Dagur - 20.07.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 20.07.1988, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 20. júlí 1988 20. júlí 1988 - DAGUR - 11 :<K Vestnorden: Fjörðurinn var blóðlitaður og menn og hvalir veltust um í fjöru- borðinu. Ferðakaupstefim í Fœreyjum í haust Þjóðaríþrótt Færeyinga - grindardráp í Leynum Sífellt nýir möguleikar Jóhan Isholm er framkvæmda- stjóri Vestnorden kaupstefnunn- ar í Færeyjum, en annars starfar hann sem fréttamaður hjá fær- eyska útvarpinu. Við spurðum Jóhan nánar út í kaupstefnuna. „Ferðakaupstefnan verður haldin hér í Pórshöfn 16.-18. sept. Ég áætla að hingað komi um 100 kaupendur frá 16-18 löndum, m.a. Ástralíu, Japan og Bandaríkjunum, til að sjá upp á hvað Vestnorden löndin geta boðið. Kaupstefnan verður haldin í íþróttahöllinni hér og móttöku- veisla verður í Norðurlandahús- inu. Seljendur verða um 80 frá löndunum þrem. Helsti kostur- inn við kaupstefnurnar er sam- vinnan því að hvert landið um sig er of lítið til að standa að þeim, eitt og sér. Sem dæmi um árangur af kaupstefnunni á Grænlandi get ég nefnt að hún hefur orðið Smyril Line til framdráttar. Þeir sem koma lengst að koma tveim dögum á undan hinum og verður farið með þá í skoðunar- ferðir um eyjarnar. Þeir fá þar með möguleika á að kynnast landi og þjóð sem best. Við von- umst til að þessi kaupstefna eigi enn frekar eftir að efla samstarfið á milli landanna þriggja, því með samstarfinu skapast sífellt nýir möguleikar." Reynir Adólfsson hefur ver- ið starfsmaður nefndarinnar á ís- landi og að lokum spyrjuin við hann um árangur þessa starfs. „Tvímælalaust hefur þetta samstarf skilað árangri. Ferða- þjónustuaðilar hafa kynnst hver öðrum betur og skilningur á þörf- um hvers og eins hefur aukist. íslenskar ferðaskrifstofur eru nú farnar að bjóða fjölbreyttari ferðir til Grænlands og Færeyja og samstarf t.d. í flugmálum hef- ur stóraukist. Einnig hafa þessar kaupstefnur orðið til þess að aðil- ar víðs vegar um landið hafa get- að kynnt þjónustu sína betur en nokkru sinni fyrr.“ Ákveðið að halda áfram Það var síðan í byrjun árs 1986 að samstarf hófst formlega milli landanna fyrir tilstuðlan nefndar- innar. Reynir Adólfsson og Já- kup Veyhe, ferðamálastjóri Fær- eyja, heimsóttu Grænland og sátu fund ferðamálamanna þar. Nefndin ákvað að standa fyrir ferðakaupstefnu fyrir allt Vest- norden svæðið. Á þann hátt var hægt að gefa öllum sem þess ósk- uðu, tækifæri á að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri við þá aðila erlenda sem seldu ferða- mönnum ferðir á þetta svæði. Ferðakaupstefnan varð síðan að veruleika í september 1986 í Reykjavík. Hana sóttu um 200 þannig að stofninn nær hámarki á 110 ára fresti, síðast árið 1980. Grindarformaður er sá kallað- ur sem sér um skráningu allra grindveiða. Hann sér einnig um að ákveða, hvar grindin er rekin að landi, þegar fréttist af henni við eyjarnar. Sú ákvörðun ræðs af fjölda dýra og eins því hvað langt er síðan grind kom á hvaða stað. Eins og sjá má er þetta ábyrgðarmikið starf og að sama skapi eftirsótt. Kosningar á danska þingið eru ekki neitt neitt í augum Færeyinga á móti kosn- ingum grindarformanns. Stund- um eru margir tugir manna i fram- boði og kosningaslagurinn í algleymingi. Grindina nýta Færeyingar að öllu leyti sjálfir, eins og áður kom fram. I minni byggðum er veiddri grind skipt niður á öll heimili á staðnum, þannig