Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 3
ÍI6Ö t £:'i 3 ÍTi .í H4J ii.> í*C3 ~ ’i 1. mars 1988 - DAGUR - 3 Unnið við fiskverkun í vélasal Úfgerðarfélags Akureyringa. Mynd: tlv Hross á þjóðvegum: „Þetta lagast ekki á meðan bændur fá hrossin bætt“ - segir Örn Þórsson hjá Dreka Kennara- menntunar- nefnd Há- skóla íslands Háskólaráð samþykkti á fundi sínum 21. jan. sl. að stofna kennaramenntunarnefnd á vegum Háskólans í þeim til- gangi að efla þann þátt í starfi skólans er lýtur að menntun verðandi og starfandi kennara. í nefndina voru skipaðir til tveggja ára, Andri Isaksson, prófessor, en hann er jafnframt formaður hennar, Eggert Briem, prófessor, Eiríkur Rögnvalds- son, lektor, Jón Torfi Jónasson, dósent og Pétur Knútsson, lektor. Gerður G. Óskarsdóttir, kennslustjóri í uppeldis- og kennslufræðum, er starfsmaður nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar er að: 1. Efla tengsl og samvinnu þeirra aðila innan Háskólans sem sjá um menntun í þeim greinum sem eru kennslugreinar í skól- um og menntun í uppeldis- og kennslufræðum. 2. Efla tengsl og samvinnu Háskóla íslands við fram- haldsskóla og eldri bekki grunnskóla svo og við samtök og fagfélög kennara. 3. Stuðla að eftirmenntun kennara á vegum H.í. 4. Nefndin sé fulltrúi H.í. út á við um kennaramenntun, eftir því sem við á. Nefndin hefur þegar hafið störf og eru fyrstu verkefni hennar að stuðla að auknu námsframboði í hinum ýmsu deildum Háskólans á sviði grunn- og endurmenntun- ar kennara og einnig hefur verið haft samband við Hið íslenska kennarafélag og fagfélög innan þess um kennslufræði greina. Tveir verka- mannabústaðir afhentir í Varmahlíð Nýlega afhenti sveitarstjórn Seyluhrepps 2 einbýlishús sem byggð voru samkvæmt verka- mannabústaðakerflnu. Húsin sem fjölskyldur þeirra Víg- lundar Rúnars Péturssonar og Guömundar Ingimarssonar festu kaup á standa við Birki- mel sunnan félagsheimilisins Miðgarðs. Þau eru 4ra herbergja, 111 fer- metrar að innanmáli. Bygging þeirra hófst fyrir 3 árum en vegna ýmissa orsaka var ekki lögð áhersla á að koma þeim í gagnið fyrr. Aðalverktaki var Friðrik Jónsson sf. á Sauðárkróki. Að sögn Sigurðar Haraldsson- ar oddvita hefur hreppurinn þeg- ar sótt um byggingu eins verka- mannabústaðar til viðbótar og gerð 2ja íbúða samkvæmt leigu- íbúðakerfinu. Á síðasta ári var komið undir þak búningsklefum, sem fyrst um sinn munu þjóna gestum sund- laugarinnar, en eru fyrsti bygg- ingaráfangi íþróttahúss Varma- hlíðarskóla. Framkvæmdir við búningsklefana innanhúss standa nú yfir, pípulögn og múrverk, og er stefnt að því að þeir verði teknir í notkun áður en kennsla hefst næsta haust. -þá Það er á vissum stöðum sem hrossin eru til mikilla trafala á vegum og stöðug hætta yfirvof- andi af þeirra völdum. Þetta er alveg forkastanlcgt. Það er margbúið að biðja þessa menn að halda hrossunum frá vegunum, en því er ekkert sinnt,“ sagði Örn Þórsson hjá Dreka á Akureyri sem átti vöruflutningabifreiðina sem ók á hrossin við Ibishól í Skaga- flrði aðfaranótt þriðjudags. Örn sagði að sér finnist maka- laust