Dagur - 29.04.1988, Side 6

Dagur - 29.04.1988, Side 6
V _Í3J LT>Ain — ■3001’ li-ine OC 6 - DAÖUN - 29. apríl 1988 „Vafalaust munu einhverjar í ganga úr félaginu" rætt við Huldu Harðardóttur hverfisfóstru og formann STAK Hulda Harðardóttir er Eyfirð- ingur, nánar tiltekið frá Rif- kelsstöðum í Öngulsstaða- hreppi. Sjálf segist hún líta á sig sem gróinn Akureyring. Hulda hefur unnið lengi að uppeldis- og félagsmálum á Akureyri. Nýlega var hún kjörin formaður Starfsmanna- félags Akureyrarbæjar og í vetur var hún ráðin hverfis- fóstra í Glerárhverfi til að sinna verkefni sem gekk undir vinnuheitinu: Tilraunaverk- efnið í Síðuhverfí. Okkur lang- aði til að fræðast dálítið um þetta tilraunaverkcfni og hitt- um því Huldu að máli í kjallara Síðusels þar sem skrifstofa hverfísfóstrunnar er til húsa. Dagvistin Síðusel er Huldu ekki ókunnug því þar var hún forstöðumaður áður en hún var ráðin í þetta starf. Hún flutti þó ekki beint niður í kjallarann því hún fékk bráðabirgðaaðstöðu í húsakynnum dagvistadeildar Akureyrarbæjar þar til búiö var að innrétta kjallarann. - Segðu mér fyrst Hulda, í hverju er starf þitt fólgið? „Eg hef eftirlit með allri dag- vistun í Glerárhverfi; dagvistum, gæsluvöllunum, dagmæðrunum og skólagæslu. Ég sé um innritun á dagvistirnar hér og eftirlit með hinum þáttunum og veiti faglegar ráðleggingar/' - Er þetta nýjung að taka eitt hverfi út úr og sinna því sérstak- lega? „Já, ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður hér á landi. í upphafi var talað um að þetta væri tilraun til tveggja ára og ég á von á að eftir þann tíma verði komin reynsla á þessa til- högun. Það dróst dálítið að hleypa verkefninu af stokkunum út af fóstruskortinum í bænum. Ég var forstöðumaður hér uppi á Síðuseli og komst ekki í starfið á þeim tíma sem áætlað var. Ég byrjaði að vísu í hálfu starfi sem hverfisfóstra l. nóvember og átti að fara í fullt starf um áramótin en það dróst um mánuð." 190 börn á biðlista - Hvenær var lokið við að inn- rétta kjallarann hérna? „Pað var um mánaðamótin mars/apríl. Ég flutti þá hingað með skrifstofuna en í stóra saln- um er aðstaða sem aðallega er ætluð fyrir dagmæður, þannig að þær geti komið með börnin sín í heimsókn, t.d. haldið rabbfundi til að byrja með og í framtíðinni er fyrirhugað að hér verði afleys- ingaþjónusta fyrir dagmæður í veikindaforföllum. Sú þjónusta er ekki komin í gagnið ennþá því ekki er búið að ráða starfsmann til þeirra starfa." - Þú sérð um að innrita börn á dagvistir í Glerárhverfi, eru mörg börn á biðlista? „Já, í dag eru mjög mörg börn á biðlista, alls 190 bara hér í Glerárhverfi. En ástandið á eftir að batna til muna innan tíðar. Ég geri ráð fyrir að 80 börn af þess- um lista komist að á Hlíðarbóli, dagvist Hvítasunnusafnaðarins, og á Sunnubóli verða 25 börn. Á Hér er Hulda í stóra salnum í kjallara Síðusels þar sem fyrirhugað er að hafa afíeysingaþjónustu fyrir dagmæður. Sunnubóli verður heilsdagsdvöl en leikskóli á Hlíðarbóli, a.m.k. til að byrja með, en þar er samt aðstaða til að hafa börn í heiis- dagsdvöl eða 6 tíma dvöl og mjög líklega verður það í framtíðinni." - Heldurðu að þessi tilraun geti orðið stefnumótandi fyrir dagvistun á Akureyri? „Já, ég efast ekki um það. Við höfum þegar rætt það hvort ekki væri eðlilegt að þetta form kæmi í önnur hverfi bæjarins en að sjálf- sögðu hefur ekkert verið ákveðið þar að lútandi því þessi tilraun á ennþá langt í land." Glerárhverfí er mikið barnahverfí - Lítum aðeins um öxl, ertu búin að starfa lengi sem fóstra á Akur- eyri? „Ég útskrifaðist úr Fóstru- skólanum 1974 og hef síðan verið af og til í starfi. Eg á þrjú börn og tók mér frí frá störfum þegar þau komu í heiminn, en ég hef alltaf verið í fóstrustarfinu af og til.