Dagur - 03.03.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 03.03.1988, Blaðsíða 3
íto mafs 1,988 - OAQUR - 9 Þróunarfélagið: Undirbúningsstarf runnið út í sandinn? - Heimild til erlendrar lántöku lækkar um 5 milljónir króna Meðal þeirra efnahagsráðstaf- ana sem ríkisstjórnin hefui boðað er að heimild Þróunar félags íslands til erlendrar lán töku lækkar úr 50 milljónum 25 milljónir. Þessi niðurskurð ur getur gert áform um þátt töku félagsins í stofnun fjár festingarfélaga á landsbyggð inni að engu. Á Norðurland vestra hafði stofnfundur slíks félags verið boðaður 18. þessa mánaðar og hefur iðnþróunar- félagið þar sent fjármálaráð- Eining: Verður samningurinn felldur? í dag verða haldnir almennir félagsfundir um nýgerðan kjarasamning hjá Einingu á Grenivík og Akureyri. I gær voru haldnir fundir hjá Ein- ingu í Ólafsfirði og á Dalvík um sömu mál. Á.fundunum fer fram atkvæða- greiðsla um samningana og verð- ur greint frá heildarniðurstöðu á fundinum á Ákureyri í kvöld þar sem talin verða atkvæði af öllum fundunum. Nokkurrar óánægju hefur gætt um nýgerðan samning, sérstak- lega meðal fiskvinnslufólks. Nokkur félög á landinu hafa þeg- ar fellt samninginn og þar sem fiskvinnslufólk er um helmingur félagsmanna Einingar, er ómögu- legt að spá um hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar þar verður. VG herra skeyti þar sem ákvörðun ríkisstjórnarinnar er mótmælt. í skeytinu frá stjórn INVEST segir m.a. „að þessi ráðstöfun sýni í hnotskurn skilning stjórn- valda á þeirri viðleitni lands- byggðarmanna að efla og auka fjölbreytni atvinnulífsins út um land,“ og síðan að stjórnin krefj- ist þess að stjórnvöld hverfi nú þegar frá þessum aðgerðum, „þannig að þrotlaust starf að undirbúningi og stofnun fjárfest- ingarfélagsins renni ekki út í sandinn. Þá mótmælir stjórn iðn- þróunarfélagsins þeim skilningi stjórnvalda sem fram kemur í þessum aðgerðum að atvinnulífið á landsbyggðinni eigi sök á þeirri þenslu sem er við að glíma í þjóðfc’aginu.“ Þróunarfélag íslands hefur lýst sig tilbúið til að leggja fram allt að 20% hlutafjár fjárfestingarfé- laga á landsbyggðinni og auk þess að útvega lán fyrir sömu upphæð og hlutaféð er, á hverju ári næstu þrjú árin. Á Norðurlandi vestra höfðu menn gert áætlanir urn 30 milljón króna hlutafé, þannig að hlutur Þróunarfélagsins yrði 6 milljónir og lánveitingin 90 millj- ónir næstu þrjú árin. „Okkur finnst það ansi hart þegar atvinnufyrirtæki á svæðinu hafa tekið vel í hugmyndina, að þá skuli stjórnvöld taka svona á þessu frumkvæði," sagði Knútur Aadnegard formaður félagsins í samtali við Dag. Ekki náðist í Gunnlaug Sig- mundsson framkvæmdastjóra Þróunarfélagsins í gær, en hann var þá á fundum með þingmönn- um og öðrum vegna þessa máls. ET „Urð og grjót, upp í mót, ekkert nema urð og grjót.' Mynd: TLV Svæðisstjórnin í Norðurlandi vestra: Stefnir að stóraukinni þjónustu fyrir fatlaða „Einhverra hluta vegna hefur Norðurland vestra setið mjög eftir í uppbyggingu þjónustu fyrir fatlað fólk. En nú hefur verið ákveðið að gera í vor könnun á þörf fyrir þessa þjón- ustu í kjördæminu og þegar verið auglýst eftir starfsmanni til að annast það verkefni,“ sagði Sveinn Alan Morthens framkvæmdastjóri svæðis- stjórnar um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra. itri skógerðar á Akureyri ilct í meira en 40 ár í eigu SÍS en verður nú seld einkaaðilum væri að með endurskipulagningu og breytingu á innra fyrirkomu- lagi fyrirtækisins megi reka það áfram með góðum árangri. Þetta .væri þó að sjálfsögðu miðað við að fólk héldi áfram að kaupa framleiðsluvörur verksmiðjunnar í ekki minna mæli en verið hefur. Ljóst væri, að hér væri um mikla hagsrnuni að ræða fyrir bæjarfé- lagið, og því hefði atvinnumála- nefnd samþykkt fyrir sitt