Dagur - 29.04.1988, Page 17

Dagur - 29.04.1988, Page 17
Stofnun félags til styrktar Þjóðminjasafni íslands Nú um þessar mundir stendur Þjóðminjasafn íslands á nokkrum tímamótum. Á þessu ári eru liðin 125 ár frá stofnun þess og hefur safnið nú loks fengið allt húsið við Suðurgötu til umráða en Listasafn íslands flutti um áramótin úr húsinu í nýtt húsnæði að Fríkirkju- vegi 7 í Reykjavík. Hefur afmælis Þjóðminjasafnsins verið minnst með ýmsum hætti, gefinn hefur verið út bæklingur um sögu safnsins og er þar einnig fjallað um hlut- verk safnsins í nútíð og framtíð, menntamálaráðuneyt- ið stóð fyrir hátíðarsamkomu í Háskólabíói 28. febrúar sl. og nú hefur verið ákveðið að stofna félag til að styðja Þjóðminjasafnið í starfi og vekja skilning á mikilvægi þess að vel sé búið að safninu. Nokkur aðdragandi hefur ver- ið að þessari félagsstofnun, sem er að frumkvæði nefndar þeirrar, er menntamálaráðherra skipaði sl. haust til að vinna að áætlun um vöxt og viðgang Þjóðminja- safns íslands til aldamóta. Hald- inn var undirbúningsstofnfundur í febrúar, þar sem kosin var undirbúningsstjórn til að sjá um hina formlegu stofnun félagsins. í henni eiga sæti Katrín Fjeldsted formaður, Ólafur Ragnarsson, Sverrir Kristinsson, Sigríður Er- lendsdóttir og Þór Magnússon og til vara Sverrir Scheving Thor- steinsson og Guðjón Friðriksson. Enn hefur félagið ekki hlotið nafn en hefur það gengið undir nafninu Þjóðminjafélagið. Samin hafa verið lög fyrir félagið en samkvæmt þeim geta allir orðið félagar, sem stuðla vilja að því að vekja skilning stjórnvalda og annarra á mikil- vægi safnsins í nútímaþjóðfélagi. Félagið vinnur að því að auka og bæta tengsl Þjóðminjasafnsins við alla þætti þjóðlífsins, stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga bæði innanlands og utan. Þá mun félagið afla safninu minja og gripa, sem best verða varðveitt í safninu eða á vegum þess vegna meinningarsögulegs gildis. Mun það leita fjáröflunar- leiða til kaupa á slíkum munum og til kostnaðarsamra viðgerða á gripum í eigu safnsins. Félagið mun einnig afla fjár til sérstakra rannsóknarverkefna. Það mun efna til fyrirlestra fræðimanna, efna til skoðunarferða og verða Þjóðminjasafninu til aðstoðar við útvegun farandsýninga frá öðrum löndum. Stofnfundur félagsins verður haldinn í Þjóðminjasafni íslands við Suðurgötu á krossmessu, þriðjudaginn 3. maí kl. 17.15 Þannig er allt áhugafólk um menningarminja velkomið en einnig getur fólk haft samband við Þjóðminjasafnið eða ein- hvern úr undirbúningsstjórn til að láta skrá sig í félagið. Þeir sem skrá sig fyrir 3. maí teljast stofn- félagar. Síminn í Þjóðminjasafni er 91-28888 og er skrifstofan opin kl. 8.00-16.00. Rétt er að geta þess, að hafi menn hugmyndir að nafni á félagið þá eru ábendingar vel þegnar og við þeim er tekið hjá ofangreindum aðilum. Bæjarstjórn Akureyrar: Húshitunarmál Gerða- hverfis n í Sigurður J. Sigurðsson, lör- maður stjórnar veitustofnana Akureyrar, gerði tillögu Páls Hlöðvessonar að umræðuefni á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tillaga Páls er á þann veg að orkukaupendur í þeim hverfum, sem ekki hafa átt þess kost að tengjast hitaveitu, þ.e. íbúar í Gerðahverfi II njóti sama afsláttar frá Raf- veitu Akureyrar og Lands- virkjun veitir frá 1. apríl. í tillögu Páls segir ennfremur, að hann leggi til að þegar verði hafist handa við hönnun hitaveitu í framangreint hverfi með ákveðna verkáætlun í huga. „Rafhitunar R.A. hefur um ára- bil verið hærri en niðurgreiddir raforkutaxtar RARIK og Orku- bús Vestfjarða og enn óx munur- inn eftir afslátt Landsvirkjunar sem gildir frá 1. apríl sl. Hitakút- ar og þilofnar í þessu hverfi eru þegar farnir að bila og skriða endurnýjunar í hverfinu er að fara af stað ef ekki verður ákveð- ið að leggja hitaveitu í hverfið mjög fljótlega." Afgreiðslu til- lögunnar var frestað í veitu- stjórn. Sigurður J. sagði m.a. á bæjar- stjórnarfundinum: „Hugmyndin á bak við þetta mun vera sú að sá afsláttur sem Landsvirkjun ákvað að veita íbúum á svæðum sem njóta niðurgreiðslu rafmagns- svæði RARIK og O.V.