Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 9
15. mars 1988 - DAGUR - 9 fjölbreytta skemmtidagskrá i með söngvum og horft á gríska þjóðdansa eins og þeir i gerast bestir. Þrátt fyrir nálægðina við Aþenu, gætir alls engrar mengunar í Voli- agmeni, en það er stundum sagt að Aþena sé mengaðasta í borg Evrópu. Sérstaklega er i loftmengunin þar mikil og i hafa grísk stjórnvöld gripið til ýmissa ráðstafana til að draga j úr henni. Þannig er bílaum- I ferð um borgina takmörkuð . að verulegu leyti, t.d. er . umferð díselbíla bönnuð. En Aþena er heillandi borg þrátt i fyrir þennan annmarka og r vissulega er það mikill kostur að geta dvalið í næsta ná- grenni hennar en vera samt algerlega laus við mengunina. Af lengri skoðunarferðum má nefna dagsferð til Delfí, aðseturs véfréttarinnar frægu i í hlíðum Parnassosfjalls. Þar standa stórfenglegar rústir Apollóhofsins, hringleikahús- ið, Ólympíuleikvangurinn forni og minjasafn. Á leiðinni er farið fram hjá mörgum sögufrægum stöðum, svo sem Maraþon og Þebu. Segja má að,mannkynssagan standi i manni ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum þegar þessir fornfrægu staðir eru heimsótt- ir. Einnig gefst ferðamönnum kostur á tveggja til þriggja daga siglingu milli grísku eyj- anna á Saroníska flóanum, sem eru rómaðar fyrir fegurð. Það má með því með sanni segja, að Voliagmeni sé ákjósanlegur áfangastaður í sumarleyfinu, hvort sem ætl- unin er að flatmaga í sólinni ellegar kynnast menningu og sögu Grikklands, nema hvorutveggja sé. monía er óneitanlega glæsilegt og gefur afganginn, enda er Armonía hótel í um og notar þá ávallt tækifær- ið til að renna fyrir lax eða fara á „skytterí“, enda maðurinn með svæsna veiðidellu, að eig- in sögn. Hann segist vart eiga orð til að lýsa fegurð íslands, „en það er ansi kalt hjá ykkur, því get ég ekki neitað“, segir hann og hlær. En það er ekki bara veiðidell- an og fegurð landsins sem heillar Nick. Unnusta hans er nefnilega íslensk og starfar sem flugfreyja hjá Flugleiðum. Þau hafa verið trúlofuð í nokkur ár. Ég spurði Nick hvort það væru þessi tengsl hans við landið sem gera það að „Þróunin undanfarin ár hefur öll verið á einn veg.“ verkum að íslendingar eru á nokkurs konar sérsamningi í Voliagmeni. Hótelstjórinn efnir sem sagt reglulega til veislna fyrir hina íslensku gesti hótela sinna, þeim að kostnaðarlausu, og legg- ur sig fram um að enginn fari óánægður heim til íslands. „Mér finnst persónulega að íslendingar séu mjög vinsamlegt og gott fólk og sérlega heilbrigt. Heilt yfir finnst mér - og ég er ekki einn um þá skoðun - íslend- ingar einhverjir bestu gestir sem við fáum hingað til okkar. Það er einkennandi hversu áhugasamir þeir eru um Grikkland og gríska menningu og það kunnum við svo sannarlega að meta. Við leggjum okkur því fram um að láta þá finna að hótelið er meira en hótel þann tíma sem þeir dvelja hjá okkur; það er heimili þeirra.