Dagur


Dagur - 18.04.1988, Qupperneq 7

Dagur - 18.04.1988, Qupperneq 7
18. apríl 1988 - DAGUR - 7 Skíðamót íslands: Einar og Guðrún H. sigursælust keppenda - Einar varð fjórfaldur meistari en Guðrún þrefaldur - fimm keppendur urðu tvöfaldir meistarar Alpagreinar Norðanmenn náðu sér ekki nógu vel á strik í alpagreinum og urðu að horfa á eftir titlunum til Reykjavíkur og ísafjarðar. Dan- íel Hilmarsson var með besta tímann eftir fyrri ferðina í stór- sviginu og flest benti til sigurs hans. En öllum á óvart og skaust Ólafur Sigurðsson í fyrsta sætið í seinni ferðinni en var með 8. besta tímann eftir fyrri ferðina. Sigur hans kom þó engum meira á óvart en honum sjálfum. Einar Ólafsson frá ísafirði varð fjórfaldur íslandsmeistari í göngu á Skíðamóti íslands sem lauk í Hlíðarfjalli í gær. Einar sigraði í 30 og 15 km göngu, í tvíkeppni og þá var hann í sigursveit ísafjarðar í 3x10 km boðgöngu. Einar sýndi því og sannaði enn einu sinni hversu snjall göngumað- ur hann er. Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri gerði einnig mjög góða hluti á mótinu og varð þrefaldur Islandsmeistari í alpagreinum. Hún sigraði í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni og þá tryggði hún sér einnig sigur í bikarkeppni SKÍ með árangri sínum um helg- ina. Guðrún hefur verið í fremstu röð í áraraðir en eins og fram kemur hjá henni í viðtali við blaðamann Dags annars staðar á íþróttasíðunni, er hún rétt að byrja. Örnólfur Valdimarsson frá Reykjavík, Ólafur Sigurðsson frá ísafirði, Ólafur Björnsson frá Ólafsfirði, Stella Hjaltadóttir frá ísafirði og Rögnvaldur Ingþórs- son frá ísafirði, stóðu einnig fyrir sínu og hlutu tvo íslandsmeist- aratitla hvert. Örnólfur sigraði í svigi og alpatvíkeppni, Ólafur Sigurðsson í stórsvigi og sam- hliðasvigi, Ólafur Björnsson í stökki og norrænni tvíkeppni, Stella í 7,5 km göngu og tví- keppni og Rögnvaldur í 15 km göngu og tvíkeppni pilta. ísfirðingar hlutu flest verðlaun Ísfírðingar hlutu flest jullverð- laun á Skíðamóti Islands í Hlíðarfjalli um helgina. Alls fengu þeir 10 gull en næstir komu Ólafsfirðingar með 4 gull. Flest verðlaun á mótinu fengu Akureyringar og ísfirð- ingar eða 18. Ölafsfirðingar fengu næst flest verðlaun eða 15 alls. Annars skiptust verðlaun milli einstakra bæjarfélaga þannig: Gull Silfur Brons Ólafsfjörður ísafjörður Akureyri Siglufjörður Fljót Dalvík Reykjavík 4 10 3 2 0 0 3 7 2 8 1 1 0 0 Guðmundur Sigurjónsson frá Akureyri náði besta tímanum í svigi en hann var síðan dæmdur úr keppni fyrir að sleppa hliði og Örnólfur Valdimarsson sigraði þeirri grein. Sá sigur dugði hon- um einnig til sigurs í alpatví-- keppninni. í kvennaflokknum sigraði Guðrún H. örugglega nema í samhliðasviginu en þar sigraði Þórdís Hjörleifsdóttir úr Reykja- vík. Ganga Einar Ólafsson var öruggur sigur- vegari í göngu karla en í göngu kvenna varð Stella Hjaltadóttir frá ísafirði hlutskörpust. Hún sigraði í 7,5 km göngu og í tví- keppni. í 5 km göngu sigraði hin unga og efnilega göngustúlka frá Siglufirði, Hulda Magnúsdóttir en hún keppti aðeins í einni grein. Rögnvaldur Ingþórsson frá ísafirði sigraði í 15 km göngu og í tvíkeppni í flokki pilta. Norræn tvíkeppni og stökk Ólafur Björnsson frá Ólafsfirði sigraði í stökki og norrænni tví- keppni, sem er stökk og 10 km ganga. Porvaldur Jónsson sem nú mætti til leiks að nýju, veitti Ólafi harða keppni í tvíkeppninni en varö þó að gera sér 2. sætið að