Dagur - 29.04.1988, Blaðsíða 22

Dagur - 29.04.1988, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - 29. apríl 1988 Ég er óskamaður þjóðarinnar Stebbi má vera óskabarnið... - Litið inn á tónleika með Sverri Stormsker og Stefáni Hilmarssyni og þeir félagar teknir tali að þeim loknum Hvernig sem á því stendur hefur mér alltaf þótt sunnudagar vera fremur leiðinlegir. Dagurinn sjálfur sem slíkur er svo sum ekkert leiöinlegri en gengur og gerist meö daga en dapurleg örlög hans má rekja til þess þegar einhverjum snillingnum datt í hug að á þessum degi hefdi Drottinn allsherjar lokið við sköpun heimsins. Skyldu því allir guðhræddir menn nota dag þennan til hvíldar og tilbeiðslu á áðurnefndan Drottin og það afslíkri andakt að ekki þótti hæfa að mönnum stykki bros við iðjuna. Sem sagt, lögboðin leiðindi. Og íslendingar, sem bæði eru hamingjusamasta og trúaðasta þjóð í heimi samkvæmt skoðana- könnunum, hafa alltaf verið alveg dásamlega leiðinlegir á sunnudögum. Skelfilegasti tími sunnudagsins er kvöldið. Það er þá sem það rennur upp fyrir manni að sitt- hvað fleira hefði átt að fram- kvæmast um helgina en að styrkja Ólaf Laufdal. Okkur sem enn erum í skóla gagntekur skelfileg tilhugsun um ókláruð heimaverkefni og vinnandi fólk geispar og hugsar með hryllingi til enn einnar vinnuvikunnar. Og 61% af þjóðinni dettur ekkert betra í hug en að horfa á Ómar Ragnarsson í bakfallablús. Sunnudagurinn 17. apríl sór sig nokkuð í ættina. Þó var tæplega forsvaranlegt að fýlupokast svo mjög, sól skein í heiði og náhvítir Akureyringarnir, þyrstir í góða veðrið, þustu upp í Hlíðarfjall og renndu sér hver í kapp við annan. Þegar degi var síðan tekið að halla mátti sjá nokkra tugi manna læðast inn um dyrnar á Hafnarstræti 100 með það í huga að hlýða á júróvisjónsveinana Sverri Stormsker og Stefán Hilm- arsson. Saman mynda þeir tví- eyki ársins, Beathoven, sem þjóðin væntir stórafreka frá í Dyflinni á írlandi annað kvöld. En þrátt fyrir þá ást sem alþýða manna ku hafa á þeim kumpánum var fjöldi tónleika- gesta rétt tæplega í meðallagi. Kannski var því um að kenna að tónleikarnir voru fremur illa aug- lýstir en þó held ég að mikið sé til í því sem félagi minn stakk einu sinni að mér að íslendingar tímdu einfaldlega ekki að borga sig inn á tónleika með innlendum poppurum (þó ekki hefði verðið, 500 kr., átt að fæla neinn frá), það væri helst þegar erlendir „stórpopparar" heimsæktu klak- ann að landinn tæki við sér. Ég var sem sagt mættur á tón- leikana ásamt ljósmyndara rétt upp úr 10 en af gamalkunnri íslenskri hefð voru áheyrendur látnir bíða í röska klukkustund áður en leikur hófst. Byrjunin var heldur skrýtin, það vantaði púða undir rass meistarans, textastatífið hafði týnst og illa gekk að fá almennilegt hljóð úr hljóðnemanum. Sverrir var einn til að byrja með og flutti nokkur af eldri lögum sínum. Ekki er þó hægt að segja að þau lög séu gömul mjög þar sem einungis þrjú ár eru síðan fyrsta plata hans kom út, en pilturinn hefur æ síð- an verið með