Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 1. mars 1988 42. tölublað Kaupir einkaaðili Skó- gerð Sambandsins? - Sótt um einfalda ábyrgð bæjarins vegna kaupanna Fullbúð • af nýjum JJfJ vörum HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 I dag mun atvinnumálanefnd, sem um leið er stjórn Fram- kvæmdasjóðs Akureyrar, fjalla um beiðni um einfalda ábyrgð sjóðsins vegna kaupa nokkurra aðila á stærsta hlutanum í skóverksmiðju Sambandsins á Akureyri. Að sögn Björns Jósefs Arnviðar- sonar, formanns nefndarinnar, barst erindi þessa efnis til hans á laugardagskvöld. Stefán Sigtryggsson á Akureyri sendi erindið til atvinnumála- nefndar, fyrir sína hönd og fleiri aðila. Björn Jósef Arnviðarson „Gróusögur“ - segir Guðjón B. Ólafsson um staðhæfingar um ofgreidd laun milli 20 og 30 milljónir I nokkrum fjölmiðlum hafa komið fram fullyrðingar um að Guðjón B. Ólafsson forstjóri SIS hafi fengiö greiddar milli 20 og 30 milljónir umfram um samin laun þegar hann var for stjóri Iceland Seafood í Banda ríkjunum. Þessu hefur Guðjón ncitað og kallar þetta Gróu- sögur. I yfirlýsingu frá Guðjóni segir að hann hafi þegar sýnt stjórn- armönnum í Jceland Seafood fram á, að þessar launagreiðslur séu í samræmi við það sem um var samið og ennfremur liggi það fyrir, að greiðslur þessar fóru ekki um hendur hans heldur voru þær reiknaðar út af löggiltum endurskoðendum Iceland Sea- food, sem jafnframt önnuðust skattskil, bæði fyrir fyrirtækið og hann. Guðjón segir að hér sé um virt og þekkt endurskoðunarfyrirtæki að ræða og sýni það í rauninni, hve þessi umræða sé á fáranlegu stigi, að reynt er að gera þetta sérstaka atriði tortryggilegt - það að Iceland Seafood og hann sjálf- ur skipti við sama endurskoðun- arfyrirtækið. I lok greinargerðarinnar segir Guðjón B. Ólafsson að: „Sjálfur taldi ég við upphaf starfa minna vestra og tel enn, að þetta væri besta tryggingin fyrir því að launa- og skattamál mín væru í höndum aðila, sem allir hlutað- eigandi gætu treyst.“ AP sagðist ekki geta tjáð sig nánar um erindi þetta, og væri t.d. trún- aðarmál hversu háa upphæð farið væri fram á að sjóðurinn ábyrgð- ist. „Ég vænti þess að reynt verði að taka afstöðu til erindisins á fundinum,“ sagði Björn. Bæjarstjórn Akureyrar verður að taka afstöðu til afgreiðslu atvinnumálanefndar á þessu erindi, hvort sem nefndin tekur jákvætt eða neikvætt í umsókn- ina um einfalda ábyrgð. Haukur Alfreðsson, rekstrar- verkfræðingur hjá Iðntæknistofn- un, hefur undanfarið kannað ýmsa þætti rekstrargrundvallar skógerðarinnar, en samningavið- ræður hafa farið fram undanfarn- ar vikur og daga um sölu meiri- hluta verksmiðjunnar til þeirra aðila sem fóru fram á ábyrgð bæjarins nú. Að sögn Sigfúsar Jónssonar, bæjarstjóra, mun ekki vera til umræðu að Akureyrar- bær taki beinan þátt f þessum rekstri. EHB Vinnan göfgar manninn. Myntl: TLV Sauökrækskir unglingar giýttir í Grindavík „Eftir reynslu hclgarinnar held ég að við verðum að skoða hug okkar vel. Hvort þorandi sé að fara aftur til Grindavíkur með yngri flokka til keppni,“ sagði Karl Jónsson fararstjóri 4. flokks Tindastóls í körfubolta eftir ferð liðsins til Grindavík- ur um helgina. Hópur unglinga gerði báðar næturnar aðsúg að skólahúsinu þar sem Sauð- krækingarnir sváfu og voru þeir m.a. grýttir á laugardags- kvöld. „Ég skil engan