Dagur - 30.07.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 30.07.1988, Blaðsíða 10
r ?• _ pMOAö (Wifít- ><ni /M 10 - DAGUR — 30. júlí 1988 Til sölu Fordson Major Power, upptekin vél og einnig góð aftur- dekk, ámoksturstæki, olíuverk og fl. í Fordson og lítil Fhar heyþyrla. Uppl. ( síma 31216. Til sölu traktorsgrafa International 3500, árgerð 1977. Tilboð óskast. Upplýsingar í sfma 26073 í hádegi og á kvöldin. Stefán. Til sölu eru: Bækur: íslenskir sjávarhættir, öll bindin, Þjóðsögur Jóns Árnasonar, öll bindin. Commandore 64 K. með stýri- pinna, segulbandi og 17 leikjum. Hnattlíkan með Ijósi. Olympus OM1 myndavél. Cosina aðdráttarlinsa. Olympus flass. Allt ársgamalt. Einnig myndavélartaska, ónotuð. Upplýsingar í síma 23047. Til sölu rauður 7 vetra alhiiða hestur, taminn. Uppl. í síma 24226. Gröfuvinna. Traktorsgrafa Case 580 F 4x4 til leigu í alls konar jarðvinnu. Guðmundur Gunnarsson, Sólvöllum 3, símar 26767 og 985- 24267. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, símar 26261 og 25603. Hreingerningar - Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgacna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Inga Guðmundsdóttir, sími 25296. Hreingerningar - Teppahreins- un - Gluggaþvottur. Tek að mér hreingerningar á íbúð- um, stigagöngum og stofnunum. Teppahreinsun með nýlegri djúp- hreinsivél sem skilar góðum ár- angri. Vanur maður - Vönduð vinna. Aron Þ. Sigurðsson. Sími 25650. Hreinsið sjálf. Leigjum teppahreinsivélar. Hjá okkur færðu vinsælu Buzil hreinsiefnin. Teppaland - Dúkaland, Tryggvabraut 22, sími 25055. Ræsting - Teppahreinsun - Húsgagnahreinsun - Gluggaþvottur - Markmiðið er að veita vandaða þjónustu á.öllum stöðum með góð- um tækjum. Sýg upp vatn úr teppum, sem hafa blotnað, með djúphreinsivél. Tómas Halldórsson. Sími 27345. Geymið auglýsinguna. Bráðvantar íbúð, 3ja-4ra herb. Mánaðargreiðsla. Upplýsingar í síma 27561. Fýrirtramgreiðsla! Reglusamur, einhleypur maður ósk- ar eftir húsnæði í vetur, frá 1. sept. Lítil íbúð eða herbergi með eldunar- og snyrtiáðstöðu kemur helst til greina. Uppl. í síma 21439 eftir kl. 16.00. Til söiu 4 herbergja íbúð. 107 fm, mikið endurnýjuð, laus 1. september. Verð kr. 2,8 milljónir. Uppl. í síma 26169 eftir kl.18.00. Til leigu 2ja herbergja íbúð syðst í Þorpinu. Leigutími sept. til áramóta. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags merkt: „íbúð í Þorpinu" fyrir 15. ágúst. Vantar litla fbúð eða herbergi, helst með aðgangi að eldhúsi frá 1. okt. Uppl. í síma 97-88828. Til sölu endaíbúð í raðhúsi, ásamt bílskúr, samtals 134 fm, á Blönduósi. Uppl. í síma 95-4243 eftir kl. 19. Til leigu 100 fm iðnaðarhúsnæði með stórri hurð á góðum stað í bænum. Uppl. í síma91-31294eftirkl. 17.00 virka daga og allan daginn um helgar. Seglbrettakennsla - Leiga. Námskeið í seglbrettasiglingum hefjast nk. mánudag. Kennslan fer fram á Leirutjörn þar sem sjórinn er hlýr og allir ná til botns. Kennslan er 8 tímar og námskeiðin byrja kl. 15.30-17.00, 17.30-19.00 og 19.30-21.00. Einnig er hægt að fá leigt seglbretti, þurrbúning eða blautbúning. Frekari upplýsingar og innritun í síma 27949 í hádeginu og á kvöld- in. Klæði og geri við bólstruð húsgögn. Áklæði og leðurliki í úrvali. Látið fagmann