Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 15. mars 1988 Landbúnaðarráðuneytið: Nauðsynlegt var að hækka jöfnunargjaldið Sigrún Stefánsdóttir. Skipulegt fjarkennslu- nám hefst í vikunni I tilefni af athugasemdum Verslunarráðs og Neytenda- samtakanna af áhrifum hækk- unar jöfnunargjalds á innflutt- ar franskar kartöflur, og gert var grein fyrir í fjölmiðlum þriðjudaginn 2. mars, vill land- búnaðarráðuneytið koma eftir- farandi á framfæri. 1. Landbúnaðarráðuneytið er með þessari ákvörðun að fram- fylgja lögum nr. 25/1986 um jöfnunargjald á innfluttar kart- töflur og vörur úr þeim, sem gera ráð fyrir að íslensk framleiðsla sé vernduð gegn óheftum, niður- greiddum innflutningi. 2. Verðhlutföll, innfluttra og innlendra kartaflna breyttust í kjölfar tollabreytinga um ára- mót. Pví var nauðsynlegt að hækka jöfnunargjaldið til að framfylgja tilgangi laganna. 3. I desember 1987, var frestað útgáfu innflutningsleyfa fyrir franskar kartöflur. í framhaldi af því var óskað eftir tillögum frá innflutningsnefnd hvernig farið skyldi með áframhaldandi inn- flutning. í þessari fimm manna nefnd eiga m.a. sæti tveir fulltrú- ar innflytjenda. Peir fulltrúar neituðu samstarfi í nefndinni, en kusu að vinna að málinu eftir öðrum leiðum. 4. Samkvæmt upplýsingum frá Fulltrúar allra flokka á Alþingi nema Borgaraflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um umboðsmann Alþingis. Hlutverk umboðsmannsins á að vera að gæta þess að stjórn- völd virði rétt einstaklinga og samtaka þeirra. Hann hefur í því skyni eftirlit með því að jafnræði sé virt í stjórnsýslu- störfum og að stjórnsýsla sé að öðru leyti í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti. Starfssvið umboðsmanns Alþingis tekur til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með þó vissum undantekningum: ajStarfa Alþingis og stjórnsýslu í þágu Alþingis sem háð er eftirliti þing- forseta. b) Starfa nefnda sem Alþingi kýs og skila eiga skýrslu til umfjöllunar. c) Starfa yfir- innflytjendum og samkvæmt þeim upplýsingum sem ráðuneyt- ið hefur aflað sér á annan hátt, var innkaupsverð með flutningi að jafnaði um 25 krónur, síðari hluta ársins 1987. Samkvæmt því er jöfnunargjaldið eftir hækkun tæpar 50 krónur á kíló og tollur um 7 krónur á kíló. Af því leiðir að verð án heildsöluálagningar er um 80 krónur hvert kíló. 5. Hvernig heildsöluálagning kemur þessu verði í 120-180 krónur, eins og segir í fréttatil- kynningu Verslunarráðs, getur landbúnaðarráðuneytið ekki skýrt. 6. Landbúnaðarráðuneytið dregur í efa þá miklu verðhækk- un sem veitingahúsamenn hafa tilkynnt, en samkvæmt fréttum 2. mars mun hver skammtur af frönskum kartöflum eiga að hækka úr 90 krónum í 220 krónur, þegar haft er í huga að hin aukna gjaldtaka nemur að hámarki 9,00 kr. á hvern skammt (miðað er við 200 g) og er þá reiknað með fullum söluskatti í því dæmi. 7. Heildsöluverð innlendra kartaflna er 107 krónur hvert kíló, þannig að ljóst má vera að hækkun jöfnunargjalds gerir ekki meira en að skapa eðlilegan sam- keppnisgrundvöll á markaðinum. skoðunarmanna ríkisreikninga- og ríkisendurskoðunar. d) Dómsathafna. e) Ákvarðana og annarra athafna stjórnvalda sem bera skal undir dómstóla sam- kvæmt beinum lagafyrirmælum. f) Stjórnsýslu sveitarfélaga, nema ákvarðana, sem skjóta má til ráð- herra eða annars stjórnvalds ríkisins. Umboðsmaður getur tekið mál til meðferðar eftir kvörtun eða að eigin frumkvæði. Hann getur krafið stjórnvöld um þær upplýs- ingar sem hann þarfnast vegna starfs síns, þar á meðal hvers konar skýrslur, skjöl, bókanir og önnur gögn sem mál varða. Fyrsti umboðsmaður Alþingis er Gaukur Jörundsson lagapróf- essor og var hann kosinn af Alþingi skömmu fyrir jól. AP Þann 19. þessa mánaðar hefj- ast tilraunir með skipulegt fjar- kennslunám í gegnum sjónvarp, en tilraunastarf þetta er til undirbúnings viðameiri og skipulegri fjarkennslu sem stefnt er að því að hefjist næsta haust. Útsendingar verða til að byrja með eftir hádegi á laug- ardögum og verða útsendingar um það bil klukkutíma langar. Fjarkennsla getur verið með ýmsu móti, en það starf sem nú er verið að hrinda af stokkunum fyrir forgöngu menntamálaráðu- neytisins verður einkum af þrennu tagi. í fyrsta lagi verður um að ræða kennslu í tilteknum námsþáttum á ýmsum stigum skólakerfisins, til