veginn þessa framkomu, og það er svo fjarri því að hún eigi rætur sínar að rekja til framkomu minna stráka, sem var alveg til fyrirmyndar. Petta byrjaði um 2 leytið aðfara- nótt laugardags. í>á komu nokkr- ir unglingar að húsinu og spraut- uðu inn um gluggann miklu skýi úr duftslökkvitæki. Sem betur fer „Aldrei hægt að vera fyllilega ánægður" - segir formaður Einingar um samningana „Það var auðvitað skrifað und- ir samninginn með fyrirvara um samþykktir einstakra félaga, en ef þessi samningur verður felldur sé ég ekkert annað framundan en verkföll,“ sagði Sævar Frí- mannsson formaður Einingar í samtali við Dag um nýjan kjara- samning VMSÍ og VSÍ. „Það er aldrei hægt að vera fyllilega ánægður með kjarasamninga og ég hefði gjarnan viljað fá meira fyrir fiskvinnslufólk.“ Sævar sagði að nú væri verið að undirbúa fundi í einstökum deildum Einingar í Ölafsfirði, á Dalvík, Grenivík og í Hrísey, en frestur til að staðfesta samning- inn rennur út 9. mars. Á fundum deildanna mun fara fram leynileg atkvæðagreiðsla um kjarasamn- inginn og verður ekki talið úr henni fyrr en á síðasta fundinum sem haldinn verður á Akureyri. Pað verður því ekki ljóst hvernig atkvæði falla fyrr en öðru hvorum megin, eða um næstu helgi. Það er ljóst að ekki ríkir ein- hugur um nýja samninga. Sér- staklega hefur gætt óánægju meðal fiskvinnslufólks, sem kem- ur ekki eins vel út úr þessum samningum og það hefði viljað. „Frystihúsin hafa verið rekin með halla og reyndist ómögulegt að fá fram meiri hækkanir. Eins og staðan er hjá þeim, get ég ekki séð hvað fengist út úr verkföllum ef samningarnir verða felldir,“ sagði Sævar. Ákvæði samningsins um vinnu- tilhögun og vinnutímabreytingu þarf að bera sérstaklega undir atkvæði • félögunum. Sömuleiðis er ákvæðið um að flytja til frí vegna uppstigningardags og sumardagsins fyrsta bundið því að a.m.k. þrjú landssambönd innan ASÍ samþykki slíka breyt- ingu og nauðsynlegar lagabreyt- ingar hafa náð frarn að ganga. Yfirvinna á þessum dögum myndi þá greiðast með yfirvinnu- kaupi. VG voru ekki allir strákarnir sofnað- ir, þannig að allt liðið var vakið og allt opnað upp á gátt til að hreinsa loftið. Rétt eftir að við höfðum náð að festa svefninn var farið að berja húsið að utan, af hópi unglinga úr plássinu sem vildi komast inn. Ég rauk út, náði tveim þeirra og sagði þeim að hypja sig og láta okkur í friði. Pví við þyrftum að hvíla okkur fyrir keppnina daginn eftir. Við feng- um síðan frið það sem eftir lifði nætur. En þegar við vorum að fara heim um ellefu leytið á laugar- dagskvöld elti okkur hópur krakka og unglinga á aldrinum 10-20 ára. Þegar við vorum að ganga að skólanum skipti engum togum að krakkaskríllinn grýtti okkur, þannig að lögreglan þurfti að skakka leikinn, en einn strák- urinn úr hópnum slasaðist. Þurfti að fara með hann á slysavarð- stofu og sauma saman skurð í andliti. En langalvarlegast var samt þegar þeir sprautuðu úr slökkvitækinu inn í stofuna. Þetta er baneitrað efni og ég er hræddur um að ef allir hefðu ver- ið sofnaðir, hefðu 2-3 strákanna er sváfu næst glugganum sem spýjan kom inn um, getað kafnað," sagði Karl Jónsson. Þess má geta að 2 grindvískir unglingar birtust á mótorhjólum sínum inni í anddyri gamla íþróttahússins þar sem Blönduós- ingarnir gistu. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.