Dagur - 30.07.1988, Qupperneq 7
otiri b
01 i'\ nn .. u
nv
30. júlí 1988 - DAGUR — 7
segir Axel Beck íðnráðgjafi Austurlands
ákváðum að skipta þessu í tvennt
var að við töldum erfitt að vera
með samstarf milli þessara staða í
verkefni sem byggist á því að fólk
hittist kannski oft í sömu vik-
unni. Petta svæði er of stórt og
erfitt til að slíkt gangi. Það er líka
spurning hvort menn tala í raun
sama tungumál á þessum tveimur
stöðum þar sem atvinnulíf er svo
ólíkt,“ segir Axel. Að hans mati
er samstarf sveitarfélaga á Aust-
Myndir: ET
urlandi ekki nægilega gott en fer
þó batnandi. „Við verðum bara
að byrja einhvers staðar og það
sem skiptir máli er að gera eitt-
hvað,“ segir hann.
Þegar halda á leitarráðstefnu
er grundvallaratriði að fá ákveð-
inn hóp manna til að taka þátt í
henni. Hópur þessi á að saman-
standa af fulltrúum fyrirtækja,
stofnana, félagasamtaka og
hópa, fólki sem hefur áhuga á að
gera breytingar og hefur bolmagn
til þess.
A leitarráðstefnunni, sem
haldin var á Seyðisfirði í febrúar
og stóð í tvo daga, var þáttakend-
um skipt í sjö hópa sem hver um
sig fjallaði um eitt afmarkað svið.
Ráðstefnan hófst á því að í
stuttu máli var farið yfir sögu
staðarins og þær breytingar sem
átt hefðu sér stað í gegnum árin.
Fyrsta verkefnið sem hóparnir
unnu var að tína til jákvæða og
neikvæða þætti þess að búa á
staðnum síðustu tíu ár eða svo.
Næsta verkefni var svo að lýsa
því hvernig ástandið væri í dag,
hvað væri gott og hvað mætti bet-
ur fara. Þriðja verkefnið var svo
að fjalla um framtíðina, mögu-
leika og væntingar sem menn
binda við hana og setja fram til-
lögur til úrbóta. Loks var fjórða
verkefnið að segja til um það
hver ætti að framkvæma tiltekin
verkefni og hvernig. í maí síðast-
liðnum var síðan haldin önnur
ráðstefna þar sem framkvæmdar
eins konar naflaskoðun á því sem
þá hafði verið gert.
Noregs, nánar tiltekið til Tromsö
í Tromsfylki, en þar var mikið að
gerast á þessum tíma. Þar leitaði
hann til miðstöðvar atvinnuþró-
unar í Troms (SENTAS) og
starfsmanns hennar Jan Roger
Iversen. Jan þessi kom til íslands
í þeim tilgangi að finna út hvers
konar verkefni Austfirðingar
ættu að fara út í og hvaða leið
væri rétt að fara til að ná settum
markmiðum. Við framkvæmd
ýmissa átaksverkefna hefur
SENTAS notað þrenns konar
„átakslíkön“ en ákveðið var að
Astandið krufíð og fram-
tíðarhugmyndir reifaðar
Sem fyrr segir eru það Egils-
staða- og Seyðisfjarðarkaupstað-
ur sem standa að verkefninu í
samvinnu við Iðnþróunarfélag
Austurlands. Samstarf þeirra
felst hins vegar eingöngu í sam-
eiginlegri verkefnisstjórn en einn
verkefnisstjóri stjórnar verkefn-
inu. „Ástæðan fyrir því að við
Lónið setur skemmtilegan svip á Seyðisfjaröarbæ.
hvorki meira né minna. Áður
fyrr voru það stofnanir sem
sögðu okkur hvað við ættum að
gera en nú gerum við þetta sjálf.
Þetta er erfitt við verðum að
byggja upp reynslu, en þegar við
höfum aflað hennar þá getur vel
verið að við getum farið af stað
með svona verkefni víða um
land,“ segir Axel. Aðspurður
hvað ætlunin sé að gefa framtak-
inu langan tíma til að sanna til-
gang sinn segir hann að hér sé um
tveggja ára áætlun að ræða.
„Hvað þá tekur við er óljóst
ennþá. Það sem við erum að gera
með svona verkefni er að skapa
nýtt andrúmsloft. Fólk sem hefur
aldrei talað saman áður byrjar að
ræða málin og vinna saman.