áfanga- eða lokaprófs eftir atvikum. í öðru lagi verða almennir kynningar- þættir en einnig mjög sérhæft efni, einkum tengt atvinnulífinu. í þriðja lagi verður boðið upp á almenna fræðsluþætti sem ekki miðast við tiltekinn hóp þátttak- enda. Umsjón með framkvæmd fjar- kennslunnar er í höndum sér- stakrar framkvæmdanefndar sem var skipuð sl. sumar. í samræmi við erindisbréf frá menntamála- ráðuneytinu hefur framkvæmda- nefnd um fjarkennslu markað sér þá stefnu að standa ekki sjálf fyrir kennslu heldur fela öðrum framkvæmd þeirrar fjarkennslu sem ráðist verður í fyrir hennar tilstuðlan og að skapa þeim aðil- um sem vilja stunda fjarkennslu- aðgang að fjölmiðlun og dreifi- tækni til fjarkennslunnar. Dr. Sigrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin til að veita þessu starfi forstöðu. Dagskrá tilraunasendinganna næstu vikurnar verður af ýmsu tagi og mikil breidd í efnisvali. Nefna má sérstaka þætti fyrir grunnskólanemendur vegna sam- ræmdu prófanna í vor, þætti um vágestinn eyðni, þætti um skáklist, landafræði íslands fyrir grunnskóla, garðrækt og fleira. Öll er starfsemi þessi enn í mótun og eftir að setja reglur um Strangar kröfur eru gerðar til manna, sem stunda sprenging- ar á vegum verktaka og ann- arra aðila. Að sögn Stefáns Einarssonar hjá Vinnueftirliti ríkisins, verða þeir sem vilja stunda slíka atvinnu, að sækja námskeið, standast verklegt og fræðilegt próf auk þess að fá atvinnuleyfl viðkomandi lög- reglustjóra. Ekki mega aðrir flytja inn sprengiefni en þeir sem hafa leyfí dómsmálaráð- herra. ýmsa mikilvæga þætti fjarkennsl- unnar. Ríkisútvarpið, hljóðvarp og sjónvarp, hefur falljst á að miðla efni fjarkennslunnar á föst- um tímum í hverri viku, en eftir er að ganga frá því hvaða tími verður fyrir valinu þegar fjar- kennslan kemst í skipulegt horf í haust. Vonir standa til að aðrar útvarps- og sjónvarpsstöðvar muni einnig taka þátt í að miðla fjarkennslu. í fjarkennslunefnd eiga sæti: Jón Torfi Jónasson, formaður, Þuríður Magnúsdóttir, Stefán Stefánsson, Þór Vigfússon og Gunnar G. Schram. unnið, ekki rétt hlaðið og ýmsar fleiri villur koma fyrir. Okkur datt því í hug að láta menn fylla út ákveðið verklýsingarblað fyrir hverja meiriháttar sprengingu, þannig að hægt væri að rekja sig aftur á bak í atburðarásinni að villunum. Það kemur alltaf fyrir að menn gera villur, yfirleitt í þeim dúr að þeir nota ekki rétta sprengihleðslu. Ef skaði verður af völdum sprengiefnis kemur til kasta vinnueftirlitsins og niður- staða þess er notuð til hliðsjónar við að ákvarða bótaskyldu.“ Umboðsmaður Albingis tekur brátt til starfa - þingsályktunartillaga um störf hans lögð fram á Alþingi Vinnueftirlit ríkisins: Strangar kröfur gerðar - til manna sem vinna með sprengiefni Mynd: TLV Stefán Einarsson sagði, að á vegum vinnueftirlitsins væru haldin fjögurra daga námskeið í notkun sprengiefna. Fjallað væri um hinar ýmsu gerðir af hvell- hettum, púðurþræðingu, sjálf- sprengiþræði og nónelhvellhettur, og skýrt út hvernig þessir hlutir virka. Sýndar eru fræðslukvik- myndir um hvernig eigi að standa að vinnu með sprengiefni og ann- an búnað á sprengistað, talað er um sprengihnalla, viðnámsmæl- ingar í rásum, sprengitækni þ.e.a.s. að leggja sprengiplan, borun og bormynstur og kenndur útreikningur sprengiefnismagns eða hleðslu í kg á hvern rúm- metra bergs. En er mikið um að menn stundi sprengingar og meðferð sprengiefna án þess að hafa til þess tilskilin réttindi? „Það held ég ekki, en þó kemur alltaf fyrir einhver handvömm í þessum efnum,“ sagði Stefán. „Sprengi- plan- er st-undum • illa- - eða-ekki - EHB Kongsaa málið: Búið að greiða tiyggingafé Eigandi flutningaskipsins Kongsaa sem lenti í árekstri við togarann Stálvík frá Siglu- fírði hefur greitt 20 milljónir að kröfu útgerðar Stálvíkur- innar vegna skemmda á togar- anum og björgunarlauna. Kongsaa var kyrrsett á Seyðis- firði vegna þessarar kröfu útgerð- ar Stálvíkurinnar en fyrir um hálfum mánuði bjargaði Stálvík- in danska skipinu frá strandi við Raufarhöfn. Kongsaa hefur nú lagt úr höfn. Næsta skref verður að semja um björgunarlaun og greiðslu vegna skemmda á Stál- víkinni en skipið er enn í slipp á - Akureyri.'.—.......JOH Skyldi ég drífa í land?____ ______________

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.