heimilt að beita sekt- arákvæðum, ef ökumenn nota ekki beltin eða aka um án þess að hafa Ijósin kveikt. Fyrst um sinn verður þó gefinn ákveðinn aðlögunartími, og brotlegir ökumenn fá e.t.v. aðeins áminningu til að byrja með. í fyrri umferðarlögum var kveðið á um skyldu til að nota öryggisbelti, en samkvæmt þeim skyldi þó ekki beita sektum við þá sem vanræktu að nota beltin. í fréttatilkynningu frá dómsmála- ráðuneytinu segir m.a. að nú hafi umferðarreglur hér á landi verið Bretland: Léleg sala hjá Björgvin íHull Togarinn Björgvin frá Dalvík seldi i gærmorgun afla sinn í Hull í Bretlandi. Vegna mikils framboðs af fiski fékkst mun lægra verð fyrir fiskinn en gert var ráð fyrir. Björgvin var eina íslenska skipið sem seldi í Bretlandi í gær. Gámar á leið frá íslandi töfðust og vegna þessa höfðu menn gert sér vonir um hátt verð. Þetta brást því um helgina gerði brælu á fiskimiðum í Norðursjónum og heimabátar héldu allir til hafnar, margir hverjir með ágætan afla. Framboð á fiskmörkuðum á Bretlandi var því mikið og verð heldur lágt. Alls voru seld um 153 tonn úr Björgvin. Uppistaða aflans var þorskur, eða um 147 tonn. Heild- arverð aflans var um 8,5 milljónir eða 55,61 króna á hvert kíló. ET Leikur í grennd 11 þúsund volta Aðfaranótt sunnudags var brotist inn í eina af spennistöðv- um Rafveitu Sauðárkróks. Eftir verksumerkjum að dæma var hurðin spennt upp með haka sem spellvirkjarnir tóku traustataki í húsi í nágrenninu. Engin spjöll voru unnin á tækj- um innan dyra, en hurðin er mikið skemmd. Að sögn Sigurðar Ágústssonar rafveitustjóra er hér um forkast- anlegt athæfi að ræða og ómögu- legt að koma auga á tilganginn. Þarna inni sé auðveldlega hægt að komast í snertingu við 11 þús- und volta spennu og þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum. -þá samræmdar alþjóðlegum reglum, og að tilgangur hinna nýju laga sé að vinna að bættri umferð og auknu umferðarör- ygg'- I lögunum er skýrar kveðið á en áður um að aka skuli vel til hægri á akbraut, ný ákvæði eru um framúrakstur og bann er lagt við óþarfa akstri milli akreina. Framúrakstur er bannaður við gangbrautir, einnig þegar enginn er á gangbraut. Þetta síðasta gild- ir þó ekki við umferðarljós. Hópbifeiðir hafa nú forgang við akstur frá biðstöð í þéttbýli, en áður átti þetta aðeins við um sérstaklega merkta strætisvagna. Almennur hámarshraði utan þéttbýlis verður 80 km/klst. á malarvegum, en 90 km/klst. á vegum með bundnu slitlagi. Hámarkshraði vörubifreiða verð- ur 80 km/klst. og bifreiða með eftirvagn 70 km/klst. Notkun bílbelta er skylda í framsætum að viðlögðum sektum, eins og að framan segir. Ávallt skal nota ökuljós við akst- ur og ákveðnaðri reglur eru um notkun stefnuljósa en áður. Þá gilda nýjar reglur um meðferð stöðvunarbrota. Þau verða ekki lengur refsiverð nema í undan- tekningartilvikum, en þess í stað er lagt á gjald, sem innheimt verður hjá notanda og/eða bíleig- anda og nýtur það lögtaksréttar og lögveðs í viðkomandi öku- tæki. EHB Dagvistargjöld á Akureyri hækkuðu um 10% þann 1. mars, en þau hækkuðu síöast um 15% 1. janúar. Dagheim- ilspláss kostar nú 5.600 kr. á mánuði fyrir einstæða foreldra en 8.350 kr. fyrir aðra. Fjögurra tíma dvöl