Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 15
15. mars 1988 - DAGUR - 15 íþróttir Knattspyrna: Þorvaldur og Halldór á skotskónum - skoruðu mörk ólympíuliðsins í Hollandi Þeir féiagar Þorvaldur Örlygs- son úr KA og Halldór Áskels- son úr Þór voru á skotskónum er ólympíulandslið íslands í knattspyrnu sigraði hollenskt áhugamannalið í æfíngaleik í Hollandi á sunndaginn. Þeir skoruðu mörkin í 2:1 sigri liðsins. Islenska ólympíuliðið er nú í æfinga- og keppnisferð í Hol- landi, þar sem liðið leikur m.a. þrjá leiki. Sá fyrsti var á sunnu- daginn, gegn SDW Amsterdam sem er sterkt áhugamannalið. Þorvaldur kom íslenska liðinu yfir í leiknum en Hollendingarnir jöfnuðu 1:1. Það var svo Halldór sem innsiglaði sigur liðsins með góðu marki. í dag leikur íslenska liðið gegn 1. deildarliðinu Haarlem og má búast við fjörugum leik. Þriðji og síðasti leikurinn fer síðan fram á fimmtudaginn. Nokkrar arhjá Nú styttist í það að knatt- spyrnuvertíðin hefjist og liðin undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir alvöruna. Að þessu sinni leika 8 lið í B-riðli 3. deildar en það er einu liði fleira en í fyrra og það voru Dalvíkingar sem tóku viðbótarsætið í riðlinum. Það munu því fjögur norðanlið leika í B-riðli 3. deildar í sumar, Hvöt á Blönduósi, UMFS á Dalvík, Reynir Árskógsströnd og Magni frá Grenivík. Auk þeirra leika Einherji frá Vopnafirði, Huginn frá Seyðisfirði, Þróttur frá Neskaupstað og Sindri frá Hornafirði í riðlinum. Einherji féll úr 2. deild en Austri og HSÞ- b úr B-riðli 3. deildar. Dagur hafði samband við for- svarsmenn liðanna fjögurra frá Norðurlandi sem leika í 3. deild og forvitnaðist um það hvort miklar breytingar yrðu á liðum þeirra fyrir komandi keppnis- tímabil. Hvöt: Hvöt sigraði með glæsibrag í 4. Knattspyrna 3. deild: .ISSfti mannabreyting- norðanliðunum Körfubolti: Staðan 1. deild Úrslit leikja í 1. deildinni í körfubolta um helgina urðu þessi: HSK-Léttir 66:58 UMFT-Reynir 104:83 UMFS-ÍA 51:82 Staðan í deildinni er þessi: UMFT 13 12- 1 1189: 899 24 ÍS 12 10- 2 882: 687 20 UÍA 12 10- 2 820: 710 20 HSK 12 5- 7 758: 817 10 íA 12 5- 7 776: 836 10 Léttir 13 5- 8 810: 899 10 Reynir 12 2-10 698: 850 4 UMFS 12 0-12 764:1006 0 Handbolti: 3. deild karla Úrslit leikja í 3. deildinni í handbolta um helgina urðu þessi: IA-Völsungur 20:20 Þróttur-Völsungur 23:24 ÍBK-Völsungur 20:16 Ögri-ÍS 15:45 Staðan í deildinni er þessi: ÍBK 13 12-0- 1 333:208 24 ÍH 12 9-1- 2 281:217 19 ÍS 14 7-3- 4 349:261 17 ÍA 12 7-2- 3 299:239 16 Þróttur 13 5-1- 7 278:259 11 Völsungur 10 3-1- 6 208:193 7 ÍBÍ 12 2-0-10 246:322 4 sÖgiiff »í*3j."ví1í1i ‘iUkOslikUMlfhiOsii deildinni síðastliðið sumar og vann sér þar með langþráð sæti í 3. deild. Ingvar Magnússon var endurráðinn þjálfari og leikur hann jafnframt með liðinu. Páll Leó Jónsson aðalmarkaskorari Hvatar á síðasta keppnistímabili, hefur ákveðið að gerast þjálfari og leikmaður Kormáks á Hvammstanga og verður skarð hans í liði Hvatar vandfyllt. Páll Leó skoraði 18 mörk fyrir Hvöt í sumar og var markahæsti leikmaður liðsins. Þá hefur Ingv- ar Jónsson frá Skagaströnd ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla en hann lék 10 leiki með Hvöt í sumar og skor- aði 4 mörk. Hermann Arason fyrirliði liðs- ins hafði hugsað sér til hreyfings en hann hefur nú ákveðið að leika áfram með Hvöt. Hvöt hef- ur fengið einn nýjan leikmann en það er Trausti Ægisson sem kem- ur frá Reyni Hellissandi. UMFS: Dalvíkingar leika í 3. deild í sumar en ekki er búist við mikl- um breytingum á liðinu frá síð- asta keppnistímabili. Óvíst er hvort „öldungurinn“ í liðinu, Ágúst Albertsson leiki í sumar en hann hyggst leggja skóna á hill- una samkvæmt heimildum blaðs- ins. Ágúst lék mjög vel með lið- inu í fyrra og var m.a. kjörinn besti leikmaður liðsins. Það yrði því skarð fyrir skildi að missa hann úr liðinu. Garðar Jónsson var endurráðinn þjálfari og leikur hann jafnframt með liðinu. Reynir