vinna verkið. Sæki og sendi tilboð í stærri verk. Bólstrun Björns Sveinssonar, Geislagötu 1, sfmi 25322. Heimasími 21508. Heilsuhornið, Skipagötu 6, Akur- eyri auglýsir: Gericomplex, Ginseng, blómafræfl- ar, kvöldvorrósarolía, kalk- og stein- efnablöndur, Api-slen, hvítlauks- hylki, trefjatöflur, prótein, drottn- ingarhunang, Própolis hárkúrar, soja- og jurtakjöt. Te í lausri vigt, yfir 50 teg. Þurrkaðir ávextir í lausu. Hnetubar, heilar hnetur. Alls konar baunir: Kjúklingabaunir, nýrnabaunir, linsu- baunir, smjörbaunir. Bankabygg, fjallagrös, söl. Segul- pillur. Magneking. Beinmjöl. Sendum í póstkröfu. Heilsuhornið Skipagötu 6, sími 21889. Volvo F86 árg. ’73 til sölu. Vel dekkjaður, með Borgarneskassa frá '79 eða ’80. Lengd 6,80 m. Allt nýtt inni í honum. Uppl. í símum 96-41132 og 985- 27004.____________________________ Til sölu Trabant station árg. ’87. Ekinn aðeins 6800 km. Gott verð og greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 26077 eftir kl. 18.00. Vörubfll, Ford D 800, til sölu. Upplýsingar í síma 31218 eftir kl. 7 á kvöldin. Vanti þig góðan fjórhjóladrifinn bíl, þá er hann hér, Subaru Justy árgerð ’86, ekinn 28 þúsund. Hvítur 3ra dyra, grjótgrind, útvarp, segul- band. Fallegur bíll. Uppl. í síma 96-21720. Til sölu Mitsubishi Galant 2000 GLX, árg. ’79. Útvarp/segulband, ný sumardekk, vetrardekk á felgum, sílsalistar, dráttarkúla, nýir demparar og bremsuklossar. Gott eintak! - Tilboð óskast. Uppl. í síma 96-25779 (vinnu) eða :22979 (á kvöldin). Einnig í Bílahöll- inni (síma 23151. Bakkaflöt, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Veitingar, öl, sælgæti og ýmsar ferðamannavörur. Gisting: Uppbúin rúm eða svefn- pokapláss. Dægradvöl: Veiði (lax) í afgirtum polli í Svartá. Hestaleiga og fleira skemmtilegt í grenndinni að dvelja við. Verið velkomin að Bakkaflöt, sími 95-6245. Fjarlægjum stfflur úr: Vöskum - klósettum - niðurföllum - baðkerum. Hreinsum brunna og niðurföll. Viðgerðir á lögnum. Nýjar vélar. Vanir menn. Þrifaleg umgengni. Stffluþjónustan. Byggðavegi 93, sími 25117. Pallaleiga Óla, Aðalstræti 7, Akureyri, sími 96-23431. Leigjum út vinnupalla bæði litla og stóra í alls konar verk. T.d. fy'rir málningu, múrverk, þvotta, glerjun og allt moyulegt fleira. Vekjum sérstaka athygli á nýjum múrarapöllum. Hentugir í flutningi og í uppsetn- ingu. Pallaleiga Óla, Aðalstræti 7, Akureyri, sími 96-23431. Blaðaprentun Blaðaprentun Blaðaprentun • Blaðaprentun Blaðaprentun Blaðaprentun Blaðaprentun • Blaðaprentun Blaðaprentun Blaðaprentun Blaðaprentun Blaðaprentun Blaðaprentun • Blaðaprentun Blaðaprentun • Blaðaprentun Blaðaprentun • Blaðaprentun Dagsprent Strandgötu 31 ÍS? 24222 Kaupmannahöfn, au-pair. Reglusöm stúlka óskast sem fyrst til ungra danskra hjóna til að gæta 6 mánaða dóttur þeirra. Uppl. gefur Marfa í síma 96-81119. Ökukennsla - Bifhjólakennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Ný kennslubifreið, Honda Accord EX 2000 árg. 1988. Kenni á kvöldin og um helgar. Útvega bækur og prófgögn. Egill H. Bragason, sími 22813. Hjálpræðisherinn. Sunnud. 