Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 11
1. rnars 1988 - D,AGIJR(- 11 ,
bœndur & búfé
H-
Jersey kv
Gripir sem koma
virkilega á óvart
Eins og kunnugt er þá eru Jersey
kýrnar kenndar við eyjuna Jersey
á Ermasundi enda upprunnar
þaðan. Þetta eru afburðagripir á
mjólk og mjólkurfitu, en ekki
mjög stórar skepnur að vöxtum
(kýrnar 300-400 kgj og einnig
mjög holdgrannar. A sýningunni
„Concours special de Tours
1987“ sem er þekkt kúasýning í
V.-Evrópu, unnu Jersey kýr til
mikilvægra verðlauna sem mjólk-
urkýr. Um þær segir í dómnum
að þetta séu mjólkurgripir sem af
sinni stærðargráðu komi virkilega
á óvart hvað afurðir snertir og
ekki síst vegna hins sérstaklega
góða júgurlags og spenasetningar
og að þetta séu gripir sem fleiri
og fleiri sækist eftir. Meðaltal
mjólkurmagns hjá sýndurn kúm á
sýningunni á fyrsta mjaltaskeiði
var 4540 kg. Á öðru mjaltaskeiði
5943 kg og þriðja 5935 kg og með
yfir 6% fitu. Það vekur athygli
hvað þessar kýr gefa mikið af sér
á öðru mjaltaskeiði, og eftir því
sem gripurinn eldist þá eykst
mjólkurfitan. Þetta eru endingar-
góðar skepnur og 8 injólkurskeið
er mjög vanalegt. í Danmörku
eru 112.550 Jersey kýr á skýrslum
en útbreiddast er kynið á Nýja-
Sjálandi og Ástralíu. Það er ekk-
ert nýtt að bændur og þeir sem
starfa við að framleiða vörur úr
mjólk hafi áhuga á þessum kúm,
því 1886 eru svokölluð smjörpróf
í gangi í Bretlandi sem miðuðu
að því að athuga hversu mikið
smjör hver gripur gæti framleitt á
vissum tíma oftast miðað við 24
klst. Jersey kýrin sýndi snemma
að hún var hagkvæmasti gripur til
smjörframleiðslu sem þekktist.
Holstein á Hokkaido
Á eyjunni Hokkaido í Japan hef-
ur kúabúskapur aukist jafnt og
þétt að undanförnu. Þeir sem út í
það fara taka gjarnan í það lang-
an tíma að undirbúa starf sitt og
eru á námskeiðum og vinnu í
Bandaríkjunum og Kanada.
Mest er farið til Wisconsin og
Ontario enda má sjá að bænda-
býli á Hokkaido bera mikinn svip
af býlum Ameríkana. Þeir eru
með svartskjöldótta kynið en í
Bandaríkjunum nefnist það
Holstein. Á þessu kyni eru ýmis
nöfn eftir löndum enda bæði
ræktað sem mjólkurkyn og tví-
nytjakyn en er upphaflega frá
Hollandi og nefnist Friesian.
Tæplega er hægt að tala um eitt
kyn lengur en svo mikill munur
er á gripum milli landa.
Jersey kýr á sýningunni Concours special de Tours.
Ekki er um víðlendur í Japan
að ræða og má teljast gott að
komast á 50 ha jarðnæði ■ til
búskapar. Á Sumikura bónda-
bænum eru 55 Holstein kýr sem
mjólka að meðaltali 7500 I á
mjólkurskeiði en skýrsluhald
miðast við mjólkurskeið en ekki
ár. Útkoman má teljast góð og
fjórar kýr hjá bóndanum hafa
verið dæmdar sem afburðagripir
og skepnur sem biðji um að fá að
mjólka. Bóndinn getur valið milli
180 nauta á sæðingarstöðinni sem
er sameign bændanna á Hokka-
ido. 95% þessara nauta eru fædd
í Bandaríkjunum og Kanada. Á
Sumikura er ræktaður maís,
einnig er verkað í vothey og þurr-
heyskapur er nokkuð mikill mið-
að við önnur lönd. Loftslag er
mjög rakt og rigningasamt er
þarna og því oft erfitt að eiga við
þurrheyið, og af þeim sökum
breiða bændurnir plast yfir heyið
þegar búið er að garða á kvöldin
og er nokkuð sérkennileg sjón að
sjá plastlengjur eftir túnunum
langar leiðir.
Mjólkurneysla er að aukast í
Japan og sérstaklega hafa þeir
tekið sig á í ostagerð nú nýverið,
en áður gegndu ostar ekki miklu
hlutverki í fæðu Japana.
Er blendingsætt
möguleiki?
Oft hefur sú umræða komið upp
manna á meðal hvort ástæða sé
til að gera tilraunir með að
blanda íslensku kúnum saman
við önnur kyn og vita hvort út úr
því kæmi jákvæður árangur á ein-
hverju sviði t.d. Jersey kýr. Jón
Viðar Jónmundsson nautgripa-
ræktarráðunautur hjá Búnaðar-
félagi íslands segir að við verðum
að gá að því hvað við erum með
lítinn kúastofn og því kæmi
blendingsrækt tæplega til greina.
Fjöldi kúa á íslandi er eins og í
Svartskjaldu sem mjólkaði 9435 kg á sínu fjórða mjaltaskeiði og þætti líklega
víða fengur í fjósi.
afmörkuðum héruðum erlendis.