Á: Reynir hefur misst framherja sinn Órn Viðar Arnarson en sam- kvæmt heimildum blaðsins hefur hann gengið til liðs við KA. Örn Viðar var langmarkahæsti leik- maður liðsins í sumar, skoraði 9 mörk í 10 leikjum. Bjarni Konráðsson þjálfari liðsins er einnig mjög liðtækur leikmaður og auk þess hefur Páll Leó Jónsson þjálfar Kormák í iMÉÍUMÉMUUUiUlMUtUÍIIlkka** Reynir fengið þrjá unga og efni- lega leikmenn, tvo frá Þór og einn frá KA. Magni: Magni háði harða keppni við Tindastól síðastliðið sumar um sæti í 2. deild og hafði Tindastóll betur í þeirri viðureign. „Gamli maðurinn“ í liðinu, Heimir Ing- ólfsson hefur lagt skóna á hilluna en verður aðstoðarmaður Þor- steins Ólafssonar þjálfara í sumar. Þá hefur Eymundur Ey- mundsson gengið í raðir Þórsara að nýju. Hringur Hreinsson framherj- inn snjalli, hyggst leika með lið- inu í sumar en hann lék ekkert á síðasta keppnistímabili vegna meiðsla. Hringur fótbrotnaði illa í fyrrasumar en hefur nú náð sér af þeim meiðslum. Bræðurnir Magnús og Helgi Helgasynir hafa skipt yfir úr Þór í Magna og þeir eiga örugglega eftir að styrkja leikmannahóp liðsins mikið. Hreiðar Hreiðarsson hefur skipt yfir í Magna úr Árroðanum og Elís Árnason framherji frá Val á Reyðarfirði hefur einnig gengið til liðs við félagið. Það má því búast við því að Magnamenn mæti sterkir til leiks í vor. Önnur lið: Einherji frá Vopnafirði féll sem kunnugt er í 3. deild en víst er að liðið, með Njál Eiðsson þjálfara í broddi fylkingar, mun leggja allt kapp á að endurheimta sæti sitt í 2. deild. Huginn frá Seyðisfirði vann sér sæti í 3. deildinni í sumar og Guðmundur Svansson þjálfari liðsins á örugg- lega eftir að gera enn betri hluti með liðið á komandi keppnis- tímabili. Þróttur N hefur misst snjalla menn og gæti það sett strik í reikning liðsins í sumar. Sindri hefur á að skipa ungu og efnilegu liði sem er til alls líklegt á kom- andi keppnistímabili. Keppni í 3. deild hefst 28. maí. Þorvaldur Örlygsson skoraði fyrra mark ólympíuliðsins í Hollandi á sunnu- dag. FA-bikarinn: Hringur Hreinsson er mættur í slag- inn á'Wý. l « ll.) t >< lli«> Liverpool dróst gegn Nott. Forest - og Luton gegn Wimbledon I gær var dregið um það hvaða lið leiki saman í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu. Liverpool mætir Nott- ingham Forest á Hillsborough í Sheffíeld annars vegar og Wimbledon og Luton eigast við á White Hart Lane í London hins vegar. Leikirnir fara fram á hlutlaus- um velli þann 9. apríl. Liverpool hefur ekki fengið á sig mark í keppninni og ljóst er að róður Forest-manna verður þungur. Forest lék mjög vel gegn Arsenal um helgina og er til alls líklegt gegn Liverpool, þótt flestir hallist nú að sigri Liverpool. Luton á nú alla möguleika á því að leika fjórum sinnum á Wembley í vor. Liðið hefur þegar tryggt sér farseðilinn á Wembley í deildabikarnum. Auk þess er liðið komið í úrslit Simod Cup og er eitt þeirra liða er leika í 100 ára afmælismóti enska knatt- spyrnusambandsins á Wembley í næsta mánuði. Flestir knattspyrnusérfræðing- ar hallast að því að það verði Liverpool og Luton sem leiki til úrslita í FA-bikarnum. Steve Foster og félagar í Luton mæta Wimbledon í undanúrslitum. Bikarkeppni HSÍ: Hvaða iið komast í undanúrslit? Nú eru aðeins átta lið eftir í bikarkeppni karla í handbolta og í vikunni verður gert út um það hvaða lið komast í undan- úrslit. Tvö 2. deildar lið eru enn með í keppninni, IBY og Fylkir og eiga þau bæði heima- leik gegn andstæðingum sínum. Þrír leikjanna fara fram á mið- YÚtudagen þá’teikaBreiðabUk og- FH í Digranesi, ÍBV og KR í Eyjum og Fylkir og Valur í Selja- skóla. Á fimmtudag mætast síðan Fram og Víkingur í Laugardals- höll. Að loknum þessum leikjum verður ljóst hvaða lið leika í undanúrslitum en þeir leikir fara fram 27. mars. Sjálfur úrslita- leikurinn fer síðan fram þann 13. ■appflf »»=»»»••><.« »»»»»!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.