Dagur - 30.07.1988, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 30 júlí 1988
sakamálasaga
Dauðiim sendir svar
Röddin í símanum var þægileg,
mjúk og sannfærandi og Jos-
ephine Backshall fann fyrir örygg-
istilfinningu. Hún þekkti röddina
vel og hafði vonast eftir að mað-
urinn hringdi. Hann ætlaði að
hjálpa henni að vinna sér inn
100 pund, sem ekki var svo lítil
viðbót við heimilispeningana.
Það var ekkert skrítið við hið
nýja hlutastarf Josephine sem
fyrirsæta. Hún var heimavinn-
andi húsmóðir, 39 ára, þriggja
barna móðir, söng í kirkjukórn-
um og var flokksstjóri hjá
skátunum. Josephine velti því
ekki fyrir sér eitt augnablik, að
auglýsingu hennar í bæjarblað-
inu væri hægt að túlka öðruvísi
en hún hafði hugsað sér hana.
Og henni datt ekki í hug, að
maðurinn, sem svaraði auglýs-
ingunni og tók prufumyndir af
henni á lóðinni fyrir framan
húsið, hefði nokkuð illt í
hyggju.
„Ágætisnáungi", sagði hún
við Mike, manninn sinn.
Hann bauð 100 pund fyrir
eins dags vinnu. Raunar hélt
Josephine, að um væri að ræða
auglýsingar fyrir einhverjar
ódýrar snyrtivörur.
Maðurinn talaði áfram með
rólegri, vingjarnlegri röddu og
þau sammæltust um að hittast
seinna um kvöldið. Josephine
kvaddi mann sinn og fór út úr
snyrtilegu millistéttarhúsinu í
síðasta sinn. Þrem dögum
seinna, á hádegi föstudaginn 1.
nóvember 1974 fannst hún
kyrkt.
Líkinu hafði verið hent í
grunnt uppistöðuvatn nærri
afskekktum ástarstíg. Hendurn-
ar voru samanbundnar með
snæri, sem reyrt var um úlnlið-
ina. Sams konar snæri var hert
að hálsi hennar.
Josephine Backshall, þessi
kirkjurækni og umhugsunar-
sami granni sem var ánægð með
það, sem lífið hafði upp á að
bjóða henni til handa, dó vegna
þess að hún treysti orðum svik-
ara. Hún treysti þeim dularfulla
náunga, sem lögreglan síðar
varði á annað hundrað þúsund
tímum í að leita að. Morðið á
Josephine Backshall er óleyst
og ennþá eitthvert dularfyllsta
afbrotamál Englands.
Fyrsta árið unnu 40 lögreglu-
þjónar við málið. Það var viða-
mesta og undarlegasta rann-
sókn af sínu tagi. Nítján hundr-
uð einstaklingar voru yfirheyrð-
ir. Allir hétu þeir annað hvort
Pete eða Dave að fornafni eða
Thomson eða Johnson að eftir-
nafni, en þessi nöfn hafði Jos-
ephine nefnt í samtölum við
fjölskyldu og kunningja. Eitt-
hvert þessara nafna var nafn
mannsins sem, í staðinn fyrir að
gera Josephine að ljósmynda-
fyrirsætu, gerði hana að fórnar-
lambi í hrottafengnu morði,
sem enn í dag virðist vera full-
komlega án nókkurs tilgangs
eða ástæðu.
Lögreglan kembdi skrásetn-
ingarlista með þúsundum bíl-
númera til að reyna að finna bíl
morðingjans. Sennilega ók
hann um á bláum Ford, sem
sést hafði aka brott frá Fountain
kránni í Good Easter í Essex
sama kvöld og Josephine átti
sinn örlagaríka fund með morð-
ingjanum.
Lögreglan komst að þeirri
niðurstöðu, að maður sá, sem
Josephine svo blint treysti, og
hún hefðu áð þar um það bil
klukkustundu eftir að Joseph-
ine fór að heiman. Þau fengu
sér hvort sinn bjórinn. Talið er,
að hann hafi hitt hana einhvers
staðar nærri heimili hennar og
þau hafi heimsótt krána eftir
viðskiptamáltíð á kínverskum
veitingastað og byggist það á
því, að í niaga hennar fundu
réttarlæknar leifar af kínversk-
um mat.
Eiginkona kráareigandans,
Joan Jones, sá þau sitja á barn-
um og var því það vitni, sem
síðast sá Josephine á lífi. „Hann
var hávaxinn. Höfuðið nam við
glösin ofan við barborðið. Hann
sneri sér aldrei í átt til mín, og
þegar ég velti því fyrir mér, þá
held ég að hann hafi forðast að
láta nokkurn sjá framan í sig.“
Frú Jones þekkti Josephine af
fjölskyldumyndum, sem lög-
reglan sýndi henni. „Ég þekkti
hana strax,“ sagði hún. „Hún
var aðlaðandi og virtist vera
afslöppuð með manninum
þarna í barhorninu."
