Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 15.03.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 15. mars 1988 viðtal dagsins Sigurður Tómas við störf hjá Svæðisútvarpinu' á Akureyri. MyncJ: GB „Sorglegt að horfa á upp- gangstímann hrynja niður“ - Sigurður Tómas Björgvinsson fréttamaður í viðtali dagsins Ný rödd heyrðist á öldum Ijós- vakans í haust í frá Svæðisút- varpinu á Akureyri. Þar var kominn fréttamaðurinn og Siglfirðingurinn, Sigurður Tóinas Björgvinsson sem dyggir hlustendur Svæðisút- varpsins ættu að þekkja vel. Eiginkona Siguröar heitir Jenný Inga Eiðsdóttir og er hún starfandi hjúkrunarfræð- ingur á FSA. Þau eiga eina dóttur sem heitir Sunna Mist og er hún á öðru ári. Nú er um hálft ár liðið frá því að hann tók til starfa og þótti okkur við hæfi, að kynna hann nánar fyrir lesendum Dags. Varð hann fúslega við þeirri beiðni að vera í viötali dagsins í dag. Það lá beinast við að spyrja hann fyrst. hvernig það hafi verið að alast upp á Siglufirði. ..Það var mjög gott. Ég bjó þar til 16 ára aldurs að ég fór í Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki. Á Siglufirði á ég allt mitt fólk svo það heldur töluvert í mig og ég fer þangað þegar ég get. Yfirgefnar bryggjur Þegar ég var að alast upp var ntikið atvinnuleysi á staðnum. Síldin var horfin og maður ráfaði um yfirgefnar bryggjur og bragga. Það eina sem eftir var voru gamlir menn sem litu eftir þessum mannvirkjum. Sem ungl- ingur vann ég svo við að rífa þetta niður og var nokkuð sorg- legt að horfa á þennan uppgangs- tíma hrynja svona niður, þó að ég hafi kannski ekki borið almennilegt skynbragð á það fyrr en síðar.“ - Hvað tók við hjá þér eftir stúdentspróf? „Ég vann eitt ár í Keflavík, bæði á sjó og við önnur störf. Það var bæði gaman og mjög góð reynsla. Síðan lá leiðin í Háskóla íslands þar sem ég hóf nám í stjórnmálafræði. Þá vissi ég ekki mikið um þetta fag, en hafði áhuga á stjórnmálum og fjölntiðl- un. Fjölmiðlaáhuginn vaknaði hjá mér á skólaárunum, en þá vann ég m.a. viö að gefa út skólablað skólans. Stjórnmálafræðinámið tekur 3 ár en flestir eru um 4 ár að ljúka námi. Sumarið eftir 3. árið réð ég mig til Umferðarráðs, en hafði áður starfaö við að kenna fjöl- miðlafræði við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Fjórða veturinn í skólanum vann ég hjá Umferðar- ráði um leið og ég lauk síðustu fögunum í Háskólanum og skrif- aði lokaritgerðina á kvöldin og um helgar." Atök ödru hvoru - Nú eru Siglfirðingar þekktir fyrir aö hafa mjög ákveðnar skoðanir. Hvers vegna heldur þú að það sé? „Ég held þeir hafi verið svona alla tíð. Þegar ég var að skrifa lokaritgerð mína í Háskólanum, kynnti ég mér þetta atriði sér- staklega því hún fjallaði um síld- ar- og kreppuárin. Þar tók ég fyr- ir verkfallsátök og stjórnmála- átök á þessu tímabili. Það sem er að gerast í dag á Siglufirði er hálfgerð lognmolla á við það sent gerðist þá. Þó situr enn töluvert eftir og þar eru enn átök öðru hvoru. Svo geta Siglfirðingar auðvitað líka verið sammála eins og annað fólk en þeir eru miklir hugsjónamenn. Á árunum 1930 - 1940 voru á Siglufirði helstu leiðtogar verka- lýðsins, Kommúnistaflokksins og Álþýðuflokksins. Rætur Kom- múnistaflokksins og vinstri hrey- fingar á íslandi liggja frá Akur- eyri og Siglufirði fyrst og fremst, svo það er ekki óeðlilegt að enn sé töluveröur baráttuandi í fólki hér fyrir norðan.