Dagur - 09.09.1988, Page 2

Dagur - 09.09.1988, Page 2
2 - DAGUR - 9. september 1988 Verkamannabústaðir Akureyri: Umsóknarfrestur framlengdur Stjórn verkamannabústaða á Akureyri auglýsti þann 6. júní sl. eftir umsóknum um nýjar og notaðar íbúðir í verka- mannabústöðum. Fljótlega eftir að umsóknarfrestur rann út og allt fram á þennan dag hefur komið í Ijós að margir misstu af þessari auglýsingu vegna sumarleyfa. Þar sem stjórnin áformar að auglýsa ekki eftir umsóknum um íbúðir nema einu sinni til tvisvar á ári tók hún þá ákvörðun á fundi sínum þann 6. september sl. að opna á ný fyrir umsóknir í eina viku, eða frá 8.-16. september 1988. í frétttatilkynningu segir: „Vonast er til, að með þessari framlengingu geti þeir sem ekki náðu að leggja inn umsóknir í sumar, nú nýtt sér tækifærið. Þær íbúðir sem úthlutað verð- ur eru u.þ.b. 40 íbúðir í smíðum ásamt þeim íbúðum sem kunna að koma til endursölu á næst- unni. Það skal tekið fram að umsækjendur sem lögðu inn - eða endurnýjuðu - umsóknir á tímabilinu 6.-27. júní þurfa ekki að endurnýja sínar umsóknir, þær eru í fullu gildi. Athygli skal jafnframt vakin á að eftir 16. september næstkom- andi verður ekki tekið við nein- um umsóknum né afhent umsóknareyðublöð." Háskólinn á Akureyri: Nauðungaruppboð Laugardaginn 17. september 1988, verður haldið nauðungaruppboð á lausafé, sem hefst við lög- reglustöðina v/Þórunnarstræti á Akureyri kl. 14.00. Selt verður væntanlega, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, skiptaréttar Akureyrar og ýmissa lögmanna, lausafé sem hér greinir: Bifreiðar: A-825, A-902, A-904, A-1250, A-1649, A-1949, A-2015, A-2055, A-2183, A-2380, A-2389, A-2459, A-2732, A-2852, A-3143, A-3302, A-3426, A-3438, A-3440, A-3512, A-3624, A-3856, A-4003, A-4357, A-4570, A-4574, A-4595, A-4956, A-5115, A-5116, A-5223, A-5307, A-5334, A-5470, A-5499, A-5641, A-5732, A-5975, A-5996, A-6051, A-6087, A-6188, A-6462, A-6505, A-6506, A-6508, A-6582, A-6647, A-6889, A-6987, A-7241, A-7298, A-7330, A-7378, A-7381, A-7387, A-7501, A-7582, A-7756, A-8184, A-8413, A-8590, A-8635, A-9042, A-9242, A-9287, A-9339, A-9368, A-9582, A-10118, A-10148, A-10217, A-10270, A-10364, A-10372, A-10453, A-10513, A-10570, A-10619, A-10647, A-10753, A-10755, A-10769, A-10852, A-10877, A-10919, A-10959, A-11003, A-11202, A-11203, A-11374, A-11397, A-11638, A-11751, A-11964, A-12137, A-12251, A-12266, A-12311, A-12572, A-12637, A-12667, E-1239, G-5585, R-39001, R-57296, R-57788, U-4723, Þ-3157, Þ-3833. Ýmislegt lausafé m.a. sjónvörp, myndbandstæki, hljómflutn- ingstæki, myndlyklar, stofuklukka, sófasett, hillusamstæður, borðstofuborð og stólar, skrifborð, ísskápar, þvottavélar og frystikistur. Fjórhjól af gerðunum Pólaris, Kawasaki og Suzuki. Dráttarvél af gerðinni Ford, MF-skurðgrafa, Kemper heyhleðsluvagn, hjólhýsi af gerðinni 4-40GT. Skjóttur hestur 6 vetra. Trésmíðavélar af gerðunum Schepp- ach og Sicma. Zafferani þvottavél, Bautin slípivél, glerskurð- arvél og límsprauta af gerðinni Power master. Kathrein sjónvarpsmagriari og tíðnibreytir. Steikarofn, kaffi- vél, kæli- og frystiskápur fyrir veitingahús. Píanó af Yamaha gerð, hljómborð af gerðinni Roland, prentvél af gerðinni Plan- eta, opinn vélbátur, dýptarmælir Royal Rf. 1000, tengivagn At-70. Tveir byggingakranar af gerðinni BP 2020 árg. 1974 og 1978. Einnig ótollafgreiddur varningur m.a. fatnaður og óskilamunir o.fl. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla, nema með sam- þykki uppboðshaldara. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Uppboðsskilmálar eru til sýnis hjá uppboðshaldara. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu. 7. september 1988. Arnar Sigfússon fulltrúi. Fundað um stað- setningu háskólalóðar Á laugardag var haldinn fund- ur á Akureyri um framtíöar- staðsetningu lóöar Háskólans á Akureyri. Skjöldur, félag áhugamanna um Háskólann, stóð fyrir fundinum í samvinnu við háskólamenn. Haraldur Bessason, háskólarektor, sagði að áfram yrði haldið við að leita úrlausna á lóðamálum skólans og hefði tilgangur fundarins verið að hugleiða fyrstu skrefin í þá veru. Haraldur sagði að á fundinum hefðu nokkur svæði á Akureyri komið til umræðu sem háskóla- lóðir. Rætt hefði verið um að nota skólahúsið við Þórunnar- stræti, þ.e. gamla Iðnskólann áfram og byggja síðar meira á þeirri lóð. Þá hefði verið rætt um fleiri staði, t.d. lóðir í grennd við Sól- borg sunnan Glerár, lóð á Eyrar- landsholti ekki fjarri Verkmennta- skólanum og lóð við Lónsá. Skiptar skoðanir hefðu verið um ágæti þessara staða eins og geng- ur en ekki var komist að neinni niðurstöðu á fundinum um málið enda slíkt ekki á dagskrá. Háskólamenn þurfa augljós- lega að hafa samráð við Akureyr- arbæ um lóðaúthlutun en að sögn rektors hefur ekki verið rætt um þau mál við forsvarsmenn bæjar- félagsins. Næstu skref í málinu hefðu ekki verið ákveðin en eitt af því sem kæmi til greina væri að skipa nefnd sérfróðra manna til að gera tillögur og meta kosti og galla þeirra svæða sem koma til greina. Haraldur tók fram að mikillar undirbúningsvinnu væri þörf áður en tillögur verða full- mótaðar og fleiri fundir um stað- arval Háskólans verða haldnir í vetur. „Mér þykir líklegt að félagið Skjöldur og aðrir fulltrúar skól- ans muni ræða nánar við fulltrúa Akureyrarbæjar um þessi mál. Tilgangur fundarins var að athuga hvaða möguleikar væru í boði og það gagnlegasta við fund- inn var að þar kom fram mikið af upplýsingum. Við vitum ekki hversu lengi þetta húsnæði við Þórunnarstrætið muni endast skólanum en það yrði stórt skref í upphafi ef við fengjum afnot af því að mestu leyti. Fjárveiting til að ljúka við Verkmenntaskólann þarf að fást, þar stendur hnífur- inn í kúnni,“ sagði Haraldur. Hann sagði að lokum að samstarf Háskólans og Verkmenntaskól- ans hefði verið gott frá upphafi þrátt fyrir nokkuð erfiðar aðstæður. Báðum stofnununum væri í hag að lausn fengist sem fyrst á húsnæðisvanda þeirra og því væri nauðsynlegt að hraða sem mest afgreiðslu fjárveitingar til Verkmenntaskólans. EHB Kjörbúðir KEA: Opnunartíma gjörbreytt - opið til kl. 20 mánudaga til laugardaga og á sunnudögum í Byggðavegi Þann 1. september gengu í gildi umfangsmiklar breytingar á opnunartíma kjörbúða KEA. Helstu breytingarnar eru þær að kjörbúðin Byggða- vegi 98 verður nú opin á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10-20 og kjörbúð KEA í Sunnu- hlíð verður opin á laugardög- um kl. 10-20. Kjörmarkaðurinn í Hrísalundi verður opinn til kl. 19 á fimmtu- dögum og föstudögum og á laug- ardögum getur fólk verslað þar milli kl. 10 og 16. Að öðru leyti eru matvöruverslanir KEA opnar til kl. 18 virka daga, nema Byggðavegur 98 og Sunnuhlíð 12 sem hafa ætíð opið til kl. 20. „Við erum með tvær þjónustu- verslanir núna, verslanir sem eru opnar lengur en aðrar, í stað einnar áður. Við höfðum slíka þjónustuverslun í Byggðavegi frá 1. janúar til loka maí en nú bætist Sunnuhlíð við. Þá höfum við opið í Byggðavegi á sunnudög- um, sem er nýjung hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga,“ sagði Björn Baldursson, fulltrúi verslunar- sviðs KEA. Björn sagði ennfremur að fall- ið hefði verið frá lúgusölu hjá KEA þegar opnunartími versl- ana var gefinn frjáls og því geta viðskiptavinirnir ávallt gengið að vörunum inni í verslununum á opnunartíma þeirra. Hann gat þess að á fundi með húsfélagi verslunarmiðstöðvar- innar í Sunnuhlíð hefði komið fram fullur vilji hjá forráðamönn- um verslana að hafa þær opnar á laugardöguin, þótt ekki verði þær opnar eins lengi og matvöruversl- un KEA.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.