endemum afkasta- mikill, gaf t.a.m. út tvær breið- skífur á síðasta ári og var önnur þeirra tvöföld í ofanálag. Sverrir hefur gaman af því að stuða fólk, mörg laga hans fjalla t.d. um þá hluti sem gerast neðan þindar. Hvort einhver leynd hvöt liggur þar að baki, eða bara þörf fyrir að vera fyndinn, veit ég ei en þó Sverrir megi leita yrkisefna í brók sinni ef hann vill finnst mér hann alltaf hnyttnastur þegar hann stillir fimmauranárabrönd- urunum í hóf. Aðall hans hefur þó einmitt verið textarnir, enda drengurinn ótrúlega glúrinn f sniðugum orðaleikjum. Stundum skýtur hann þó hressilega yfir markið í útúrsnúningunum, Andskodans er t.d. á forskólastiginu. Hann er býsna sleipur lagasmiður og ekki óvitlaus á píanó eins og tónleika- gestir fengu að heyra þegar hann renndi í gegnum nokkur klassísk lög í bland við poppið. Söngurinn hefur stundum ver- ið að þvælast fyrir Stormskerinu og því hefur hann tekið piltung úr Sniglabandinu, Stefán Hilm- arsson að nafni, upp á arma sína og nýtur í staðinn ágætra raddbanda sveinsins. Þeir eiga bara skrambi vel saman sem dúett, hvell rödd Stefáns fer nokkuð léttilega þær torfærur sem Sverrir kemst ekki yfir. Hvað um það, sveinarnir tveir voru einstaklega heimilislegir á tónleikunum í Zebra, sátu í mestu makindum úti í horni og renndu sér í gegnum vænan slurk laga. Að sjálfsögðu var endað á Þú og þeir og eftir að hafa verið klappaðir upp í tvígang hljómaði síðan enska útgáfan af laginu, sem gengur undir nafninu Sókra- tes. Býsna skemmtilegt allt sam- an og ættu þeir að skammast sín sem héldu heim með fýlusvip á „ . . . ég er svoddan óskabarn.“ fésinu, jafnvel þótt mánudagur til mæðu hafi verið genginn í garð! En ég var ekki alveg tilbúinn að yfirgefa staðinn strax, hugði enda góma piltana í viðtal. Það tókst eftir að allir höfðu náð að komast á barinn fyrir lokun og fyrstu spurningunni var pundað á Sverri. - Hvenær byrjaðirðu að semja lög og texta? „Það var svona í kringum 11- 12 ára aldurinn og ég hef verið að gutla í þessu æ síðan.“ - Þú hefur ekki verið í skóla- hljómsveitum? „Nei, í raun og veru forðaðist ég skólahljómsveitir eins og heit- an eldinn, ég hef alltaf haft and- styggð á þessum hljómsveitar- bransa.“ - Alltaf verið einn þíns liðs kannski? „Ja, ekki lengur þetta er orð- inn dúett, Stefán og ég“ (nei, grípur Stefán inn í, þetta er tríó, ég, þú og píanóið!). - Stefán, hvenær byrjaðir þú að fikta í tónlist? „Ég byrjaði í einhverju smá hljómsveitarbraski þegar ég var í Kvennaskólanum, fór síðan í Fasteignatorgið Geislagötu 12, Sími: 21967 Sölustjóri Björn Kristjánsson, heimasími: 21776 Rimasiða: 150 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 36 fm bílskúr. Lóð frágengin. Eign í sérflokki. Sunnuhlið: 380 fm einbýlishúsá 2 hæðum með innbyggð- um bílskúr og 60 fm íbúð í kjallara. Eign í sérflokki. Mögu- leiki á að taka minni eign upp i. Grænamýri: Einbýlishús á tveim hæðum ásamt bilskúr. Skipti á minni eign möguleg. Langahlíð: Til sölu góð hæð í þríbýlishúsi ásamt bílskúr, iaus