Dagur - 29.04.1988, Síða 15
29. apríl 1988 - DAGUR - 15
----------------------"Wk
Kristinn G. Jóhannsson skrifar
Bakþankar
mJrnÆ
Svo geríst það í fyrradag að
einhver hringir heim til mín og
spyr konuna mina, sem svar-
aði, hvort verið geti að óg sé
ennþá í neðri skápunum síðan
þama fyrir jólin í hreingerning-
unum, þar sem ekkert hafi til
mín heyrst síðan. Konan mín
var ekki viss svo hún gáði inn í
pottaskápinn. En þar voru þá
bara hin matarílátin eins og hún
sagði þessum ágæta Dagsles-
anda í símanum. Aðrir hafa líka
spurt mig hvort búið væri að
reka mig úr flokknum eða hvort
ég hafi móðgað kvenlesendur
blaðsins með sóðaskrifum og
enn aðrir vilja vita hvort blað-
stjórnin hafi bannaö að bak-
þankar mínir væru birtir.
Nú er engu þessu til að dreifa
nema síður sé og ég löngu
kominn úr neðri skápunum þótt
konan mín hafi ekki tekið eftir
þvi sem ekki er von.
En þótt ekki væri nú til annars
en losa fólk við allar þessar
vangaveltur hefi ég nú enn
fengið bakþanka. Það er þó
með hálfum huga, enda ýmis-
legt gengið á hjá okkur fram-
sóknarmönnum að undanfömu
sem er þess eðiis satt að segja
að ég hefi ítrekað fundið hjá
mér löngun til að halda bara
áfram með neðri skápana.
Ég vgr reyndar kominn á fjóra
fætur þegar upp kom umræða
um viss forstjóraiaun, aftur
kominn á hnén vegna fyrirhug-
aðrar forsetaheimsóknar til
Rússlands og farinn að glamra
í kastarholum í þessum sömu
skápum þegar við fórum að tala
viö PLO-menn án þess að
segja nokkuð það sem við vor-
um sagðir segja og meintum
auðvitað það sem við sögðum
ekki en ætluðum að meina ef
við hefðum sagt það. Og nú er
enn svo komið að óg er alvar-
lega að velta því fyrir mór hvort
ekki sé rótt að koma sór i skjól.
Hvorutveggja er að víð þurf-
um nú mjög á einbeitingu að
halda til að ákveða hvort ekki er
réttast að yfirgefa þessa guðs-
fordæmdu ríkisstjórn sem við
erum hvort sem er á móti af því
að við erum í henni og í öðru
lagi er nú rétt einu sinni farið að
ræða um bjór á hinu háa
Alþlngi. Það hefur aldrei brugð-
ist að þegar sá vökvi kemst á
borð hjá alþingismönnunum
okkar að mörgum þeirra hættir
til að verða ákaflega innskeifir,
einkum til augnanna, og mál-
flutningurinn dálítiö í samræmi
við það ekki síst það sem talað
er með neðra munnvikinu eins
og segir í Ijóðinu góða. Ganga
nú rök og mótrök sem hnútur
um borð og veisluhöidin öli
býsna Goðmundarleg. En allt er
þetta vel hugsað og byggt á
skynsemi og rökfestu og án til-
finningavellu.
Þetta kom glögglega fram hjá
þingmanninum okkar í sjón-
varpinu á dögunum þegar hann
sagði að nauðsynlegt væri og
sjálfsagt að banna bjór á íslandi
vegna þess að Finnar selja
hann í matvörubúðum. Svona
getur farið fyrir hinum gáfuð-
ustu mönnum þegar þeir láta
skynsemina ráða.
Þegar hór er komið sögu
heyri óg út undan mér að einn
okkar manna hefur svikið og
sent Óla Sig. hjá sjónvarpinu
vinnuplöggin okkar um launin
hans Bjarts. Ég só þvf þann
grænstan að bregða mór aftur í
neðri skápana enda er nú farið
að minnast á vorhreingemingar
hvort sem er.
Gleðilegt sumar.
Kr, G, Jóh.
Við enim
klárir!
Sumardekkin komin!
Með nýjum tækjum á
nýuppgerðu hjólbarðaverkstæði okkar
bjóðum við okkar bestu þjonustu.
Vanir menn - fljót afgreiðsla.
Kaupið ekki „köttinn í sekknum“.
Kaupið aðeins vönduð merki:
Firestone - Michelin - Cooper á frábæru verði.
Jafnvægisstillum. Hvítir hringir.
Greiðsluskilmálar - Kreditkort.
Opið alla daga og um helgar.
Nöldursf,
Bílaþjónustan, hjólbarðaverkstæði,
Tryggvabraut 14, símar 21715 og 23515.
Verfcstjórf: Sveinn Bjarmann.
V_____________________________________/
r
1 ' ™ , i "V| | “1
1
1 31 * t
J 11 *
■ tl ( 1
j
i
■00^ &
Immé***** '
06§eé0+
Gulltékki með mynd eykur öryggi þitt,
öryggi viðtakanda og öryggi bankans þíns.
ím , ía» \
BINAÐARBANKI ISLANDS
Frumkvæði - Traust