“ - í hverju fólst þitt starf hjá Umferðarráði? „Ég var titlaður fulltrúi fram- kvæmdastjóra og var mest í töl- fræóivinnslu. Það var að vinna úr skoðanakönnunum og slysatölum og vinna áróður út frá þeim. Þessu fylgdi töluverð fundaseta og samskipti við fjölmiðla og annað sem til féll á skrifstofu Umferðarráðs. Umferðarmenningin virkilega slæm I svona vinnu sér maður meira en almenningur og þó að ég hafi aðeins fengið í hendur skýrslur um slys, voru þær oft mjög slá- andi. Þarna sér maður í öðru ljósi hvernig umferðarmenningin á ís- landi er í raun og veru, en hún er virkilega slæm. Nú, samfara nýj- um umferðarlögum er að fara af stað þjóðarátak og tel ég að ekki veiti af.“ - Hvernig líst þér á nýju umferðarlögin? Heldur þú að ökumenn vakni til betri vega? „Já ég hef trú á því. í sambandi við öryggisbeltin þá höfum við verið að kanna notkun þeirra undanfarin ár og starfaði ég m.a. við það hjá Umferðarráði. Þegar bílbeltanotkun var komin upp í 50%, gaf það vísbendingu um að hún gæti farið upp í 80-90% á komandi árum þegar ýtt er á eftir fólki með sektarákvæðum. Er- lendis hefur raunin a.nt.k. orðið sú. Ég er ekki viss urn að umferð- arlögin sjálf muni bæta umferðar- menninguna, en ef veitt er fé í markvissan áróður til þess að fylgja þeim eftir, þá hefur það áhrif. Eg held að fyrst og fremst þurfi að eiga sér stað hugarfars- breyting.“ - Hvernig finnst þér umferð- armenningin á Akureyri? „Þegar ég var hjá Umferðar- ráði fannst mér hún mjög góð, þ.e. á pappírunum. Lögreglan hér sinnir umferðarmálum rhjög vel, en eftir að ég fór sjálfur að aka á Akureyri finnst mér umferðarmenningin svolítið skrítin. Það er erfitt að aka hér, menn eru ekki nógu tillitssamir og svo er umferðarkerfið skrítið t.d. umferðarljósin. Þau eru undarlega staðsett og víða vantar samstillingar. Svo verð ég allt of oft var við árekstra.“ - Hvers vegna fórst þú út í fréttamennsku? „Eins og áður sagði, var áhug- inn til staðar svo þegar auglýst var eftir fréttamanni á Akureyri, sló ég til. Reyndar hafði mér dottið í hug að reyna fyrir mér á dagblöðum í Reykjavík, en ljós- vakamiðlar finnast mér skemmti- legri. Það var stór ákvörðun að flytja aftur norður í land með fjölskylduna en freistingin var mikil. Á Akureyri vantaði hjúkr- unarfræðinga svo það stóð ekki á atvinnu fyrir konuna. Húsnæðismálin á Akureyri voru sömuleiðis erfið við að eiga. Fyrst bjuggum við í húsi Ríkisút- varpsins í Skjaldarvík, en þegar veturinn skall á eftir áramót leist okkur ekki á blikuna og leigðum okkur íbúð í bænum eftir rnikla leit.“ Stöðugar símhringingar - Er fréttamannsstarfið öðru- vísi en þú bjóst við? „Nei, ekki mikið. Það kom mér reyndar á óvart hversu mikil vinna liggur að baki hverri frétt. Dagurinn fer að miklu leiti í stöðugar símhringingar. Ég hafði áður unnið að útvarpsþáttagerð hjá Umferðarráði, svo vinna í hljóðveri var ekki ný fyrir mér. Auðvitað er ég ennþá nýgræðing- ur og alltaf að læra. Það þarf sennilega heilt ár til að komast vel inn í fréttamennskuna. Annað kom mér á óvart, og það var hversu mikið fréttnæmt er að gerast á Norðurlandi og mikil gróska er í öllu atvinnu- og félagslífi. Sömuleiðis finnst mér mikil gróska í fjölmiðlun á Akur- eyri. Ég hefði haldið hæpið að hægt væri að halda úti tveim til þrem útvarpsstöðvum og dag- blaði, en þetta er alveg gerlegt.