Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 7
15. mars 1988 - DAGUR - 7
Bjarney Sívertsen Helgadóttir
- 85 ára
Bjarney Sívertsen Helgadóttir
varð 85 ára á sunnudaginn.
Bjarney er fædd að Múla í
Aðaldal 13. mars 1903, dóttir
hjónanna Karólínu Benedikts-
dóttur Kristjánssonar prófasts á
Grenjaðarstað í Aðaldal og
Helga bónda Jóhannessonar
Jóhannessonar pósts á Birnings-
stöðum í Laxárdal.
Karólína og Helgi eignuðust
sjö börn, sex komust til fullorðins
ára: Regína Magdalena, Ásta,
Bjarney Sívertsen, Jökull, Hauk-
ur og Logi.
í Múla voru heimiliskennarar.
Bjarney stundaði nám við
Kvennaskólann í Reykjavík vetur-
inn 1921-22, auk þess sótti hún
hannyrðanámskeið í Reykjavík
og stundaðí hannyrðanám bæði á
Húsavík og Sauðárkróki. Bjarn-
ey hefur alla tíð verið mikil hann-
yrðakona og þess má til gamans
geta að enn prjónar hún dúka úr
tvinna, auk þess vinnur hún fín-
lega, vel gerða og fallega hluti oft
með aðferðum sem fáir hafa
kunnáttu til að beita í dag.
Bjarney bjó í Múla til 28 ára
aldurs, þá giftist hún Kristni
Bjarnasyni múrarameistara og
þau hófu búskap á Húsavík.
Kristinn var sonur hjónanna
Kristgerðar Kristófersdóttur og
Bjarna Símonarsonar. Kristinn
hafði verið ráðsmaður hjá sr.
Halldóri á Presthólum í 20 ár.
Pau hjónin bjuggu allan sinn
búskap í húsinu Múla sem Krist-
inn byggði að Ásgarðsvegi 3 á
Húsavík. Bjarney missti mann
sinn 9. apríl 1976 og hefur síðan
búið ein í húsi þeirra.
Bjarney og Kristinn eignuðust
fimm börn: Karolína býr á Akur-
eyri og er gift Sigvalda Sigurðs-
syni rakara.
Kristgerður, gift Sigurjóni
Guðjónssyni apótekara í Garða-
bæ.
Doktor Haukur efnaverkfræð-
ingur giftist Kookie Spiliopulu
frá Grikklandi, þau búa í Basel í
Sviss.
Bjarni vélstjóri, starfar sem
heildsali í Reykjavík, giftur
Guðrúnu Garðarsdóttur frá
Fáskrúðsfirði.
Yngsta barn Kristins og Bjarn-
eyjar var Logi sem þau misstu
tveggja ára gamlan.
Rafmagnseftirlit ríkisins:
Kveikið ekki í
með straujáminu
--- ---------- --------------
Gefið nytsamar og skemmtilegar
fermingargjafir
Svefnpokar. verð u* kr. 2.518..
Bakpokar. Verð frá kr. 1.885.-
TjÖld. Verð frá kr. 6.079.-
Einnig veiðistangir, veiðihjól,
veiðivesti og sitthvad fleira.
„Láttu ganga ljóðaskrá
um löstinn þann að reykja!“
Nú gefst þér færi á að leggja þitt af mörkum í
baráttunni gegn tóbaksnotkun, með því að taka þátt í
skemmtilegri samkeppni. Þú sendir inn frumort ljóð eða
vísur um skaðsemi tóbaks og kannski verður þú svo
heppinn að sjá þitt framlag notað á vindlingapakka eða í
auglýsingar.
Síðasti skiladagur er 25. mars nk. og stefnt er að því að
birta úrslitin á reyklausa daginn, 7. apríl. Þátttakendur eru
beðnir að merkja ekki kveðskap sinn með nafni heldur Iáta
nafn og heimilisfang fylgja með í lokuðu umslagi.
Dómnefnd skipa Árni Johnsen, Helgi Sæmundsson og
Kristín Porkelsdóttir.
1. verðlaun 50 þúsund kr.
Góð verðlaun eru í boði:
2. verðlaun 30 þúsund kr. 3. verðlaun 20 þúsund kr.
Utanáskriftin er:
Vístiasamkeppni Tóbaksvamanefndar
Siógarh/íð 8, 105 Reyijavít TÓBAKSVARNANEFND
TÓBAKSVARNANKrND ÁSKILUR S6R Rf/IT TIL AB NOTA ALl.T RAÐ EFNI SKM BERST 1 SAMKEPPNINA.
1. Skiljið straujárn aldrei eftir í
sambandi, ef þið þurfið að
bregða ykkur frá. Sjálfvirki rof-
Straujárn á ekki að nota nema við
jarðtengdan tengil.
inn á því getur bilað og þá heldur
járnið áfram að hitna, þangað til
botninn bráðnar úr því, eða
eitthvað annað gefur sig með
þeim afleiðingum, að neistar frá
járninu geta hæglega kveikt í
borðinu og öðru brennanlegu.
2. Ef gamla snúran er farin að
trosna og e.t.v. farið að sjást í
vírana undir einangruninni, þá er
kominn tími til að skipta um
snúru. Munið að fá tausnúru.
Plastsnúra bráðnar við minnstu
snertingu við heitt járnið.
3. Straujárn á að vera jarð-
tengt, og það ætti ekki að nota,
nema við jarðtengdan tengil.
4. Ef þið setjið kló á jarðtegnt
tæki, eins og t.d. straujárn, þá
verður að nota kló, sem til þess
er ætluð og passar í jarðtengdu
tenglana í íbúðinni. í jarðtengd
tæki er notuð snúra með þremur
vírum. Einn þessara víra er
gulgrænn. Það er jarðtengivírinn.
Skerið einangrunarkápuna af
þráðunum, þannig að einangrun-
in á þeim skaddist ekki. Mælið
við klóna. Gulgræni vírinn á að
vera aðeins lengri en hinir, t.d. 1
sentimetra. Afeinangrið alla
þræðina, 8-10 mm og snúið upp
á, þannig að engir lausir endar
séu útundan. Tengið jarðtengi-
vírinn við jarðtengifestinguna,
sem er merkt með tákninu -4r
og látið endana á hinum vírunum
hverfa inn í tindana alveg upp að
einangrun. Látið einangrunar-
kápuna nú vel inn fyrir festi-
klemmuna (togfestuna) í klónni
og herðið þéttingsfast að.
5. Venjið ykkur og börnin á
heimilinu á að taka alltaf um
klóna en ekki í snúruna, þegar
tekið er úr sambandi.
Það er vissara að fara að öllu með
gát þegar straujárnið er annars
vegar.
Pantanir i sima 26888. VEGGBRATTIR 1 B0LTANUM BUGÐUSÍÐU
1 OJ m. DP 1
ENDURHÆFINGAR- 0G LIKAMSRÆKTARSTODIN
BUGDUSIÐU 1 AKUREYRI SIMI (96) 26888