Dagur - 20.07.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 20.07.1988, Blaðsíða 2
2- DAGUR -20. júlí 1988 Flotbryggja sett upp á Þórshöfti Engar hafnarframkvæmdir verða við höfnina á Þórshöfn í sumar. Enda hafa þær verið töluvert miklar á undanförnum árum. „Við höfum komið okkur upp þokkalegri viðlegu aðstöðu, það er búið að dýpka höfnina og í sumar komum við nokkru lagi á smábátahöfnina þegar við settum upp flotbryggju,“ sagði Daníel Árnason sveitarstjóri á Pórshöfn. Flotbryggjan var sett upp fyrr í sumar og kostaði um tvær millj- ónir króna. Daníel sagði að bryggjan gerði sitt gagn, en þó væri hún ekki í skjóli fyrir öllum áttum og kippa þyrfti því í lag. Á næstunni verið farið að ganga frá rafmagnsmálum á hafn- arsvæðinu og verða þá m.a. sett upp ný innsiglingarmerki. Kostn- aður við það verður eitthvað á aðra milljón að sögn Daníels. mþþ Erlent verkafólk hjá Einingu: Ekkiþurft sérstakt eftirlit Mikið var rætt um kaup og kjör erlends verkafólks á Is- landi fyrir nokkrum vikum. Sævar Frímannsson hjá Verka- lýðsfélaginu Einingu á Akur- eyri var inntur eftir því hvort eitthvað hefði verið um kvart- anir erlends verkafólks á fé- lagssvæði Einingar. „Það hefur ekki borið á nein- um kvörtunum frá þessu fólki sem hefur verið að störfum hér,“ sagði hann. „Það er að vísu ekki mjög margt erlent verkafólk á félagssvæðinu en nokkrir eru þó á Grenivík og einnig í Grímsey." Að sögn Sævars hefur ekki þurft að hafa sérstakt eftirlit með málefnum verkafólksins því yfir- leitt væru þetta ábyggilegir atvinnurekendur sem það væri í vinnu hjá. „Það væri fljótt að fréttast ef verið væri að hlunnfara þetta fólk. Ég tala ekki um eftir þessar umræður sem urðu út af thailensku stúlkunum. Ætli fólk hefði ekki látið í sér heyra ef um eitthvað slíkt væri að ræða hér.“ „Við förum auðvitað á stúfana um leið og einhver sem hefur ver- ið hlunnfarinn gefur sig fram. Ég hef samt ekki trú á því að það gerist hér á okkar svæði,“ sagði Sævar. KR Starfsfólk í Gljúfrabúi. Frá vinstri: Stefán Jónsson, Guðrún Sigurðardóttir og Sigurlaug útibússtjóri. Með henni er dóttirin Eygló Dögg Gunnarsdóttir. „Við erum náttúrlega ekki í alfaraleið því er ekki mikið um að ferðamenn komi hingað upp- eftir. Laxveiðimenn koma nokk- uð hingað að versla og svo koma jú nokkrir til þess að skoða virkj- unina,“ segir Sigurlaug þegar hún lítur upp úr bensínnótunum. Tvær stúlkur vinna við af- greiðslu í þessari litlu verslun en opnunartíminn er frá kl. 13 á daginn til kl. 18. Auk þess er ver- ið að taka upp lúgusölu fyrir hádegi þannig að ekki þarf að kvarta undan þjónustunni. En Sigurlaug er ekkert óhress með verslunarreksturinn. „Við erum hér með þessar nauðsynlegustu vörur, bensín, olíur og síðan svolítið af vörum fyrir ferða- og laxveiðimenn. Já, þetta gengur bara ágætlega, ekk- ert undan því að kvarta.“ JÓH Útibú KÞ við Laxárvirkjun: 55 Finnst starfið skennntilegt 44 segir Sigurlaug Guðvarðardóttir útibússtjóri Gljúfrabú, eitt af útibúum Kaupfélags Þingeyinga er við Laxárvirkjun. Þetta útibú læt- ur ekki mikið yfir sér en þjónar þó nokkuð stóru svæði. Næstu matvöruverslanir eru á Laug- um og Húsavík þannig að um langan veg er að fara til að kaupa matvöru. Útibússtjóri KÞ við Laxárvirkjun er korn- ung kona, Sigurlaug Guðvarð- ardóttir að nafni en hún tók við versluninni um síðustu ára- mót, þá eftir tveggja ára starf í henni. „Jú, mér finnst þetta bara skemmtilegt,“ segir Sigurlaug þegar hún er innt eftir starfinu. Útibúið er rösklega 30 ára gamalt og Sigurlaug er fjórði úti- bússtjórinn. í Gljúfrabúi er líka verslað með bensín og olíur enda um 20 km í næsta bensínsölustað. Verðkönnun Verðlagsráðs: Verðlag á landsbyggðinni 4,3% hærra en á