Dagur - 20.07.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 20.07.1988, Blaðsíða 14
1 k - D^léfuN i- 28Í'juli*^s'á5 Hlífar og drifsköft og ýmislegt fieira í þau... Bremsuborðar Sæti í dráttarvélar Verð frá kr. 14.685 Vönduð vara=aukið öryggi Vétadeild KEA Óseyri - ’íöi’ 21400 & 22997 Sigurður Jónssun. íbúasamtök í Síðu- hverfi, til hvers? - Sigurður Jónsson greinir frá helstu markmiðum Sigurður Jónsson bygginga- fræðingur situr í stjórn nýstofnaðra íbúasamtaka í Síðuhverfi, en þau eru fyrstu íbúasamtökin sem stofnuð hafa verið fyrir utan Reykja- víkursvæðið. Markmið sam- takanna er m.a. að vinna að framfara-, hagsmuna- og menningarmálum hverfisins og Akureyrarbæjar í heild, eins og segir í drögum að lögum fyrir hin nýstofnuðu samtök. Blaðamaður Dags hitti Sigurð að máli og spurði hann nánar út í þessi samtök. - Geturðu sagt okkur eitthvað um aðdraganda þessara samtaka. Til hvers íbúasamtök í Síðu- hverfi? „Fyrir nokkru fóru fáeinir íbú- ar hér í hverfinu að ræða saman um hverfið og uppbyggingu þess, hvað okkur fannst flest hér vera ákaflega laust í böndunum og eft- ir að við vorum búin að ræða saman um tíma, þá ákváðum við að hafa samband við fleiri sem hafa tengst einhverjum félags- málum hér, s.s. skólamálum. Við boðuðum síðan til fundar til þess að heyra hvort grundvöll- ur væri fyrir stofnun íbúasamtaka og þá um leið að kynna fyrir fólki hvernig íbúasamtök hafa starfað annars staðar. Við vildum kanna hvort ekki væri tími til kominn að við hér í hverfinu færum að „grípa í taumana", fylgjast með hvort hverfið er á réttri leið að okkar mati, þ.e. íbúanna. Skólinn hefur verið hitamál í hverfinu, þ.e.a.s. það að geta ekki haldið grunnskólanum hér upp í 9. bekk, það verður að vísu 9. bekkur í vetur en síðan ekki meir. Síðan teljum við hverfið illa byggt, lóðir ganga ekki út til verktaka vegna þess að markað- urinn og eftirspurn fá ekki að ráða hér, það er haldið fast í ákveðið byggingarform sem ekki er seljanlegt um þessar mundir. Pað á að fara að byggja annað hverfi hér við hliðina, Giljahverfi án þess að hugsað sé um að klára þetta hverfi. Það þarf að gera Síðuhverfi aðgengilegra með þeirri þjónustu sem nauðsynleg er í hverfi af þessari stærð.“ - Hvernig voru viðbrögð íbú- anna við fundarboðinu? „Viðbrögð fólks voru mikil og góð. Við héldum nokkuð marga fundi áður en við boðuðum til almenns fundar og vorum því nokkuð vel undirbúin og höfðum því rætt málin töluvert. Á stofn- fundinn mættu um fjörutfu manns sem verður að teljast gott þegar um þannig fundarboð er að ræða. Það kom í ljós að margir voru á sömu skoðun og þessi hópur sem hafði hist og rætt þessi mál áður. Af því sem kom fram á fundin- um og fólk taldi brýnast að þyrfti úrbóta við, má helst nefna: Hérna í hverfið vantar fyrst og fremst þjónustu, það vantar betri verslun fyrir hverfið það vantar lyfjabúð, heilsugæslu, ungbarna- eftirlit. Hér er mikið af börnum og mun meira af ungum börnum en í öðrum hverfum bæjarins. Síðan vill fólk gjarnan að byggð- in verði þétt, götur og gangstéttar verði kláraðar og gengið verði frá gangbrautum og hjólreiðastíg- um. Þetta eru svona helstu mál sem virðast liggja brýnast á fólki, en engan veginn tæmandi yfirlit yfir það sem þarf úrbóta við hér í Síðuhverfi. í rauninni verða samtökin ekki formleg samtök fyrr en í haust, í september þegar aðalfundurinn verður haldinn, þá verður kosin stjórn og stefnumálin sett form- lega fram.“ - Hvernig ætla samtökin að ná fram þessum markmiðum er þú hefur nefnt hér? Hvaða aðferð- um ætlið þið að beita? „Það eru til ýmsar aðferðir. Þegar maður ræðir við fólk, en við höfum gengið í hús til að kynna samtökin, þá kemur það í ljós að fólk hefur ákaflega litla vitneskju um hvernig hverfið á að líta út í sinni endanlegu mynd og fullbyggt. Við höfum áhuga á að fá skipulag yfir hverfið, fá að sjá hvernig Skipulagsnefnd Akureyr- ar hefur skipulagt þetta hverfi varðandi þjónustu, götur og ann- að sem máli skiptir. Þetta viljum við fá og hengja upp og bjóða íbúunum að koma og skoða. Við viljum fá að sjá hvernig þær stærri stofnanir sem fyrir eru í hverfinu eiga að líta út, við vilj- um fá að sjá hvernig iðnaðar- hverfið á að verða í framtíðinni. Á þessu ætlum við að byrja. Fólk getur þá komið og séð þetta og við getum fengið umræðu í gang um þessi mál og vonandi gert athugasemdir og komið með betrumbætur varðandi núverandi skipulag. Nánari ákvarðanir um starfsaðferðir verða teknar í starfshópum sem ætlunin er að koma á fót. Ég vil líka benda á að í drögum okkar að stofnun þessara sam- taka, bendum við á þörfina á að stofna íbúasamtök í öðrum hverfum bæjarins. Við sjáum fyr- ir okkur hverfasamtök í öllum hverfum bæjarins í framtíðinni sem vinna með bæjaryfirvöldum með það að markmiði að gera hverfin betri og þar með bæinn að betri stað að lifa og starfa í.“ kjó

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.