Dagur - 03.03.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 3þfnar<Vl'988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 60 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960),
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Fækkum slysum
í umferðinni
Gífurleg hækkun iðgjalda af bifreiðatryggingum
hefur farið fyrir brjóstið á mörgum bíleigandan-
um. Fyrir flesta er helmingi kostnaðarsamara að
tryggja bifreiðina í ár en í fyrra. Þá þurfa margir
bíleigendur, t.d. á Eyjafjarðarsvæðinu, að sæta
enn frekari hækkun iðgjalda vegna þess að
veruleg breyting er gerð á svonefndum áhættu-
flokkum og áhættusvæðum bifreiðatrygginga.
Sumir hafa tilhneigingu til að kenna trygg-
ingafélögunum um þessa miklu hækkun og
vanda þeim ekki kveðjurnar. Þeir sem það gera
fara villur vegar, því orsakanna er fyrst og
fremst að leita hjá tryggingatökunum sjálfum,
þ.e. bifreiðaeigendum. Hækkun iðgjalda er til
komin af illri nauðsyn, einfaldlega vegna þess
að umferðarslysum hefur fjölgað mjög ört á
skömmum tíma með tilheyrandi eignatjóni.
Tryggingafélögin standa því ekki undir tjóna-
greiðslunum án þess að hækka iðngjöldin veru-
lega.
Það er vissulega umhugsunarefni fyrir þjóð-
ina, að hér á landi eru umferðarslys hlutfallslega
fleiri en á hinum Norðurlöndunum og reyndar
fleiri en í flestum löndum Vestur-Evrópu. Sem
dæmi um ógnvekjandi slysatíðni í umferðinni
hér á landi má nefna að í hverjum mánuði látast
að meðaltali tveir einstaklingar í umferðarslys-
um og á síðustu tveimur árum hafa um tvö þús-
und einstaklingar slasast, margir mjög alvar-
lega. Nákvæmar tölur um eignatjón í umferðar-
slysum liggja ekki fyrir en eflaust eru þær mun
hærri en nokkurn grunar.
Að hluta til má rekja fjölgun umferðarslysa til
aukinnar bílaeignar landsmanna, sem er ein sú
mesta í heiminum, miðað við höfðatölu. Hluta
slysanna má rekja til slæmra vega og þess að
samgöngukerfið, sérstaklega á höfuðborgar-
svæðinu, er orðið of smátt í sniðum til að anna
sívaxandi umferð svo vel sé. Höfuðsökin liggur
þó hjá ökumönnunum sjálfum. Gáleysislegur
akstur og almennt tillitsleysi ökumanna hefur
því miður einkennt íslenska umferðar„menn-
ingu“ fram til þessa.
Þann 1. mars sl. tóku ný umferðarlög gildi. Þau
kveða á um hert viðurlög gegn umferðarlagabrot-
um auk þess sem ýmis nýmæli er þar að finna sem
ættu að stuðla að bættri umferðarmenningu. Ef
vegfarendur einsetja sér að virða ákvæði hinna
nýju laga mun það vafalaust leiða til lægri slysa-
tíðni. Það markmið næst ekki nema allir leggist
á eitt. Með sameiginlegu átaki getum við hæg-
lega fækkað slysum í umferðinni og að því hljót-
um við að stefna. BB.
leiklist
Gísl:
Hommamir
fóm á kostum
Leikfélag Húsavíkur: Gísl
Höfundur: Brendan Behan
Þýding: Jónas Árnason
Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson
Sýningarstjóri: María Axfjörð
Ljós og leikhljóð: Jón Arnkelsson, Bert Jonker
Búningar: Dómhildur Antonsdóttir, Jórunn
Viggósdóttir, Hjördís Bjamadóttir, Antonía
Sveinsdóttir o.fl.
Sviðsmynd: Sigurður Sigurðsson, Sveinbjöm
Magnússon o.fl.
Leikritið Gísl verður í meðför-
um Leikfélags Húsavíkur að
kröftugum, revíukenndum
ærslaleik þar sem hin alvöru-
þrungna þjóðfélagsmynd
Irlands i kringum 1960 fellur í
skuggann. Ég er sáttur við
þessa stefnu Hávars Sigurjóns-
sonar leikstjóra, sýningin er
bráðskemmtileg og krassandi
og fjarlægur veruleikinn trufl-
ar mann ekki um of.
Leikritið gerist á pútnahúsi þar
sem mellumamman Meg og
gamla frelsishetjan Pat ráða
ríkjum. Ýmsir kyndugir fasta-
gestir eru í húsinu, s.s. hinn
veiklaði Hr. Mulleady, höfuðs-
maðurinn Monsjúi, píanóleikar-
inn Jói, hommarnir Rio Rita og
Grace prinsessa og hórurnar Col-
lette og Ropeen. Parna gengur
mikið á; drukkið, duflað, rifist og
klæmst.
Pat er sífellt að sífra um hetju-
skap sinn í gamla daga þegar
hann missti fótinn, en konu hans,
Meg, þykir lítið til koma. Hr.
Mulleady kynnist heittrúaðri
konu, frk. Gilchrist, og veldur
koma hennar miklu fjaðrafoki í
pútnahúsinu. Þá rekst þangað inn
rússneskur sjómaður og ekki má
gleyma saklausu þjónustustúlk-
unni Teresu. Vissulega undarleg
blanda.
I bakgrunni verksins eiga sér
stað alvarlegri atburðir. Englend-
ingar handtaka átján ára íra í
Belfast og hyggjast hengja hann.
