Dagur - 03.03.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 03.03.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 3. mars 1988 Krýsuvíkur- samtökin á tímamótum - vel gengur að undirbúa skólabygginguna Krýsuvíkursamtökin voru stofnuð í Reykja- vík 24. júlí 1985. í stofnskrá samtakanna seg- ir að markmið þeirra sé að koma á laggirnar sjálfseignarstofnun með það markmið fyrir augum að kaupa hálfbyggt skólahúsnæði í Krýsuvík og reka það sem meðferðarheimili, uppeldis- og fræðslustofnun fyrir börn og unglinga. Stofnun samtakanna vakti tölu- verða athygli; í fyrsta lagi vegna þess að margir töldu að þegar væru nægar stofnanir í þjóðfélaginu til að fást við ávana- og fíkni- efnavanda unglinga; í öðru lagi þá vakti mikla athygli að samtökin vildu kaupa Krýsuvíkurskóla, sem var bæði í mikilli niðurníðslu og margir töldu legu hans óhent- uga. Pað voru þó fleiri sem töldu þessa hug- mynd bæði þarfa og reyndar bráðnauðsyn- lega. Þó svo að flestir unglingar spjari sig í lífsbaráttunni, þá eru það margir sem af ýms- um ástæðum ná ekki að aðlaga sig þjóðfélag- inu. Ávana- og fíkniefnaneysla er stórt vanda- mál hjá þessum krökkum og þessi hópur fer sístækkandi. Pó svo að þær stofnanir sem tyr- ir eru hjá því opinbera, t.d. sálfræðideildir skólanna og göngudeildir spítalanna, sinni sínu starfi af sóma, þá geta þær ekki leyst öll vandamál sem upp koma. Krýsuvíkursam- tökin benda á að t.d. SÁÁ hafi unnið frábært starf meðal fullorðinna og einnig meðal ungl- inga en hins vegar leysi þau samtök ekki all- an vanda þessara krakka. Börn og unglingar, sem á mjög unga aldri hafi ánetjast vímuefn- um eigi við margan vanda að stríða. Mörg þeirra hafi fengið ágæta aðhlynningu bæði hjá SÁÁ og víðar. Hins vegar hafi margir þessara krakka dottið út úr skóla og því farið á mis við undirstöðumenntun grunnskólans. Því að það gefur auga leið að þeir unglingar sem eru að glíma við vímuefni stunda ekki nám að gagni, enda margir þeirra illa læsir og skrifandi. Auk þess er algengt að þessir krakkar búi við erfiðar heimilisaðstæður - eigi jafnvel hvergi heima. Ragnar Ingi Aðal- steinsson sagði í dagblaðsgrein nýlega að það væri vegna þessa fólks sem Krýsuvíkur- samtökin væru stofnuð. Þau eiga að þjóna þeim tilgangi að skapa á einum stað heimili, meðferðarstofnun, vinnustað og skóla. Þau eiga að búa þannig að unglingunum, eftir að þeir koma úr meðferð eða a.m.k. afvötnun hjá SÁÁ eða sambærilegum stofnunum, að þeir þurfi ekki að fljúgast á við alla draugana í einu, að þeir geti í rólegheitum, á friðsælum stað, undið ofan af sér margra ára rugl og taugaspennu undir umsjón kennara og áfengisráðgjafa. En sjá nánar umþetta í við- tali við hann annars staðar hér á síðunni. AP Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Það er gott að vinna að svona málefni á Islandi - segir Ragnar I. Aðalsteinsson, sem sæti á í stjóm Krýsuvíkursamtakanna Einn af þeim mönnum sem ötullega hefur starfað á vegum Krýsuvíkursamtakanna og á sæti í stjórn þeirra er Ragnar Ingi Aðalsteinsson kennari. Við ræddum við Ragnar um starfsemi samtakanna, mark- mið þeirra og hvernig hann hefði komið inn í þetta starf. „Þetta byrjaði þannig að Snorri F. Welding, núverandi starfsmaður Krýsuvíkursam- takanna, kom að máli við mig og ræddi þann möguleika að setja upp heimili fyrir krakka og ungl- inga í Krýsuvík. Mér leist strax vel á þennan möguleika og áður en ég vissi af var ég kominn á kaf í þessa starfsemi,“ sagði Ragnar Ingi í byrjun. Hann hugsaði sig örlítið um og hélt áfram: „Ég hafði unnið sem ráðgjafi hjá SÁÁ í 3 ár og kynnst þessum vímuefnamálum unglinga mjög vel. Mér er sérstaklega ríkt í huga fjórir ungir piltar, sem voru góðir kunningjar mínir. Þeir eru allir látnir núna, en ég er sann- færður um að með stofnun eins og Krýsuvíkurskólanum hefði verið hægt að bjarga þeim. Menntunarskortur stendur þess- um krökkum geysilega fyrir þrif- um og nokkurra vikna meðferð hjá SÁÁ, þó að hún sé góð í sjálfu sér, er hreinlega ekki nóg til að koma þeim á réttan kjöl aftur. Mig setti hljóðan er ég frétti að þessir piltar væru dánir, en þeir Iétust allir með stuttu millibili. Þeir höfðu einlæga löngun til að bæta sig, en höfðu ekki undir- stöðuna til að standa sig úti í þjóðfélaginu. Þetta situr í manni og ég hef trú á því að Krýsuvík- urskólinn getið hjálpað mörgum í svipaðri aðstöðu og þessir kunn- ingjar mínir voru í.