leyti að ábyrgjast lán allt að 10,5 milljón- um króna vegna véla og hráefn- iskaupa, enda komi í staðinn full- nægjandi veðtryggingar og ábyrgðir samkvæmt reglum Framkvæmdasjóðs Akureyrar. Björn sagði ennfremur, að ástæða þess að málið væri tekið fyrir utan auglýstrar dagskrár bæjarstjórnar væri sú að það væri eindreginn vilji kaupenda og selj- enda að sala fyrirtækisins gæti gengið sem hraðast fyrir sig úr því sem komið væri, og væri það báðum aðilum til skaða ef endan- leg niðurstaða tefðist. Gerði hann ennfremur að tillögu sinni að bæjarstjóra og starfsmanni atvinnumálanefndar yrði falið að ganga til samninga um ábyrgð Framkvæmdasjóðs, en eftir það yrði mál þetta lagt fyrir bæjarráð til endanlegrar afgreiðslu. Báðar tillögurnar voru sam- þykktar. Fleiri bæjarfulltrúar tóku til máls, og voru allir á einu máli um að hér væri mikið hags- munamál á ferðinni hvað atvinnu snerti, og bæri bæjarfélaginu skylda til að leggja sitt af mörk- um til að eina skógerð landsins héldi áfram starfsemi hér á Akur- eyri. EHB Starfsmaður við vinnu í skóverksmiðjunni. í deiglunni er að svæðisstjórn flytji til Sauðárkróks; skrifstofu sína, ráðgjafar- og þjónustumið- stöð, þ.m.t. leikfangasafn, og verndaðan vinnustað. Þessi áform þýða stóraukna þjónustu fyrir fatlaða og aðstendendur þeirra á Sauðárkróki og ná- grenni. Ráðgjafarþjónustan er eina starfsemin sem þar var fyrir, en henni var komið á fót fyrir 2 árum. Að sögn Sveins verður aðal- áherslan lögð á að koma á fót sambýlinu og vernduðum vinnu- stað á Sauðárkróki. Þessa dagana1 er verið að ganga frá kaupum á húsnæði fyrir sambýlið. Sam- kvæmd þeim upplýsingum sem svæðisstjórn hefur eru um 20 ein- staklingar á Sauðárkróki og ná- grenni sem þurfa á vernduðum vinnustað að halda og gætu nýtt sér þá starfsemi sem þar fer fram, að mismiklu leyti. í lauslegri áætlun svæðisstjórnar er gert ráð fyrir að með tíð og tíma verði 12- 13 stöðugildi við þjónustuna á Sauðárkróki. Það er framkvæmdasjóður fatl- aðra er stofnaður var fyrir nokkr- um árum sem stendur straum að uppbyggingu þjónustu fyrir fatl- aða hér á landi. Svæðisstjórnirn- ar 8 víðs vegar um landið taka við umsóknum frá hinum ýmsu aðil- um innan síns svæðis. Meta þær og koma þeim ásamt sínum beiðnum til sjóðsins. Til fram- kvæmdasjóðs fatlaðra er á þessu ári veitt 180 milljónum af opin- beru fé, sem þurfa að dreifast víða. Uppbygging þjónustu fyrir fatlaða í kjördæminu er lengst komin á Siglufirði. Þar er sam- býli, þjónustumiðstöð og leik- fangasafn. Á Blönduósi er einnig leikfangasafn. Skrifstofa svæðis- stjórnar sem nú flyst á Sauðár- krók var áður í Varmahlíð. -þá Hafís: Slæmt útlit fyrir norðaustan land - segir Eiríkur Sigurðsson veðurfræðingur Snörp norðaustanátt var a miðum og annesjum norðan- lands í gær og að sögn Eiríks Sigurðssonar veðurfræðings í hatísdeild Veðurstofunnar, má búast við að hafís hafi færst nær lar> "inu og geri það fram að helginni. Að sögn Eiríks er ísbreiðan úti fyrir Norðausturlandi mun meiri og breiðari en hún var á dögun- um þegar hafísinn var sem næst landi. Vestlæg átt undanfarna daga hefur* flutt ís frá Austur- Grænlandsísnum austur á bóginn og bætt í ísinn þar. Meginjaðarinn var á mánudag- inn um 14 mílur norðaustur af Langanesi og hrafl nær landi. ísjaðarinn liggur síðan til suð- austurs talsvert langt austur fyrir Langanes. í fyrrakvöld fréttist af einum stórum fsjaka um 10 sjó- mílur norður af Langanesi. „Við norðausturhluta landsins er ástandið heldur verra en það var nú á dögunum þegar mest var farið að tala um hafís. Ég myndi álíta að það væri heldur slæmt útlit eins og horfir í bili,“ sagði Eiríkur. Þó sagðist hann gera ráð fyrir að norðanáttin yrði tð mestu gengin niður um helgina. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.