Hvort sem framhaldið verður
stofnun einhvers konar þróunar-
félags Seyðisfjarðar, verður bara
að koma í ljós en fólk verður að
halda áfram að tala sarnan," segir
hann.
En hvaða vonir binda menn
við svona verkefni? Ekki hafa
verið sett nein skýrt afmörkuð
markmið um fjölgun ársverka
eða aukningu heildartekna sem
afleiðingu verkefnisins. Á Seyð-
isfirði er staðan þannig að frekar
vantar fólk en störf en markmið-
ið er að skapa fjölbreytilegt
atvinnulíf. „Ég held að vænting-
arnar séu þær helstar að byggja
eitthvað nýtt á þeim grunrii sem
fyrir er. Mikið af þessum hug-
myndum er eitthvað sem fólk hér
hefur verið að tala um í mörg ár
en núna fyrst er eitthvað farið að
gerast,“ segir Axel Beck. ET
„Átaksverkefnið er samfélagsvirkjun. Hugmyndafræðin er í stuttu
máli sú að við gleymum Reykjavík, þingmönnum, stofnunum og öllu
því sem talið hefur verið nauðsynlegt til að eitthvað gerist, og gerum
hlutina sjálf,“ segir Axel Beck iðnráðgjafi Austurlands, en Iðnþróun-
arfélagið hefur í samvinnu við Seyðisfjarðar- og Egilsstaðabæ komið
af stað svokölluðu átaksverkefni sem ætlað er að leggja grundvöll að
nýsköpun og uppbyggingu í atvinnulífi, menningarlífi, tómstundaiðju
og öðru á þessum stöðum og stórbæta þannig hæfni byggðanna til að
búa íbúum sínum lífvænleg kjör og betra mannlíf í víðasta skilningi.
Hvemig hefur okkur vegnað undanfarinn áratug? Hvernig líður okkur
í dag? Hvers konar lífi viljum við lifa eftir tuttugu ár og hvernig náum
við að gera þá draumsýn að veruleika? Þessar spurningar má segja að
lýsi þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið í átaksverkefninu sem
nú hefur staðið yfir í um eitt ár og ekki úr vegi að forvitnast lítillega
um aðdraganda þess, framkvæmd og væntanlegan árangur.
Axel Beck hefur starfað sem
iðnráðgjafi á Austurlandi frá ára-
mótum 1985/86. Árið 1986 var
honum falið að koma af stað ein-
hvers konar þróunarverkefni á
Austurlandi. Þróunarverkefni
var búið að vera á dagskrá
Byggðastofnunar í nokkur ár en
að sögn Axels vissi í rauninni
enginn hvað við var átt, hvaða
hugmyndafræði byggi að baki og
hvaða leiðir ætti að fara. „Þetta
var einhvers konar töfraorð,“
segir hann.
Hugmyndin er norsk
Hugmyndin að þessum átaks-
verkefnum er sennilega upprunn-
in í Noregi og segir Axel að þar
hafi 70-80% sveitarfélaga lagt út í
eitthvað slíkt. Axel fór einmitt til
velja það sem mest reynsla er
komin á, Leitarráðstefnulíkanið,
enda var það talið henta aðstæð-
um á Austurlandi betur en hin
tvö.
„Þetta var einhvers konar töfraorð.“
Austurlandsferja,
kvennahús og skipakaup
Verkefnin sem talin voru vænleg-
ust og mikilvægust eru nú komin
í gang og meðal þeirra má nefna
að sjávarútvegshópurinn vinnur
að athugun á möguleikum á að
keypt verði fiskiskip til Seyðis-
fjarðar, samgönguhópurinn vinn-
ur m.a. að athugun þess að hefja
rekstur ferju á Áustfjörðum,
kvennahópur hefur komið upp
hlutafélagi um rekstur kvenna-
húss og svo mætti lengi telja. í
haust verður haldin enn ein ráð-
stefna þar sem ný verkefni verða
að líkindum tekin inn og þá er
m.a. ætlunin að reyna að tengja
einstök fyrirtæki verkefninu
meira.
Veríð að skapa
nýtt andrúmsloft
„Ég lít á átaksverkefnið sem
breytingu í byggðastefnu íslands,
Átaksverkefni á Seyðisfirði og Egilsstöðum:
Breyting í by
stefnu íslands“