“ - Hvernig mun Krýsuvíkur- skóli starfa öðruvísi, en aðrar stofnanir í þjóðfélaginu, sem vinna að svipuðum verkefnum? „Lykilorðin að dagskrá Krýsu- víkurskólans eru; meðferð, skóli, vinna. Á þessum þremur þáttum verður öll starfsemin byggð, þetta þrennt verður grunnurinn undir öllu sem gert verður. Meðferðin verður byggð á þeim leiðum, sem tvímælalaust hafa skilað hér góðum árangri. Hér er átt við svokallað 12 spora kerfi, sem gjarnan er kennt við AA-samtökin og hefur verið þekkt hér á landi í rúm 30 ár. Kerfi þetta byggist á því að ein- staklingurinn sjálfur takist á við vandamál sín og læri í gegnum aga og ábyrga lifnaðarhætti hvernig hann getur lifað ham- ingjusömu lífi, þrátt fyrir vímu- gjafavandamál sitt. Um þetta kerfi er óþarft að fjölyrða og nægir að vísa til SÁA, þar sem það hefur verið notað með ár- angri sem öllum er nú kunnur. Rétt er að taka það fram að í Krýsuvík verður ekki afvötnun a.m.k. ekki til að byrja með. Tal- ið er óþarft að kosta því til þar sem afvötnunarstöðvar eru fyrir hendi hjá öðrum stofnunum. Lögð verður mikil áhersla á samskipti vistmanna við fjöl- skyldur sínar. Mun stofnunin leggja mikið upp úr fjölskyldu- meðferð ýmiss konar þ.e. fund- um vistmanna með ástvinum sín- um svo og ráðgjöf fyrir aðstand- endur, en þeir eru sem kunnugt er oft mjög illa leiknir og lang- þreyttir. Skólaþátturinn er mjög mikil- vægur hjá okkur, því það gefur auga leið að unglingar, sem hafa horfið frá námi þegar í 8. bekk eiga mjög erfitt uppdráttar í því samfélagi sem við lifum í. Þegar við bætist svo andlegir, líkamleg- ir og félagslegir erfiðleikar vegna langvarandi vímuefnaneyslu, þá sér hver maður að hér hlýtur að vera nánast um óyfirstíganlega erfiðleika að ræða í mörgum til- fellum. Skólaþættinum er ætlað að koma þessum einstaklingum aftur inn í samfélagið, gera þá hæfa til að takast á við lífið á sama grundvelli og annað ungt fólk á íslandi." Stefnt að því að nemendur Ijúki grunnskólaprófí - Nú má búast við að fólk komi þarna í misjafnlega slæmu ástandi. Hvernig takið þið á því máli? „Krýsuvíkurskóli verður sér- skóli, starfræktur samkvæmt því sem grunnskólalög kveða á um slíka skóla og miðaður við það að þangað komi nemendur með ákveðnar sérþarfir. í greinargerð Krýsuvíkursamtakanna segir m.a. svo um námsleiðir: „...reynt verður að mæta sérstökum þörf- um hvers einstaka nemanda. Meðal annars verður lögð áhersla á þroskamiðað nám með sér- stöku tilliti til félagslegra sam- skipta. Einnig verður lögð áhersla á stuðningsmiðað nám í þeim námsgreinum sem tekin eru samræmd próf í, þ.e. íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku. Nauðsynlegt verður að gefa nemendum möguleika á því að taka samræmd próf. Þriðja náms- leið verður færnimiðuð. Þar verður aðaláhersla lögð á að auka færni nemenda til að sækja vinnu á almennum vinnumark- aði, taka þátt í heilbrigðu tóm- stundastarfi, sinna heimilisverk- um og búa nemendur undir þátt- töku í samfélaginu." Nú Iiggur greinilega gífurlega mikil vinna á bak við Krýsuvíkur- samtökin, en samt eruð þið bara með tvo launaða starfsmenn, starfsmann á skrifstofu og staðar- ráðsmann í Krýsuvík. Hver er drifkrafturinn á bak við þetta mikla starf? „Krýsuvíkurskólinn er hugsjón hóps af fólki sem þekkir vímu- efnavandamál ungs fólks frá ýms- um hliðum. Aðstandendur þess- ara samtaka hafa sumir hverjir horft á eftir vinum og skyldmenn- um ofan í gröfina, og vinna í minningu þeirra. Aðrir hafa endurheimt sína á síðustu stundu og sýna þakklæti sitt með því að vinna að málefninu. Hægt og bít- andi miðar því verkefninu áfram. Undirtektir almennings hafa ver- ið með miklum ágætum. Stórar fjárhæðir hafa safnast meðal fólksins í landinu. Ráðamenn hafa tekið hugmyndum samtak- anna af skilningi og raunsæi. Hvarvetna, hvort sem er í ráðu- neytum eða hjá öðrum opinber- um aðilum, eru menn reiðubúnir að hlusta og setja sig inn í það sem verið er að gera. Það er reynsla okkar hjá Krýsuvíkur- samtökunum að það er gott að vinna að svona málefnum á ís- landi.“ AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.