Lögreglan hélt vitneskju sinni
um krána leyndri í marga mán-
uði í þeirri von að morðinginn
kæmi aftur þangað, en án ár-
angurs. Sú eina vísbending, sem
lögreglan hafði í viðbót, var
sýnishorn af snyrtivörum, sem
athugul lögreglukona fann í
svefnherbergi Josephine. Það
var úr mjög lítilli sendingu, sem
var innflutt frá Frakklandi
vegna söluherferðar, sem fram-
undan var. Lögreglan velti því
fyrir sér, hvort morðinginn
hefði reynt að fá Josephine til
að sitja fyrir í auglýsingum fyrir
þetta nýja merki.
Árangurslausar rannsóknir
voru gerðar á hverri einustu
ljósmyndastofu bæði í Englandi
og Frakklandi. Það var hugsan-
legt, að það væri starfsmaður
einhverrar þeirra, sem svarað
hafði auglýsingu Josephine.
Auglýsingin var svohljóðandi:
„Tæplega fertug kona óskar
eftir hlutastarfi. Hefur bíl. Hef-
ur áður unnið í banka. Getur
vélritað. Allt kemurtil greina.“
Orðalag auglýsingarinnar var
það sama og gleðikonur notuðu
til að koma þjónustu sinni á
framfæri á dulmáli og hátt sett-
ur lögregluþjónn lýsti auglýs-
ingunni síðar sem „mjög barna-
legri“, og hann bætti við:
„Við vitum öll, hvað orðalag-
ið „Allt kemur til greina" þýðir.
Ein síðasta myndin sem tekin var
af Josephine Backshall.
Það hryggilega í þessu tilfelli er,
að minnsti grunur um slíkt er
svo fjarri raunveruleikanum
sem hugsast getur. Frú Backs-
hall var guðhrædd kona og
henni datt að sjálfsögðu aldrei í
hug neinn slíkur skilningur á
auglýsingunni. Það sorglega við
þetta sakleysi, sem raunar er
óvenjulegt að fyrirhitta á þess-
um síðustu og verstu tímum, er,
að þess vegna virðist hún hafa
orðið fórnarlamb morðingja.“
Aðrir lögregluþjónar hafa
lýst þessu máli sem „því
versta", sem þeir hafi komist í
kynni við.
Atburðarásin virðist hafa ver-
ið svofelld: Nokkrum dögum
eftir að auglýsing Josephine
birtist í blaðinu, hringdi maður
og bauð henni starf sem fyrir-
sætu til að auglýsa snyrtivörur.
Þau komu sér saman um að hitt-
ast viku seinna í Witham í
Essex, þrjá kílómetra frá heim-
ili hennar. Maðurinn kom þó
aldrei þangað. Hann hringdi
aftur til hennar daginn eftir og
þau ákváðu aftur að hittast, en
maðurinn kom ekki heldur í
þetta skipti. Tveim vikum
seinna hringdi síminn og Jos-
ephine samþykkti meðglöðu
geði ennþá einn fund. I þetta
skipti hittust þau. „Ljósmynd-
arinn“ tók í það skiptið þó
nokkrar myndir af Josephine á
lóðinni framan við hús þeirra
hjóna. Þegar svo var komið fór
raunar maður hennar að efast
um, að nokkuð yrði úr þessu
starfi hennar. Hann furðaði sig
á því, hvort maður, sem byði
svo mikil laun fyrir jafn lítið
starf, væri í raun ljósmyndari.
Josephine fullvissaði hann um
að ljósmyndarinn væri virkilega
það, sem hann segðist vera, og
væri þar að auki hinn vingjarn-
legasti.
Síminn hringdi einu sinni
þriðjudaginn 29. október 1974
og örlagafundurinn var ákveð-
inn. Klukkan sex að kvöldi yfir-
gaf Josephine heimili sitt í Nor-
folk Close í Maldon og ók til
Witham í rauðri Ford Cortina
bifreið sinni með skrásetning-
arnúmerið BVW 374 L. Lög-
reglan fékk staðfest að hún sást
á bílastæði við Colingwood
Road í Witham milli hálf sjö og
sjö. Ökumaður, sem leið átti
hjá, sá bifreiðina með vélarhús-
ið opið rétt innan við innkeyrsl-
una á bílastæðið. Einhvern tíma
fyrir klukkan sjö hefur Jos-
ephine hitt morðingjann.
Hvað gerst hefur næstu þrjá
sólarhringa veit enginn, eða þar
til línumaður hjá símanum fann
líkið af henni í lóni á mörkum
Essex og Hertfordshire.