eftir samkomulagi. Lyngholt: 5 herb. e.h. m/bílskúr 172 fm. Raðhús m/bílskúr æskilegt í skiptum. Þverholt: 170 fm einbýli m/risherb. Bílskúrsréttur. Möðruvallastræti: 200 fm einbýlishús á besta stað. Ýmis skipti möguleg. Höfðahlfð: 5 herb. einbýli m/bílskúr. Góð eign á góðum stað. Ásvegur: 126 fm e.h. I skiptum fyrir lítið raðhús á Brekk- unni. Hafnarstræti: 120 fm e.h. m/bílskúr, gott útsýni, allt sér. Laus strax. Strandgata: 106 fm e.h. til sölu. Mikið áhvilandi. Þórunnarstræti: 5 herb. miðhæð m/bílskúr 161 fm. Óskað eftir litlu raðhúsi. Einholt: 4 herb. raðhús í rólegu umhverfi. Skipti á einbýlis- húsi eða góðri hæð. Grænagata: 138,8 fm e.h. og ris, óskað eftir minni eign í skiptum. Núpasiða: Mjög vönduð raðhúsaibúð í skiptum fyrir raðhús á Brekkunni. Heiðarlundur: 118 fm raðhúsibúð á tveimur hæðum. Góð eign á góðum stað. Ýmis skipti möguleg. Melasfða: 4ra herb. íbúð á 4. hæð i fjölbýlishúsi, góð eign. Frábært útsýni. Laus eftir samkomulagi. Vanabyggð: 166 fm raðhúsaíbúð á 3 hæðum. Góð eign á góðum stað. Tjarnarlundur: 4ra herb. endaíbúð á 4. hæð í svalablokk. Laus strax. Keilusiða: 3ja herb. ibúð á 1. hæð ca. 87 fm. Skarðshlíð: 3ja herb. ibúð á 1. hæð. Laus eftir samkomu- lagi. Hagstæð lán geta fylgt. Tjarnarlundur: 3ja herb. íbúðir á 2. og 3. hæð. Hrísalundur: 3ja herb. íbúðir á 2. og 3. hæð. Hjarðarholt: Lítil 3ja herb. íbúð á n.h. 65 fm. Kringlumýri: 2ja herb. íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi. Laus eftir samkomulagi. Lundargata: 2ja herb. íbúð í tvíbýlishúsi. Mikið endurnýj- uð. Laus eftir samkomulagi. Smárahlíð: 2ja herb. íbúð á 2. hæð ca. 60 fm. ibúð í góðu standi. Laus eftir samkomulagi. Borgarhlfð: 4ra herb. blokkaríbúð á besta stað. Laus eftir samkomulagi. Melasíða: Ný 2ja herb. ibúð ca. 60 fm í fjölbýlishúsi, hægt að fá hana afhenda tilbúna undir tréverk eða fullbúna. Laus strax. Melasíða: Ný 2ja herb. 60 fm blokkaríbúð fullbúin til afhendingar fljótlega. Oalsgerði: 150 fm raðhús á tveimur hæðum. Ýmis skipti möguleg. Dalsgerði: 130 fm raðhús á tveim hæðum. Mikið áhvílandi. Laus fljótlega. Lítið verktakafyrirtæki í fullum rekstri til sölu. Góðir verk- samningar fylgja. Hentugt fyrir 2 samhenta menn. Kaupvangur: 170 fm húsnæði á tveimur hæðum hentugt fyrir verslun og ýmiskonar rekstur. Eign á besta stað í bænum. Sunnuhlíð: Gott verslunarhúsnæði é 1. hæð, hægt að hafa sér inngang. Sunnuhlíð: Videoleiga til sölu. Góð aðstaða með kvöld- sölu. Fyrirtæki í fullum rekstri í eigin húsnæði til sölu. Upplýsing- ar á skrifstofunni. Glerárgata verslunarhúsnæði m/mikilli lofthæð, 400 fm á 1. hæð, góður staður á uppleið. Höfum kaupendur að 3ja og 4ra herb. blokkaríbúðum í Glerárhverfi. Höfum kaupendur af 2ja og 3ja herb. blokkaríbúðum með mikið áhvílandi. Höfum kaupanda af góðri hæð á Brekkunni. Ennfremur vantar okkur á skrá allar stærðir og gerðir fasteigna. Fasteigna-Torgið Geislagötu 12, Akureyri Sími: 21967 Opið frá kl. 13-19 Lögmaður Ásmundur S. Jóhannsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.