Jón Viðar segir ennfremur að
það þurfi að vega og meta kosti
íslensku kúnna og gera það upp
við sig hvort skipta beri um kyn.
Það er spurning hvort við fyndum
kyn sem gæti nýtt sér eins vel
heimafengið fóður og íslensku
kýrnar. Flest önnur kyn eru af
allt annarri stærð og myndi það
krefjast breytinga á fjósum og
tæplega mundi það svara kostn-
aði. Þetta gæti einnig haft í för
með sér breytingar á framleiðslu-
háttum. En vissulega gæti það
verið forvitnilegt verkefni að
reyna blendingsrækt og sjá hvað
út úr því kæmi.
Ýmislegt er að varast
Búfjárflutningar, með ýmsum
hætti, eru stundaðir milli landa
og heimsálfa mjög víða og þess
vegna kemur upp sú spurning
hvort ekki sé hér á landi óþarfa
tregða í þeim efnum og varðar
það ýmsar búfjártegundir. Víst
er þó að ýmislegt er að varast.
Erlendis eru víða smitsjúkdómar
sem erfitt er að fyrirbyggja og
vissulega áhyggjuefni að taka
einhverja áhættu í þeim efnum,
sem gæti haft ófyrirsjáanlegar
afleiðingar. Vera má að sjúk-
dómar, sém ekki hafa verið í
landinu áður og sjúkdómar sem
nautgripastofninn hefur ekki ver-
ið í snertingu við, verði mun
skæðari en ella. Það er því nokk-
uð erfitt fyrir okkur að bera okk-
ur alveg saman við V.-Evrópu-
búa því þó að þeir noti naut sem
fædd eru í Bandaríkjunum og
Kanada þá eru kannski engir
sjúkdómar á þeim svæðum sem
nautin eru frá, sem ekki eru í
þeim löndum sem þau eru notuð.
Nú nýverið hefur komið upp í
Bretlandi nautgripasjúkdómur
sem líkist riðuveiki í suðfé og
væri það tæpast fengur fyrir okk-
ur að fá það.
Sigurður Sigurðsson dýralækn-
ir á Keldum segir að það kosti
mikið að koma upp nýju kyni í
landinu og að nýtt kyn krefjist
stöðugra flutninga eftirleiðis til
þess að halda því við og í hvert
sinn væri tekin mikil áhætta hvað
sjúkdóma varðar og því sé vart
hægt að mæla með þessu.
Eitt er þó víst að hugmyndin
sjálf er spennandi og ef til vill
getum við boðið útlendingum
íslenskar kýr til reynslu og tengt
þær þannig einnig öðrum
kynjum. Ræktunin hér á líka
töluvert í land og hver veit nema
að við séum alltaf mest sátt við
gömlu kýrnar okkar og líklega
eiga þær eftir að verða enn betri
og fallegri heldur en þær eru í
dag.
íbúö óskast!
2-3ja herbergja íbúð óskast fyrir starfsmann okkar.
Fyrirframgreiðsla ef óskað er og einnig öruggar mán-
aðargreiðslur.
_/ Tryggvabraut 12.
OIOUÍSU Símar: 21715, Yilhelm.
AKUREYRARBÆR
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Fimmtudaginn 3. mars 1988 kl. 20-22 verða
bæjarfulltrúarnir Gísli Bragi Hjartarson og Sigurð-
ur Jóhannesson til viðtals í bæjarstjórnarsal,
Geislagötu 9, 4. hæð.
Bæjarstjóri.
Lögtaksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtök fyrir álögðum söluskatti á
Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu, sem í ein-
daga er fallinn, svo og fyrir viðbótar- og aukaálagn-
ingu söluskatts vegna fyrri tímabila. Ennfremurtekur
úrskurður þessi til þinggjaldahækkana á gjaldendur í
umdæminu og launaskatts, sem í eindaga erfallinn.
Svo og úrskurðast lögtök fyrir þungaskatti sam-
kvæmt mæli af díselbifreiðum fyrir mánuðina októ-
ber, nóvember, desember og janúar sl., þ.e. af bif-
reiðum með umdæmismerki A. Loks tekur úrskurður-
inn til dráttarvaxta og kostnaðar.
Lögtök fyrir framangreindum gjöldum geta farið fram
á kostnað gjaldenda en á ábyrgð ríkissjóðs að liðn-
um átta dögum frá birtingu þessa lögtaksúrskurðar,
ef full skil hafa ekki verið gerð.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík,
sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
29. febrúar 1988.
Elías I. Elíasson.
Deildarstjórí
Við leilum að deildarstjóra
fatadeildar Hagkaups.
Starfsvið: Umsjón með pöntunum, uppstillingu,
verðbókhaldi og fleiru.
Vinnutími: Frá kl. 9-18 auk nokkurrar aukavinnu.
Sjálfstæði í vinnubrögðum er skilyrði.
Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
[ePrÁÐNINGARÞJÓNUSíA
FELLhf. Tryggvabraut 22, II. hæð. Sími 25455.
1 q! FJÓRf Cl| ÁAKU 5UNGSSJÚKRAHÚSIÐ IREYRI matreiðslumann amkomulagi. irfræðing eð sjúkrafæði. 4i í síma 96-22100. sið á Akureyri.
Viljum ráða sem fyrst, eða eftir s Einnig mat. til að hafa umsjón m Upplýsingar veitir bry Fjórðungssjúkrahúi