“ - Hefur ástandið í dagvistun- armálum á Akureyri tekið niikl- um breytingum? „Já, það er ekki hægt að bera saman aðbúnaðinn sem börnin fá í dag og þegar ég byrjaði. Þetta er svo gjörólíkt að þaö jaðrar við byltingu. Hins vegar má kannski segja að einhverjir þættir hafi þróast á verri veg, biðlistarnir hafa lengst og fóstruskortur og kjaramál hafa verið meira í brennidepli á síðustu árum.” - Hafa kjör fóstra versnað með árunum? „Já, samanborið við þá hópa sem ég hef miðað fóstrur við þá hafa þær dregist aftur úr en það er náttúrlega erfitt að segja til um slíkt. Við höfum engan saman- burð úti á almennum vinnumark- aði í hliðstæðri stétt." - Víkjum aftur að starfi þínu í dag. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að Glerárhverfi var valið í þetta tilraunaverkefni? Hefur það orðið útundan, eða eru hlut- fallslega fleiri börn í því hverfi rniðað við önnur? „Þetta er mikið barnahverfi og segja má að Glerárhverfi hafi tekið við af Lundahverfi í þessu tilliti. í svona barnahverfum er auðvitað reynt að byggja upp dagvistun samhliða vaxandi barnafjölda en það tekur náttúr- lega sinn tíma. Ég held að næsta sumar verði ástandið orðið nokk- uð gott og þá þurfum við alls ekki að vera óánægð með dagvistar- mál í Glerárhverfi, enda hef ég trú á því að megnið af börnunum á biðlistanum langa verði komið á dagvist en auðvitað er ekki gott að segja um hve mörg börn munú bætast við listann. í dag reikna ég samt með því að á heimilin fari langflest af þeim börnum á bið- listanum sem eru orðin nógu göm- ul til að fara á dagvist." Verða fóstrur áfram í STAK? Áður en við héldum lengra rædd- um við dálítið um ráðstefnu um uppeldi og menntun forskóla- barna sem haldin var í Reykjavík en hana sóttu svo gott sem allar fóstrur á Akureyri. Hulda sagði „Eins og staðan er í dag hef ég ekki annað en dagmæður og gæsluvelli upp á að bjÓða.“ Myndir: GB að þetta hefði verið mjög góð og gagnleg ráðstefna og hún sagðist hafa verið sérlega ánægð að sjá hve aðsóknin var mikil. Hún sagði að þarna hefði verið mun meira af fólki en hún átti von á að hefði áhuga á þessum málum. „Það var allt fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu," sagði Hulda. Hún gat þess einnig að fóstrur væru mjög duglegar við að sækja alls kyns námskeið og afla sér þekkingar. „Við höldum vel hópinn, sérstaklega kannski hér á Akureyri, við höfum alltaf verið mjög samstæður hópur." - Þú hefur líka sinnt félags- málurn í bænum og ert nú for- maður STAK. „Já, ég hef starfað hátt í 10 ár við félagsmál í sambandi við STAK. Eg hef verið meðstjórn- andi, gjaldkeri, varaformaður og loks formaður félagsins." - Nú hafa fóstrur á landinu samþykkt að stofna sérstakt stétt- arfélag, þýðir þetta ekki að þær munu ganga úr STAK? „Það hafa ákaflega fáar fóstrur gefið yfirlýsingar um það og ég get því ekki svarað þessu í dag. Vafalaust munu einhverjar fóstr- ur ganga úr félaginu en sennilega ekki allar. Það eru skiptar skoðanir um þetta mál og fóstrur verða að velja á milli þessara stéttarfélaga. Ég hef grun um að flestar af þeim fóstrum sem sam- þykktu að stofna nýtt stéttarfélag hafi verið frá Stór-Reykjavíkur- svæðinu." - Jú, maður hefur heyrt að áhuginn sé meiri fyrir sunnan, en þú sem formaður STAK ferð varla að ganga í þetta nýja félag sem stofnað verður í maí? „Nei, annars hefði ég varla gef- ið kost á mér í formannsembætt- ið ef ég hefði ekki ætlað að vera áfram í STAK.“ Dagmóðurstarfíð er atvinnugrein - Hverfum frá STAK og yfir í dagvistarmálin á ný. Þú ert með dagmæður á þinni könnu, hafa umsvif þeirra aukist og hafa þær ekki látið æ meira til sín taka á vettvangi dagvistunar? „Jú, dagmæður skipa veglegri sess en áður. Það er mjög spenn- andi verkefni að vinna með þeim. Nú er 21 dagmóðir í Glerárhverfi svo og 6 með svokallað ömmu- leyfi, sem þýðir að þær eru með eitt barn, yfirleitt ömmubarn eða annað skyldmenni. Þær eru veru- lega áhugasamar og vinna vel. Það er starfandi félag dagmæðra og sú stjórn sem er við völd núna er virkilega dugleg og mér líkar mjög vel að vinna nteð þeim. Þó að dagmæður hafi stofnað með sér félag vitum við samt sem áður að einhverjar eru í leyni ennþá og ekki í þessu félagi. Það

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.