Dagur - 03.03.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 03.03.1988, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMiÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Framkvæmda- sjóður orðinn að banka? Samþykkt hefur verið í bæjar- stjórn Akureyrar að veita gos- drykkjaverksmiðjunni Sana hf. lán að upphæð fimm millj- ónir króna til fimm ára, en ákvörðun um vaxtakjör á lán- inu var vísað aftur til atvinnu- málanefndar. Lánveitingin var samþykkt eftir að meirihluti bæjarráðs hafði lagt til að bæjarstjórn gerði hið sama. Lán það, sem hér um ræðir, er vegna framkvæmda Sana hf. í þá veru að stækka verksmiðjuna, en við umræðu í bæjarstjórn kom fram að áætlaður heildarkostnað- ur við framkvæmdirnar væri um 200 milljónir króna. „Ég taldi að ekki væri annað hægt en að samþykkja þessa lán- veitingu úr því sem komið var, en hjá mér er mikill efi um hvort það sé á starfssviði þessa sjóðs að standa í almennri bankastarfsemi hér í bæ,“ sagði Sigurður Jóhann- esson, bæjarfulltrúi, um þetta mál. Sigurður sagði einnig, að það sjónarmið hefði ríkt að Fram- kvæmdasjóður ætti að vera hvetj- andi gagnvart nýframkvæmdum, en ætti ekki að virka sem lána- stofnun fyrir gamalgróin fyrirtæki í bænum. Minnti þessi afgreiðsla óneitanlega á það þegar lánveit- ingu til viðbyggingar Hótel KEA var hafnað fyrir nokkrum árum á þessari forsendu, en einkaaðila var á þeim tíma veitt lán til að láta teikna hótel, sem hann hugð- ist láta reisa. EHB Þórshöfn: Mikill afli í síðustu viku Allt frá áramótum hefur verið lítið að gera í Hraðfrystihúsi Þórshafnar. Ekki hafa verið unnir nema átta tímar á dag og bæði í janúar og febrúar hefur vinna fallið niður í nokkra daga vegna hráefnisskorts. Heldur rættist úr þessu í síð- ustu viku þegar togararnir tveir komu með mikinn afla að landi og bátarnir fískuðu þokkalega. Stakfellið kom á mánudaginn í síðustu viku úr vikulöngum „blönduðum túr“. Skipið var með um 99 tonn af ísuðum fiski, aðallega þorski, sem lagður var upp hjá Hraðfrystistöðinni, og um 75 tonn af frosnum flökum. A miðvikudaginn var svo landað 70 tonnum af ísfiski úr Súlnafellinu og var það einnig afli úr viku- langri veiðiferð. Frá Þórshöfn eru gerðir út þrír 12 tonna bátar, Draupnir, Manni og Litlanes. Bátarnir fóru í síð- ustu viku í 2-3 línutúra hver og lönduðu samtals 12,5 tonnum. Veður hamlaði veiðum en þegar gaf á sjó veiddist vel. Stærri bát- arnir, Geir og Fagranes eru farnir á netaveiðar til Hornafjarðar og á Djúpavog. Þaðan koma þeir vart fyrr en vorveiðin fer að glæðast, í endaðan mars eða þar um bil. ET Norðaustangarri vakti Norðlendinga í gær og notuðu þeir ýmis verkfæri til að hreinsa snjó af bílum sínum eins og sjá má. Mynd: TLV Vanda slegið á frest - segir Jón Sigurðarson „Ég vil segja það um efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar að ég tel að menn séu farnir að taia um raungengishækkun íslensku krónunnar á árinu ef ekki verður frekar að gert,“ sagði Jón Sigurðarson, for- stjóri Alafoss hf., vegna nýgerðra efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar og kjara- samninga. Jón sagði, að raungengishækk- un krónunnar síðar á árinu væri stórhættuleg öllum undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar, og að þjóðin væri af þessum sökum áfram stödd á hengiflugi lands- byggðarkreppu. „Ég tel, að lítið hafi verið að gert í efnahagsmálum. Ríkis- stjórnin hefur frestað vandanum, en ekki leyst eitt eða neitt. Raun- tekjuhækkun útflutningsatvinnu- veganna hefði þurft að vera a.m.k. 10%,“ sagði Jón. Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, hefur talað um nauðsyn meiri gengislækkun- ar, e.t.v. síðar á árinu. Jón Sig- urðarson sagði, að hann væri sammála þessu áliti Steingríms, en þó hefði verið mun eðlilegra fyrir stjórnvöld að ganga frá gengismálum í eitt skipti fyrir öll núna. EHB Vélsleða- keppni í Mývatnssveit á morgun - áhugi fyrir keppninni aldrei meiri Á morgun hefst hin árlega vél- sleðakeppni í Mývatnssveit og stendur hún fram á sunnudag. Þessi keppni hefur verið haldin frá árinu 1979 og má segja að hér sé á ferð nokkurs konar Islandsmót í vélsleðaakstri. Áhugi fyrir keppninni hefur stöðugt farið vaxandi og virðist áhugi fyrir keppninni að þessu sinni vera með mesta móti. Mestur hluti gistirýmis í Mývatnssveit er þegar fullbók- aður en þó er enn hægt að fá inni. Að sögn Björns Björnssonar, sem sér um skipulagningu keppn- innar, er þegar búið að skrá á þriðja tug manna í keppnina en •frestur til skráningar rennur út á morgun. Ljóst er þó að mikill fjöldi manns kemur til Mývatns- sveitar um helgina til að ferðast á sleðum sínum og njóta náttúru- fegurðar .frekar en taka þátt í keppninni sjálfri. Boðið verður upp á ferðir með leiðsögn og fyrir þá sem sleðalausir koma verður starfrækt vélsleðaleiga á staðnum. • Á morgun verður keppt í svo- kölluðu „Fjallaralli" þar sem sleðaumboðin keppa sín á milli. Á laugardaginn verður spyrnu- keppni og keppni í alhliða braut en verðlaunaafhending og móts- slit verða um kvöldið í Skjól- brekku. Sleðamenn eru nú að streyma til Mývatnssveitar og í gær var 60-70 manna hópur á leið norður hálendið. Að keppninni standa björgun- arsveitin Stefán og íþróttafélagið Eilífur í Mývatnssveit. JOH Brú byggð yfír Laxá - Aðaldælahreppur tók lán fyrir framkvæmdum Brúnni yfír Laxá í Aðaldal hjá Núpum var í júh sl. sumar lok- að fyrir allri þungaumferð. Skapaðist þar vandræðaástand þar sem mjólkurbíll og aðrir stærri bílar komust ekki yfír en brúin þjónar þrem bæjum austan árinnar. Ekki var fyrir hendi fjárveiting á vegalögum til endurbyggingar á brúnni þrátt fyrir margendur- teknar áskoranir heimamanna um þörfina. Vegagerð ríkisins bauðst til að endurbyggja brúna ef Aðaldælahreppur lánaði fé til framkvæmdanna, lán þetta yrði endurgreitt þegar fjárveiting fengist en það verður árið 1989. Allir þingmenn kjördæmisins skrifuðu undir yfirlýsingu um að þeir mundu vinna að því að tryggja þessa fjárveitingu. Áætlað var að kostnaður við brúarbygginguna yrði 2,5 til 3 milljónir. Lánsfé er fengið hjá bankaútibúum á Húsavík og sparisjóðum í sveitunum. Brúar- gerðin hófst um miðjan október og tók um þrjár vikur. Brúar- vinnuflokkur Gisla Gíslasonar frá Sauðárkróki vann verkið, gekk það bæði fljótt og vel. Síðan unnu vegagerðarmenn í héraði við að fylla að brúnni og laga aðkeyrslu að henni. Kostnaðar- áætlun stóðst nokkurn veginn og kostar brúin um þrjár milljónir króna. DJ/IM Nýja brúin yfir Laxá kostaði um 3 milljónir króna. Mynd: 1M

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.