höfuðborgar svæðinu Verðlagsstofnun gerði fyrir skömmu verðkönnun á yfir 400 vörutegundum í í hátt á annað hundrað matvöruverslunun um land allt. Um var að ræða bæði mat- og drykkjarvörur, hreinlætis- og snyrtivörur og leiddi könnunin í Ijós að verð- lag í matvöruverslunum á landsbyggðinni er 4,3% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Þegar gerður var samanburður á verðlagi í einstökum landshlut- um við höfuðborgarsvæðið kom í Ijós að mestur er munurinn á Vestfjörðum, eða 7% og næst mestur á Austurlandi, eða 6%. Á Norðurlandi vestra var verðlag 4,6% hærra en á höfuðborgar- svæðinu og 3,4% hærra á- Norðurlandi eystra. Ýmsir vöruflokkar voru almennt dýrari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu en einnig voru dæmi um vöruflokka sem voru að jafnaði dýrari á höfuðborgarsvæðinu. Nýtt græn- meti, öl og gosdrykkir, dósa- og pakkavörur, rakstursvörur, nauta- og svínakjöt og þvottaefni eru vöruflokkar sem voru að jafnaði ódýrari á höfuðborgar- svæðinu en kartöflur, brauð, nýr Akureyri: Hæfileikakeppni í Staupinu Staupið og Hljóðbylgjan standa fyrir hæfileikakeppni næstu kvöld í Staupinu á Akureyri. Keppni hefst á fimmtudagskvöld og verður fram haldið á föstudagskvöld en úrslit síðan tilkynnt á laug- ardagskvöld. Að sögn Birgis Torfasonar í Staupinu eiga þátttakendur að skrá sig í Staupinu eða á Hljóð- bylgjunni. Æskilegt er að kepp- endur komi með eigin hljóðfæri en magnarar verða á staðnum. Pá sagði hann æskilegt að keppend- ur verði ekki fleiri en tveir saman. Frestur til skráningar rennur út á hádegi á morgun, fimmtudag. Kynnir keppninnar verður Guðmundur Rúnar Lúðvíksson en hann mun einnig skemmta úrslitakvöldið. Á laugardags- kvöldið verður boðið upp á tískusýningu frá Tískuhúsinu Essinu á Akureyri. Hljóðbylgjan mun senda beint út frá úrslita- kvöldinu en keppni hefst kl. 22 þessi kvöld. Húsið verður opnað kl. 18 að vanda. fiskur og egg eru vöruflokkar sem voru að jafnaði ódýrari á landsbyggðinni. Af þeim vöruflokkum sem voru að jafnaði ódýrari á höfuð- borgarsvæðinu, var mestur verð- munurinn á nýju grænmeti og raksturvörum, eða allt að 30%. Af þeim vöruflokkum sem að jafnaði voru ódýrari á lands- byggðinni, var munurinn mestur á kartöflum, 19% og 9% á brauði. Niðurstöður könnunarinnar koma í meginatriðum heim og saman við niðurstöður sambæri- legra kannana sem Verðlags- stofnun hefur áður gert. Minni og hægari velta ásamt takmarkaðri samkeppni og lakari fjárhags- stöðu verslana á landsbyggðinni hefur leitt til hærri álagningar þar. Hærri álagning og flutnings- kostnaður eru meginskýring- arnar á hærra verðlagi á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæð- inu. Það kann þó að koma ein- hverjum á óvart að verðlag á landsbyggðinni skuli ekki vera hlutfallslega hærra en raun ber vitni. Skýringin á því að svo er ekki felst m.a. í því að mikilvægir vöruflokkar eins og flestar land- búnaðarvörur eru á svipuðu verði um allt land en auk þess eru nokkrar vörutegundir ódýrari á landsbyggðinni eins og að framan greinir. Loks skal bent á að áhrif flutningskostnaðar á verðlag utan höfuðborgarsvæðisins hafa minnkað á síðustu árum, þar sem að ýmsir framleiðendur og inn- flytjendur eru með saina heild- söluverð um land allt. -KK Eldri bæjar- búum boðið í Sjallann í dag gefst eldri bæjarbúum á Akureyri kærkomið tækifæri til þess að lyfta sér upp, því þeim er boðið í Sjallann í tilefni 25 ára afmælis staðarins. Hátíðin í dag hefst kl. 16.00 og stendur til kl. 19.00. Að sjálf- sögðu mun Hljómsveit Ingimars Eydal leika fyrir dansi, svo það verður vel þess virði fyrir eldri Akureyringa að bregða undir sig dansfætinum í dag. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.