Dagur - 30.07.1988, Qupperneq 15
By helgarkrossgátan 11
Tekið skal fram að skýr greinarmunur er gerður
á grönnum og breiðum sérhljóðum.
Þegar þú hefur ráðið gátuna, skaltu skrifa
stafina í tölusettu reitunum á lausnarseðilinn hér
að neðan. Klipptu síðan lausnarseðilinn út og
sendu til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri,
merktan: „Helgarkrossgáta nr. 34“
Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða
send vinningshafa.
Verðlaunin fyrir krossgátuna að þessu sinni er bókin „Fjögur skáld í för
með presti“, eftir séra Bolla Gústavsson í Laufási. í bókinni eru birtir
viðtalsþættir Bolla við hin þjóðkunnu skáld Braga Sigurjónsson, Hjört
Pálsson, Heiðrek Guðmundsson og Kristján frá Djúpalæk, auk þess
sem fjölda ljóða eftir þá er þar að finna. Útgefandi er Skjaldborg.
Kristín Jónsdóttir, Furulundi 6g, Akureyri, hlaut verðlaunin fyrir helg-
arkrossgátu nr. 31. Lausnarorðið var Pláneturnar. Verðlaunin bókir
„Dómsorð“, verða send vinningshafa.
Helgarkrossgáta nr. 34
Lausnarorðið er ...............................
Nafn ..........................................
Heimilsfang ...................................
Póstnúmer og staður ...........................
30. júlí 1988 - DAGUR - 15
nr>t*> t» 11 j'' n '■ í 4- r
c§b I lúsn:eðisstofnun ríkisins
TÆKNIDEILD
Simi 696900
Útboð
Eskifjörður
Stjórn verkamannabústaða á Eskifirði, óskar eftir til-
boðum í byggingu tveggja hæða fjölbýlishúss
byggðu úr steinsteypu. Verk nr. Z. 05.01 úr teikn-
ingasafni tæknideildar Húsnæðisstofunar ríkisins.
Brúttóflatarmál húss 428 m2.
Brúttórúmmál húss 1371 m3.
Húsið verður byggt við götuna Dalbarð 8, Eskifirði
og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn.
Afhending útboðsgagna er á bæjarstjórnarskrifstofu
Eskifjarðar, Strandgötu 49, 735 Eskifirði, og hjá
tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá miðviku-
deginum 3. ágúst 1988 gegn kr. 10.000.- skilatrygg-
ingu.
Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en
þriðjudaginn 16. ágúst 1988 kl. 11.00 og verða þau
opnuð að viðstöddum bjóðendum.
F.h. stjórnar verkamannabústaða á Eskifirði.
Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins.
1 lúsnæðisstofnun ríkisins
Sjúkraliðar - Starfsfólk
Kristnesspítali óskar eftir að ráða sjúkraliða og
ófaglært starfsfólk á sjúkradeildir spítalans. Um
framtíðarstarf getur verið að ræða.
Uppiýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 31100.
Kristnesspítali.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Hjúkrunarfræðingar
Lausar eru til umsóknar stöður hjúkrunarfræð-
inga, nú þegar eða eftir samkomulagi, á eftirtöldum
deildum:
Handlækningadeild
Gjörgæslu
Skurðdeild
Svæfingadeild
Lyflækningadeild
Barnadeild
Geðdeild
B-deild, öldrunar- og hjúkrunardeild
Seli, öldrunar- og hjúkrunardeild.
Einnig eru lausar til umsóknar nú þegar eða eftir
samkomulagi stöður Ijósmæðra og/eða hjúkrunar-
fræðinga með Ijósmæðranám á
Fæðinga- og kvensjúkdómadeild.
Upplýsingar gefa hjúkrunarframkvæmdastjórar,
Svava Aradóttir og Sonja Sveinsdóttir, alla virka
daga á milli kl. 13.00-14.00 í síma 96-22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
«t
Systir mín og móöursystir,
ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR
frá Stóra-Eyrarlandi, Akureyri,
andaðist 25. júlí.
Jaröarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir færum við starfs-
fólki á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun.
Marsilía Jónsdóttir,
Valborg Jónsdóttir.