31. júlí kl. 20. > Fagnaðarsamkoma fyrir nýju foringjana Janice og Normann H. Dennis. Brigaderarnir Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna og tala. Einnig tek- ur þátt í samkomunni Miriam Óskarsdóttir trúboði frá Panama. Allir hjartanlega velkomnir. Dalvíkurprestakall: Verð í sumarleyfi dagana 18. júlí til 15. ágúst og 25.-31. ágúst. Sóknarpresturinn í Hrísey, Hulda Hrönn Helgadóttir annast þjónustu í prestakallinu á meðan. Sími hennar er 61729. Jón Helgi Þórarinsson. Friðbjarnarhús. Minjasafn, Aðalstræti 46, opið á sunnudögum í júlí og ágúst kl. 2-5. Allir velkomnir. Sigurhæöir. Húsið opið daglega kl. 2-4 frá 15. júní til 1. september. Borgarbíó Laugardagur 30. júlí Kl. 9.10 Space Balls Kl. 11.10 Space Balls Kl. 9.00 No Man’s Land Kl. 9.10 Space Balls Sunnudagur 31. júlí Kl. 9.00 No Man’s Land Kl. 11.00 No Man’s Land Skagafjörður: y Messað í Ábæjarldrkju á suimudagmn Messað verður í Ábæjarkirkju í Austurdal Skagafírði sunnu- daginn 31. júlí nk. kl. 15.00. Prestur verður sr. Ólafur Hall- grímsson Mælifelli. Messa í Abæjarkirkju hefur verið árlegur viðburður mörg undanfarin ár og messudagur miðaður við vígsludag kirkj- unnar, en hún var vígð 1922. Ábæjarkirkja er steinkirkja og þjónaði Ábæjarsókn til fjölda ára og þegar flest var í Áusturdal voru um 20 bæir í sókninni. Núna eru aðeins tveir bæir, Merkigil og Skatastaðir. Þegar bærinn Ábær fór í eyði 1950 fór messum í kirkjunni að fækka upp frá því, en síðan hefur verið messað á hverju ári eins og fyrr segir. Aðsókn hefur verið mjög góð undanfarin ár í messuna, í fyrra voru um 50 manns og 60 árið áður. Fólk úr öllum landshornum hefur komið, sérstaklega ferða- fólk sem er á ferðinni um versl- unarmannahelgi. Það skal tekið fram að vegur- inn að Ábæjarkirkju er vel fær öllum vel útbúnum fólksbílum og jeppum. -bjb Sögufélag Eyfirðinga: Nýtt rit væntanlegt Fyrir nokkrum mánuðum voru þrjú fyrstu heftin af Súlum, riti Sögufélags Eyfírðinga uppseld og ritið því ófáanlegt sem heild. Nú hefur Sögufélagið látið Ijósprenta þessi hefti og eru Súlur því aftur fáanlegar frá byrjun, þ.e. 1.-27. hefti. Þá skal þess getið að 28. heftið er að koma út og flytur það les- endum ýmislegt af eftir minni- legu efni að venju. Afgreiðsla Sögufélagsins er í Bókaútgáfunni Skjaldborg, Hafnarstræti 75 Akureyri, sími 24024 og verður fyrst um sinn opin á fimmtudögum og föstu- dögum frá kl. 13.00-17.00. Einnig verða Súlur afgreiddar hjá Árna J. Haraldssyni Víðimýri 3, sími 21527 og Jóni A. Jónssyni Þórunnarstræti 104, símar 26850 og 25888 eftir samkomulagi. Önnur rit sem Sögufélag Eyfirð- inga hefur gefið út verða einnig til sölu á áðurgreindum stöðum, ennfremur eru sem áður allar fáanlegar útgáfubækur Skjald- borgar afgreiddar frá afgreiðsl- unni að Hafnarstræti 75. Sumarbridds í Dynheimum Úrslit í tíundu umferð sumar- bridds Bridgefélags Akureyrar urðu sem hér segir: „ . 1. Páll og Þórarinn 211 2. Hilmar og Jón 204 3. -4. Einar og Gunnar 189 3.-4. Kristján og Stefán 189 5. Alfreð og Ármann 182 6. Cecil og Soffía 180 í stigakeppninni er farið að þrengja um Ármann á toppnum en hann er enn efstur með 100 stig. Næstir eru Hilmar með 92 stig, Gunnar með 84, Jón með 74, Örn með 68, Alfreð 57, Cecil 40, Soffía 37 og Páll með 34 stig. Næsta umferð sumarbriddsins verður spiluð í Dynheimum á þriðjudagskvöld og hefst hún klukkan 19.30.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.