Heimamenn svara með því að
handtaka jafngantlan enskan
hermann og hyggjast skjóta
hann, verði Iranum ekki sleppt.
Englendingurinn, Leslie Willi-
ams, er hafður í haldi í pútnahús-
inu undir öruggri gæslu IRA
offísera og sjálfboðaliða. Gíslinn
og Teresa verða hrifin hvort af
öðru en samband þeirra virðist
ekki ætla að ganga upp, fyrr en
undir lokin en þá er það um sein-
an.
Það er ekki tyrr en í loka-
þættinum sem leikfélagið fer að
beita sér að alvöru verksins. Skil-
in milli gamans og alvöru eru full
skörp að mínu mati, þótt vissu-
lega sé margt vel gert í dramat-
ísku lokatriði verksins. Raun-
veruleikinn er samt dálítið fjar-
Iægur íslenskum veruleika.
Leikritið er í þremur þáttum og
er fyrsti þátturinn afskaplega lif-
andi og skemmtilegur. Annar
þátturinn er hins vegar full lang-
dreginn og hefði leikstjóri að
ósekju mátt sníða hann dálítið
meira að revíuforminu og kippa
burt nokkrum atriðum. Þriðji
þátturinn endar síðan í dramat-
ískri lausn.
Leikritið „Gísl“ er uppfullt af
skemmtilegum söngvum og uppá-
komum. Margar óborganlegar
senur kitla hláturtaugarnar en ég
þykist viss um að margur heima-
maðurinn hafi hneykslast dálítið
á samborgurum sínum í hlutverk-
um vafasamra persóna. Homm-
arnir fóru til dæmis á kostum,
þeir voru „óhugnanlega" sann-
færandi og yfirleitt stóðu leikar-
arnir sig mjög vel þótt sumir hafi
verið fremur óstyrkir, enda munu
nokkrir leikaranna hafa verið að
stíga sín fyrstu eða önnur spor á
sviði í þessu verki.
Hrefna Jónsdóttir túlkaði
boldangskvenmanninn Meg á
afar eftirminnilegan hátt. Hún
sýndi mikla innlifunarhæfileika,
rödd hennar skýr og hljómfögur
og framsögn ágæt. Þorkell
Bjömsson var einnig sannfærandi
í hlutverki Pats. Tilburðir hans
minntu stundum á Gísla Hall-
dórsson og er ekki leiðum að
líkjast. Þorkell gerði sér alltaf
ljóst hvemig persónu hann var að
túlka en einstaka sinnum mátti
greina hnökra á framsögn hans.
Jóhannes G. Einarsson hlýtur
að vera sviðsvanur því hann átti
ekki í neinum vandræðum með
hinn furðulega Hr. Mulleady.
Jóhannes er greinilega ágætur
gamanleikari en þó hætti honum
til að ofleika. Aldís Friðriksdóttir
var skemmtileg í hlutverki hinnar
óþolandi frk. Gilchrist. Skerandi
rödd hennar og hástemmdur
söngur féllu mjög vel að hlut-
verkinu.
Þór Gíslason og Björgvin Leifs-
son léku hommana Rio Rita og
Grace á sannfærandi hátt leikrit-
ið út í gegn. Ástæða er til að
hrósa þeim báðum fyrir góðan
leik, en Þór var þó meira áber-
andi í fleðulátum sem fórust hon-
um einstaklega vel úr hendi.
Örn Ólason átti á brattann að
sækja í erfiðu hlutverki Leslies
Williams. Hann virkaði hálf upp-
burðarlítill í fyrstu en sótti mjög í
sig veðrið undir lokin og var þá*
greinilega kominn í ham. Sigríður
Harðardóttir komst klakklaust
frá hlutverki Teresu, en samleik-
ur hennar og Arnar var dálítið
stirður á köflum. Sigríður komst
afar vel frá söngatriðunum eins
og reyndar allir leikararnir.
Sigurður Þrastarson var sperrt-
ur og mannalegur IRA offíseri og
leysti verkefni sitt vel af hendi.
Hann hafði fullkomið vald á text-
anum, nema hvað honum hætti
til að tala of hratt og varð fram-
sögn hans þá óskýr. Vigfús Sig-
urðsson túlkaði aðstoðarmann
hans á mátulega sauðslegan hátt,
Svava A. Viggósdóttir var örugg
í hlutverki hórunnar Ropeen og
Guðný Þorgeirsdóttir komst
klakklaust í gegnum hlutverk
stallsystur hennar Collette.
Bjarni Pétursson stóð sig vel sem
rússneskur sjómaður og Svavar
Jónsson var kostulegur Monsjúr.
Þá spilaði Ingimundur Jónsson
fimlega á píanóið í hlutverki Jóa.
Sviðið í samkomuhúsinu á
Húsavík er ekki ýkja stórt en
hagleiksmönnum tókst að skapa
sannfærandi sviðsmynd og bún-
ingarnir hentuðu hlutverkunum
vel, en þó fannst mér Monsjúr
full Skotalegur í búningi sínum.
Lýsingin var býsna flöt lengst af
en fimlega stjórnað og leikhljóð
skutu manni skelk í bringu.
Skemmtanagildi sýningarinnar er
ótvírætt. Sjálfsagt hefur það ver-
ið markmið leikstjórans og því
markmiði hefur leikhópurinn
náð. Stefán Sæmundsson
Þór Gíslason og Björgvin Leifsson voru „óhugnanlega“ sannfærandi í hlut-
verkum hommanna. Mynd: im