Dagur - 29.04.1988, Síða 1
71. árgangur Akureyri, föstudagur 29. apríl 1988 81. tölublað
Sæver hf. á Ólafsfirði:
Gjaldþrot virðist óumflýjanlegt
-skuldir nema tugum milljóna og laun hafa ekki verið greidd að fullu
Kavíarverksmiðjan Sæver hf. á
Ólafsfirði hefur lagt upp laup-
ana, um tveimur árum eftir að
henni var komið á fót. Skuldir
„Þetta er bara svipuð staða og
hjá flestum öðrum sveitarfé-
lögum. Þau hafa ekki fengið
að hækka tekjur sínar til sam-
ræmis við kostnaðarhækkanir
og því er lausafjárstaðan mjög
slæm,“ sagði ísak Ólafsson
bæjarstjóri á Siglufírði í sam-
tali við Dag.
í framhaldi af slæmri stöðu
fyrirtækisins nema einhverjum
tugum milljóna og eru talsvert
umfram eignir. Söluhorfur fyr-
ir þetta ár eru allt annað en
bæjarsjóðs, hefur bæjarstjóri nú
hafið harðar innheimtuaðgerðir
gagnvart þeim aðilum sem skulda
bæjarsjóði fé. Að sögn ísaks er
um að ræða ýmis eldri gjöld.
Þyngst vegur ógreitt útsvar fólks
sem dvalið hefur í stuttan tíma á
Siglufirði en síðan flutt annað.
Þessi upphæð nam um áramótin
síðustu um 10 milljónum króna.
ET
góðar og hafa framkvæmda-
stjóri og 10 starfsmenn hætt
störfum. Laun voru ekki
greidd út um síðustu mánaða-
mót og við fyrirtækinu virðist
ekki blasa annað en gjaldþrot.
Skiptar skoðanir eru um það
innan stjórnar Sævers hver sé
ástæðan fyrir því ástandi sem nú
hefur skapast. Sigurður Björns-
son segir að þær áætlanir sem
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar
gerði fyrir fyrirtækið á sínum
tíma hafi algjörlega brugðist. Þá
telur hann það hafa haft alvarleg
áhrif fyrir Sæver hf. að milli
áranna 1985 og 1986 jókst kaví-
arframleiðsla K. Jónssonar á
Akureyri úr 24 tonnum í 328
tonn.
Garðar Guðmundsson stjórn-
arformaður Sævers hf. telur
vandann fyrst óg fremst felast í of
miklu framboði á hrognum. Á
síðasta ári sendu Kanadamenn
frá sér gífurlegt magn grásleppu-
hrogna og með svipuðu framboði
nú getur heimsmarkaðurinn auð-
veldlega án íslenskra hrogna
verið.
Sæver hf. er rekið sem almenn-
ingshlutafélag. Stærstu hluthaf-
arnir eru þó Ólafsfjarðarbær,
Kaupfélag Eyfirðinga, Magnús
Gamalíelsson hf., Guðmundur
Ólafsson hf., Hraðfrystihús
Ólafsfjarðar hf. og Iðnþróunar-
félag Eyjafjarðar. Hlutafé fyrir-
tækisins er 6 milljónir en á síð-
asta ári var gerð árangurslaus til-
raun til að auka það.
Hjá Sæveri eru birgðir af
hrognum nú 870 tunnur eða um
87 tonn að verðmæti um 25 millj-
ónir króna. Þessi hrogn voru
keypt á „kolvitlausu verði“ á síð-
ustu vertíð, eftir að SL hvatti
mjög til kaupa. „Við höfum ekki
alltaf verið hressir með Sölu-
arodnun lagmetis," sagði
Garðar.
Aðalfundur Sævers hf. verður
haldinn innan skamms. „Það er
best að gera þetta dæmi sem fyrst
upp,“ sagði Sigurður aðspurður
um það hvort farið verður fram á
gjaldþrotaskipti. ET
Leikfélag Akureyrar:
Leikhús-
stjóra-
skipti
Sunnudaginn 1. maí næst-
komandi veröa formleg leik-
hússtjóraskipti hjá Leikfé-
lagi Akureyrar. Pétur Ein-
arsson mun þá afhenda
Arnóri Benonýssyni lykil að
leikhúsinu og þau völd sem
stöðunni fylgja.
Pétur sagði í samtali við
Dag að hann myndi einnig
afhenda Arnóri „Fiðlarann á
þakinu“ með ósk um góða
aðsókn en Fiðlarinn verður
frumsýndur í kvöld.
Aðalfundur Leikfélags
Akureyrar verður haldinn í
næstu viku og þá verða teknar
ákvarðanir um mannabreyt-
ingar, en nokkrir leikarar eru
á förum frá leikfélaginu og
aðrir hafa sótt um að koma í
þeirra stað. SS
Siglufjörður:
Ógreidd útsvör
10 milljónir