Dagur - 18.04.1988, Síða 2

Dagur - 18.04.1988, Síða 2
2 - DAGUR - 18. apríl 1988 Yonskuveður í vetrariok Mikil snjókoma var á Norðurlandi fyrir helgina og áttu margir í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar hvort sem þeir voru akandi eða gangandi. Mikill snjór er nú hér á Norðurlandi og hreint ekki sumarlegt þó að sumardagurinn fyrsti sé á næsta leiti. Guðmundur Brynjarsson ljósmyndari var á ferðinni á Akureyri fyrir helgina og tók þá þessar myndir. Fólk hvatt til að snið- ganga vörur frá S-Afríku Miðstjórn Alþýðusambands íslands hefur skorað á innflytj- endur að flytja ekki inn vörur frá Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda þar. Þá er þingsályktunartil- laga Alþýðubandalagsins um viðskiptabann á Suður-Afríku til umfjöllunar hjá utanríkis- málanefnd. Reynslan af tilmælum Alþingis og verkalýðshreyfingarinnar um að sniðganga vörur frá Suður- Afríku er sú að fyrst eftir að þeim var komið á framfæri dró úr við- skiptum við Suður-Afríku en síð- an hefur innflutningur á þarlend- um vörum aukist á ný. í verslun- um á Akureyri má t.d. sjá mikið úrval af niðursuðuvörum frá Suð- ur-Afríku undir merkjunum Del Monte og Gold Reef. Nú hefur komið í ljós að fersk- ir ávextir sem eru á boðstólum í verslunum konta að töluverðu leyti frá Suður-Afríku, t.a.m. bróðurparturinn af vínberjum. Þeir heildsalar sem rætt var við sögðu að það væri ekki hægt að fá vínber frá öðrum löndum en Suð- ur-Afríku og þeir sögðust ekki telja að það myndi vekja lukku hjá neytendum ef þeir gætu ekki keypt vínber á frjálsum markaöi. Einn þeirra tók svo til orða að vissulega væri fólk kúgað í Suð- ur-Afríku og það ætti ekki að líðast, en misrétti viðgengist í fleiri löndum og ef viðskiptabann yröi sett á Suður-Afríku væri þá ekki eðlilegt að taka fyrir inn- flutning frá fleiri löndum? SS I verslunum á Akureyri er mikið úrval af niðursuðuvörum undir vörumerkj- unum Del Monte og Gold Reef. Þessar vörur koma frá Suður-Afríku. Mynd: GB Öryggisbúnaður dráttarvéla: Veltigrindur skilyrði Hér eftir skulu allar dráttarvélar búnar öryggishúsum eða öryggisgrindum. Aðalfundur FEN: Söluaukning í nautakjöti og betri birgðastaða í ársbyrjun 1987 gekk í gildi reglugerð þar sem kröfur til öryggisbúnaöar dráttarvéla voru hertar. Þar var gefinn frestur til að búa elstu vélarnar öryggishúsi eða öryggisgrind. Síðar var hann framlengdur en rann út þann 15. þessa mánað- ar. Meginreglan sem nú kemur til framkvæmda er sú að frá 15. apríl skulu allar dráttarvélar sem eru í venjulegri notkun vera með öryggishúsi eða öryggisgrind með þaki. Fram að þeim tíma voru í gildi bráðabirgðaákvæði í áður- nefndri reglugerð sem sett voru m.a. til að gefa bændum og öðr- um dráttafvélaeigendum frest til að meta hvort hagkvæmara væri að búa gamla vél þannig að hún fullnægði kröfum reglugerðarinn- ar eða taka hana úr umferð og fá sér nýja. Kröfur unt öryggi verða nokk- uð vægari til dráttarvéla sem voru seldar eða afhentar fyrir 1. janú- ar 1966 og segir í reglugerðinni að þær skuli vera búnar öryggis- grind eða veltiboga sem Vinnu- eftirlit ríkisins viðurkennir. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirliti ríkisins hafa að jafnaði orðið 2-3 dauðaslys við landbúnaðarstörf ár hvert síðan 1970. Þar af urðu 25 slys við dráttarvélar eða driftmnað þeirra, langflest vegna veltu vélar án öryggishúss eða öryggisgrind- ar. Tólf þeirra sem létust í þess- um slysum voru innan við 16 ára aldur og ætti það að minna á nauðsyn þess að vanbúnar vélar verði teknar úr umferð eða öryggisbúnaður verði gerður full- nægjandi. JÓH Aðalfundur FEN, Félags ey- firskra nautgripabænda, var haldinn 6. apríl í Hlíðarbæ. Að sögn Odds Gunnarssonar, for- manns féiagsins, var aðallcga rætt um sölu nautgripakjöts, en hún hefur vaxið nokkuð, og birgðastaða sláturlcyfishafa hefur batnað. Oddur sagði að á síðasta ári hefðu miklar birgðir verið til af nautakjöti í landinu, en nú hefði tekist að leysa birgðavandamálið og í dag væri mjög lítið til af frystu nautakjöti. Á fundinum kom fram vilji bænda í þá veru að framleiðsla og sala nautakjöts héldust sem mest í hendur svo komist yrði hjá frystingu UN- kjöts í stórum stíl. „Birgðastaðan batnaði, að hluta vegna þess að nokkuð af eldra kjöti var selt í refafóður, en þar fyrir utan jókst sala nauta- kjöts mikið á síðasta ári. Menn voru yfirleitt sammála um að reyna að halda nautakjötsfram- leiðslu sem mest hjá mjólkur- framleiðendum á þeirri forsendu að þeim veitti ekki af eftir að 20% samdráttur varð í mjólkur- framleiðslu eftir að framleiðslu- stjórnun tók við. Því ríður á miklu að sláturleyfishafar standi sig vel í sölumálum fyrir okkar hönd,“ sagði Oddur Gunnarsson. EHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.