á leikskóla kostar nú 3.575 kr. á mánuði en fimm tíma dvöi kr. 4.400. Hádeg- Stórfjölgun árekstra og tíðari slysatjón á Akureyri hafa leitt til þess að í ár munu iðgjöld bifreiðatrygginga hækka um 139 til 182% á einkabifreiðum ispláss á dagheimili, þ.e. hálfur dagur með heitum mat, kostar eftir hækkunina 5.400 kr. Börn einstæðra foreldra og námsmanna hafa forgang að dag- vistarplássum og nú hefur félags- málaráð samþykkt að þær fóstrur sem starfa á vegum ráðsins í a.m.k. 50% starfi skuli hafa for- gang að dagvistunarplássum fyrir börn sín. SS Akureyringa. Iðgjöld bifreiða- trygginga á Akureyri fóru nú í fyrsta áhættuflokk sem eitt sér þýðir 8.000 króna hækkun á minnstu tegund bifreiða, auk 60% hækkunar tryggingaið- gjalda sem bifreiðaeigendur um allt land þurfa að kyngja. Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögunum eru helstu breytingar auk 60% hækkunar iðgjalda, að framrúðutrygging hækkar um 39%. Ný ökumanns- trygging hefur verið tekin upp sem kostar 3.200 krónur og er þetta lögboðin trygging. Trygg- ingin er nú mun fullkomnari en verið hefur, því hugsanlegt atvinnutap ökumanns verður bætt. Kaskótryggingar hækka frá I. febrúar um 28% og munu hækka aftur 1. maí en ekki hefur verið ákveðið hve sú hækkun verður mikil. Ef tekin eru dæmi um minnstu gerð fólksbifreiða þurfti eigandi að greiða 9.651 krónu í fyrra með 50% bónus og söluskatti. í ár verður þessi upphæð 23.101 með sama bónus sem er 139% hækkun. Skyldutrygging fyrir næststærstu tegund fólksbifreiða, sem er algengasta stærð einka- bifreiða, kostaði á síðasta ári II. 684 með 50% bónus. Nú kost- ar sama trygging með sama bón- us 28.622 krónur sem nær hátt í að vera þrisvar sinnum meira en sami bifreiðaeigandi þurfti að greiða í fyrra. Venjuleg kaskó- trygging með hæstu sjálfsábyrgð sem er 32.000 krónur, kostar um 15.000 krónur svo ef hún er tekin á algengustu stærð bifreiða, kost- ar um 55.000 krónur á ári að tryggja bifreiðina. Að tryggja jeppabifreið í einkaeign kostaði í fyrra með 50% bónus, 10.718 krónur en kostar í ár 30.227 sem er 182% hækkun. Ljóst er, að hægt verður að kaupa tryggingu með einhverri sjálfsábyrgð, en lækkun iðgjalds þess vegna verður ekki það veru- leg að ekki er reiknað með að fólk geri mikið af því að kaupa slíka tryggingu. VG Bæjarráð Akureyrar: Veitir golf- klúbbnum bak- tryggingu vegna mótshalds Bæjarráð Akureyrar sani- þykkti á fundi sínum nýlega að veita Golfklúbbi Akureyrar baktryggingu fyrir hugsanlegu tapi á alþjóðlegu golfmóti sem klúbbnum hefur boðist að halda í sumar. Eins og fram hefur komið hef- ur Golfklúbbi Akureyrar boðist að halda eitt af opnum mótum WPGA, Women’s Professional Golfers Association, dagana 4,- 7. ágúst í sumar. Gert er ráð fyrir að kostnaður við mótshaldið verði 5,5 milljónir króna og óskuðu forráðamenn klúbbsins eftir baktryggingu bæjarins fyrir allt að helmingi þeirrar upphæðar. Leitað verður eftir samsvarandi baktryggingu ríkisins. Bæjarráð lýsti yfir stuðningi við mótshaldið og hefur heitið klúbbnum aðstoð verði verulegt tap á mótshaldinu. ET Börn að leik á dagvist í bænum. Mynd R*’B Dagvistargjöld á Akureyri: 10% hækkun 1. mars

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.