-lækkun á sínum töxtum sem nemur 25 aur- um á kwst. til viðbótar þeim 63 aurum sem er niðurgreiðsla ríkis- ins. Þessi lækkun Landsvirkjun- ar, sem tók gildi 1. apríl, tekur þeim breytingum 1. maí að þessir deiglunni 25 aurar hækka í 31 evri. Með þessu verður sú brevting á að þrátt fyrir hækkun á gjaldskrá RARIK vegna hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjunar, þá gerir þessi afsláttur til aðilanna að þeir búa við óbreytt orkuverð frá 1. maí að telja. Ef Rafveita Akureyrar ætlaði að gera hið sama gagnvart íbúum Gerðahverfis II væri um að ræða að rafveitan greiddi orkuverð til húshitunar niður um 31 eyri. Núna eru seldar 10 Gwst. í þetta hverfi árlega sem þýðir 3 milljón- ir króna í afslátt. I mínum huga er mikilvægast að íbúar Gerða- hverfis greiði sama orkuverð og Akureyringar almennt, og þó að ! það kunni að vera rétt að raforku-: verð til húshitunar sé ívið hærra á Akureyri en á RARIK og O.V.-svæðunum, þá búa íbúar á Akureyri við lægra orkuverð gagnvart sínu heimili heldur en íbúar á framangreindum svæðum. Eg hef ekki séð að neinn taxti hjá Rafveitu Akur- eyrar sé svo lágt reiknaður að forsvaranlegt sé að hækka hann til mótvægis við þann afslátt sem flutningsmaður nefndrar tillögu gerir ráð fyrir. Þá ber að benda á að við er.um í markaðsátaki og íbúar í Gerða- hverfi II hafa, að eigin frum- kvæði, hafið könnun á vilja til að tengjast hitaveitu. Ég fagna þessu frumkvæði, en þó liggur hagkvæmni þessa engan veginn fyrir því hér er um verulega fjár- festingu að ræða. Stefna bæjarins og veitustofnana er að hafa sama orkuverð til húshitunar, hvort sem um er að ræða kyndingu með hitaveitu eða rafveitu." EHB XX 11 Auglýsendur takið eftir! Frá og með 1. maí nk. þurfa allar smáauglýsingar, 2ja dálka auglýsingar og tilkynningar að berast auglýsingadeild fyrir kl. 11.00 daginn fyrir útgáfudag, en ekki kl. 12.00 eins og verið hefur. Einnig skal vakin athygli á að skila stórum auglýsingum, þ.e. 3ja dálka eða stærri fyrir kl. 16.00, tveimur dögum fyrir útgáfudag. Auglýsingadeilci DAGS 29«,prí! Ig88.r Ofögjfc. 11, Aðalfundur U.M.F. Skriðuhrepps verður haldinn að Melum laugardaginn 30. apríl kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn hvattir til að mæta. Stjórnin. Dorgveiði í Svartárvatni Seld verða dorgveiðileyfi næstu daga. Hvert veiðileyfi kostar kr. 1.000,- og er hámarks- veiði 25 silungar. Upplýsingar gefur Tryggvi Harðarson, Svartárkoti, sími 96-43267. Úrvalsútsæði Kartöfluræktenduri Höfum allar tegundir af úrvalsútsæði til sölu. Einnig stofnútsæði. Upplýsingar í símum 96-31339, 96-31183 og 96-31184. Öngull hf. V__________________I__________________/ Orlofshús Frá og með mánudeginum 2. maí 1988 hefst útleiga á orlofshúsum neðanskráðra félaga. Húsin eru leigð til viku í senn og ber að greiða leiguna kr. 6.000.- við pöntun á húsunum. Þeir félagsmenn sem ekki hafa sótt um hús sl. 3 ár hafa forgang til 9. maí nk. Einnig er Félag málmiðnaðarmanna með íbúð í Reykjavík og verður vikuleigan þar kr. 7.000.- Iðja, félag verksmiðjufólks, Skipagötu 14, sími 23621. Sjómannafélag Eyjafjarðar, Skipagötu 14, sími 25088. Félag málmiðnaðarmanna, Skipagötu 14, sími 26800. Trésmiðafélag Akureyrar, Skipagötu 14, sími 22890. Lærið að fljúga Flugið er heillandi og skemmtilegt tóm- stundagaman. Flugkennslan er nú komin í fullan gang. Flugskóli Akureyrar sími 27900 eða (22000). Nánari upplýsingar veita: Ármann Sigurðsson, flugkennari, s. 26149. Gylfi Magnússon, flugkennari, s. 22531.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.