Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 1
Alþýðusamband Norðurlands: Aðgerðir yfirvofandi Að viku liðinni tekur kjarabar- átta verkafólks enn nýja stefnu. Á fundi samninga- nefndar Alþýðusambands Norðurlands um helgina var samþykkt að fara þess á leit við þau félög sem að samninga- nefndinni standa, að þau boði Skák Jóhanns og Helga frestað Skák Jóhanns Hjartarsonar og Helga Ólafssonar frá því í fyrstu umferð alþjóðlega skák- mótsins á Akureyri átti að tefl- ast í gær en var frestað að ósk Helga Ólafssonar. Frídagur var hjá keppendum á skákmót- inu í gær en í dag verður tefld 6. umferð. Skák Jóhanns og Helga verður tefld á föstudaginn en þá er aftur frídagur hjá keppendum. Jóhann, Gurevich og Margeir eru efstir og jafnir á mótinu með 3x/i vinning. Sovéski stórmeistarinn Dol- matov tefldi í gærkvöld fjöltefli við nemendur í Menntaskólanum á Akureyri. Nánar verður skýrt frá fjölteflinu í blaðinu á morgun. JÓH til yfirvinnubanns og banns við hvers konar afkastahvetjandi launakerfum í allri almennri verkamannavinnu og fisk- vinnslu. í gær voru haldnir stjórnar- fundir í félögunum þar sem þessi samþykkt var tekin fyrir og átti niðurstaða að liggja fyrir stjórn Alþýðusambands Norðurlands á hádegi í dag. Reikna má með að öll félögin hafi samþykkt að fara að þessu boði, en niðurstaða lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. AN mun væntanlega boða þessar aðgerðir frá og með deginum í dag, svo með löglegum fyrirvara taka aðgerðirnar gildi frá og með miðnætti þann 22. mars nk. hjá öllum félögum sem falið hafa AN samningsumboð. Bannið kemur til með að hafa mikil áhrif á fiskvinnsluna, því reikna má með talsvert minni afköstum samfara þessum aðgerðum. Fiskvinnslufólk vinn- ur oft yfirvinnu og nær undan- tekningarlaust samkvæmt af- kastahvetjandi launakerfum. Af öðrum stéttum má nefna að hafnarverkamenn og bygginga- verkamenn munu ekki vinna yfir- vinnu og verður áhrifa þess vænt- anlega vart mjög fljótt. VG Útboðsverk á Vatnsskarði: Verktakinn gerir kröfur á Vegagerðina Framkvæmdir við sex kfló- metra langan kafla þjóðvegar- ins yfir Vatnsskarð, sem boðnar voru út á síðasta ári hafa al- deilis dregið dilk á eftir sér. Verktakinn Örnólfur Guð- mundsson frá Bolungarvík, sem sagði sig frá verkinu undir lok ágústmánaðar þegar aðeins þriðjungi þess var lokið, hefur nú sett fram kröfur á Vega- gerðina, vegna þess sem hann kallar fáránlega útboðslýsingu á námum. „Hann er ósáttur við okkar hugmyndir um lokauppgjör. Til- boðið hljóðaði upp á 16 milljón- ir, sem var 80% af kostnaðar- áætlun. Hann hafði lokið um ein- um þriðja þess og við greitt honum 5 milljónir, og ætluðum að láta það duga þar sem hann stóð ekki við gerða samninga. Hann sættir sig hins vegar ekki við þetta og hefur höfðað mál sem hann hyggst reka fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur. Kröfur sínar byggir hann á því sem hann kall- ar fáránlega útboðslýsingu á námum,“ sagði Jónas Snæbjörns- son umdæmisstjóri Vegagerðar- innar á Norðurlandi vestra. Jónas sagði að Vegagerðin mundi leggja fram sína greinargerð að viku liðinni og því ekki rétt að tjá sig um rök Örnólfs á þessu stigi. Þegar málið var þingfest í borgar- dómi nýlega var lögmönnum gef- inn frestur til 22. mars til gagna- öflunar. Eftir að Örnólfur gekk frá verkinu síðsumars þurfti Vega- gerðin að ganga frá veginum þannig að hann yrði aksturshæfur fyrir veturinn. Tók sá frágangur 3-4 vikur. Verkið hefur nú verið boðið út að nýju og verður það unnið í sumar. Samið hefur verið við verktakafyrirtækið Klæðingu í Reykjavík, sem var með lægsta tilboðið. -þá Nýr bátur bættist í flota Akureyringa