Dagur


Dagur - 30.07.1988, Qupperneq 5

Dagur - 30.07.1988, Qupperneq 5
30. júlí 1988 - DÁGÚR - 5 Svona leit Gamli spítalinn út um 1940 og þó að húsinu hafi mikið verið breytt síðan eru reimleikarnir enn við lýði. Hótelið, næsta hús norðan við Gamla spítalann, brann upp úr 1950. Fnjóskadal, Fljótum, Þistilfirði, Höfðaströnd við Skagafjörð og áfram mætti telja. Lýsingar manna á skrímslunum eru mjög fjölbreytilegar, en allt voru þetta ófrýnilegar skepnur og áttu menn fótum sínum fjör að launa. Sumir fengu þó áverka eftir viðureign við skrímsli. Tröllasögur, sögur af álfum og huldufólki og draugasögur hafa líka verið heimfærðar upp á ýmsa staði á Ncrðurlandi. Við skulum ljúka Sögubroti á frásögn um reimleika í Gamla spítalanum á Akureyri: Gamli spítalinn á Akureyri „Svo vildi til, þá er verið var að reisa gamla sjúkrahúsið á Akur- eyri, gjöf Gudmanns kaup- manns, að einn smiðurinn, sem Þorlákur hét, datt ofan af þakinu og beið bana af. Nokkrum árum seinna kom Sigríður Þorsteinsdóttir, kona Skafta ritstjóra Jósepssonar á Akureyri, og gisti í spítalahúsinu hjá Þórði lækni- Tómassyni og Kamillu konu hans, sem hún hafði kynnzt í Höfn. Þær Kamilla ræddu margt saman um kvöldið, og loksins var Sigríði vísað til sængur í herbergi uppi á lofti. Hún vaknaði við það um nóttina, að hún heyrði smíðahljóð frammi á loftinu, og var hún því alvön frá föður sínum, séra Þorsteini Páls- syni að Hálsi, því hann var smiður hinn bezti. Hún heyrði heflað og sagað, naglar voru reknir o.s.frv. Það þóttist Sigríður heyra, að ekki væri nema einn smiður að smíða. Hún leit á úr sitt, og var klukkan þá fimm. Henni þótti smíðarnar byrja fremur snemma, en henni kom þó til hugar, að eitthvað lægi á, og sætti hún sig við það. Þessi smíðahljóð héldu áfram nálægt klukkustund, en þá heyrðist Sigríði maðurinn ganga ofan stigann, og heyrði hún ekk- ert úr því, enda sofnaði hún skjótt. Sigríður vaknaði við það um morguninn, að frú Kamilla kom með kaffi til hennar. Hún spurði, hvernig hún hefði sofið. Sigríður kvaðst hafa sofið vel, að því undanskildu, að smiðirnir hefðu haldið fyrir sér vöku um hríð. Smiðir? Þar hefðu engir smiðir verið, sagði Kamilla og brá litum. Jú! Þar hefðu áreiðanlega verið smiðir eða að minnsta kosti einn smiður, sagði Sigríður. Hún kvaðst hafa heyrt heflað og fleiri smíðahljóð. Kamilla svaraði, að þar væri enginn hefilbekkur til í húsinu, og spurði, um hvert leyti hún hefði heyrt þetta. Sigríður sagði sem var. Kamilla sagði þá, að spítalinn væri ekki opnaður fyrr en kl. hálf sjö, en annars væri Sigríður ekki sú fyrsta, sem hefði orðið vör við smíðalæti þar á loft- inu, síðan Þorlákur dó; sagði hún nú Sigríði frá slysför hans, en hún hafði ekki heyrt hennar getið áður. Margir fleiri þóttust verða varir við reimleika þessa og jafn- vel allt fram til þess, er spítalinn var lagður niður, en það var ekki gert fyrr en undir aldamót.“ (Eft- ir sögu Ingibjargar Skaftadóttur á Seyðisfirði 1901, en hún hafði eftir sögn móður sinnar). SS (Sögurnar eru allar teknar úr Islenskum þjóð- sögum I eftir Ólaf Davíðsson, Porsteinn M. Jónsson bjó til prentunar, Bjarni Vilhjálmsson sá um útgáfuna, Rvik 1978.) Og hópurinn leggur af stað. í þetta sinn var um byrjendur að ræða þannig að ferðin var ■ styttra lagi. Myndir: jóh Sigurður um leið og hann sýndi rosknum Þjóðverja hvernig ætti að stíga í ístöðin og toga í taum- inn. „Ja, ja,“ gall í þeim þýska sem undir eins fór að gera æfingar í að láta hestinn beygja. „Þetta er þriðja sumarið sem við starfrækjum þessa hestaleigu. Aðsóknin hefur verið að aukast ár frá ári enda er ekki hægt að búast við að leiga eins og þessi vinni sig upp á einu sumri. Svona lagað tekur lengri tíma að kynna,“ segir Sigurður. Leigan býður upp á allt frá klukkutímalöngum ferðum upp í dagsferðir. Útlendingarnir eru í miklum meirihluta viðskiptavina og gjarnan koma hópar sem fara saman í útreiðartúra. íslendingar virðast síður hafa áhuga á að bregða sér á bak í