að allir fái sinn skammt. I Þórshöfn, fjölmenn- asta stað Færeyja, gilda eilítið aðrar úthlutunarreglur. Þar fá þeir sem standa í veiðunum sinn skammt og eins geta allir sem vilja, látið skrá sig niður og fá þannig sinn skerf af kjötinu. Jæja, aftur að grindinni í Leyn- um, sem var eins og færeysku blöðin sögðu daginn eftir, bara lítil grind, ekki nema 70 dýr. Þeg- ar við komum á staðinn var sjór- inn litaður blóði, út eftir öllum firði, og dýr og menn veltust um í sjónum. Greinilega ekkert kyn- slóðabil, því sumir þeirra sem við veiðarnar voru, gátu ekki talist háir í loftinu. Grind er drepin bæði fljótt og vel, ein hnífsstunga í öndunaropið og síðan rist á - búið. Sem dæmi má nefna að 154 dýr voru drepin á 9 mínútum í Þórshöfn fyrst í júní. Eftir að búið var að slátra öllum dýrun- um, voru þau dregin að landi í Kvívík. Þar var allt blóð skolað af þeim, þau rannsökuð vel og allar upplýsingar um veiðina skráðar. Ferðamálanefnd Vestnorden var stofnuð í júnímánuði 1985, en Vestnorden eru samtök íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Markmið hennar er að efla samstarf landanna þriggja í ferðamálum og þá sérstaklega í markaðs- og sölumálum. Til að stjórna þessu verkefni voru valdir fulltrúar frá öllum löndunum, sem höfðu reynslu af ferðamálum. Formaður nefndarinnar er Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri á Seyðisfirði, en hann er jafnframt fulltrúi íslands í Vestnorden nefndinni. Hvað var það síðasta sem mér datt í hug, þar sem ég stóð og var að borga kók- ið mitt í Kollafírði í Fær- eyjum fyrir skömmu? Jú, hvalfriðunarsamtök, enda engin tengsl þar á milli. En allt í einu var pikkað í öxlina á mér og spurt lágri röddu: „Ertu nokkuð í Greenpeace?“ Ég sneri mér snöggt við og svaraði með annarri spurningu: „Nei, af hverju spyrðu?“ Spyrjandinn, sem jafnframt var fararstjórinn okkar, sagði leyndardómsfullur á svip: „Þeir eru með grind í Leynum.“ Ég og annar ferðafélagi minn, sem á hlýddi, urðum óðar og uppvægar og báðum um að fá að sjá þennan atburð. Þar sem mottó fararstjór- ans var; „Just name it baby, and Fll fix it.“, fór hann með okkur á vettvang, eftir að hafa fullvissað sig um að enginn Greenpeace- eða Sea Shepherdmaður væri með í ferðinni. Grindhvaladráp hefur frá fornu fari verið nefnt þjóðar- íþrótt Færeyinga. Grindin er lítill tannhvalur og er ekki í útrýming- arhættu, enda skipta hvalfriðun- arsamtök sér ekki af veiðunum. E.t.v. ræður þar mestu að Færey- ingar nýta sjálfir, allt sem þeir veiða af grind. Færeyingar hafa haft gott eftir- lit með grindveiðunum í gegnum tíðina og til eru skrár yfir allar grindveiðar frá 1709, en eldri gögn eyðilögðust í bruna. Stofn- stærðin fylgir ákveðnu lögmáli, Það þarf að skola allt blóð af dýrunum og þessi er kominn með margra ára starfsreynslu. í samþykktum fyrir ferðamála- nefndina segir m.a.: Ástæðan fyrir samvinnu íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála liggur í sameiginlegum möguleik- um til að byggja ferðamannaiðn- aðinn upp á umhverfi sem hinn almenni ferðamaður sér hvergi annars staðar í heiminum. Til þess að það megi takast sem best er nauðsynlegt að gera íbúa land- anna meðvitaða um gildi náttúr- unnar og sjá til þess að hún verði varðveitt handa komandi kyn- slóðum. Sérstök áhersla er lögð á eftir- farandi: Að samræma markaðsfærslu á öllu Vestnorden svæðinu. Að stuðla að því að ferða- mynstrið á svæðinu