“ - Er gott að vinna á Svæðisút- varpinu? „Þar vinnur ungt og frískt fólk á öllum aldri og starfsandinn er mjög góður. Mér var tekið mjög vel strax í byrjun og hjálpaði það til við að komast tiltölulega fljótt inn í starfið og hópinn." - Hvað finnst þér um hinar útvarpsstöðvarnar? „Persónulega finnst mér stöðv- ar eins og Stjarnan og Hljóð- bylgjan ekki eiga erindi til okkar. Hins vegar finnst mér Bylgjan ágætis útvarpsstöð að mörgu leyti. Þegar ég var í Reykjavík hlustaði ég töluvert á hana til að byrja með en hætti því að vísu fljótlega. Þar eru þó ennþá eftir góðir þættir og svo eru fréttirnar sæmilegar. Fréttir á Stjörnunni get ég ekki kallað fréttir og svo eru engar á Hljóðbylgjunni. Hálfgerðar unglingastöðvar Þessar stöðvar hljóta aö tara aö gefa sig því þetta eru hálfgerðar unglingastöðvar í dúr við það sem Verkmenntaskólinn var að gera á dögunum. Rás 2 hefur aö mínu mati tekist ágætlega til með tilkomu Dægurmáladeildar en það á eftir að koma meiri reynsla á það. Mér finnst Svæðisútvarpið tví- mælanlaust eiga að lengja sinn útsendingartíma. Við sem þar vinnum heyrum viðbrögð fólks og virðist okkur að mikið sé á það hlustað. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er á Akureyri, en í nágrannabyggðar- lögunum er mjög mikil hlustun. Sumir segjast vera ómögulegir menn ef þeir missa af sendingum Svæðisútvarpsins. “ - Ertu endanlega kominn með fjölmiðlabakteríuna? „Nei, ekki vil ég nú segja það. Ég stefni að því að vera á Akur- eyri í svona tvö ár og sjá svo til. Það blundar í mér að fara utan í framhaldsnám og þá í stjórn- málafræði. Fjölmiðlanám lærist best með reynslu svo ef ég læt draum minn um framhaldsnám rætast, verður það í stjórnmála- fræði.“ Við látum þessi orð Sigurðar verða hans síðustu að sinni og þökkum honum kærlega fyrir spjallið. VG Kennaratal á Islandi - fimmta og síðasta bindið í vinnslu Nú er verið að leggja síðustu hönd á lokabindi Kennaratalsins (5. bindið). í því verða æviágrip kennara, sem eiga stafina P-Ö að upphafsstöfum, viðbætur (ævi- ágrip þeirra kennara, sem fallið hafa út eða ekki skilað sér, svo og nýir kennarar), leiðréttingar, greinargerð og eftirmáli ritstjóra. Umbrot er þegar hafið. Skila- frestur æviágripa og leiðréttinga er til 15. mars nk. Eftir það verð- ur ekki hægt að taka á móti fleiri æviágripum. Viðkomandi er bent á að vanda val mynda í Kennaratalið. Góð mynd eykur gildi bókar. Öllum merktum myndum verður skilað aftur til eigenda, ef þess er óskað. Kennaratal á íslandi (1800- 1988) er eitt stærsta stéttartal, sem gefið er út hérlendis. í því verða yfir 11 þúsund æviágrip. Það er trúlega stærsta manna- myndabók sinnar tegundar. Fimmta bindið verður nokkru stærra en hvert þeirra fjögurra, sem áður eru út komin. Útgefandi Kennaratalsins er Prentsmiðjan Oddi hf., Höfða- bakka 3-7, Rvík, sími 83366. Hægt er að kaupa það beint frá útgefanda, og kostar 1. og 2. bindið, hvort um sig kr. 1.800, 3. bindi kr. 2.950 og 4. bindið kr. 3.250. Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvað 5. bindið rnuni kosta. Kennaratalið fæst einnig í bókaverslununt. Sigrún Harðardóttir (ritstjóri), Elín Harðardóttir og Vilbergur Júlíusson vinna við útgáfuna auk margra annarra. Sími ritstjórnar er 672537. Öll bréf til hennar skulu send í pósthólf 2, Hafnar- firði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.