mývetnsku landslagi, „þykjast vísast vera svo vanir þessu,“ bætir Sigurður brosandi við. Fáum líka vana reiðmenn Oft kemur fyrir að útlendingar koma og biðja um að fá að fara á bak hestum sem hafa meira til að bera en þessir rólegu barnahestar sem eru f leigunni. „Við erum líka með nokkra hesta fyrir þann- ig fólk. Þetta eru aðallega útlend- ingar sem eiga íslenska hesta og eru vanir reiðmennsku. Þeir vilja gjarnan komast á bak íslenskum hesti á heimavelli og taka sprettinn," segir Sigurður. Nú er búið að leggja á klárana og allt orðið tilbúið. Sigurður opnar hliðið og hestarnir rölta einn af öðrum út úr gerðinu. Þjóðverjarnir brosa út í annað og ríghalda í tauminn, greinilega hræddir um að hesturinn taki nú einhverja rokuna. En hestarnir hans Sigurðar eru vanir því að bera alls óvana knapa og kippa sér ekkert upp við þetta. Þar með er halarófan komin af stað, Sigurður fremstur í flokki og aðstoðarmaður hans rekur síðan lestina. Ekki seinna vænna að leggja í hann, næsti hópur kemur eftir hálfan annan tírna og þá skal halda í tveggja tíma reiðtúr um Mývatnssveit. JÓH Húsnæði Kristnesspítali óskar eftir að taka á leigu í eitt ár rúmgóða þriggja eða fjögurra herbergja íbúð handa aðstoðarlækni. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 31100. Kristnesspítali. Auglýsing samkvæmt 7. gr. laga nr. 14/1965 um launaskatt með áorðnum breytingum, sbr. ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, um að álagningu launaskatts á árinu 1988 sé lokið. Tilkynningar (álagningarseðlar), er sýna launaskatt sem skattstjóra ber að ákvarða, hafa verið póstlagð- ar. Hér er annars vegar um að ræða launaskatt skv. 4. gr. fyrrnefndra laga, þ.e. á reiknuð laun manna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og á hlunnindi sem ekki eru greidd í peningum, og hins vegar launaskatt skv. 3. gr. sömu laga sem greiða ber af greiddum launum á árinu 1988. Kærur vegna álagðs launaskatts, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með launaskattsseðli 1988, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 27. ágúst 1988. 29. júlí 1988. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Rafn Einarsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1988 sé lokið. Samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75 14. september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með aug- lýst, að álagningu opinberra gjalda á árinu 1988 er lokið á þá menn sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1. gr. greindra laga, á börn sem skatt- lögð eru samkvæmt 6. gr. þeirra, svo og á lögaðila og aðra aðila sem skattskyldir eru skv. 2. og 3. gr. þeirra. I álagningarskrá kemur m.a. fram álagðurtekjuskatt- ur og útsvar sem koma til innheimtu, en skv. 2. gr. laga nr. 46/1981 ber að fella niður innheimtu á álögðum tekjuskatti og útsvari af launatekjum ársins 1987. Álagningarseðlar skattaðila er sýna álögð opinber gjöld 1988 sem skattstjóra ber að leggja á hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, að kirkjugarðsgjöldum undanskildum, sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningar- seðli 1988 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dag- setningu þessarar auglýsingar eða eigi síðar en 27. ágúst nk. Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 98. gr. áður tilvitnaðra laga munu álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag liggja frammi á skattstofu hvers umdæmis og til sýn- is í viðkomandi sveitarfélagi hjá umboðsmanni skatt- stjóra dagana 29. júlí-12. ágúst 1988, að báðum dögum meðtöldum. Ákvarðaðar húsnæðisbætur 1988 eru birtar rétthöf- um á álagningarseðli 1988. Athugasemdir við ákvörðun skattstjóra varðandi húsnæðisbætur skulu berast skattstjóra viðkomandi umdæmis fyrir 1. sept- ember 1988. 29. júlí 1988. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Rafn Einarsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn I Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.