Dagur - 03.03.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 03.03.1988, Blaðsíða 5
3pmars 1988 - DAQUR - 5 Ég hef keyrt víða en bara einu sinni um þverbak - Galopið bréf til hugsandi manna í rauninni hefði ég aldrei sest nið- ur fyrir framan ritvélina ef „mal- biksmaurinn" sem ritstýrir Degi hefði ekki sakað mig og fleiri um skort á jarðsambandi. Því neyðist ég til að tilkynna ykkur að fáir eru betur tengdir hérlendis en einmitt ég. Ég er alinn upp í sveit, bý í sveit, er búfræðingur og þekki duttlunga náttúrunnar eins og stóru tána á mér. Og ég veit að náttúrunni ber að sýna virðingu. í 1114 ár höfum við íslendingar byggt þetta land í sambýli við náttúruna í blíðu og stríðu. Fyrir hundrað árum var vissum hluta fólks kippt út úr þessari hringrás er það flutti á hið svokallaða malbik, og er enginn öfundsverð- ur af því hlutskipti. Samt sem áður fer malbiksfólki ört fjölg- andi, og innan þessa ört stækk- andi hóps er ört stækkandi hópur grænfriðunga og náttúruunn- enda. Hópur þessi varð til af þeirri einföldu ástæðu að vísinda- menn sögðu að við værum að eyðileggja jörðina með kjarn- orku, mengun, eyðingu ósonlags- ins, skóga, uppblæstri og alls konar vafasamri eiturnotkun og ónáttúru. Það var því eðlilegt að krakkar og skynsamt fólk tæki upp þá einföldu hugmyndafræði að heiminn þyrfti að laga. „Hvað kemur þetta íslandi við?“ hugsar einhver. Á íslandi er jú engin mengun eða umhverf- isvandamál. Og sei, sei, jú, þó erum við tiltölulega hreinir mið- að við nágranna okkar í suðri. En hvað gerist er plantað verður álverum og stóriðju um allt land? Svo er önnur mengun sem aldrei hefur verið rætt um, b.e. fiskeldi. Nú hafa Norðmenn drepio alla sína fögru firði með fiskeldi og mengun sem af því hlýst. Þá fara Norðmenn að fjárfesta í íslensku fiskeldi. Maður bara spyr: Er allt í lagi að þeir drepi allt líf í fjörð- um hérlendis eða er engin hætta á því? Skógurinn. Landið var þakið kjarri og kræklum við landnám. Kjarrið var höggvið, brennt og beitt og í staðinn komu tún og beitilönd en töluverður hluti há- lendisgróðurs blés á haf út, sam- fara kóinandi veðurfari. Þetta var ekki verk bænda, heldur forfeðra okkar allra. Síðar fór töluverður liluti gróins lands undir malbik. Nú vill töluverður hluti malbiks- fólksins græða allt landið skógi, helst gera það jafn skógi vaxið og Skandinavíu en það eru öfgar. Vissulega eru skógar skemmti- legir til tilbreytingar og sjálfsagt er að hafa reiti hér og þar opna öllum landsmönnum. Samt er það staðreynd sem allir þyrftu að vita að skógar þrífast aðeins í bestu kvikfjárræktarhéruðum hérlendis og þau má þjóðin ekki missa undir skógrækt af þeirri einföldu ástæðu að það er lítilli eyþjóð út í reginhafi nauðsynlegt að vera sjálfri sér nóg um fæðu. Hér á sú fæða að vera mjólk og dilkakjöt, hvað sem það kostar miklar niðurgreiðslur og háan kjarnfóðurskatt. Þá erum við komin að umdeildu atriði, dýraverndun. Eftir að maðurinn tók völd á jörðinni hafa hundruð dýrateg- unda dáið út og fleiri eru enn í útrýmingarhættu. Þar á meðal hvalategundir en þær eru allar friðaðar nú og deilt er um hve réttmæt sú friðun var. Raunar sé ég enga ástæðu til að friða þá hvali sem ekki eru í útrýmingar- hættu. En hérna mæta manni tvenns konar öfgaviðhorf, annars vegar þau að allar skepnur séu réttdræpar og að maðurinn hafi rétt til að útrýma hverri þeirri skepnu sem honum er ekki gagn- leg (og þó svo sé eins og geirfugl- inn) og hins vegar þeim viðhorf- um að sauðfjárslátrun sé glæpur. Staðreyndin er hins vegar sú að maðurinn hefur ekki rétt til að útrýma einni einustu dýrategund. Isbirnirnir eru nýlega komnir af skrá um dýr í mikilli útrýming- arhættu. Samt eru þeir enn friðaðir í öllum ísbjarnalöndum með vissum