sl. föstudag er trefjaplastbatnum Sunnu EA 51 var hleypt af stokkunum. Bát- urinn var smíðaður í Noregi en Vélsmiðjan Atli sá um alla stálsmíði og niðursetningu á vél. Á myndinni sést hið fagra fley á leið út úr vélsmiðjunni. Mynd: tlv Hafísinn nálgaðist Norðausturland í gær - Faldur ÞH 153 dró net sín undan ísspöng á Heiðargrunni Hafís nálgaðist Langanes og Melrakkasléttu í gær. Élja- gangur og slæmt skyggni var á þessum slóðum svo ekki var farið í ískönnunarflug. Vitað var um ís á siglingaleiðinni fyr- ir Langanes og ís sást frá höfð- anum við Raufarhöfn. íshrafl var komið að landi við Mel- rakkasléttu en ekki var vitað hve mikið magn var þar um að ræða. Enginn ís sást frá Gríms- ey. Um miðjan dag í gær hafði Dagur samband við Fald ÞH 153 frá Þórshöfn, þá voru skipverjar að draga net sín undan ísspöng austur á Heiðargrunni. Árni vél- stjóri á Faldi sagði að þarna væri þykk ísspöng sem farið hefði yfir trossurnar en autt væri utan við spöngina. Að sögn Árna var ekki gott um það að segja hve langt væri í meginjaðar íssins, skyggni var lélegt og éljagangur. Þarna var norðaustanátt, versta átt hvað ísinn varðaði og taldi Árni horfurnar mjög slæmar. Hafnarvörður og verkstjóri Raufarhafnarhrepps voru á varð- bergi í gær. Ef hætta skapaðist af ísreki átti að draga girðingar fyrir höfnina. Bæði girðingu fyrir hafnarmynnið og aðra girðingu innan við fyrir smábátahöfnina. Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri sagði að ís sæist frá vitanum á höfðanum en ekki var vitað hvort um ísspöng eða meginjaðar íssins var að ræða. Vitað var að ís var kominn á fjörur úti á nesinu og álitu menn að þar væri íshrafl á ferðinni. Rauðinúpur frá Raufarhöfn er í þriggja vikna leiðangri fyrir Hafrannsóknastofnun en 1-2 af minni bátunum eru búnir að taka upp veiðarfæri sín til að forða þeim frá ísnum. Gunnar sagði að aðeins væru fimm dagar þar til menn færu að leggja grásleppu- net og óttuðust þeir að ísinn mundi hamla veiðunum. „Við sjáum engan ís hérna, ekki nema einn og einn mola,“ sagði Garðar Ólason útgerðar- Næsta haust eru líkur á að unnið verði við áframhaldandi uppbyggingu Dalsbrautar. Gatan á að liggja frá Glerár- götu, upp með Glerá og þaðan til suðurs milli efra og neðra Gerðahverfis. Þegar hefur neðsti hluti hennar og kaflinn milli Gerðahverfanna verið lagður. í fjárhagsáætlun bæjarins er gert ráð fyrir 8,6 milljónum til nýframkvæmda í gatnagerð. Þeirri upphæð hefur ekki verið skipt endanlega milli verkefna en meðal þess sem er á óskalistanum er þetta verkefni. Að sögn Guð- maður í Grímsey. „Þó vitum við að ísinn er ekki langt norðan við eyna. Hér er suðaustanátt eins og er en á miðvikudag og fimmtudag er spáð suðlægum áttum," sagði Garðar og hafði orð á því að ekk- ert þýddi að vera svartsýnn held- ur yrðu menn að vona það besta. 1-2 bátar frá Grímsey eru búnir að taka upp öll sín veiðarfæri en sumir búnir að taka upp hluta af veiðarfærum sínum. Grímseying- ar hafa einnig tilbúinn vír til að strengja fyrir höfnina ef ísinn nálgast. IM mundar Guðlaugssonar yfirverk- fræðings gatnamáladeildar, er um að ræða heppilegt haustverk sem gott verður að grípa til þegar sumarverkin eru frá. Miðað er við að í haust verði varið um tveim milljónum til verksins. Það sem liggur fyrir eru sprengingar, útgröftur og upp- bygging en hvaða þættir verða teknir er óákveðið. Heildaráætl- un fyrir uppbyggingu vegarins sem eftir er, er um 7 milljónir. Ákvörðun um verkið verður að líkindum tekin í lok mánaðarins þegar kostnaðartölur fyrir asfalt liggja fyrir. ET Dalsbraut: Framkvæmdum fram- haldið í haust?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.