Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 5
TV-»iörs4988 - DAGUR - 3 einn maður úr stjórninni orðið fjelagar. d. Fjelagar geta orðið allir þeir, sem öðlast leyfi stjórnarinnar og fullnægja ofangreindum skilyrð- um og búsettir eru á Akureyri eða annars staðar á Norður- landi.“ „Trúlega hefur mikil vinna fal- ist í gerð samninga við sjómanna- stéttina, en á þessum tíma voru samningar gerðir beint milli Útgerðarmannafélags Akureyrar annars vegar og hins vegar Stýri- mannafélags Akureyrar og Sjó- mannafélags Akureyrar. Sjálf- sagt hefur einhvern tíma hrikt í einhverju ekki síður en í dag. Þó sýnist mér að þarna hafi verið góð samvinna milli manna því í fundargerðunr kemur fram að félagið hefur haldið sameiginlega fundi með til að mynda skip- stjórafélaginu, um landhelgismál og fleira,“ segir Sverriraðspurður um starfsemi félagsins fyrstu árin. Samningarnir voru þannig í höndum aðila á hverjum stað a.m.k. allt til ársins 1937 að Landssamband íslenskra útvegs- manna var stofnað. Fyrstu árin virðist þó að sögn Sverris starfsemin þar hafa verið róleg. Úrbætur í hafnarmálum hafa einnig verið meðal helstu bar- áttumála félagsins, síldarsölumál hafa komið til kasta stjórnarinnar svo nokkuð sé nefnt. „Ég veit ekki til þess að útvegs- mannafélög hafi verið stofnuð fyrir þennan tíma annars staðar á landinu og trúlega er útvegs- mannafélagið hér eitt af þeim elstu ef ekki bara það elsta,“ seg- ir Sverrir. Útvegsmannafélag Norðurlands er nú stærsta aðild- arfélag LÍÚ. Félagar þess eru 428 talsins og hafa á bak við sig skip sem samtals eru um 20.250 rúm- lestir. Næststærsta félagið, Útvegsmannafélag Suðurnesja hefur 354 félaga með um 15.600 rúmlestir af fiskiskipum í eigu sinni. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að Útvegsmannafélag Norðurlands er sterkt félag innan LÍÚ og ég hef ekki orðið var við annað en að stjórnvöld og sá ráð- herra sem nú hefur farið með málefni útgerðar undanfarin fimm ár, hafi tekið talsvert tillit til félagsins í gegnum árin,“ segir Sverrir aðspurður urn það hvort þörf sé á slíku félagi núna. í hverju er starf félagsins eink- um fólgið? „Það eru ákveðin mál sem eru einangruð við hagsmuni útgerð- armanna á ákveðnum stað eða svæði og við reynum að vinna því máli framgang. Þarna getur verið um að ræða hafnarmál, vitamál eða fjarskiptamál á einhverju svæði svo eitthvað sé nefnt. Það sem hins vegar varðar alla heild- ina vinnum við í gegnum lands- samtökin." Er það mikið starf að vera for- maður í Útvegsmannafélagi Norðurlands? „Já það er töluvert starf. Ég hef hins vegar áhuga á þessum málum og sé ekki eftir þeim tíma sem í þetta fer, sérstaklega ef starfið skilar árangri,“ segir Sverrir. Útvegsmannafélag Norður- lands hefur engan starfsmann eins og mörg önnur slík félög en slíkt hefur þó komið til tals. „Ætli það fari ekki að líða að því að nýir menn taki við og maður veit ekki hvað þeir gera. Ég er að verða búinn að vera þarna í átta ár og ætli það fari ekki að koma tími á mann," segir Sverrir. Hann segist þó ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvenær hann hættir að gefa kost á sér til formennsku. Eins og komið hefur fram var það bara fyrir fáum dögum að uppgötvaðist hversu gamalt félagið væri orðið. „Ætli við reynum ekki að gera eitthvað til að minnast þessara tímamóta á aðalfundinum í haust," segir Sverrir Leósson. ET Úrbætur í hafnamáluni hafa verið meðal helstu baráttumála útvegsmanna. @Ferðafélag Akureyrar: Leikhúsferð til Húsavíkur Farin verður leikhúsferð til Húsavíkur til að sjá „GísF*. Farið verður kl. 13.00 laugardaginn 5. mars frá Skipa- götu 13. Tilkynnið þátttöku strax svo hægt sé að tryggja miða í tíma. Skrifstofan verður opin 2. og 3. mars kl. 17.30-19. Þar verða gefnar upplýsingar um ferðina síminn er 22720 og í síma 25351 eftir kl. 20. || Frá Bændaskólanum íf á Hvanneyri Auglýsing um námskeið 1. Byrjendanámskeið í loðdýrarækt. Fjallað um grundvallaratriði loðdýraræktar. Fóðrun og hirðingu og fl. Bókleg og verkleg kennsla. Dags: 7.-9. mars. 2. Félagsmál í landbúnaði. Fjallað um helstu atriði í fundarsköpum og tillögugerö. Kynnt starfsvið einstakra stofnana innan landbúnaðar- ins t.d. Búnaðarfélag íslands, Stéttarsamband bænda og Framleiðsluráð. Fjallað um trygginga- og lífeyris- mál, forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum og fl. Dags: 14.-16. mars. 3. Námskeið í hagfræði. Megináhersla verður lögð á skilgreiningu á föstum og breytilegum kostnaöi. Fjallað um framlegð og skoðaðir framlegðarreikningar. Einnig veröur gerð grein fyrir fjárfestingar- og greiðsluáætlunum. Dags: 17.-19. mars. 4. Námskeið í málmsuðu og málmsmíði. Lögð áhersla á notagildi og möguleika rafsuðuvéla og logsuðutækja. Einnig kynntir möguleikar einstakra efna til smíða og viðgerða. Dags: 24.-26. mars. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Bændaskólans á Hvanneyri, sími 93-70000. Skólastjóri. Auglýsing i Degi BORCAR SIC Hvað er góð auglýsing? Allir auglýs- endur borga fyrir að fá auglýsingu birta í blöðum. Hvers vegna auglýsa fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess að hún seljist. Þannig er hægt að láta auglýsingu borga sig. En þaðer ekki sama í hvaða blaði auglýst er, því mörg hafa litla útbreiöslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiöslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sigþví að auglýsa iDegi. þar eru allar auglýsingar góðar aug-j lýsingar. /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.