“ - Hvenær hófst samstarf ykkar og Samvinnuferða? „Samstarfið hófst árið 1983, fyrir tilstuðlan Helga Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra Sam- vinnuferða/Landsýnar og ræðis- mannshjóna íslands í Grikk- landi. Fyrst í stað var þetta smátt í sniðum og Samvinnuferðir leigðu 5-7 herbergi samtals á hótelum okkar. Síðan hefur þetta vaxið jafnt og þétt og núna eru Samvinnuferðir með 10 herbergi á Armonia og 25 á Paradise. Samstarfið hefur gengið mjög vel og ég hef trú á að það eigi eftir að aukast enn frekar á næstu árum. Aukningin milli áranna 1986 og 1987 var t.d. nálægt því að vera 100%. Það, að margir koma aftur ár eftir ár, teljum við vera vís- bendingu um að við séum á réttri leiö," ,■ - Heima á íslandi er Rhodos e.t.v. þekktasti sumarleyfisdval- arstaður Grikklands, en Voliag- mene er óþekktari. Er þetta sumardvalarstaður framtíðarinn- ar í Grikklandi? „Ég skal segja þér söguna eins og hún er. Ég er arkitekt að mennt. Árið 1972 var ég fram- kvæmdastjóri stórs byggingafyr- irtækis í Aþenu. Þetta fyrirtæki byggði meira en 200 stórhýsi í Aþenu á örfáum árum og við sem vorum þar í forsvari, gjörþekkj- um Aþenu og nánasta umhverfi hennar. Við vissum hver þróunin yrði og þess vegna ákváðum við að verja miklu fjármagni í að byggja þrjú hótel í bæjunum sunnan við Aþenu, eitt í Voula og tvö í Voliagmeni. Það er dýr- ara að byggja í Voliagmene en á nokkrum stað öðrum í Grikk- landi. Þetta svæði hefur löngum verið mjög vinsælt meðal auðug- asta fólksins á Grikklandi. Snekkjueigendur, leikarar og fleira fólk, sem er mjög áberandi í þjóðlífinu hér, dvelur í Voliag- meni yfir sumartímann. Kostirnir eru ótvíræðir: Þú dvelur í Aþenu, en þó ekki í Aþenu, ef svo má að orði komast. Þú ert sem sagt steinsnar frá höfuðborg- inni en þó algerlega laus við mengunina og stórborgarbrag- inn, sem þar ræður ríkjum. Jafn- framt er við hendina allt það sem ferðamenn sækjast eftir á Rhodos, þ.e. sólskinið, ströndin, sundlaugin og fjörugt næturlíf. Ég gæti talið upp margt fleira í þessu sambandi, en sé ekki ástæðu til þess. Þróunin undan- farin ár hefur öll verið á einn veg og ég er sannfærður um að innan örfárra ára verður Voliagmeni orðinn vinsælasti sumarleyfis- dvalarstaður á Grikklandi. Það er engin spurning,“ sagði íslands- vinurinn Nick Valavanis að lokum. Þeir sem ferðast til Voliagmeni á vegum Samvinnuferða/Land- sýnar, geta valið á milli tveggja hótela, Armonia og Paradise. Hótel Armonia (sem þýðir reyndar samvinna), er lúxus- hótel í A-flokki en Hótel Para- dise er hins vegar í B-flokki, prýðishótel engu að síður. Hótelin eru hlið við hlið, í þægilegu göngufæri frá allri þjónustu og steinsnar frá ströndinni. Gestir á Hótel Paradise geta notfært sér öll þau þægindi sem Armonia hef- ur upp á að bjóða - nema her- bergin að sjálfsögðu... Sam- nýtingarmöguleiki hótelanna er til kominn af því að sömu eigendur eru að báðum hótel- unum. Framkvæmdastjóri hótelanna heitir Nick Valavan- is, en þau eru í eigu fjölskyldu hans. Nick hefur umsjón með daglegum rekstri þeirra og hef- ur því í mörg horn að líta. Hann gefur sér þó ávallt tíma til að spjalla við gestina og er sérlega vinsamlegur í viðmóti. Nick Valavanis er annálaður íslandsvinur og mjög hrifinn af landi og þjóð. Hann hefur heimsótt ísland nokkrum sinn- Barínn á Hótel Paradise er vinsæll áningarstaður þegar líður að kvöldi. Myndin var tekin um hádegisbilið. „Mendingar eru bestu gestimiru - segir Nick Valavanis hótelstjóri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.