Dagur - 18.04.1988, Page 3

Dagur - 18.04.1988, Page 3
18. apríl 1988 - DAGUR - 3 Húnavatnssýslur: Ahugi fyrír tölvu- fræðslu í skólum Tölvur eru nú sem óðast að ryðja sér til rúms á mörgum sviöum og það að kunna að fara með þessi undratæki fer að verða hverjum manni nauð- syn. Blaðamaður Dags gerði könnun á hvort tölvufræðsla væri í gangi í grunnskólum í Húnavatnssýslum. Ovíða reyndist hún vera komin í gang að nokkru marki en auðheyrt var á skólamönnum að áhugi er fyrir því að nemendur fái að njóta þeirrar fræðslu. í Grunnskólanum á Blönduósi hefur tölvufræðsla verið valgrein hjá 9. bekk um nokkurra vikna skeið og kennari er Raimund B. Urbschat. Að sögn Eiríks Jóns- sonar, skólastjóra, hafa um 20% barnanna í bekknum nýtt sér þessa fræðslu. Fyrr í vetur gaf kvenfélagið Vaka á Blönduósi skólanum 100 þús. krónur sem voru að hluta notaðar til kaupa á tölvu og einn- ig voru sett upp segulbönd og há- talarar í kennslustofurnar. Prjár tölvur eru nú til í skólan- um og sumir kennaranna hafa keypt sér tölvur af gerðinni Macintosh, sem Radíóbúðin er með umboð fyrir. Páll Leo Jónsson, skólastjóri á Skagaströnd sagði að áhugi væri fyrir því að koma á tölvufræðslu við skólann, en ekki væri til fjár- magn til að leggja í tölvukaup. Skortur væri á fjármagni til að kaupa nauðsynlegan búnað fyrir skólann og þá yrði þetta útund- an. Hann sagðist vera vel settur að því leyti að starfandi við skól- ann væru kennarar sem væru nokkuð vel að sér í þessum fræðum. Ein tölva er til í skólanum á Skagaströnd. Ein tölva er einnig til í Húna- vallaskóla og er hún notuð við ritvinnslu innan skólans. Tölvu- fræðsla er þar engin, enda ekki gott að koma henni við sem val- grein í aukatímum þar skóla- aksturinn gerir ókleift að sum barnanna geti verið lengur í skólanum en önnur. Skólarnir á Hvammstanga og Laugabakka eru með tölvu- fræðslu sem valgrein í 9.bekk. Börnin sækja þá fræðslu í héraðs- skólann á Reykjum í Hrútafirði. Tvær tölvur eru til í skólanum á Hvammstanga og fá börnin að nota þær til að vinna viss verk- efni. Kennarar í Laugabakka- skóla hafa fengið tilsögn í notkun tölvu og mun það koma sér vel þegar að því kemur að skólinn eignist tölvur sem notaðar verða við kennslu. Guðmundur Pór Ásmundsson, skólastjóri Laugabakkaskóla, taldi að þessi mál mæti leysa með þeim hætti að skólar sameinuðust um kaup á tölvubíl sem yrði færður á milli skólanna. Pannig næðist besta nýtingin á þessum dýra en nauðsynlega búnaði. fh Strandaglópar á Sauðárkróki íslendingar búa í landi rysjóttrar veðráttu. Þetta finna flugfarþegar oft manna best en oft þarf að aflýsa flugi vegna veðurs á Islandi. Þessir farþegar í flugi Arnarflugs til Siglufjarðar fyrir viku fengu að kenna veðurguðun- um. Vélin gat ekki lent á Siglufirði en lenti á Sauðárkróki í staðinn og þaðan var snúið aftur til Reykjavíkur. Fjárhagsáætlun Ólafsfjarðarbæjar afgreidd: Grasvöllur stærsta framkvæmdin - lántökur bæjarsjóðs 2,4 milljónir umfram afborganir lána Fjárhagsáætlun Ólafsfjarðar- bæjar fyrir yfirstandandi ár var afgreidd á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn þriðjudag. Sam- eiginlegar tekjur bæjarsjóðs þ.e. skatttekjur eru áætlaðar 75 milljónir kr. og rekstrar- gjöld eru áætlaöar 73,5 millj- ónir króna. Mismunur er því 1,5 milljónir sem er 2,1% af rekstrargjöldum. Sé reiknað til viðbótar rekstur málaflokka þá eru heildartekjur 130,6 millj- Reiknað er með að heildar- ónir kr. og heildarrekstrar- rekstur bæjarsjóðs á árinu 1988 gjöld 129,1 milijónir króna. verði 