Dagur - 20.07.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 20.07.1988, Blaðsíða 16
Akureyri, miðvikudagur 20. júlí 1988 PenmiteV Margs konar lím, pústkítti og fleira. ÞÓR5HAMAR HF. Varahlutaverslun Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Nýtt Snæfell EA: Verður líklega gert út sem frystiskip Nýtt Snæfell verður afhent Kaupfélagi Eyfirðinga í lok september. Allar líkur eru nú á að skipið verði gert út sem frystiskip en slíkt hefur aug- Ijóslega alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulíf í Hrísey þar sem kaupfélagið rekur umfangsmikla fiskvinnslu. Norska skipasmíðastöðin mun taka gamla Snæfellið upp í kaupverðið en hún hefur þegar selt skipið til Spánar. Upphaflega var gert ráð fyrir því að karfi og grálúða yrðu heil- fryst um borð en annar afli ísað- ur. Skipið verður búið tækjum til fullvinnslu um borð og að sögn Kristjáns eru nú mestar líkur á að sú leið verði ofan á að vinna allan afla um borð. Þessu til stuðnings má nefna að undanfarið hafa yfir- menn á Snæfellinu verðið í starfs- þjálfun um borð í öðrum frysti- skipum svo sem Sléttbak. „Þetta er einfaldiega spurning um það hvort við höldum þessu skipi eða ekki og þetta er kannski eina leiðin til að tryggja það,“ sagði Kristján Ólafsson sjávarút- vegsfulltrúi KEA. Kristján sagði að vissulega væri það ekki glæsileg staða að vera með stóra fiskvinnslustöð í Hrís- ey hráefnislausa, en hún hefði bara ekki efni á að greiða það verð fyrir hráefnið sem þyrfti til að skipið gæti borið sig. Verið er að kanna möguleika til að útvega fiskvinnslunni í Hrísey hráefni eftir öðrum leiðum. „Það getur líka vel verið að við þurfum ekkert á þessum fiski að halda til vinnslu í landi því það verði bara búið að loka henni. Ef það verða ekki gerðar einhverjar ráðstafanir í þessu þjóðfélagi fljótlega þá verður þessu bara lokað. Þetta skilja allir nema þeir sem stjórna landinu," sagði Kristján. ET Frá Egilsstöðum. Fyrir miðri mynd er Egilsstaðakirkja og í baksýn er Fellabær handan Lagarfljótsins. Mynd: et Sláturhús KNÞ á Kópaskeri: Hlutafélag stofnaö um reksturinn - „nauðvörn bænda“ segir Haildór Sigurðsson formaður undirbúningsstjórnar í undirbúningi er stofnun hlutafélags um kaup og rekstur á sláturhúsi Kaupfélags Norð- ur-Þingeyinga á Kópaskeri. Undirbúningsstjórn hefur ver- ið skipuð og vinnur hún nú að söfnun hlutaljár sem stefnt er að að verði ekki undir 30 millj- ónum. Gert er ráð fyrir að kaupfélagið og bændur á fé- lagssvæðinu eigi þriðjung hvor aðili en sveitarfélög, kaup- félög og önnur fyrirtæki afganginn. Stofnfundur hins nýja félags verður haldinn eigi síðar en 1. september. Rekstur sláturhúss hefur verið um þriðjungur af starfsemi kaup- félagsins og að sögn Eysteins Sig- urðssonar kaupfélagsstjóra eini fasti punkturinn. Nú er hins veg- ar svo komið að félagið ræður ekki lengur við reksturinn vegna þeirra aðstæðna sem honum eru búnar. Hugmyndin um stofnun hluta- félags hefur verið í umræðunni nokkuð lengi og nýlega var svo sett á fót undirbúningsstjórn. Beiðnir um hlutafjárframlög hafa verið sendar bændum á félags- svæði Kaupfélags Norður-Þing- Kaupleiguíbúðir: Umsóknir afgreiddar í byrjun ágúst - 40% umsókna af Norður- og Austurlandi Frestur til að sækja um kaup- leiguíbúðir rann út fyrir nokkru og eins og flestir muna var gífurleg ásókn í þær. Alls bárust umsóknir um 470 íbúðir og af þeim voru um 40% frá Norður- og Austurlandi. Flestar bárust frá Austurlandi, eða um 102 íbúðir, 46 frá Norðurlandi vestra og 29 frá Norðurlandi eystra. En hvenær verða þessar umsóknir afgreiddar? Hilmar Þórisson skrifstofu- stjóri hjá Húsnæðisstofnun ríkisins svarar því: „Það