Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 11
15. mars 1988 - DAGUR - 11 Sigurður Jónsson: Horfellir á fslandi Þannig gæti annáll ársins 1988 hafist, því nú berast þær fregnir að hreindýr á Austurlandi falli úr hor, jafnvel í stórum stíl. Þó er aðeins nýbyrjuð Góa. Hvað verður með vorinu? Ekki er það nýtt fyrirbæri í íslandssögunni að skepnur falli úr ófeiti. Forfeður okkar hafa hlotið ámæli fyrir, að setja skepn- ur sínar á Guð og gaddinn. Nú virðist Menntamálaráðuneyti íslands setja stórar hreindýra- hjarðir þannig á vetur og bíður þeirra ekki annað en hordauði, ef Aðalfundur Osta- og smjör- sölunnar sf. var haldinn í Reykjavík fyrir skömmu. Á fundinn voru mættir fulltrúar frá öllum aðildarfélögum fyrir- tækisins. 1 skýrslu framkvæmdastjórans Óskars H. Gunnarssonar, kom fram að sala afurðanna hafði gcngið mjög vel á liðnu ári. Sala osta jókst verulega, eða um 9% og nam 2.542 tonnum en það er aukning um 210 tonn. Meðal- neysla per íbúa var um 10,4 kíló. Sala á viðbiti, þ.e. smjöri, smjörva og létt og laggott nam í heild um 1.556 tonnum en það er um 260 tonnum meira magn heldur en árið áður, Helstu nýjungar í vörufram- boði á sl. ári voru létt og laggott, sem kom á markað í mars mán- uði á sl. ári og hefur náð góðri fótfestu á markaðinum. Létt og laggott er framleitt hjá Mjólkur- búi Flóamanna, skv. samningi milli Osta- og smjörsölunnar sf. og L.L. International. Þá komu á markað þrjár nýjar ostategundir þ,e, tvær tegundir af kryddostum, Jöklaostum svo og Mozarella ostur sem einkum er notaður til framleiðslu á pizzum og til matargerðar, ostar þessir eru framleiddir hjá Mjólkursam- lagi K.A.S.K. Hornafirði. Þá kom einnig á markað beikon- ostur í 100 og 250 gramma umbúðum svo og jógúrtbúðingar frá Mjólkursamlagi K.E.A. sem hlutu nafnið Hnoss. Útflutningur mjólkurvara dróst verulega saman á árinu og nam aðeins um 963 tonnum af ostum sem er um 330 tonnum minna magn heldur en árið áður. Heildarsala Osta- og smjörsöl- unnar sf. árið 1987 nam um 2.165 milljónum króna og hafði aukist um 298 milljónir á árinu. Endurgreidd umboðslaun til mjólkursamlaganna námu um 43 milljónum króna. Þrír menn er áttu sæti í aðal- stjórn báðust undan endurkosn- ingu, þeir Erlendur Einarsson formaður, Grétar Símonarson varaformaður og Ólafur Friðriks- son. Erlendur Einarsson fyrrum forstjóri Sambands fsl. sam- vinnufélaga var einn af stofnend- um Osta- og smjörsölunnar fyrir 30 árum og voru honum þökkuð löng og farsæl störf á fundinum. Fyrstu 20 árin voru hann og for- stjóri Mjólkursamsölunnar Stef- án Björnsson, stjórnarformenn Osta- og smjörsölunnar sf. til skiptis en eftir skipulagsbreyt- ingu 1978 var Erlendur einn stjórnarformaður þar til nú. Grétar Símonarson var kosinn í stjórn fyrirtækisins 1962 og hafði eitthvað herðir að með veðráttu. Ég hélt að þvílík meðferð á skepnum heyrði sögunni til. Því vekur það athygli, að á því hcrr- ans ári 1988 viðgengst horfellir á hreindýrum á íslandi. Og af fregnum að dæma, virðist sumum það eðlilegt og jafnvel sjálfsagt, þar sem svo fátt hafi fallið síðast- hðna vetur. En mér finnst það ekki eðlilegt að hafa hreindýra- hjarðir í landinu, til að láta þær falla úr hor. Ég leyfi mér því, að koma með aðra tillögu um skipan þessara mála. því verið í 27 ár í stjórn, síðustu 10 árin sem varaformaður og voru honum einnig þökkuð vel unnin og farsæl störf í þágu Osta- og smjörsölunnar sf. svo og Ólafi Friðrikssyni er átt hefur sæti í stjórn sl. 2 ár. í stjórn Osta- og smjörsölunn- ar sitja nú; Ólafur Sverrisson, formaður, Birgir Guðmundsson, mjólkurbússtjóri, Vífill Búason, bóndi, Þórarinn E. Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri. Framkvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar sf. er; Óskar H. Gunnarsson. í 12. tölublaði Freys 1986, er mjög fróðlegt viðtal við Aðal- stein Aðalsteinsson í Vaðbrekku um hreindýrin á Austurlandi. Þar kemur fram, að af þessum dýrum séu ekki nokkrar minnstu nytjar. Afurðir þeirra vegi vart á móti veiðikostnaðinum. Hann segir einnig, að hreindýrin séu búin að eyða öllum þeim gróðri af öræf- um Austurlands, sem þau sækjast mest eftir og það sé ástæða þess, hvað þau leita mjög til byggða. Ég hef talað við nokkra Austfirð- mga, sem telja að hreindýrin séu hin argasta plága þar um sveitir. Nýlega sáum við í sjónvarpsfrétt- um, hvernig þau fara með skógarreiti bænda. Mikið hefur verið talað um vetrarbeit sauð- fjár, að hún skemmi landið. Hvað þá um hréindýrin, miklu stærri og kröftugri dýr? Maður hlýtur því að spyrja: Til hvers eru þessar hjarðir látnar yrja upp landið og valda stórtjóni árlega? Þau gcfa engan arð, ekkert nema skaða. Hreindýrin eru aðskotadýr, flutt inn í landið illu heillu af skammsýnum mönnum. Þau hafa ekki skapað sér neinn þegnrétt í landinu, því ber að eyða þeim sem fyrst. Ég legg því til, að menntamálaráðuneytið ráði nú þegar menn til að fella öll las- burða dýr og grafa. Síðan verði á næstu árum, unnið skipulega að því að eyða þessum dýrum úr landinu á mannúðlegan hátt. Horfellir er öllum til skammar. Sigurður Jónsson, Garði 2, Kelduhverfí. Röntgentæki Óskaö er tilboða í röntgentæki fyrir Fjóröungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 3. maí 1988 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 SIMI 26844 Framsóknarvist Síðasta spilakvöld í þriggja kvölda keppninni verður að Hótel KEA í kvöld þriðjudaginn 17. mars kl. 20.30. Veglegir vinningar. Góð kvöldverðlaun. Allir velkomnir. FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR. Östa- og smjörsalan: Sala afurða gekk vel á iiðnu árí Til sölu eignarlóð við Hafnarstræti 94 er snýr að Kaupvangsstræti. Uppl. í síma 24840. ------------------------------------ Kennarar Norðurlandi eystra takið eftir Kjaramálafundur verður haldinn í Gagnfræða- skóla Akureyrar, þriðjudaginn 15. mars kl. 17.00. Fjölmenniö. Stjórn B.K.N.E. V___________________________________/ Lausar stöður Við embætti bæjarfógetans á Akureyri eru lausar til umsóknar stöður skrifstofumanna, m.a. hálfsdags- staða í vélritun. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum. Bæjarfógetinn á Akureyri, 14. mars 1988. Elías I. Elíasson. ■n ■ «■ Ját ■« ■ Takio eftir! Nýkomnar gulifaliegar dömu- og herrapeysur. Verð frá kr. 2.363.- Dömugallabuxur með teygju í mitti. Verð kr. 1.251.- Barnasokkabuxur. 3 litir, stærðir 2-12. Verð kr. 310.- 1|1 EYFJÖRÐ X JBSK Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 ^ Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða tvo menn til starfa, annan í fjós og hinn í refahús á bú Bændaskólans. Búfræðimenntun æskileg. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 93-70000 og hjá bústjóra í síma 93-71502 í hádegi og á kvöldin. Heimilisaðstoð Ekkjumaður með þrjá drengi á aldrinum 6, 8 og 10 ára þarfnast heimilisaðstoðar hálfan daginn. Starfið felst í að vera heima hjá drengjunum fyrri part dags og að laga hádegisverð handa fjölskyldunni. Upplýsingar á kvöldin í síma 24331. NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ Hverfisgötu 26 • 101 Reykjavík • Sími 22520 Starf framkvæmdastjóra Starf framkvæmdastjóra Náttúruverndarráðs er laust frá 1. júní nk. Laun eru skv. launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknir með ítarlegum upplýs- ingum um menntun og fyrri störf óskast sendar for- manni Náttúruverndarráðs á skrifstofu ráðsins, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. Náttúruverndarráð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.