undantekningum. Þeir villast hingað endrum og eins og eru þá skotnir séu þeir ekki búnir að forða sér til baka áður en byssumaðurinn kemur á staðinn. Enda eru þeir ekki friðaðir hérlendis. Nýlega villtist ísbjarnarhúnn hingað til lands og fékk þessa algengustu meðferð. En sú meðferð var lýsandi dæmi um illa meðferð manna á náttúru. Um þetta atvik orti ég Ijóð. Erfiljóð til norræns vinar: Á milli hafísjaka óð alltaffylgdi honum slóð píslarvætta blæddi blóð bölvuð veiðiferðin góð. Húnninn hvíti dauður er ham1 synti upp að landi hér þeir skutu hann út við kaldasker og skrokkinn fluttu heim með sér. Peir stoppuðu hann upp segir sagan svoleiðis tókst jú að aga hann úr mjög góðu færi þeir skutu hann í magann* mennirnir voru að laga hann. (*Pað rímar.) Ferðamönnum sem álpast til íslands eru boðnir alls konar ísbirnir til sölu sem minjagripir, svo sem postulínsísbirnir, tauís- birnir, málaðir ísbirnir á vasa og alls kyns ísbirnir en það fylgir ekki sögunni að einu birnirnir sem sjást hér á landi eru dauðir ísbirnir. Samt hafa ísbirnir ekki gert flugu mein hérlendis síðan skíði voru aðal vetrarfarartækið en vissulega hefur margt breyst síðan, allt nema hugsunarháttur- inn. Þrátt fyrir að ísbjörninn vilji íslendingum allt gott og éti fyrir (Ég var skíröur Helgi og er Þórsson og bý í Kristnesi. Er bara frekar sakleysislegur HA.) þá selinn þá fær hann alltaf sömu þakkirnar. En hver átti að fanga bangsa? Bændur, nei, eðlilega hafa þeir enga aðstöðu. Lögreglan, hún á jú góðar byssur en engar deyfi- byssur og þar að auki kann hún ekkert í ísbjarnafræði. Hvað um Náttúrufræðistofnun? Ég hringdi í hana og hún er öll af vilja gerð og sagði mér að árlega væru tugir bjarna fluttir til í Kanada og það væri ekkert mál, en þeir áttu enga byssu. Eins og fyrr var sagt þá höfðu bændur enga aðstöðu til að fanga bangsa, en trúlega hafa þeir haft síma. Því hefðu þeir, og það verður vonandi gert næst, átt að hringja í Náttúrufræðistofnun og gefa þeim kost á að flytja bangsa. Þjóðin hlýtur að eiga þá kröfu á hendur náttúrufræðingum sínum að þeir hafi umsjón með svona málum og ríkið borgi. Kallið þetta malbikshugsun úr öllu veruleikasambandi en þetta er mín meining. Ekki veit ég hvort það var þessi best tengdi ritstjóri Dags sem um daginn skrifaði um Nátt- úrugripasafnið og birti þar mynd af pardusdýri og kallaði það gaupu. Gaupan er einmitt dæmi um rándýr í útrýmingarhættu sem skokkar um Skandinavíu ásamt fáeinum úlfum og björnum. Árlega drepa þessi dýr tugi sauðfjár en samt fá þau að lifa og mætti kallast heiðarleg sam- keppni. Helgi er ekki alls kostar sáttur við að Fljótamenn skyldu fclla ísbjörninn. Kaffihlaðbord Kaffihlaðborð í Lóni sunnud. 6. mars frá kl. 3-5. GEYSISKONUR. Félag aldraðra Akureyri heldur aðalfund laugardaginn 12. mars og hefst hann kl. 2 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf og skemmtiatriði. Félag aldraðra. BORGARA noKKURim -flokkur með framtíð Föstudaginn 4. mars frá kl. 5-7 verður Júlíus Sólnes þingmaður Borgaraflokks- ins til viðtals á skrifstofu flokksins. Skrifstofa Borgaraflokksins Hafnarstræti 101,3. hæð, (Amaro-húsinu). Sími 27787. Pizzukynning Salami- og sjávarréttapizzur ásamt hrásalati verÖa kynntar í Hagkaupum fimmtudaginn 3. mars frá kl. 15.30-19.00. ★ Kynningarverð ★ EYFIRSK MATVÆLI HAGKAUP Akureyri 4. sýning föstudagskv. 4. mars kl. 20.30 5. sýning laugardagskv. 5. mars kl. 20.30 Miðapantanir i síma 24936. Leikfélag Óngulsstaðahrepps. U.M.F. Árroðinn. Freyvangsleikhúsið Freyvangsleikhúsið augiýsir: Mýsogmenn Borgarbíó Fimmtud. 3. mars LlNlOliCHABLES Kl. 9.00 Hinir vammlausu Kl. 11.00 Hinir vammlausu Kl. 9.10 Sjúkraliðarnir Kl. 11.10 Nornirnar í Eastwick

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.