verði þannig uppbyggt að betri möguleikar gefist á að ferðast á milli land- anna. Að stuðla að því að ferða- mannastraumurinn til landanna aukist. Að koma á samvinnu á milli landanna og ferðamálasamtaka á svæðinu, þannig að hægt sé að stjórna ferðamannastraumnum að og frá löndunum. Að halda sameiginlegar ferða- kaupstefnur þeirra sem eru í ferðamannaiðnaði í löndunum þremur. Jákup Veyhe, ferðamálastjóri Færeyja, og Jóhan Isholm, framkvæmda' stjóri Vestnorden kaupstefnunnar. Góðir vegir, handrið þar sem þurfa þykir og engar einnota umbúðir meðfram þjóðveginum. E.t.v. gætu íslendingar lært af Færeyingum, hvernig á að ganga um landið. Myndir og texti: -ám. manns, kaupendur og seljendur. Jákvæð reynsla af kaupstefnunni varð til þess að nefndin ákvað að halda ferðakaupstefnur í öllum löndunum þremur. Sl. ár var haldin ráðstefna í Nuuk á Græn- landi og í haust verður haldin kaupstefna í Færeyjum. En hvað hefur þetta samstarf haft að segja? Fyrst fengum við álit Jónasar Hallgrímssonar á Seyðisfirði, umboðsmanns Smyr- il Line: Engar samgöngur - engin viðskipti „Það segir sig sjálft að ef engar samgöngur eru á milli landa, þá er ekki heldur um nein viðskipti að ræða. Áætlunarferðir á milli íslands og Færeyja hófust fyrir rúmum 13 árum og hafa gengið vel. Norröna sem nú siglir á milli er 8000 tonna skip og getur flutt allt að 1050 farþega og 250 bíla. Hún siglir 13-14 ferðir á milli á Frá Hótel Eiði er fallegt útsýni, en þar munu þó nokkrir gestir ferðakaupstefnunnar dvelja. ar hafa verið haldnar? Jákup Veyhe, ferðamálastjóri Færeyja svarar þessu: „Árangurinn af kaupstefnunni í Reykjavík er þegar að koma í ljós. Svona kaupstefnur eru dálít- inn tíma að skila sér, því að allur ferðamálabransinn byggist á langtímaáætlunum. Eins og mál standa núna er nokkuð um að ferðamenn kaupi ferðir til tveggja landanna, því eigi að ferðast til þeirra allra fer allt of mikill tími í ferðir." - En sérðu árangur af starfi Ferðamálaráðs Færeyja? „Já, við störfum í tengslum við danska ferðamálaráðið og Vest- norden. Það hafa orðið miklar breytingar á ferðamáta þessi 3 ár sem við höfum starfað. Smyril Line siglir fleiri ferðir, við erum komin með færeyskt flugfélag og síðan fljúga Flugleiðir hingað og áfram til Glasgow og Bergen. Hingað komu u.þ.b. 30.000 ferðamenn á síðasta ári og er það um 12% aukning á milli ára.“ hverju sumri, fer fyrstu ferðina í byrjun júní og þá síðustu í byrjun september. Farþegafjöldi hefur aukist alveg gífurlega frá því að þessar siglingar hófust árið 1975. Þá voru þeir 1400 en sl. sumar 12600, flestir hafa þeir orðið 14000 sem hafa siglt fram og til baka á milli Íslands og Færeyja. Nýtingin á skipinu er mjög góð og það er nánast fullbókað í allar ferðir í sumar. Enda erum við vel samkeppnisfærir, hvað verð snertir. Talsvert er um vöruflutninga með skipinu, t.d. er öll olía í mal- bik hér á landi flutt með því. Einnig er vöruflutningaskip í för- um á milli íslands og Færeyja, það flytur t.d. salt og harðfisk til íslands en steinull og laxafóður til Færeyja." s Arangurinn að koma í Ijós - En hvað hefur komið út úr þeim ferðakaupstefnum sem þeg- RAVEB Ilfll IHhIí ORTH ICEUkid öíffeNUNP Þetta blað var gefið út fyrir kaupstefnuna sem Ferðamálaráð Færeyja er hér til húsa og eins og sjá má er haldin var á Grænlandi sl. ár. miki11 °8 fallegur gróður í kringum húsið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.