góðu. Erlendu gestirnir settu svip á mótið Sex erlendir gestir tóku að þessu sinni þátt í Skíðamóti íslands. í göngu kepptu Svíarnir Lars Haland og Anders Larsson og stóðu þeir sig báðir mjög vel enda í fremstu röð í sínu heima- landi. í alpagreinum kepptu fjór- ir erlendir gestir, tveir frá Júgó- slavíu og tveir frá Grænlandi og stóðu þeir einnig fyrir sínu. Frá Júgóslavíu komu Mocja Desman og Pavli Cebul en frá Grænlandi þeir Jakob Lyberth og Ove Heilmann. Desman náði bestum tíma í stórsviginu en hún sleppti hliði í sviginu. Cebul var með annan besta tímann í svigi karla en hann lenti á hálfgerðu slysi í stórsvigs- keppninni. Erlendu gestirnir settu skemmtilegan svip a motið, með hlýlegu viðmóti og drengi- legri keppni. móti íslands um helgina. Mynd: KK ,Eg er mjög árangurinn sátt við í vetur“ - segir Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri sem varð þrefaldur íslandsmeistari í alpagreinum Calgary í Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri sigraði í svigi, stór- svigi og alpatvíkeppni kvenna á skíðalandsmótinu sem lauk í Hlíðarfjalli í gær. Sigur Guð- rúnar kemur fæstum á óvart, enda hefur hún verið einn fremsti skíðamaður landsins undanfarin ár og keppti m.a. á Olympíuleikunum vetur. „Það er ekki hægt annað en að vera ánægð með þennan árangur en ég ætlaði að bæta sigri í sam- hliðasviginu við en það tókst ekki. Maður fer að sjálfsögðu í mót með það að markmiði að vinna, annað gengi ekki upp.“ „Ætlaði að ná mér í gull“ - sagði Daníel Hilmarsson frá Dalvík en hann hefur ákveðið að hætta í landsliðinu Daníel Hilmarsson frá Dalvík sem hefur óumdeilanlega verið fremsti skíðamaður landsins undanfarin ár, náði ekki að vinna til gullverðlauna á Skíða- móti íslands að þessu sinni. Hann varð annar í stórsvigi, fjórði í svigi og fjórði í alpa- tvíkeppni. Þá var hann sleginn út af Olafi Sigurðssyni frá ísa- firði í samhliðasvigi en Ólafur sigraði bæði í þeirri grein og í stórs vigskeppninni. „Nei ég er ekki ánægður því ég ætlaði að ná mér í gull. En það eru fleiri góðir skíðamenn í dag og því mun harðari keppni. Mér fannst ég einnig hafa verið mjög óheppinn en það þarf einnig heppni með til að hlutirnir gangi upp.“ - Hvað með framhaldið hjá þér? „Ég hef ákveðið að hætta í landsliðinu og snúa mér nú að fjölskyldulífinu. Ég er búinn að æfa mjög stíft síðustu 3-4 ár og það er kominn tími til að hægja á. Ég mun halda áfram að keppa hér heima og læt það duga. Þá mun ég einnig snúa mér að þjálf- un skíðamanna á Dalvík í náinni framtíð," sagði þessi geðþekki skíðamaður ennfremur. - Hvað með árangur þinn í vetur? „Ég er mjög sátt við árangur minn í vetur. Ég varð að vinna bæði svig og stórsvig á þessu móti til þess að verða bikarmeistari SKÍ og það tókst." - Hvað með framhaldið hjá þér? „Nú það er bara að halda áfram að æfa og keppa á fullu, ég er rétt að byrja.“ - Hefurðu sett þér eitthvað ákveðið markmið í framtíðinni? „Það væri mjög gaman að komast á heimsmeistarakeppnina og einnig á næstu ólympíuleika og ekki síst vegna þess að þessir síðustu leikar fóru ekki nógu vel hjá mér.“ - Varð þessi för á ólympíu- leikana hálfgerð martröð fyrir Þ'g? „Já það má segja það. Ég varð t.d. að láta mér nægja að horfa á svigkeppnina í beinni útsendingu í sjónvarpinu vegna veikinda. En engu að síður var þetta rnikið ævintýri og ég hefði ekki viljað missa af því,“ sagði Guðrún.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.