að tryggingafélögin skuli ekki beita sér í þessu máli, því þau þyrftu að blæða. Og þetta lagaðist líklega ekki fyrr en bændur hættu að fá bætur fyrir hrossin. Meðan þeir fengju þau bætt og hrossin væru í rétti sé enginn hvati fyrir bændur að halda þeirn frá vegum. Karl Eiríksson bóndi í Vatnshlíð sagði að vegurinn lægi þarna í gegnum sitt land og hefði enn ekki verið girtur. Og það yrði sjálfsagt ekki gert fyrr en framkvæmdum við veginn yfir Skarðið, sem hafnar eru, verður lokið. Pað væri því ekki svo gott að halda hrossunum heima við. Pau hefðu verið heima við urn kvöldið, en runnið niður eftir um nóttina. Björn Mikaelsson yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki sagði að lausaganga hrossa væri mikið vandamál í héraðinu og að sínu áliti ætti að banna hana. Til þess að sporna við þessu, hafi hann á hverju hausti mælst til þess við hrcppstjóra, að þcir kæmu þeim tilmælum til bænda að þeir heftu lausagöngu hrossa. Sigurður Haraldsson á Gróf- argili, oddviti Seyluhrepps, sagðist í fyrrahaust hafa sent öllum land- eigendunt í hreppnum bréf þar sem mælst var til þess að þeir héldu hrossum sínum fjarri vegum. Karl í Vatnshlíð hefði sjálfsagt ekki fengið þetta bréf, Laugardaginn 20. febrúar sl. hélt íþróttadeild Hestamanna- félagsins Léttis, opið ísmót á Leirutjörn. Kappreiðarnar voru haldnar óvenju snemma í ár og eru líkur á að aðrar verði haldnar seinna í vetur. Helstu úrslit urðu þessi: í tölti fullorðinna sigraði Gylfi Gunn- arsson á Kristal 15 vetra brúnum frá Kolkuósi með 100,8 stig. Annar var Ragnar Ingólfsson á Gjöf 5 vetra brúnni frá Höskulds- stöðum með 72,8 stig. Þriðji var Jóhann G. Jóhannesson á Vin 11 vetra jörpum frá Hofsstaðaseli með 77,6 stig. Baldvin Guðlaugs- son var fjórði á Dropa 6 vetra brúnum frá Vatnsleysu með 59,47 stig og fimmti Heiðar Hafdal á Draupni 10 vetra rauð- um frá Hólum með 59,73 stig. í tölti unglinga sigraði Eiður Matthíasson á Hrímni 7 vetra gráum frá Gilsá. Annar var Þór Jónsteinsson á Óðni 9 vetra jörp- um frá Laugalandi. Sigrún Brynj- arsdóttir var þriðja á Flugari 8 vetra jörpum frá Sauðhólum. í fjórða sæti var Sverrir Guð- mundsson á Slaufu 6 vetra rauðri og í því fimmta var Pálína Árna- enda væri Vatnshlíð í Húna- vatnssýslu og ekki í sínu umdæmi. Sigurður sagði að reyndar mætti segja að Vatnshlíð væri upp á afrétti. Þar væri allt dóttir á Hélu ó vetra grárri. Að lokum var keppt í 150 metra skeiði. í fyrsta sæti var Spóla 11 vetra rauð frá Kolkuósi, eigandi og knapi er Sigurður Árni Snorrason og var tíminn 17,30 sekúndur. Annar var Stuð- ull 7 vetra rauðblesóttur frá opið og reyndar hægt að líkja aðstæðum þarna við Öxnadals- heiði og því ekki gott að koma í veg fyrir að skepnur fari að veg- inum. -þá Hrafnsstöðum, eigandi og knapi Örn Grant en tíminn var 17,35 sekúndur. í þriðja sæti lenti Vin- ur 11 vetra jarpur frá Hofsstaða- seli, eigendur eru Eiríkur og Jar- þrúður en knapi Jóhann G. Jóhannesson. Tíminn var 17,7 sekúndur. VG (smót á Leirutjörn: Spóla fyrst í 150 metra skeiði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.