Morðinginn lét ekki eftir sig
nein vegsummerki.
Lögregluforingi, Jack Mould-
er, sem ennþá heldur máli Jos-
ephine Backshall við lífi, segir:
„Það hlýtur að vera einhver,
sem veit eitthvað, einhvers
staðar."
vísnaþáttur
Næstu vísurnar kvað Kristján
Benediktsson málarameistari um
Pétur vitavörð.
Lífið mark á manninn setur,
misjafnlega er tjaldað sviðið.
Þó vil ég heldur þennan Pétur
en þann sem er við gullna hliðið.
Heilræði.
Þér er best að þiggja allt
það sem lífið býður
og járnið heita hamra skalt
hvað sem öðru líður.
Kvenréttindavísa.
Karlarnir hafa ei konuna metið,
þeir kúga hana allar stundir.
Á helgasta rétti hennar setið
og haft hana löngum undir.
Þá koma heimagerðar vísur. Þær
eru samstæður og nefnast hinn
syndlausi.
Leyndarmál ég ekkert á
sem allir mega ei vita,
því er skömm að skýra frá
og skelfílegt að rita.
Ég hef eytt til ónýtis
ævi minnar dögum.
Ávallt faríð alls á mis,
enda barn í lögum.
Svo var dyggðabrautin bein
og bjart í samviskunni
að geiglaus hefði ég gripið stein
og grýtt að hórkonunni.
Hugsun sækir að mér ein
eins og gruggug staka,
var hún ekki heimska hrein
heiðarleikans vaka?
Upp við portin helg og há
harðir jaxlar þrefa.
Pétur aðeins þýðist þá
sem þarf að fyrirgefa.
Einum glæp og einni synd
yrði sálin fegin
svo hún fengi í lífsins lind
að laugast hinumegin.
Þær næstu eru kynjaðar af
Fljótsdal. Kvað eiginmaður vísurn-
ar til ungrar konu sinnar.
AUtafkemur fram eitthvað nýtt
sem enginn lifandi maður skilur.
Hvað kynni það annars komast vítt
sem konan f eðli sínu dylur.
Því ekki margar eru þær
sem öðlast slíka náð hjá Guði,
óflekkuð giftist yngismær
og eignast bam eftir þrjá mánuði.
Bjarni Jónsson úrsmiður var glett-
inn og hress til hinsta dags. Þessar
vísur kvað hann háaldraður.
Skýringar sýnast óþarfar.
Öli hresstur ekki sést,
eins og prestur breyti,
nú er flest sem fannst mér best
farið að mestu leyti.
Því á mig í líf að langa,
laus við drykkju og kvennafar.
Ég er eins og afturganga,
ekkert líkur því sem var.
Eikur falla, eyðist vín,
ung vill spjallast meyja fín.
Maður hallast, máttur dvín,
moldin kallar allt til sín.
Gamall maður sagði mér þessar fal-
legu vísur, en vissi ekki höfundinn.
Sólin þaggar þokugrát,
þerrar saggans úða.
Fjólan vaggar kolli kát
klædd í daggarskrúða.
Sólin málar leiðir lands,
Ijósin háleit sktna.
Hennar strjálast geislaglans
gegnum sálu mína.
Þá skulu færðar heimagerðar vísur.
Bóndi sem í bæinn flytur
berst við þrá til horfins lands
þar til annað Ijóð og litur
lokar úti söknuð hans.
Minningin vaknar margslungin,
meitluð og geymd sem rún á kletti
þegar ég heyri hófadyn,
horfi á fáka taka spretti.
Sorgarsýn á götunni.
Verður heimsins svipur súr,
sól er breytt í mána,
er ég sé að fagrar frúr
fella af og grána.
Jón
Bjarnason
frá Garðsvík
skrifar
Aðalsteinn Ólafsson kvað eftir að
hann sá sjónvarpsþátt um viss heil-
brigðismál.
Ekki léttist lífsins byrði
Ijót er fréttin segja má,
pillan orðin einskis virði
engir þora að sofa hjá.
Grímur Sigurðsson mun hafa sent
vini sínum þessar vísur.
Til þín rennur hugur hýr,
helst ei vfkur frá mér.
Allar sínar ær og kýr
á hann raunar hjá þér.
Ekki vil ég hefta hann,
hann skal öllu ráða.
Allt sem vinna annar kann
unnið er fyrir báða.
Allt er brátt til enda leitt,
ævistraumar runnir.
Aldrei fórstu fram á neitt,
fyrírgafst og unnir.
Sjáðu hvernig sólin hlær,
sumrí litinn gefur.
Undir kletti kjarríð grær,
kóngulóin vefur.