má búast við því að það verði í fyrstu vikunni í ágúst, eða um miðjan mánuðinn. Við erum nýbúnir að óska eftir viðbótargögnum frá hinum og þessum sveitarfélögum og aðil- Kaupleiguíbúðir eru það nýjasta í húsnæðiskerfinu en víða um land er mikill húsnæðisskortur. um, og síðan verður unnið úr Þá þeim. Þá er það spurning um hverjum verður hægt að úthluta sem geta farið í gang með fram- kvæmdir,“ sagði Hilmar. Á fjárlögum voru veittar 273 milljónir í kaupleiguíbúðirnar og kemur sú upphæð úr Bygg- ingarsjóði verkamanna. Búast má við því að tilfærslur verði á milli þess sjóðs og Byggingar- sjóðs ríkisins, en úr þeim sjóði var ekkert veitt á fjárlögum. Sem fyrr segir má búast við því í fyrstu vikunni af ágúst að línur taki að skýrast með það hvað þeir aðilar fá sem sóttu um kaupleiguíbúðir. Eflaust bíða margir spenntir eftir þeirri afgreiðslu. -bjb eyinga, hreppsfélögunum, Félagi sláturleyfishafa, kaupféllögum á Norðausturlandi, þ. á m. KEA, og fleirum. Þá hefur verið leitað eftir stuðningi Byggðastofnunar og Framleiðnisjóðs en Eysteinn sagðist ekki gera ráð fyrir þátt- töku þeirra. Bændur hafa tekið mjög vel í hugmyndina og eru menn von- góðir um að þeir muni leggja fram allt að 10 milljónir af a.m.k. 30 milljónum sem ætlunin er að safna. Hlutaféð verður að mestu eða öllu leyti rekstrarfé enda er hlutafjársöfnunin eina færa leiðin til að afla þess. Kaupverð slátur- hússins er gert ráð fyrir að verði 80-90 milljónir. „Ef ekkert verður að gert mun þetta sliga rekstur kaupfélagsins. Það má því segja að hér sé um að ræða nauðvörn bænda,“ sagði Halldór Sigurðsson formaður undirbúningsstjórnarinnar. ET Sauðárkrókur: 17 punda lax veiddur í fjörunni! Mikil veiði hefur verið að undanförnu í Sauöárkróks- fjöru og við framhlaup Göngu- skarðsár hafa veiðst nokkrir stórir laxar. Sl. sunnudags- kvöld veiddust 3 stórir við framhlaupið og var sá stærsti hvorki meira né minna en 17 pund. Skarphéðinn Ásbjörnsson heitir sá sem krækti í þann stóra, en auk hans veiddi hann 10 punda lax sama kvöld. Skarphéð- inn var búinn glíma við „gollann“ í um hálftíma þegar hann náðist á land og var búinn að eltast við hann langar leiðir. Láxinn tók á túbu hjá Skarphéðni. Fjölda manns bar að garði þetta kvöld við framhlaupið, sem er við hlið- ina á strandeldisstöð Hafrúnar hf. Komnar voru nokkrar veiði- stangir á loft sem biðu eftir að krækja í þann stóra, en þarna geta menn kastað út án þess að greiða nokkur veiðileyfi. Sumum leiddist þófið og stungu tveir ungir menn sér til sunds í framhlaupið að kanna ástandið. Sundferðin var nú ekki löng, en var endurtekin nokkrum sinnum við góðar undirtektir við- staddra. Mönnunum tveim varð ekki meint af volkinu og héldu á braut, blautir og ánægðir! -bjb Jón Karlsson með afla dagsins. Pólarprjón: Skiptafundur í þrotabúi - forgangskröfur tæpar 6 millj. króna Á skiptafundi í þrotabúi Pól- arprjóns sem haldinn var fyrir nokkru voru kröfur Blönduóss vegna aðstöðugjalda kr. 107.489 og vegna riftunarkröfu að fjárhæð kr. 380.538 sam- ykktar sem almennar kröfur. Samkvæmt kröfulýsingaskrá voru forgangskröfur í þrotabúið tæpar 6 milljónir króna, aðallega laun og launatengd gjöld. Upplýst var á fundinum að Blönduósbær væri enn ábyrgur gagnvart Iðnlánasjóði fyrir kr. 800 þús. vegna Garðabyggðar 2 á Blönduósi. Þar sem Iðnlánasjóður á alls- herjarveð í öllum vélum, tækjum og áhöldum í þrotabúinu, eru góðar líkur á því að eftirstöðvar greiðist af söluverði þessara tækja. Vélar og tæki í eigu þrotabús- ins hafa verið auglýst til sýnis og sölu en mjög lítið mun hafa bor- ist af tilboðum í þá hluti. fh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.