30% dýrari en heildarrekst- ur ársins 1987. Stærsta einstaka framkvæmd á vegum bæjarins á þessu ári er gerð grasvallar og er til þess varið 5 milljónum króna. Áf öðrum liðum má nefna að varið er 1,6 m. kr. í gerð gangstétta, í undir- byggingu gatna fer 1,3 m. kr., í fegrunarátak bæjarins er veitt 1,5 m. kr. og í endurnýjun tölvubún- aðar á bæjarskrifstofum er varið 1,9 m. kr. Heildargjaldfærð fjár- festing er samtals 13,7 milljónir króna. Stærsti liður í eignfærðri fjár- festingu er bygging sorpbrennslu- þróar í samvinnu við Dalvíkur- bæ, Svarfaðardals- og Árskógs- hrepp. Hlutur Ólafsfjarðarbæjar er reiknaður 1,2 m. kr. en þróin verður byggð í sumar. Einnig verður á árinu varið 3 m. kr. til nýs íþróttahúss en raunverulega er um að ræða 1,5 m. kr. framlag bæjarins á móti framlagi ríkis samkvæmt fjárlögum. Heildar- eignfærð fjárfesting á árinu er áætluð 6,6 milljónir króna. „Vissulega þurfti að skera nið- ur til að koma áætlun saman og raunar er skelfilegt að geta ekki framkvæmt meira. Pó eru þær framkvæmdir sem farið verður í á mörkum okkar getu. Þetta þýðir að lántökur bæjarsjóðs verða 2,4 milljónir króna umfram afborg- anir eldri lána en markntið okkar var að þessir liðir mættust. Um slíkt hefði einfaldlega ekki verið að ræða nema að skera allar framkvæmdir niður og slíkt er að sjálfsögðu ekki hægt,“ segir Val- týr Sigurbjarnarson bæjarstjóri í Olafsfirði. JÓH Þráinn á Stjömuna - mun sjá um frétta og dagskrárgerð að norðan Þráinn Brjánsson hefur verið ráðinn frétta- og dagskrárgerð- armaður á Akureyri fyrir útvarpsstöðina Stjörnuna. Þráinn var áður starfsmaður á Hljóðbylgjunni en hefur að undanförnu starfað hjá Hljómdeild KEA. Stjarnan er með aðstöðu á Hótel Akureyri og þar mun Prá- inn starfa. Að sögn Ólafs Hauks- sonar útvarpsstjóra er áætlunin að Akureyrarmaðurinn starfi jafnhliða að frétta- og dagskrár- gerð. AP Til leigu skrifstofu- eða verslunarhúnæði ca. 100 fm í Miðbæ Akureyrar. Upplýsingar í síma 24646. /A\MÍ/\L heilSUQÆSLUSTÖÐIN A akubeyri Hættum að reykja! Námskeið fyrir reykingafólk, sem vill reyna að hætta, hefjast brátt á vegum heilsugæslustöðv- arinnar á Akureyri. Lysthafendur láti skrá sig í síma: 22311. Heilsugæslustöðin á Akureyri. NAMSKEEE) SELT í GEGNUM SÍMA. Allir sölumenn nota símann meira og minna við sölustörf sín. En gerum við okkur grein fyrir því hversu voldugt sölutæki síminn er? Á námskeiðinu er far- ið í gegnum helstu þætti sem snerta sölumennsku í gegnum síma, bæði þegar viðskiptavinurinn hringir inn og þegar sölumaðurinn hringir út. Tími og staður: Hótel KEA, föstudaginn 22. apríl kl. 9.00-12.00 f.h. ÓSKIPULAGÐI STJÓRNANDINN. Gott upprifjunarnámskeið fyrir stjórnendur um almenna skipulagningu hinna daglegu starfa. Komið er inná tímastjórnun, valddreifingu, verkefnaskipt- ingu, forgangsröðun verkefna o.fl. Námskeiðið er fyrir stjórnendur á öllum sviðum og stigum stjórnunar. Tími og staður: Hótel KEA, föstudaginn 22. apríl kl. 13.30-17.00. Á báðum námskeiðunum er notast við myndbönd, fyrirlestur og verkefna- vinnslu. Leiðbeinandi er Þorsteinn Fr. Sigurðsson rekstrarhagfræðingur og rekstrarráðgjafi. Bæði þessi námskeið hefur Þorsteinn leiðbeint á vegum Verslunarráðs íslands í Reykjavík nokkrum sinnum og hafa þau verið mjög vel sótt. Þátttaka tilkynnist í símum 91-687115 og 91-687030 fyrir 22. 4. n.k. Takmörkuð þátttaka. K KAUPSTEFNAN REYKJAVlK HF SKIPHOLTI 35 • PÓSTHÓLF 8396 SÍMAR 91-687115 OG 91-687039 128 REYKJAVIK

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.